Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Fréttablaðið með Evrópusambands-áróður, vísar til meintra mistaka með Brexit, á sama tíma og Trump væntir stórkostlegs samnings USA við UK!

Í 2. sinn á stuttum tíma er aðal­ritstjóri Fréttablaðsins, Kristín Þor­steins­dóttir, með eindreginn áróður fyrir Evrópu­sam­band­ið og aðild Íslands að því; öðru­vísi verða orð hennar undir lok leiðara í dag naumast skilin.

Út frá einni skoðana­könnun: "að 60% kjós­enda vilji endur­skoða afstöð­una sem birtist í atkvæða­greiðslunni í fyrrasumar" (nokkuð sem felur þó ekki sjálfkrafa í sér eindreginn vilja til að verða áfram í ESB) leyfir hún sér að fullyrða, að "langflestir" séu "sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag." Þetta er of djörf staðhæfing, og skoðana­kannanir eiga það líka til að breytast skjótt eftir ríkjandi vindum hverju sinni, í fjölmiðlum og stjórnmálum

Ekki ber Kristín það við að líta neitt til umræðunnar um þann jákvæða ávinning sem blasir við Bretum að endurheimta að fullu sína fiskveiðilögsögu eftir úrsögnina. Hefði ritstjórinn þó vitaskuld átt að minnast á það, úr því að hún er að nota þarna tækifærið til að predika yfir Íslendingum að tímabært sé að athuga meinta kosti ESB-aðildar. En sú aðild myndi rústa fullveldis­réttindum okkar á hafinu og gera okkur skylt að meðtaka ALLA Evrópu­sambands­löggjöf hér eftir sem bindandi. Vill Kristín það í alvöru?

Þar að auki er þunnur hljómur í evru-meðmælum hennar vegna sterkrar krónu. Fróðari menn mæla eindregið gegn upptöku evru hér.

Svo hefur ritstjórinn naumast heyrt nýjustu fréttir þegar hún skilaði af sér leiðaranum, því að þar, á hennar eigin Vísi.is, er þessi frétt í dag: Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð. (Sjá einnig Mbl.is-tengil hér fyrir neðan.) Varla hefur þetta þau áhrif að veikja stöðu Bretlands í efna­hags­lífi heimsins!

Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag.Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. 

* Sjá einnig blogg Heimssýnar: ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Trump á von á mjög öflugum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsætt mat: ESB og evran eru hér ekki á dagskrá!

Jafnvel Benedikt Jóhannesson viður­kennir á Kjarnanum, að það sé "ekki pólit­ískt ger­legt að ganga í Evrópu­sambandið og taka upp evru". Fylgi ESB-flokka er hverf­andi; því er þetta raun­sætt mat. En hann segir að "alþekkt sé að hann hafi þá skoðun að Íslandi yrði best borgið með því að ganga í Evrópu­sambandið og taka upp evru. Hinn pólitíski raun­veruleiki sé þó sá að það er ekki gerlegt sem stendur."

Eins gott að menn viðurkenni staðreyndir, en svíkist samt ekki aftan að þjóð­inni undir lok kjörtíma­bilsins, ef þessi veika stjórn, sem lafir á einum þingmanni, lifir svo lengi.

Svo lítils trausts nýtur þessi þriggja flokka ríkisstjórnar­samvinna, að lægðin í fylgi er orðin þvílík, að stjórnmálafræði-prófessorinn Ólafur Þ. Harðarson kveður upp úr um, að þess séu „engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár"!

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Og þar er fylgið einmitt einna lélegast í ESB-flokkunum Viðreisn með 5,5% og Bjartri framtíð sem á sér naumast bjarta framtíð með sín 2,9%. Samt þykist Óttarr Proppé enn geta talað eins og hann hafi umboð þjóðarinnar, þegar hann þennan nýliðna sunnudag boðar lokun Reykja­víkur­flugvallar, þrátt fyrir yfirgnæfandi fylgi bæði þjóðarinnar og höfuð­borgar­búa við að flug­völl­urinn verði hér til frambúðar. Hve blindir geta menn orðið á valdastóli?

Jón Valur Jensson.


Brexit verður eitt helzta vopn Theresu May á lokametrum baráttunnar vegna þingkosninganna

Mjög dró saman með Íhalds­flokki og Verka­manna­flokki í kapp­hlaupi síðustu daga vegna brezku þingkosninganna, komið niður í 3% mun. En Theresa May byrjar nú nýja baráttu, segir þjóðarhag mikilvægari en sjónvarps­kappræður.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Amid fears that negative attacks on Mr Corbyn are starting to backfire, Mrs May will switch to an upbeat message of a "brighter, fairer future for all" out of the EU. She will set out Tory plans to restore control over Britain’s borders, stop paying "huge sums" to the EU and end the jurisdiction of the European Court of Justice in the UK. (The Times 1. júní, í grein Francis Elliott, stjórnmálaritstjóra blaðsins: Have faith in me: Theresa May fights back with Brexit.)

Forsætisráðherrann þarf nú að verjast ásökunum um ýmist hroka (hubris and arrogance) eða hugleysi (political cowardice) eftir að hún neitaði að taka þátt í sjónvarpskappræðu með leiðtogum hinna flokkanna.

Svar hennar er m.a.: "I have said many times in the past — people can have faith in me because I have faith in them."

Fulltrúi May í kappræðunum var frú Amber Rudd innanríkisráðherra, en faðir hennar, 93 ára, lézt um síðustu helgi. Hún svaraði árásum frá öllum hliðum í kappræðunni, sem fram fór í Cambridge-háskóla: "Don´t give up on me ... Theresa May may not be here but I am and I hope to make a good fist [hnefa] of setting out Tory policy," og hún gaf lítið út á "the coalition of chaos" sem þar var mætt til að berjast við hana.

Mrs May had earlier claimed that the Labour leader was more interested in "appearances on the telly" [TV] than preparing for Brexit talks.

Boris Johnson this morning backed Mrs May in her decision not take part. The foreign secretary said her choice was "absolutely validated" because the debate turned into "a great yammering cacophony of voices (æpandi ósamræmi í söng þeirra) . . . most of them left-wing". (Grein Elliotts.)

Boris Johnson, utanríkisráðherrann, kvað upptökusalinn hafa verið fyllri af vinstri mönnum en lengi hefði sézt og varaði eins og Theresa May við þeirri upplausnarstjórn (coalition of chaos) undir leiðsögn Jeremys Corbyn, sem tekið gæti við með hjálp Skozka þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata, ef Corbyn ætti að takast að mynda nýja ríkisstjórn. Þá fengi Corbyn hr. Tim Farron "gargandi eins og páfagauk á annarri öxlinni – og hvern á hinni? – Nicolu Sturgeon"! (en þetta eru leiðtogar hinna flokkanna).

Ein rúsína enn (og minnir þetta ekki aðeins á íslenzka RÚVið?):

Amid accusations that the BBC had chosen an audience with a left-wing bias for the debate, George Freeman, a policy chief for Mrs May, said that the group "was about as representative as the shadow cabinet".

En BBC hafnar því. Þó er vitað um langtíma vinstri-halla á þeim fjölmiðli, sem og ESB-vinahalla -- rétt eins og á Rúvinu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tapar Theresa May meirihluta sínum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram­fara­flokk­ur­inn í Nor­egi snýst alfarið gegn inngöngu í ESB

Evr­ópu­sam­bandið hefur fjar­lægzt upp­haf­legt mark­mið sitt að stuðla að friði, frelsi og sam­vinnu í Evr­ópu, en verður sí­fellt meira skriffinnsku­bákn, segir í álykt­un flokks­ins. Tillaga  ut­an­rík­is­mála­nefndar ­flokks­ins, að hann leggist form­lega gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, var samþykkt. Áður hefur Fram­fara­flokk­ur­inn haft þá stefnu (líkt og ýmsir tvístígandi flokkar hér á landi), að málið yrði út­kljáð í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Frá þessari nýju stefnu, sem samþykkt var á flokks­þingi um helg­ina, segir á frétta­vef norska rík­is­út­varps­ins, NRK.

947750 2

Fyr­ir lands­fund­inn, und­an­farna mánuði, höfðu Siv Jensen fjármálaráðherra og aðrir forystumenn flokksins talað á þessum nót­um, en vax­andi andstaða hefur verið inn­an hans við inn­göngu í Evrópusam­bandið, sbr. frétt mbl.is: „Í dag myndi ég kjósa nei“, og pistil hér: "Ég mundi segja nei!" - Hressandi andblær af ESB-höfnun norska fjármálaráðherrans.

Fram­fara­flokk­ur­inn mynd­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn Nor­egs ásamt Hægri­flokkn­um en þing­kosn­ing­ar verða í land­inu í haust.

Fram­fara­flokk­ur­inn vill einnig semja um end­ur­bæt­ur á samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Nor­eg­ur er aðili að ásamt Íslandi, Liechten­stein og öll­um ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Vill flokk­ur­inn að samn­ing­ur­inn verði túlkaður með þrengri hætti til þess að standa bet­ur vörð um full­veldi Nor­egs og þjóðar­hags­muni. (Mbl.is)

Fagna ber því, að línurnar verða hér skýrari eftir en áður og Noregur enn fjær því en fyrr að geta hugsað sér að ganga inn í Evrópusambandið.

Vegna hlið­stæðrar hagsmunastöðu Íslands gagnvart ESB má þetta verða okkur ágæt fyrirmynd.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hafnar inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandsmál geta haft mikil áhrif á frönsku forsetakosningarnar

Macron er ekki 100% öruggur með sigur í frönsku forseta­kosn­ing­un­um. Enn koma upp atvik sem geta breytt vígs­töðu þeirra Le Pen. 2/3 fylg­is­manna Melen­chons kjósa hann ekki.* Frekja Macrons í garð Pól­verja hjálp­ar ekki heldur.** Stjórn­vizka kemur ekki sízt fram í orð­um og yfir­lýsingum.

Mörgum er lítt að skapi að láta ESB stýra stór­streymi múslima inn í Evrópu, einkum ef til stendur að gera það varan­legt; tímabundin aðstoð er allt annað mál, bæði hér í álfu og þó enn frekar með hjálpar­starfi í heima­löndum músl­ima, ef mögulegt er, eða í nágranna­löndum stríðs­svæðanna, því að þannig fæst margföld nýting fjár­framlaga til flótta­manna­hjálpar miðað við allt þung­lama­lega batt­eríið í kringum slíkt hér í Evrópu.

Mjög svo ráðandi áhrif Angelu Merkel, kanzlara Þýzka­lands, á meðferð flótta­manna­mála eru greini­lega til óþurftar fyrir Evrópu­sambandið, eins og ráð hennar hafa gefizt illa í heimalandi hennar, þar sem t.d. tugir þúsunda flótta­manna og hælis­leitenda eru "týndir", finnast ekki, á sama tíma og lögreglan fæst við sífellt alvarlegri tilfelli af hryðjuverka­ógnunum.

* Melenchon er sósíalisti, og höfðu fylgis­menn Macrons reiknað með, að fylgis­menn þess fyrrnefnda myndu kjósa Macron, enda væru þeir miklir andstæð­ingar Le Pen og Þjóðfylk­ingar­innar. En tveir þriðju af stuðnings­mönnum Melenchons ætla nú óvænt annaðhvort að sitja heima eða skila auðu!

** Macron var að gefa út frekjulega framhleypna yfir­lýsingu sem beinist gegn sjálfræði og fullveldi einstakra ESB-meðlimaríkja. Þetta hjálpar honum ekki á síðustu 4-5 dögum fyrir kosn­ingarnar. Hann hefur nú 60% fylgi, gegn 40% hjá Marine Le Pen, og hefur ekki efni á að tapa því niður. Hið franska bann við skoðanakönnunum á kjördag og sólarhring fyrir kosningar getur svo aukið á spennuna. Og það er ekki nóg, að menn segist frekar standa með Macron en Le Pen, ef þeir nenna svo ekki að mæta á kjörstað eða skila jafnvel auðu! Tengsl hans við bankana þykja einnig mæla gegn honum, þótt talinn sé hann hafa staðið vel við bakið á Grikkjum í ESB-málum þeirra og ESB-seðlabankans.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Dræm kosningaþátttaka gæti skipt sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti bær við Brexit er Frexit. En þá verður ekki kátt í Berlaymont-höllinni!

Image result for berlaymont  Jafnvel for­setafram­bjóðand­inn, gervi-miðjumaður­inn Emm­anu­el Macron seg­ir í við­tali við BBC að gera þurfi breyt­ing­ar á Evr­ópu­sam­band­inu, ella standi ESB frammi fyr­ir Frex­it 

Það er ánægjulegt að menn séu einnig á megin­landinu farnir að átta sig á rangri stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, á ofurgræðgi þess í vald­heim­ildir sem skerða full­veldi þátt­töku­ríkjanna, og á margs konar afdrifa­ríkum stjórnunar­mistökum þess, fyrir utan allt bruðlið og spillinguna.

Fréttastofa RÚV hefur gert mikið með það, hvað Macron sé mikill ESB-maður, ólíkt frú Le Pen, sem vill þjóðar­atkvæða­greiðslu um úrsögn Frakka úr Evrópu­sambandinu.

En jafnvel þessi mótfram­bjóðandi hennar, "fyrrverandi" sósíalistinn (og þó Roth­schild-banka-vinurinn) monsjör Macron, vill ekki hrinda frá sér þeim kjósendum sem hafa sterkar efasemdir um þetta ofur­bandalag hátt í 30 ríkja. Já, hann úttalar sig skýrt:

„Ég er Evr­óp­us­inni. Ég varði gildi og hug­mynda­fræði sam­bands­ins ít­rekað í kosn­inga­bar­át­tunni vegna þess að ég tel hvort tveggja mik­il­vægt fyr­ir íbúa Frakk­lands og fyr­ir okk­ar stað í alþjóða­væðing­unni,“ seg­ir Macron. „En á sama tíma verðum við að taka á þessu ástandi. Hlusta á fólkið og þá staðreynd að það er reitt.

Macron seg­ir að það yrðu svik ef hann leyfði Evr­ópu­sam­band­inu að halda áfram á þeirri veg­ferð sem það væri á. „Og ég vil það ekki. Vegna þess að dag­inn eft­ir þá verður niðurstaðan Frex­it. Eða við fáum Þjóðfylk­ing­una [flokk Mar­ine Le Pen] aft­ur,“ seg­ir hann. (Mbl.is, leturbr. hér.)

Já, Frökkum o.fl. þátttökuþjóðum er alls ekki sama um, hvert Brussel­menn í skrifstofu- og funda­höllum sínum eru að leiða þjóðirnar, með ógætilegri efnahags- og peninga­málastjórn, með inngripum í jafnvel stjórnar­skrármál ríkjanna, með allt of opinni stefnu gagnvart því að fá milljónir múslima inn í álfuna og með undar­legum samn­ingum við einræðis­stjórnina í Tyrklandi sem fær mörg­hundruð milljarða króna afhentar í mútufé árlega fyrir að vísa ekki flótta­mönnum beinustu leið inn í Evrópu.

ESB-gjaldmiðillinn, evran, hefur þegar reynzt þónokkrum þátttöku­þjóðanna hinn versti fjár­hags­klafi um háls og seint fengin nein lausn á vanda Grikkja, Ítala, Portúgala, Íra o.fl. þjóða.

Og svo kemur í ljós, að þrátt fyrir fagur­mæli Lissabon-sáttmálans um rétt þjóð­anna til að segja sig úr Evrópu­samband­inu, þá eru menn í Berlaymont-höllinni og í Berlín og París á fullu við að valda Bretum sem mestum búsifj­um vegna ákvörðunar meirihluta þeirra um að segja skilið við sambandið. Þar er m.a. um stórar álögur á þá að ræða, sem ESB-menn vilja leggja á brezka ríkis­sjóðinn, eina risaálöguna eftir aðra; og svo eru Brussel-menn jafnvel farnir að reyna að kjlúfa brezka ríkjasambandið í herðar niður, nú síðast með því að leggja til, að Norður-Írland verði eftir í ESB eins og írska lýðveldið og í bandi með því! Þetta kemur þó ekki til af ást á írsku þjóðinni, sem mætti gjarnan sameinast, heldur er allt til marks um, að því fer fjarri, að Evrópu­sambandið sé neitt skárra en önnur stórveldi sem þjösnast áfram í vald­stefnu sinni og yfir­ráða­hneigð.

Íslendingar geta svo rétt ímyndað sér, hvernig þeim, um 240 sinnum minni þjóð en Bretar eru, hefði gengið að slíta sig lausa frá Evrópu­sambandinu, ef Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar, Árna Páli & Co., ásamt svikurum í öðrum flokkum, hefði tekizt að troða okkur í það stór­veldi, þegar við vorum sem veikust fyrir. Eitt er víst: að þá værum við nú að borga Icesave-reikninga, ættum sáralítinn makríl­veiðirétt, værum með ESB-menn hér í fisk­veiði­lögsögunni, hefðum ekki okkar sveigjan­legu krónu, heldur í líku fari og Írar sem bölva evrunni og njóta ekki okkar ferða­manna­sprengju, og þar að auki værum við svo með þessi Brussel­tröll hangandi yfir okkur með ógnanir og hótanir um að við höfum verra af, ef við vogum okkur að reyna að verða sjálfstæð þjóð og fullvalda á ný!

Til hamingju með sjálfstæðið, Íslendingar. Til hamingju með daginn, 1. maí. laughing

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frexit óumflýjanlegur án breytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsisigur Theresu May mun styrkja Brexit í sessi

Glæsileg voru úrslit atkvæða­greiðslu í brezka þing­inu í dag um að boða til þing­kosn­inga 8. júní. Sam­tals greiddu 522 þing­menn at­kvæði með til­lög­unni, ein­ung­is 13 greiddu at­kvæði gegn henni!

"Skoðanakann­an­ir benda til þess að Íhalds­flokk­ur for­sæt­is­ráðherr­ans eigi eft­ir að vinna stór­sig­ur í þing­kosn­ing­un­um og bæta veru­lega við þig fylgi og þing­mönn­um," segir í frétt á Mbl.is, og hefði mátt taka mun dýpra í árinni, því að reiknað er með, að Íhaldsflokkurinn fái allt að 200 þingsætum meira en Verka­manna­flokk­ur­inn.

"Verka­manna­flokk­ur­inn mæl­ist hins veg­ar með sögu­lega lítið fylgi en inn­an hans hafa geisað átök um fyr­ir­hugaða út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sem flokks­menn hafa skipt­ar skoðanir á, sem og á Jeremy Cor­byn leiðtoga hans. (Mbl.is)

Þetta er svona "just for the record" á þessari vefsíðu, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna nógu vel síðustu vikurnar, en hér skal heitið að gera betur á næstunni.

Vef­ur Daily Tel­egraph segir betur frá þessu máli dagsins.

Margir, m.a. hér á landi, hafa gert því skóna, að Bretar fari flatt á Brexit og verði jafnvel gerðir afturreka með það. En þrátt fyrir upphafs-andstöðu sína hefur Theresa May staðið drengilega við þá stefnu sem meiri­hluti Breta markaði með þjóðar­atkvæða­greiðslunni, og nú styrkist öll aðstaða hennar til að koma málinu fram og hafa sterkari samnings­aðstöðu gegnvart kerfiskörlum ESB. Að sama skapi veikist mál­staður Evrópu­sam­bands­ins í álfunni allri og framtíð þess fjarri því að vera tryggð.

Og eins og segir í þætti "Stjórnar­mannsins" aftan á Markaði Frétta­blaðsins í dag, þá "styrktist sterlings­pundið verulega í kjölfar tíðind­anna" frá í gær, að Theresa May myndi leggja tillögu um þingslit og kosningar fyrir þingið í dag - "og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og banda­ríkjadal um nokkurra mánaða skeið."

Og lokaorðin þar: "Það skyldi þó ekki vera, að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum?"

JVJ.


mbl.is Breska þingið samþykkir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB að ganga í endurnýjun lífdaganna eða að nálgast endalokin?

Sama dag og ESB-leiðtogar halda upp á 60 ára af­mæli Evr­ópu­sam­bands­ins og skrifa undir endur­nýjaðan Rómar­sáttamála varar Franz páfi þá við því að "stofn­un­in eigi það á hættu að líða und­ir lok ef ný fram­tíð­ar­sýn verður ekki sett fram, byggð á upp­haf­legri hug­sjón henn­ar um sam­stöðu."

„Þegar stofn­un miss­ir sjón­ar á stefnu sinni og get­ur ekki leng­ur horft fram á við, þá fer henni aft­ur og þegar til lengri tíma litið gæti hún liðið und­ir lok,“ sagði Franz í ræðu sem hann hélt fyr­ir leiðtoga ESB í Vatíkan­inu. (Mbl.is)

Image result for Pope Francis European Union Myndin er af páfanum í heimsókn hjá ESB 26. nóv. 2014

Páfinn er ekki neikvæður gagnvart upphaflegum tilgangi sambandsins, stofnendur þess hafi trúað á framtíðina eft­ir eyðilegg­ing­una í síðari heims­styrj­öld­inni og ekki skort hug­rekki, en hann bætir við, að samstaða verði að vera fyr­ir hendi í Evr­ópu, og lýsti hann því yfir á fundi í Róm með fulltrúum ESB, að slík samstaða væri „áhrifa­rík­asta móteitrið gegn nú­tíma út­gáfu lýðskrums.“ (Frétt mbl.is: Seg­ir að ESB gæti liðið und­ir lok)

Vitað er, að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu er fastákveðin af brezku ríkisstjórninni í kjölfar þjóðaratkvæðis á þann veg, þótt sambandið reyni hvað það getur að bregða fæti fyrir Breta á þeirri leið, m.a. með því að krefja þá um 50-60 milljarða evra, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna (sbr. erlend skrif hér).

En fleiri kunna að vera á leið úr Evrópusambandinu en Bretar, jafnvel er ekki víst að stofnþjóðir eins og Frakkar, Hollendingar og Ítalir verði jafn-tryggar í bandinu á næstu árum eins og talið hafði verið, og gætir þess nú þegar í kringum kosningar í tveimur þeirra landa og Ítalía talin í verulegum erfiðleikum með sín samskipti við ESB. Því kann það ekki að vera svo fjarstætt í orðum páfans, að samstaða ES-ríkjanna gæti með tímanum liðið und­ir lok.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiðina!

Í grein írsks háskólakennara í fjármálum, C. Lucey, í Sunday Times tel­ur hann sjálf­stæði Ís­lands hafa skipt hér sköp­um. Írland varð nær gjaldþrota við að bjarga bönkunum vegna auð­sveipni við Evrópusambandið, en hér sé hag­vöxt­ur góður og með því mesta sem gerist í Evr­ópu, ferðaþjón­ust­an blómstri, einka­neyzla fari vax­andi, at­vinnu­leys­i minnkandi og vax­andi kaup­mátt­ur. "Fjár­magns­höft­in hafi að mestu verið af­num­in í síðustu viku sem viðbúið væri að leiddi til frek­ari er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar á Íslandi." (Mbl.is)
 
Í greininni, sem birtist í hinu víðlesna brezka blaði ;sl. sunnu­dag 19. marz, fjall­ar Cormac Lucey, sem er lektor í fjár­mál­um við Trinity Col­l­e­ge og Uni­versity Col­l­e­ge, Dublin, um þróun efna­hags­mála á Íslandi og gerir sam­an­b­urð við heima­land sitt Írland.
 

Hvernig þetta gerðist á Írlandi: Fylgdi skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um og varð nær gjaldþrota!

Lucey hef­ur grein­ina á því að rifja upp að þegar alþjóðlega fjár­málakrís­an hafi staðið sem hæst hafi Michael Noon­an, fjár­málaráðherra Írlands, lagt áherslu á það að Írland væri ekki Ísland. Með þeim orðum hafi hann viljað taka af all­an vafa um að Írar myndu ekki að fara sömu leið og Íslend­ing­ar þegar kæmi að því að tak­ast á við krís­una. (Mbl.is, leturbr.jvj)

Og það var það sem kom þeim sjálfum mest i koll!

Íslend­ing­ar hafi ekki bjargað ís­lensk­um bönk­um frá gjaldþroti á meðan Írland hafi nærri því orðið gjaldþrota við að bjarga þarlend­um bönk­um. Írar hafi varið 65 millj­örðum evra (rúm­lega 7.700 millj­örðum króna) af skatt­fé til þess að koma í veg fyr­ir að bank­ar færu í þrot. Stór hluti þess fjár­magns hafi endað í vös­um kröfu­hafa bank­anna.

Lucey seg­ir að þetta hafi írsk stjórn­völd ákveðið að gera í kjöl­far þess að þáver­andi for­seti banka­stjórn­ar Evr­ópska seðlabank­ans, Jean-Clau­de Trichet, hafi hringt í Noon­an og varað hann við því að ef er­lend­ir kröfu­haf­ar fengju ekki sitt myndi „sprengja springa“ og að það yrði ekki á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins held­ur á Írlandi. (Mbl.is)

Hræðslan og ofurtrúin á Evrópusambandið varð hér Írum til hins mesta skaða sem þeir hafa beðið á þessari öld. Ekki varð þeim hollt af ráðum Trichets, ekki frekar en fulltrúi sama Seðla­banka Evrópu (ESB-seðlabankanum) hafi reynzt okkur vel, þegar hann tók þátt í því með fulltrúa fram­kvæmda­stjórnar ESB og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg að dæma okkur sek og greiðslu­skyld í úrskurði þess "gerðar­dóms" sem nefndur er hér í neðanmálsgrein.*

Gleymum því ekki, að það var "hrunstjórnin" sem bjargaði hag Íslands.* Þær fáu vikur vikur, sem fengust til þess eftir bankakreppuna haustið 2008 og allt þar til Jóhönnu­stjórn tók við eftir "búsáhalda­byltingu" og uppgjöf Samfylk­ingar snemma árs 2009, dugðu okkur til þess, að mörkuð hafði verið sú farsæla stefna, sem hélt okkur á réttu róli og bjargaði okkur frá gríðarlegri ríkisábyrgð sem hefði trúlega leitt Ísland í gjaldþrot.

„Höld­um því til haga að eng­in sprengja sprakk í Reykja­vík þegar stjórn­völd þar létu er­lenda kröfu­hafa taka skell­inn. Það sem meira er, þá er Írland ekki Ísland, þar sem Ísland hélt í pen­inga­legt full­veldi sitt. Geng­is­lækk­un um helm­ing gerði landið alþjóðlega sam­keppn­is­hæft. Írland lagði sitt pen­inga­lega full­veldi inn í evru­svæðið.

Gengi evr­unn­ar hafi hækkað gagn­vart helstu viðskipta­mynt­um Írlands í kjöl­far efna­hagskrís­unn­ar, einkum breska pund­inu. Það hafi aukið á verðbólgu og aukið enn á efna­hagserfiðleika Íra. Þrátt fyr­ir fá­menni hafi Íslend­ing­ar und­ir­strikað sjálf­stæði sitt með því að halda í eig­in gjald­miðil og staðið vörð um hags­muni sína. (Úr frásögn Mbl.is af greininni, lbr.jvj)

Og takið sérstaklega eftir þessu:
 
Til sam­an­b­urðar hafi Írar fórnað sjálf­stæði sínu með þátt­töku í gjald­miðli sem sner­ist um evr­ópska meg­in­lands­hags­muni og auðmjúk­ir fylgt fyr­ir­skip­un­um frá Evr­ópska seðlabank­an­um (skv. Lucey; Mbl.is).
 
Þar á eftir fer fjármálalektorinn Lucey síðan út í að kanna huganlegar ástæður fyrir þessari greinilega ófarsælu ákvörðun stjórnvalda á Írlandi:
 
Lucey tel­ur tvennt hafa þarna haft mik­il áhrif. Fyr­ir það fyrsta sú staðreynd að Írland hafi lengi lotið bresk­um yf­ir­ráðum áður en það varð sjálf­stætt.
 
Lucey seg­ir sam­skipta­sögu Íra við Bret­land hafa all­ar göt­ur síðan haft gríðarleg áhrif á póli­tísk­an hugs­un­ar­hátt á Írlandi. Þegar Bret­ar hafi ráðið Írlandi hafi stjórn­mál­in snú­ist um að draga úr áhrif­um þeirra og eft­ir að sjálf­stæðið hafi verið í höfn að sjá til þess að landið væri sem minnst háð Bretlandi í efna­hags­legu til­liti.
 
Og þá gerist þetta:
 
„Þessi árátta hef­ur leitt okk­ur dýpra og dýpra í fang Evr­ópu­sam­bands­ins, jafn­vel svo djúpt að bjarga kröfu­höf­um banka,“ seg­ir hann.
 
Og svo er það hin undirliggjandi skýr­ing­in. Hana telur Lucey "að mestu leyti kaþólskt hug­ar­far Íra". Mót­mæl­end­ur hafi frem­ur litið á Bibl­í­una en eina ákveðna kirkju sem æðsta trú­ar­lega valdið, og hefði það leitt af sér ein­stak­lings­miðaða stjórn­mála­menn­ingu.

„Kaþól­ikk­ar leggja á hinn bóg­inn áherslu á eina stóra kirkju,“ seg­ir Lucey. Þetta hafi áhrif á stjórn­mála­menn­ing­una þar sem frem­ur sé lögð áhersla á stór­ar stofn­an­ir sem bjóði upp á heild­ar­lausn­ir, eins og til að mynda Evr­ópu­sam­bandið, en að nálg­ast mál­in með sjálf­stæðum hætti líkt og Íslend­ing­ar hafi gert. (Mbl.is)

 Já, þessi írski háskólamaður tel­ur að sjálf­stæði Íslands hafi skipt sköp­um fyrir okkar farsælu leið og aðgreint okkur frá ógæfu lítt sjálfstæðra Íra: 
  • „Við þvöðrum um sjálf­stæði en und­ir niðri vilj­um við frek­ar sökkva okk­ur í faðm stórr­ar alþjóðastofn­un­ar, sama hversu flekk­ótt­ur fer­ill henn­ar kann að vera. Frels­un­in, sem við í raun þráum, er frelsið til þess að þurfa ekki að hugsa sjálf­stætt.“
  • Þannig lýk­ur grein írska fræðimanns­ins Cormacs Lucey. (Mbl.is)
Og sannarlega er löngu kominn tími til að Íslendingar almennt geri sér fulla grein fyrir því, hve rétt stefna var mörkuð hér strax á fyrstu vikum eftir bankahrunið, og átti sig á gæfu okkar í þessu tilliti. Stöndum áfram með sjálfstæði Íslands, það hefur svo sannarlega reynzt okkur affarasælt hingað til og engin ástæða til að hvika af þeim grunni.
 
* Reyndar bjargaði fjármálaráðherrann Árni Mathiesen því líka líka strax í nóv. 2008, að Ísland var ekki sett undir gerðardóm Evrópusambandsins um Icesave-málið sérstaklega. Hann neitaði við umhugsun að skipa mann í þann gerðardóm, og þar með vorum við óbundin þeim lagalega ranga úrskurði þess gerðardóms, að íslenzka ríkið væri greiðsluskylt vegna Icesave-reikninga einkafyrirtækisins Landsbankans! Við getum bara rétt ímyndað okkur, hvað ESB-málpípan Benedikt Jóhannesson hefði gert í sporum Árna Mathiesen!
 
Jón Valur Jensson.
 
Evrópski seðlabankinn.
Evr­ópski seðlabank­inn (AFP-mynd). --- En ekki er allt gull sem glóir, sjá greinina!

mbl.is Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fögnum með meirihluta Breta að þeir verða væntanlega gengnir úr ESB í marzlok 2019

Þann tíma tekur úr­sagn­ar­ferlið úr Evr­ópu­sam­band­inu, en 29. marz nk. virkjar ríkisstjórn Theresu May formlega 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans, "níu mánuðum eft­ir að úr­slit úr þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Brex­it lágu fyr­ir." (Mbl.is)

„Við vilj­um að viðræðurn­ar hefj­ist taf­ar­laust,“ sagði talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans Th­eresu May við blaðamenn.

Ráðuneytið sem fer með úr­sögn­ina sagði í yf­ir­lýs­ingu í morg­un að Tim Barrow, sendi­full­trúi Bret­lands í Brus­sel, hefði til­kynnt Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að Bret­ar hygðust virkja 50. grein­ina miðviku­dag­inn 29. mars. (Mbl.is)

Og Bretar eru með sinn sérstaka Brex­it-ráðherr­a, Dav­id Dav­is, sem lét hafa eft­ir sér, að "Bret­ar hefðu tekið sögu­lega ákvörðun um að yf­ir­gefa sam­bandið í at­kvæðagreiðslunni 23. júní 2016."

Þetta er ennfremur mjög athyglisvert og mikilvægt:

[Theresa] May hef­ur sagt að hún sé til­bú­in til að yf­ir­gefa sam­eig­in­leg­an markað Evr­ópu til að geta sett eig­in regl­ur um aðflutn­ing fólks. (Mbl.is)

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu málsins! Bretar munu feta sig áfram eftir nýrri braut og þó gamalli að stofni til, en þeir hafa löngum verið meðal helztu málsvara viðskiptafrelsis um víða veröld.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefja úrsagnarferlið 29. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband