Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
18.9.2013 | 22:46
Stórmerk grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing um ESB-mál
Í viðskiptastríði við Evrópusambandið, eins og kann að vera í uppsiglingu, er ómetanlegt að geta leitað til austurs og vesturs ...
Þannig ritar hann m.a. í grein sinni Sér grefur gröf, þótt grafi, og er hún óvenju snjöll og skörp greining á margvíslegu varðandi Evrópusambandið, hvert það stefnir, á aðlögunarferlinu og lítt beysinni pólitík Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Eftirfarandi glefsur eru einnig úr þessari ýtarlegu grein Bjarna (en bezt er að lesa hana alla í heild):
"Er líklegt, að óbilgirni ESB í garð Íslendinga mundi verða minni eftir inngöngu en á skeiði, þegar ESB reynir að lokka landsmenn til fylgilags við sig með ýmsum ráðum, þ.á.m. með því að bera á þá fé? Samstarfi við Færeyjar og Grænland með ríku innihaldi lyki daginn, sem Ísland gengi í ESB. Af sögulegum og hagsmunalegum ástæðum er innganga Íslands í ESB í sinni núverandi mynd ríkjasambands útilokað, hvað þá verði þróunin áfram í átt að sambandsríki, en vendipunktur í þeirri þróun kann að vera í nánd.
Það var svínslegur leikur til að þreyta fiskinn að bíða með sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann þar til í lokin, svo að þjóðin stæði frammi fyrir "fait accompli", fullnaðaraðlögun á öllum öðrum sviðum, fjöldi fólks kominn á spena ESB undir merkjum IPU eða öðrum, og þess vegna yrði ekki talið við hæfi að neita ESB um lokahnykkinn, aðlögun að "Common Fishery Policy, CFP, og CAP, Common Agriculture Policy". Aðildarumsókn og aðildarferli voru þannig mörkuð blekkingum og svikum hins fláráða Össurar Skarphéðinssonar frá upphafi til enda.
Réttast væri, að Alþingi fæli ríkisstjórninni haustið 2013 að falla frá umsókninni, sem kreist var út úr Alþingi 16. júlí 2009 með meiri harmkvælum en sögur fara af í samskiptum við erlend ríki síðan á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662..." Lesið greinina í heild!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2013 | 14:36
ESB-topphúfa: Köllum ekki spillingu spillingu!

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, segir að endurskoðendur ESB hafi "þá skyldu að bæta ímynd þess og miðla kostum þess til almennings" og vill að þeir "dragi úr gagnrýni sinni á bókhald þess til þess að komast megi hjá neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um það" (Mbl.is.)
Þannig vill Rompuy greinilega svara því, þegar stöðugt er á það minnt, að
- "endurskoðendur ESB haf(a), frá því að þeim var gert skylt að senda frá sér árlega skýrslu um fjármál sambandsins árið 1994, ekki getað staðfest reikninga þess vegna víðtækrar óreglu í bókhaldinu og þar á meðal fjársvika." (Sama Mbl.is-frétt.)
Talsmaður Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir
- "að eina leiðin til þess að minnka gagnrýni á bókhald ESB sé að varpa frekara ljósi á það en ekki minna. Vitleysa af þessu tagi er nákvæmlega ástæðan fyrir því að forsætisráðherrann vill koma á umbótum innan ESB og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðildina að sambandinu." (Mbl.is.)
Hér er ennfremur ástæða til að minna á orð Mörtu Andreasen, Evrópuþingmanns fyrir brezka Íhaldsflokkinn, sem var hér á ferð í lok síðasta mánaðar. Árið 2001 var hún ráðin sem aðalendurskoðandi fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en var látin fara eftir að hún vildi ekki skrifa undir reikninga sambandsins. Hún sagði hér í viðtali við Morgunblaðið 31. ágúst sl.:
En þegar ég var búin að vera þar í fjórar til fimm vikur var mér ljóst að lágmarksstjórnun á útgjöldum sambandsins var ekki til staðar, segir Marta og nefnir að útgjöld Evrópusambandsins séu í dag um 140 milljónir evra. Það sem ég hafði þó meiri áhyggjur af var að peningar voru látnir renna í verkefni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera, segir hún og bætir við að hún hafi viljað koma fram ýmsum breytingum, sem hefði verið auðvelt að hrinda í framkvæmd. En hugmyndum mínum var stöðugt hafnað.
Á sama tíma segir hún að hún hafi verið beitt þrýstingi til þess að skrifa upp á reikninga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á endanum var henni tilkynnt um ári síðar að framkvæmdastjórnin hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.
Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl framkvæmdastjórninni, segir Marta. Ég leit hins vegar svo á að hollusta mín ætti heima hjá skattgreiðendunum sem borguðu launin mín. Ég varð því að tryggja það að peningum þeirra væri vel varið.
Svo eru sumir svo grænir að telja okkur geta komizt hjá pólitískri spillingu með því að gerast meðlimir í þessu stórveldabandalagi!
Viðtalið allt við Andreasen er hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/31/telur_ad_esb_muni_hrynja/
JVJ tók saman.
![]() |
Gefi betri mynd af Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlálegt er að heyra Össur þingmann tala um að utanríkisráðherra "stork[i] fullveldi Alþingis". Össur studdi ólögmæta ESB-umsókn og braut stjórnarskrána, er hann rauk með hana til útlanda án aðkomu forseta lýðveldisins; áður hafði Össur brotið landráðalögin í Icesave-málinu! Svo fer hann í pontu á Alþingi til að mótmæla Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem framfylgir stefnu flokka sem njóta mikils þingmeirihluta, flokka sem fengu til þess meirihluta í kosningunum í vor.
Utanríkisráðherra hefur nú góðu heilli leyst samninganefnd, samningahópana (tugi manna) og samráðsnefnd vegna viðræðna við Evrópusambandið frá störfum. Það eru gleðileg tíðindi, en annars var ekki að vænta, þar sem "þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um, að hún ætlar ekki að halda áfram [umsóknar]viðræðum," eins og hann sagði í viðtali við Fréttablaðið, birtu þar í dag.
Ljóst er, að mikill sparnaður hlýzt fljótlega af ákvörðun ráðherrans. Þegar hafði tugum manna verið sagt upp í utanríkisráðuneytinu vegna U-beygju landsins í þessum ESB-umsóknarmálum, og var þar einkum um þýðendur að ræða. Nú bætast við þessar uppsagnir 17 manns í aðalsamninganefndinni og ennfremur tugir manna í samningahópum og samráðshópi í kringum hana. Þetta er eitt röskasta átak í sparnaði í ríkisbúskapnum sem frétzt hefur af lengi og um leið það sem mestri lukku kann að stýra.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Orð skulu standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2013 | 05:21
Bretar hafa tapað fullveldi í málum og veitist erfitt að ná því aftur
David Cameron vill semja við ESB um að endurheimta ýmis völd frá stofnunum þess sem Bretar hafa framselt til þeirra á liðnum árum og áratugum, m.a. í sjávarútvegi, en mun ekki takast það, þar sem önnur ríki sambandsins eiga eftir að koma í veg fyrir það, segir hér í frétt Mbl., hafðri eftir Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, en hann kemur úr flokki Frjálslyndra demókrata. Cable lét ummælin falla á fundi í fjármálahverfi Lundúnaborgar. (Mbl.is).
- Cameron hefur heitið því að í kjölfar slíkra viðræðna verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um veruna í Evrópusambandinu árið 2017 að því gefnu að Íhaldsflokkurinn vinni næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru 2015. (Mbl.is.)
Grasrótin í Íhaldsflokki Camerons neyðir hann til þessa, og horfurnar fram undan eru ekki góðar fyrir ESB-sinnana þar í landi.
Greinilega hefur viðskiptaráðherrann Cable gefizt upp á því að reyna að endurheimta eitthvað af fyrri völdum Bretlands á sínu eigin yfirráðasvæði, sem eitt sinn var og hét, því að ...
- Cable sagði ennfremur að í stað þess að reyna að endurheimta völd frá Evrópusambandinu ætti Bretland að beita sér fyrir því að endurbætur væru gerðar á sambandinu. (Mbl.is.)
En skyldi Bretum ganga það auðveldlega að fá hin 27 ríkin til að endurbæta ESB í þágu Bretlands?!
Allt er þetta verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem ímynda sér, að aldrei hafi það gerzt, að fullveldi nágrannaþjóða okkar hafi skerzt í Evrópusambandinu. Sú fullyrðing kemur einungis til af vanþekkingu.
1) Eru Danir fullvalda í gerðum sínum, þegar Færeyingar vilja samstöðu síns sambandsríkis? Ekki aldeilis í ófrelsi sínu innan Esb. neyðist danska ríkisstjórnin til að taka þátt í löndunarbanni á færeysk fiskiskip og flutningaskip þaðan!!! Ef það kemur einhverjum fyrir sjónir sem "danskt fullveldi", þá lýsir það ekki glöggskyggni.
2) Voru Írar fullvalda til að fara sömu leið og við með neyðarlögum okkar 2008, eins og þeir öfunduðu okkur af? Nei, þeir urðu að punga út ótrúlegu fé vegna bankanna, einkafyrirtækja!
3) Héldu Króatar fiskveiðilögsögu sinni óskertri við "inngöngu" í Esb. á þessu ári? Nei, AUÐVITAÐ EKKI, nú fá Ítalir og Spánverjar frjálsar hendur að gramsa þar!
4) Héldu ekki að minnsta kosti Bretar einkarétti sínum á sinni eigin fiskveiðilögsögu í Norðursjó eftir að þeir fóru inn í Evrópusambandið? EKKI ALDEILIS, þeir voru dæmdir af ESB-dómstólnum í Lúxemborg til að hlíta ESB-löggjöf og ónýta sína eigin löggjöf, sem hafði átt að vernda brezka sjómenn, útgerð og fiskiðnað, en Spánverjar græddu á öllu saman.
Menn ættu að kynna sér betur þessi mál. Það er t.d. enginn "pakki" sem opnazt gæti bara í framtíðinni, heldur bíða tilbúnir til skoðunar inntökusáttmálar ríkjanna með sínum ströngu skilmálum, og lagaverkið er sameiginlegt öllum og skyldubundið og ofar landslögum.
Þó búa ekki allar þjóðir við jafnan hlut hlutur Þjóðverja í ráðherraráðinu er langstærstur, atkvæðavægi þeirra í þessu löggefandi ráði yrði 273 sinnum meira en okkar, ef við álpuðumst þangað inn, og Bretlands 205 sinnum meira en okkar!
Og ESB-inntökusinnarnir sleikja bara út um, eða hvað?! Lesefni handa þeim er víða á vefsetri þessara Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, m.a. hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1297366/.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Tekst ekki að semja við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2013 | 21:00
Vegna greinar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.8.2013 | 10:27
Gallagripurinn ESB - eftir Gústaf Adolf Skúlason

Að sögn Mörtu talar ESB aldrei um fjársvik heldur einungis um galla. Einn af göllunum er að reiknað er með að 1 evra af hverjum 5 hverfi í vasa spilltra embættismanna. Sex ríki standa fyrir tveim þriðju hlutum gallanna: Búlgaría, Rúmenía, Grikkland, Ítalía, Pólland og Spánn. Ítalía toppar listann með um 80 milljarða evra úr sjóðum ESB enda á ítalska mafían lengri Guðföðursögu en ESB og starfar eftir mottóinu: Öllu er hægt að múta nema veðrinu.
Í nýlegri skýrslu lögregluyfirvalda ESB, EUROPOL (www.europol.europa.eu), segir: Ítalska mafían fjárfestir sífellt meira í endurnýjanlegri orku, sérstaklega vindrafstöðvum og græðir á rausnarlegum styrkjum ESB greiddum af aðildarríkjunum, sem gera mafíunni kleift að blanda saman óhreinu fé við löglegar efnahagslegar framkvæmdir. Andrea Gilardoni, hagfræðingur í Bocconi-háskólanum í Mílanó, segir að styrkirnir séu það háir, að alls kyns fólk laðist að þeim: Jafnvel hundar og kettir geta grætt peninga við þessar aðstæður. Mitt í efnahagskreppunni byggir mafían fleiri vind- og sólarorkustöðvar en Ítalir hafa nokkru sinni áður kynnst með styrkjum ESB og notar fyrirtækin fyrir peningaþvott í stórum stíl. Yfirvöld Ítalíu hafa dælt yfir 75 milljörðum dollara í starfsemina á sex ára tímabili. Sameinuðu þjóðirnar telja ársveltu þriggja stærstu mafíuhringja Ítalíu vera yfir 116 milljarða evra, sem er meira en árleg sala stærsta fyrirtækis Ítalíu, olíurisans Eni.
Fyrr í ár gerðu ítölsk yfirvöld stærstu eignaupptöku á eigum mafíunnar í sögu Ítalíu. Á meðal eigna voru vindorkufyrirtæki að andvirði yfir 1,6 milljarða dollara. Vito Nicastri, 57 ára eigandi fyrirtækjanna, gekk undir nafninu Lord of the Wind. Hann notaði fyrirtækin til að þvo peninga frá eiturlyfjasölu, fjárkúgun og öðrum ólöglegum greinum fyrir hönd Matteo Messina Denaro, sem talinn er æðsti yfirmaður Cosa Nostra.
Það er auðvelt að vera sammála EUROPOL um að styrkjaveiting ESB til mafíunnar skekkir viðskiptagrundvöll allan og hrekur burtu heiðarlega einstaklinga frá fyrirtækjarekstri. Spurningin er hvort EUROPOL, sem vill fá aukin völd og fjárframlög til að berjast gegn skýrri og yfirstandandi ógn við ESB, verði meira ágengt en yfirvöldum San Luca, sem ætluðu að reisa Lagahúsið til tákns um árangur í baráttunni við mafíuna en urðu að hætta við, þar sem mafían tók alla peningana. Sem eilíft tákn um spillingu ESB og ítölsku mafíunnar standa hálfkláraðar brýr hraðbrautarinnar A3 suður af Napólí, sem verið hafa í byggingu í áratugi. Alveg er sama, hversu miklum styrkjum er varið til framkvæmdanna, þeim mun ekki ljúka með núverandi mafíuskipulagi.
Íbúar aðildarríkja ESB búa við ofríkisstjórn Brussels, sem hirðir skattfé evrulandanna til að fjármagna múmíubanka ESB og fyrirskipar aukna skattheimtu og almennan niðurskurð. Í ofanálag er svæðastyrkjakerfi ESB, sem öllum er talin trú um að sé til heilbrigðra framkvæmda og nemur yfir einum þriðja af fjárlögum ESB, notað til að næra glæpastarfsemi á borð við ítölsku mafíuna. Það er því ekki við því að búast að ESB fái reikninga sína samþykkta af löggiltum endurskoðendum í nánustu framtíð frekar en hingað til.
Ég hvet þá aðila, sem vinna að skýrslu Alþingis um þróun ESB, að taka skýrslu EUROPOL með í reikninginn. Hún er víti til varnaðar um, hversu útbreidd spillingin er orðin og hvernig skattfé íbúa ESB er gróflega misnotað í glæpsamlegum tilgangi. Vandinn er ekki sá, að forráðamönnum ESB sé ekki kunnugt um ástandið. Innri eftirlitsnefnd ESB, OLOF, hefur ekki ákæruvald og þrátt fyrir ítarlegar skýrslur OLOF til aðildarríkjanna um ástandið enda 93% af skýrslunum í ruslafötunni. Það eru því aðrar ástæður fyrir því að forráðamenn ESB vilja ekki leysa vandamálin, sem sífellt stækka og verða verri með hverju ári sem líður.
Spilling, mikil eða lítil, er slæm og það er gæfa Íslands að sogast ekki með í spillingardæmi ESB. Enn er því möguleiki á að endurbyggja siðmenntað samfélag eftir þá útbreiddu fjármála- og stjórnmálaspillingu, sem ríkisstjórn aðildarsinna stóð fyrir sl. kjörtímabil.
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu.
Greinin, birt í Morgunblaðinu 23. júlí sl., er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eiga innlegg í ESB-umræðu í Fréttablaðinu í dag, sá fyrri um fullveldi, hinn segir Norðmenn hafa skoðað tvisvar "í pakkann, með aðildarviðræðum". Villa beggja er að fylgja ekki eftir því, sem vitað er um framhald mála. Þannig stöðvar Bjarni Már Magnússon athugun sína árið 1923, en Stefán Ólafsson 1994.
Hvernig þá í ósköpunum? Jú, tökum fyrst hinn þekktari þeirra fyrir, Stefán, prófessor í félagsfræði. Hann segir það rangt hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, að ekki sé hægt að skoða í pakkann með aðildarviðræðum. Afsönnun þess liggi fyrir, því að tvívegis hafi Norðmenn gert það. Þar vísar hann til aðildarviðræðna þeirra og uppáskriftar norskra stjórnvalda á inngöngusáttmála (accession treaty heitir þetta) sem norska þjóðin hafnaði 1972 og 1994.
Hvar skjátlast þá Stefáni í þessum efnum? Á tvíþættan veg.
1. Hann gengur fram hjá því, að þegar þjóðirnar austan gamla járntjaldsins fóru að sækja um ESB-inngöngu, mörgum árum eftir 1994 , var fyrirkomulagi inntökuferlisins breytt. Það er EKKI lengur verið að "SEMJA" (negotiate) um nein varanleg kjör ESB-umsóknarríkjanna innan stórveldisins (sambandsins), það tekur t.d. framkvæmdastjórn ESB fram með skýrum orðum í yfirlýsingu sinni ágúst 2011 (sjá pistil hér fyrir neðan), heldur er einfaldlega verið að ræða um upptöku landsins á um 100.000 blaðsíðna lagaverki ESB, ekki hvort það verði allt tekið upp, heldur í mesta lagi á hve löngum tíma (fáeinum árum yfirleitt varðandi þær örfáu undanþágur sem gerðar eru frá því að taka upp lagaverkið samstundis og
2. Stefán neitar ennfremur að LÆRA (nokkuð sem háskólakennari ætti að kunna skil á) af niðurstöðu inngönguviðræðna Norðmanna 1993-4. Hvað átti hann að læra? Jú þetta: að þeim var með eitilhörðum samningskröfum gert að hlíta þeirri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út í æsar, að þeir fengju fiskveiðilögsöguna EKKI fyrir sjálfa sig, ekki einu sinni part hennar, norðan viss breiddarbaugs. Niðurstaða eða öllu heldur innihald "pakkans" sem þeir "fengu" í sjávarútvegsefnum var einmitt þessi : að þeir fengju ekki neitt! Af þessu neitar Stefán að læra. Hann lætur sem "pakki" handa Íslendingum gæti falið í sér óvæntan glaðning. Sennilega er hann að gefa mönnum í skyn, að ekki yrði um afturhvarf frá sigrum okkar í landhelgismálinu að ræða. En fyrir slíku eru engin rök. Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna (CFP) Evrópusambandsins útilokar það, og það hafa forystumenn sambandsins staðfest ítrekað með orðum sínum. "Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB, sagði til dæmis Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og í sama knérunn falla orð Emmu Bonino og Olli Rehn, sjá nánar hér: Margstaðfest staðreynd: Engar varanlegar undanþágur eru veittar frá lögum ESB!.
Er þá villulisti Stefáns prófessors upp talinn? Nei, jafnvel þótt aðeins sé miðað við 19 einsdálkslínur frá honum í ESB-Fréttablaðinu í dag, heldur hann þar einnig uppi sjónhverfingum um annað mál, þegar hann skrifar um "hinar síendurteknu rangfærslur um að ESB muni taka yfir náttúruauðlindir Íslands, ef við gerumst meðlimir í Evrópusambandinu." Stefán reynir hér að vísu fyrst að stilla þessu upp sem stærstum möguleika ("taka yfir [allar] náttúruauðlindir Íslands"), en það er aðeins málskrúðs- eða kappræðu- (rhetorísk) -aðferð hjá honum að láta þá líta svo út sem hér sé ekkert að óskast. Rökvillan er sú að gefa sér uppteiknaða forsendu, sem hægt sé að segja að eigi sér ekki beina og skýra tilvist í sáttmálum ESB sem opinská stefna þess, en horfa hins vegar fram hjá því, að í Lissabon-sáttmálanum eru einmitt valdheimildir gefnar til þess að fara með vissum hætti fram hjá eignaryfirráðum meðlimaríkjanna á auðlindum sínum. Þar er nefnilega tekið sérstaklega fram, að meðlimaríkin skuldbindi sig til að koma fram sem samheldið afl í alþjóðasamskiptum og m.a. geti þá ESB stýrt framboði (supply) á orku, þ.e.a.s. með því að "ensure security of energy supply in the Union"; það getur þá líka átt við um öflun orkunnar (sbr. í ensku máii: 'to supply us with this': að afla okkur þessa) og þá jafnvel allt að frumframleiðslustigi. Þá er þar með komin átylla fyrir ESB til að grípa inn í orkuöflun (t.d. olíu eða vatnsafls- eða jarðvarma-framleiddrar raforku) til að tryggja meðlimaríkjunum þá orku, t.d. í nýrri orkukreppu og til að koma í veg fyrir að t.d. Norðmenn eða Íslendingar selji olíu til annarra heimshluta. Eins gæti þetta jafnvel orðið undirstaða kröfu á hendur okkur að við útvegum mikið rafmagn gegnum rafstreng til Skotlands, jafnvel þótt það fæli í sér, vegna jafnræðisreglna ESB, að við yrðum að stórhækka rafmagnsverð til íslenzkra heimila. (Þetta er ekki á döfinni næstu árin eða kannski meira en áratug, vart áður en ESB tækist að narra Norðmenn inn, en til þess eru valdheimildir settar að nota þær; og það, sem getur gerzt vegna slíkra samþykktra grunnreglna, það gerist gjarnan og mun gera það, ef stórveldishagsmunir bjóða svo.
Af innslagi Bjarna Más Magnússonar
Hann vísar í grein ('Ytra fullveldi') á leiðarasíðu Esb-Fréttablaðsins í dag til úrskurðar Fasti-dómstólsins (fyrirrennara Alþjóðadómstólsins í Haag) um fullveldismál, þ.e. í svonefndu S.S. Wimbledon-máli. "Í stuttu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það," ritar hann og álykar sjálfu: "Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því."
En hér gerir Bjarni Már sig sekan um alvarlega yfirsjón. Þegar ríki framselur sjálf æðstu fullveldisréttindi sín í löggjafarmálum (auk framkvæmda- og dómsvalds) til annars ríkis eða ríkjabandalags, þá er það sannarlega að gera nokkuð, sem kemst nánast eins nærri því og unnt er að afsala sér fullveldi.
En gerist þetta nokkuð við inntöku ríkis í Evrópusambandið? Já, svo sannarlega! Sjá hér: 'Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið' = http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/878892/
Þar kemur m.a. fram (í þessu ESB-skjali: http://eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001 ) "that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it, and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law." Landslög víki sem sé alltaf fyrir ESB-lögum, og allt túlkunarvald sé lagt í hendur Evrópusambandinu!
Bjarni Már er strandaður á árinu 1923 og hefði getað gert betur en þetta! Tilætlun Evrópusambandsins er allt önnur og róttækari og sannarlega eðlisólík þeirri, sem felst t.d. í varnarsamningi Íslands við Bandaríkin, GATT-samningnum, undirskrift Mannréttindayfirlýsingar SÞ og fríverzlunarsamningnum við EFTA-ríkin. Bjarni Már þarf að bæta ráð sitt í sinni næstu grein.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2013 | 01:01
Hótanavaldi hinna voldugu beitt gegn smáþjóðum
Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hristir nú brandinn og boðar refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar fyrir lok þessa mánaðar.
Sigmundur Davíð ræðir við æðstu ESB-menn þennan þriðjudagsmorgun, þ.e. Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB. Einnig fundar hann með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Yfirlýsing Damanaki kemur í kjölfar fundar sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna sem
- "ræddu meðal annars um makríldeiluna í dag, en Bretar og Írar höfðu fyrir fund þeirra hvatt til þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum."
- Við getum ekki beðið til næsta árs, við verðum að grípa til aðgerða núna. Hvað varðar til hvaða aðgerðum við grípum nákvæmlega þá munu frekari upplýsingar verða gefnar út fyrir lok þessa mánaðar, sagði Damanaki á blaðamannafundi í kvöld (Mbl.is).
Og þetta er haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðamanni forsætisráðherra:
- Sigmundur Davíð á fund með Herman van Rompuy í fyrramálið og ég geri ráð fyrir að þetta verði meðal annars rætt. Við munum gera Barroso grein fyrir afstöðu Íslendinga, sérstaklega þeirri afstöðu okkar að við teljum þessar refsiaðgerðir allt of víðtækar og að þær standist ekki EES-samninginn. Þær séu ólögmætar og við munum ekki sitja þegjandi undir því. Ég geri ráð fyrir að þetta komi fram á morgun (Mbl.is).
Hér hefur því greinilega dregið til tíðinda, og verður fróðlegt að sjá, hvort harkan sex verði látin ráða í samskiptum stórveldabandalagsins við þessar tvær norrænu smáþjóðir.
- Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur "ekki trú á því að ESB grípi til einhverra aðgerða öðruvísi en að frekari viðræður eigi sér stað áður. Þar að auki hef ég miklar efasemdir um að refsiaðgerðir af því tagi sem menn hafa rætt um innan sambandsins fáist einfaldlega staðist. Ég held að það séu ekki lagaforsendur fyrir þeim, segir hann (Mbl.is),
en fer ekkert í grafgötur um, að hér er verið að beita hótunum fyrst og fremst með þessu tali um refsiaðgerðir.
Stórveldum fer það kannski vel að eigin áliti að hóta öllu illu, þar til í ljós kemur, að þau eru eins og hver önnur pappírstígrisdýr.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ákvörðun fyrir lok mánaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2013 | 08:37
Fjandskapur ESB-ríkja við Ísland heldur áfram
Það fer fríverzlunarbandalagi og meðlimaríkjum þess illa að beita sér gegn frjálsri verzlun og flutningum. Gríman er fallin af Hollendingum og Þjóðverjum gagnvart Íslendingum um hvalamál. Löglegar veiðar okkar reyna þeir að bregða fæti fyrir með því að teppa flutninga með hvalkjöt til Japans. Þetta eru ekki meðmæli með Evrópska efnahagssvæðinu, né með ESB, ekki frekar en Icesave- og makríl-málin (sjá neðar).
- Peter Altmeier, umhverfisráðherra Þýskalands, hefur sent yfirvöldum hafna við Norðursjó bréf þar sem hann mælist til þess að þau leyfi sjálfviljug ekki flutning hvalkjöts.
- Þýskar hafnir ættu ekki að vera ákjósanlegur kostur til umskipunar hvalkjöts, sagði í bréfinu, sem Altmeier sendi á þriðjudag og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. (Mbl.is.)
Ekki talar ráðherrann þarna í krafti löggjafar. Hitt er reyndar málið, að hann lætur í 1. lagi eins og stuðpúði einber vegna þrýstings græningjaliðs, og í 2. lagi er þetta vilji og stefna Evrópusambandsins sjálfs að leyfa ekki meðlimaríkjunum hvalveiðar, selveiðar né hákarlaveiðar. Við ættum ekki að fara í neinar grafgötur með það, en haga okkur eftir því með því að halda okkur fjarri þessu bandalagi stórveldanna og illa upplýstum embættismönnum þeirra og lýðkjörnum fulltrúum í ESB-þinginu.
En það er ekki nýtt, að við verðum fyrir óverðskulduðum kárínum af hálfu þessa Evrópusambands. Það hótar okkur og Færeyingum með gróflegum hætti í síldar- og makrílmálum. Það beitti sér frá upphafi gegn okkur í Icesave-málinu, með því að tilnefnda þrjá fulltrúa í gerðardóm haustið 2008 sem (þrátt fyrir sem betur fer viljandi fjarveru íslenzks fulltrúa) dæmdi okkur greiðsluskyld í því máli. Áfram beitti ESB sér gegn okkur með þrýstingi á stjórnvöld og á alþjóðavettvangi stofnana, og allt fram undir endalokin EFTA-dómstóls-úrskurðinn glæsilega beitti ESB sér með frekjulegum, ógnandi hætti gegn okkur, með því að gerast í 1. skipti í sögunni meðaðili að kæru tveggja meðlimaríkja, Bretlands og Hollands, gegn Lýðveldinu Íslandi. Málflutningur Samfylkingar-forystumanna og ESB-innlimunarsinna hér á landi hljómar því sem innantóm hræsni, þegar reynt er að uppteikna fyrir okkur Evrópusambandið sem útópíu framtíðarinnar og heillalausn fyrir okkur Íslendinga. Því fer víðs fjarri, og ekki yrðum við frekar en önnur "smáríki" innanborðs látin njóta þar sannmælis, hvað þá að ráða eigin ráðum.
- Haft var eftir Iris Menn, sérfræðingi samtakanna í málefnum hafsins, á vefsíðu blaðsins Die Welt að bréf ráðherrans væri fyrsta skrefið, en hygðist hann axla ábyrgðina til fulls þyrfti hann að beita sér fyrir því að flutningur hvalkjöts um þýskar hafnir yrði bannaður með lögum ... (Mbl.is.)
Já, alvaran er grá í viðskiptum við slíka aðila, hvort sem um makríl, Icesave eða hvali er að ræða. Bandamenn Evrópusambandsins hér á landi mættu fara að skoða sig í spegli þessara staðreynda.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Tilmæli umhverfisráðherra gegn flutningi hvalkjöts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.7.2013 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2013 | 17:16
ESB stefnir að því að fá Tyrki inn, hvað sem finnskri alþýðu finnst
Finnar vilja Íslendinga með í ESB, en ekki Tyrki. 70% okkar eru hins vegar hreint ekki á þeim buxunum að eiga þangað neitt erindi.
En það er stefna Evrópusambandsins að fá Tyrki inn, jafnvel gælt við þá hugsun að fá Egypta, Túnisbúa og Lybíumenn inn í þetta ofurríki, sjá hér. Útþenslu-málaráðherrann Stefan Füle virðist a.m.k. á þeim buxunum. Og hvað Tyrki varðar, er það ekki spurning af hans hálfu og margra annarra Brusselbossa, sbr. þessa grein undiritaðs á Vísisboggi að gefnu tilefni fyrir nær þremur árum (jafnvel þótt ekki hafi allt rætzt, sem þar er talað um, kann sitthvað af því enn að vofa yfir):
Stækkunarstjóri ESB, gamall kommúnisti frá Tékkó, vill Tyrki í bandalagið!
Tvítugur (1982) gekk Stefan Füle í kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu, en ekki úr honum fyrr en kommúnisminn féll árið 1989. Takið eftir: 14 árum eftir að Sovétríkin og 5 önnur Varsjárbandalagsríki réðust inn í Tékkó-Slóvakíu með hervaldi til að binda enda á vorið í Prag og tilraun til sósíalisma með mannlegu yfirbragði og gerðu Alexander Dubcek að götusópara, þá fannst Füle þessum tilvalið að gerast opinber kommúnisti.
Hann lærði heimspeki í Karlsháskóla í Prag og lagði stund á nám við MGIMO-diplómatastofnunina í Moskvu, which was known for its tight links with the Soviet secret service, the KGB. (Heimild hér.)
Þessi maður, Stefan Füle, hefur nú aðalumsjón með umsókn Íslands (!!!) í Evrópubandalagið. Menn kalla hann hér stækkunarstjóra, en hann er kommissar í framkvæmdastjórninni, sem er hin eiginlega ríkisstjórn Esb. og hann því með ráðherrastöðu í reynd í Evrópu-sambandi síaukins miðstjórnarvalds, og útþensla er þar á dagskránni, ÖLL EVRÓPA, og hann því réttnefndur útþenslumálaráðherra Evrópusambandsins.
- INNSKOT: Reyndar er þetta ekki umsókn Íslands, heldur Össurar nokkurs og Samfylkingarinnar eða að vísu bara 60% af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og einungis 26% af Íslendingum almennt, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, sem birt var í byrjun þessa mánaðar. (Sjá hér.)
- Í maíjúní 2009, þegar þingsályktunartillaga lá fyrir Alþingi um að sækja um aðild að ESB, var gerð Capacent-Gallup-könnun um afstöðu almennings og spurt: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Þá reyndust heil 61,1% svara: Mjög miklu máli, en 15,2%: Frekar miklu máli (alls 76,3%), en 4,9% sögðu: Frekar litlu máli og 13% mjög litlu máli; en hvorki né sögðu 5,8%. (Heimild hér.)
- En þessari áherzlu almennings á það að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um UMSÓKNINA HAFNAÐI Samfylkingin. Hún er ekkert fyrir lýðræði, þegar það er henni til trafala!
- Engu breytti, þegar það kom í ljós í Gallupkönnun lok ágúst og byrjun september 2009, þar sem spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?, að þá svöruðu einungis 16,1%: Örugglega með aðild, en 22,4%: Sennilega með aðild, en hins vegar 22,9%: Sennilega á móti aðild, og 38,6% svöruðu: Örugglega á móti aðild. Alls voru þannig 61,5% sennilega eða örugglega á móti aðild, en 38,5% með henni. Nú hefur sú tala reyndar hrunið niður í 26% (sjá ofar)!
Ætli þessi Füle láti sig þetta nokkru varða? Er hann ekki hvort sem er með nóga peningasekki, sem bíða þess að verða dreift yfir Ísland í formi kynningar og áróðurs?
En þetta er sem sé nýi útþenslumálaráðherrann. Sennilega flestir búnir að gleyma því, hvað sá fyrri heitir; hann er orðinn kommissar á öðrum stað.
En hann Füle ætlar ekki bara að koma Íslandi í Brusselbandalagið. Hann er að fást við fleira, karlinn. Honum er mjög annt um að fá TYRKLAND líka í bandalagið. Lesið þessa frétt af rúmlega tveggja vikna gömlum ummælum hans:
- This week (12 July) EU Enlargement Commissioner, Stefan Füle, assured Turkey that the EU was committed to the Muslim country becoming a full member, saying that ways of accelerating the process would be worked on. There should be a zero doubt policy about our commitment, Füle told a joint news conference with Turkish ministers in Istanbul. (Heimild hér.)
Þarna segir, að Füle hafi á fundi með tyrkneskum ráðherrum í Istanbúl fullvissað Tyrkland um að Evrópubandalagið teldi sig skuldbundið þessu múslimalandi, að það fengi að verða fullur meðlimur ESB og að til þess yrði beitt flýtimeðferð. Enginn vafi ætti að leika á þeirri skuldbindingu ESB.
Þetta eru fréttir til næsta bæjar. Tyrknesk stjórnvöld hafa beðið lengi eftir þessu. Nú fer þetta að gerast. Fyrst á þó að taka inn litla Ísland og kannski Króatíu. Þeim finnst eflaust áríðandi að fá þennan feita bita, Ísland, áður en yfirvofandi aðild Tyrklands kemst í hámæli, enda hefur ekkert heyrzt af henni hér á landi í ESB-vilhöllu fjölmiðunum þrátt fyrir yfirlýsingu stækkunarstjórans í Istanbúl.*
Ég ætla að skjóta inn í þetta sannri sögu. Það er ekki lengra síðan en í gærkvöldi að ég hitti kunningja sem upplýsti mig allt í einu um það, að hann hefði verið á ferð í Noregi, úti á landi, og komið þar inn í flóttamannastöð. Þar voru nokkrir Afganar, og hann þáði að drekka með þeim te. Þegar á leið spjallið, trúði einn þeirra honum fyrir því, að hann væri talibani.
Þetta fannst kunningja mínum í meira lagi merkilegt talibani í Noregi! þegar hann sagði mér og öðrum frá þessu. En ef róttæklingur frá Afganistan fær auðveldan aðgang að Noregi, hvernig verður þá með tyrkneska heittrúarmenn? Verði Tyrkir eins og Stefan Füle boðar ESB-borgarar (73 milljónir manna), munu þeir njóta þar allra borgararéttinda, ferða-, dvalar- og starfsleyfis innan hvaða ESB-lands sem er. Þeir munu geta leynzt hvar sem er, frá Gíbraltar til Finnlands og frá Grikklandi til Íslands, og beitt sér gegn sínu nýja heimaríki, jafnvel þótt það sé stórveldi; þjóðlöndin innan þess geta þeir svo reynt að kúga með hótunum í verki, t.d. að látið verði undan einhverjum óbilgjörnum kröfum þeirra. En á efnahags- og atvinnusviðinu geta hinir margfalt fleiri heiðarlegu menn meðal landsmanna þeirra auðveldlega undirboðið sig í gegnum verktaka og náð til sín störfum frá íbúum þess lands, þar sem þeir taka sér búsetu.
Skyldu verkalýðssinnarnir Össur og Árni Þór hafa hugsað út í þetta? Eða friðarsinnarnir Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir?
Og hvernig lízt íslenzku þjóðinni á málið? Er það í alvöru svo, að vegna þess eins, að Evrópuþjóðirnar eru orðnar svo náttúrulausar, að þær tímgast varla og alls ekki að nægu gagni þurfum VIÐ að lúta því að ganga í yfirríkjabandalag, sem verður, sem afleiðing af innkomu Tyrklands, fjarri því að vera friðsamlegt vegna sinna innri mótsagna og hörðu þjóðernis- og trúarárekstra á næstu áratugum? Hræða ekki sporin, þegar horft er á 30.000 manna fórnir í átökum Tyrkja og Kúrda á síðustu áratugum eða þegar litið er til hjaðningavíga sjíta og súnníta í Írak og víðar, gjarnan við moskur þeirra?
Ætlum við að ganga með opinn faðminn á móti þessari nýju Evrópu, sem Brusselbandalag Stefans Füle býður okkur að láta innlimast í ?
* Hér verður nú að loknum fréttatíma Rúv í hádeginu 27. júlí að bæta því við, að minnzt var á það í fréttum þar, að brezki forsætisráðherrann Cameron styður inngöngu Tyrklands í ESB. Þar segir m.a.:
- Landið yrði eitt það fjölmennasta í ESB með um 72 milljónir íbúa, langflestir múslimar. Óttast er að fjöldi tyrkneskra verkamanna muni flæða inn til Evrópu þegar vinnumarkaður Evrópusambandsins opnast þeim og aðrir hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum af aðild Tyrklands.
Bæta má við, að ýmsir ráðamenn ESB voru reyndar mjög andvígir inngöngu Tyrkja, ekki sízt Valéry Giscard dEstaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, en á slíka mun ekki lengur hlustað sem áður, enda er neyð bandalagsins mikil, að þurfa að horfa upp á stórfellda fækkun eigin vinnuafls-kynslóðar á næstu áratugum á sama tíma og öldruðum fjölgar gríðarlega, líftími lengist og byrðarnar STÓRAUKAST á herðum hinna vinnandi vegna eftirlauna, elliheimila-, heilbrigðis- og sjúkrahúsþjónustu gamla fólksins!
Og milljónirnar í Tyrklandi voru reyndar 72,5 árið 2009 (ekki 72 nú, eins og Rúv sagði), skv. Wikipediu, og fjölgunin um 1,272% á ári, vil ég bæta við! Fact Book CIA áætlar Tyrki reyndar 77.804.122 manns í júlí 2010 (heimild:hér).
Tyrkir draga þar hratt á fjölmennustu þjóð Evrópubandalagsins, Þjóðverja, sem voru taldir 81.757.600 1. janúar sl., en þar fæðast hins vegar einungis 1,38 börn á hverja konu, sem er eitt það minnsta í heiminum (heimild: hér), og þess vegna blasir þar við mannfækkun: niður í 6570 milljónir manna árið 2060 (65 milljónir, ef gert er ráð fyrir innflutningi 100.000 eða fleiri nýbúa ár hvert; 70 milljónir, ef gert er ráð fyrir innflutningi 200.000 eða fleiri nýbúa ár hvert.[heimild]
Þarna eru sannarlega ærin umhugsunarefni fyrir þetta útópíska bandalag hans Össurar Skarphéðinssonar og vinar hans Stefan Füle stækkunarstjóra, engu síður en fyrir Angelu Merkel og David Cameron!
- Viðauki 12.12. 20011:
- Eins er það ærið umhugsunarefni fyrir Evrópusambandið að treysta sér til að vera með gamlan kommúnista úr rússneskum diplómataskóla tengdum KGB í áhrifastöðu í framkvæmdastjórninni. Þar er reyndar annar gamall kommúnisti fyrir, sjálfur forseti framkvæmdastjórnarinnar: Barroso!
- Menn skyldu ekki láta koma sér á óvart, ef skyndilega verður tilkynnt um umsókn Rússlands í Esb., jafnvel einmitt nú, við tugþúsunda-mótmæli í Moskvuborg. Ekki yrðu stjórnarhættir Esb. lýðræðislegri við það né við inntöku Tyrklands. Færu bæði ríki inn, myndi væntanlegt atkvæðavægi innlimaðs Íslands í ráðherraráði og leiðtogaráði Esb. lækka úr 0,06% niður í 0,04%!
![]() |
Vilja Ísland í ESB en ekki Tyrkland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)