Margstaðfest staðreynd: Engar varanlegar undanþágur eru veittar frá lögum ESB!

Guðmundur 2. Gunnarsson ritaði á þessari vefslóð:

„Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og Össur gerði sig að fífli með að svara efnislega að það væri ekkert mál að semja um varanlegar undanþágur.

Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við:  “Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins.”

Forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið ærlegir gagnvart Íslendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB. Í Fréttablaðinu 8. nóvember síðastliðinn sagði Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, að það væru:  Engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu.” Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB, í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún: “Meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrr alla.”

Svo mörg voru þau orð. Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifjuð eru upp orð norska stjórnmálaforingjans Eriks Solheim sem sagði varðandi tvær árangurslausar inngöngutilraunir:  “Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga.”

Birt með leyfi höfundar, Guðm. Gunnarssnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband