ESB að ganga í endurnýjun lífdaganna eða að nálgast endalokin?

Sama dag og ESB-leiðtogar halda upp á 60 ára af­mæli Evr­ópu­sam­bands­ins og skrifa undir endur­nýjaðan Rómar­sáttamála varar Franz páfi þá við því að "stofn­un­in eigi það á hættu að líða und­ir lok ef ný fram­tíð­ar­sýn verður ekki sett fram, byggð á upp­haf­legri hug­sjón henn­ar um sam­stöðu."

„Þegar stofn­un miss­ir sjón­ar á stefnu sinni og get­ur ekki leng­ur horft fram á við, þá fer henni aft­ur og þegar til lengri tíma litið gæti hún liðið und­ir lok,“ sagði Franz í ræðu sem hann hélt fyr­ir leiðtoga ESB í Vatíkan­inu. (Mbl.is)

Image result for Pope Francis European Union Myndin er af páfanum í heimsókn hjá ESB 26. nóv. 2014

Páfinn er ekki neikvæður gagnvart upphaflegum tilgangi sambandsins, stofnendur þess hafi trúað á framtíðina eft­ir eyðilegg­ing­una í síðari heims­styrj­öld­inni og ekki skort hug­rekki, en hann bætir við, að samstaða verði að vera fyr­ir hendi í Evr­ópu, og lýsti hann því yfir á fundi í Róm með fulltrúum ESB, að slík samstaða væri „áhrifa­rík­asta móteitrið gegn nú­tíma út­gáfu lýðskrums.“ (Frétt mbl.is: Seg­ir að ESB gæti liðið und­ir lok)

Vitað er, að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu er fastákveðin af brezku ríkisstjórninni í kjölfar þjóðaratkvæðis á þann veg, þótt sambandið reyni hvað það getur að bregða fæti fyrir Breta á þeirri leið, m.a. með því að krefja þá um 50-60 milljarða evra, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna (sbr. erlend skrif hér).

En fleiri kunna að vera á leið úr Evrópusambandinu en Bretar, jafnvel er ekki víst að stofnþjóðir eins og Frakkar, Hollendingar og Ítalir verði jafn-tryggar í bandinu á næstu árum eins og talið hafði verið, og gætir þess nú þegar í kringum kosningar í tveimur þeirra landa og Ítalía talin í verulegum erfiðleikum með sín samskipti við ESB. Því kann það ekki að vera svo fjarstætt í orðum páfans, að samstaða ES-ríkjanna gæti með tímanum liðið und­ir lok.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Sæll Jón Valur

Ég var að lesa um Rom í fylgjandi text:

Sunni Islam's most prominent preacher, Yusuf al Qaradawi, declared that the day will come when, like Constantinople, Rome will be Islamized.

https://www.gatestoneinstitute.org/9954/islam-christianity-europe

Merry, 26.3.2017 kl. 12:36

2 Smámynd: Merry

Bless ESB, gaman að hafa hitt þig.

Merry, 27.3.2017 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband