Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ólíkt betra er NAFTA Evrópusambandinu

Ragnheiður Elín Árnadóttir er með tillögu um tolla- og/eða vörugjalds-lækkun, sem myndi nýtast mörgum hér, þ.e. á innfluttum iðnaðarvörum frá Bandaríkjunum, en ofurtollar eru hér t.d. á innfluttum bílum. Og slík lækkun -- eða tollasamningur við Bandaríkin, jafnvel innganga í NAFTA -- myndi ekki kosta okkur snefil af löggjafarvalds-rétti Alþingis, ólíkt innlimun í Evrópusambandið.

Menn geta ekki þrætt fyrir þetta síðastnefnda, þ.e. að ESB heimtar æðstu löggjafarréttindi yfir hverju nýju meðlimaríki, þetta stendur í hverjum inntökusáttmála (accession treaty, sem ranglega er oftast kallaður hér "aðildarsamningur"). Og sá, sem gerir sér ekki grein fyrir þessari staðreynd og háskalegum afleiðingum hennar, heldur augljóslega ekki vöku sinni!

Eða lætur lesandinn sér detta í hug, að Kanada og Mexíkó myndu nokkurn tímann vilja veita Bandaríkjamönnum æðstu löggjafarréttindi yfir sér í krafti NAFTA-fríverzlunarbandalagsins?!

Jón Valur Jensson. 


Hvaða fullveldismál? spyrja sumir eins og álfar út úr hól

Ágætur maður taldi á Facebók, að gaman væri að heyra hvaða "fullveldismál" ýmsir væru "alltaf að tala um". Hér er svarið:

Það er öndverðan við ESB-innlimunaráráttu meirihluta (en ekki nærri allra) samfylkingarmanna. Eins og flestir eiga að vita, myndi sú stefna kosta það, að æðstu löggjafarréttindi yfir Íslandi yrðu þá komin í hendur Brusselbossa, og það væri nú nógu illt í sjálfu sér, en ekki batnaði það við, að þeir fengju líka í hendur æðsta stjórnvald og dómsvald á mörgum sviðum líka.

Allt tilheyrir þetta vald FULLVELDI Íslands, en evrókratar vilja í reynd stórskerða það, okkur til óbætanlegs skaða. Það er því ekkert undarlegt við hneykslan okkar fullveldissinna á landleysingjunum. Á 95 ára afmæli fullveldis og sjálfstæðis Íslands, eftir aðeins 13 daga, mættu þeir síðarnefndu iðrast í sekk og ösku, kafroðna og skammast sín.

Jón Valur Jensson. 


Fréttarbóla frá Brussel

Evrópusambandið reynir nú að slá því upp, að mikil aukning verði á framlagi þar til menningarmála, 1,46 milljörðum evra verði varið til þeirra 2014–2020, en í raun er þetta ekki nema 9% aukning og 34 milljarðar kr. árlega, samanlagt, til allra Evrópusambandslandanna 28 og EES-landanna þriggja. Sá litli hlutur Íslands, sem þarna yrði um að ræða, yrði líka fyrst og fremst fjármagnaður af okkur sjálfum.

Vissulega munar um 9% aukningu slíkra framlaga, og yfir því gleðjast eflaust margir listamenn og rithöfundar, á sama tíma og samdráttur er hjá ESB í flestum öðrum fjárveitingum. Þetta er samt alls ekki mál, sem vegið getur þungt í áróðrinum hjá fylgjendum innlimunar Íslands í evrópska stórveldið, það veldi sem nú stefnir hraðbyri í enn meiri valdsöfnun og miðstýringu, ef vilji ráðamanna bæði þar og í Þýzkalandi (nú síðast Gerhards Schröder, fyrrv. kanzlara) nær fram að ganga, eins og miklar líkur eru til.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Auknu fé varið til menningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeyptar óþurftar-tilskipanir ESB

Hér skal vakin athygli á grein Halldórs Jónssonar verkfræðings, 'Er ekki nóg komið af bullinu frá ESB?', þar sem hann bendir á, að skv. tilskipun frá Evrópusambandinu á hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis hér sem í ESB að fara í 5% árið 2015 og 10% árið 2020, gersamlega að tilefnislausu, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku um 75% á Íslandi, eins og Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri efnarannsóknastofunnar Fjölvers, hefur bent á.

Ívar Pálsson viðskiptafræðingur ritar einnig um þetta mál o.fl. í nýjum pistli sínum í dag: Óíslenskar tilskipanir, þ.e.a.s. þessa umræddu tilskipun, einnig um glóperubann, ofurþykkt einangrunar (sbr. dýrkeypta byggingareglugerð okkar) o.s.frv. Taka ber undir orð Ívars um hinn þindarlausa og umhugsunarlitla mokstur alþingismanna af ESB-tilskipunum inn í okkar efnahagslíf:

  • Nú er kominn tími til þess að endurskoða þetta fargan: snúa til fyrri vegar, sem var sá að vega og meta hvort tilskipunin henti íslenskum aðstæðum yfirleitt og haga aðgerðum í samræmi við það. Sú aðferð gekk ágætlega og veldur Íslendingum ekki kostnaði og armæðu eins og óþurftar-tilskipanir gera.

Jón Valur Jensson.


Misnotkun evrókrata á ríkissjóði til áróðurs í Mogganum! (pistill frá 18.12. 2009)

Menn ættu að lesa fréttina: Hægt er að nota peninga skattgreiðandans í margt, þar sem fram kemur, að félag í eigu Karls Th. Birgissonar, mikils Samfylkingarmanns, Nýtt land ehf., “fékk 180 þúsund krónur vegna greinaskrifa í Morgunblaðið og ræðuskrifa. Þau svör fengust í ráðuneytinu að verkið hefði verið unnið í tíð Björgvins G. Sigurðssonar, í janúar,” þ.e.a.s. á þessu ári. Notaði Björgvin gagnagrunn Karls, sem var m.a. um Evrópumál og gjaldmiðilsmál, þegar sá fyrrnefndi skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið og nokkrar ræður. 

En hér var sem sé ríkissjóður og við skattgreiðendur látnir greiða fyrir áróðursstarf Samfylkingar sem ætlað var að hafa áhrif í fjölmiðlaumræðu! Var þar með verið að nota fjármuni hins illa stadda lýðveldis Íslands til að undirbúa innlimun þess í Evrópuyfirráðabandalagið? Var verið að ræna krónum Jóns og Gunnu til að hjálpa ráðherranum að komast kænskulega að orði, þegar hann var að rægja íslenzku krónuna?

Menn ættu að fara vel yfir greinar þessara aðila til að kanna, hvað þarna var verið að matreiða ofan í okkur Íslendinga – allt á okkar kostnað!


Sjávarútvegsráðherra: makríl-samningalota skilar líklega engum samningi

Ráðherrann Sigurður Ingi segir á aðalfundi LÍÚ í dag þær ágætu fréttir, að ólíklegt sé að samningar náist í makríldeilunni í Lundúnaviðræðum strandríkja við NA-Atlantshaf í London. 

  • SigurðurIngi„Við höfum sætt því að vera hótað alls kyns viðskiptahindrunum ef við ekki göngum í takt við risaveldið Evrópusambandið. Við höfum staðist allar þær sóknir. Við höfum hins vegar verið tilbúin til þess að setjast niður til viðræðna og haft frumkvæði að viðræðum á síðustu mánuðum og vikum en sagt að það gerum við þrátt fyrir hótanir. Ekki vegna þeirra. Og sú samningalota sem er í gangi núna í London og lýkur á morgun mun væntanlega ekki skila þeim árangri sem menn höfðu vænst. Við munum áfram berjast fyrir okkar hagsmunum. Við gefum ekkert eftir þar,“ sagði Sigurður.

 

Þetta eru góð tíðindi, því að þau virðast ber festu stjórnvalda hér vitni. Hafi þau í raun látið sig dreyma um, að á einhvern hátt mætti samþýðast Evrópusambandið, sem vildi minnkun makrílhlutar okkar úr 16–17% niður í 11,9% – eða samþykkja einhverja málamiðlun sem gengi í þá átt – þá hafa viðbrögðin meðal þjóðhollra Íslendinga (Fréttastofa Rúv ekki meðtalin) sennilega dregið úr þeim móðinn.

Verðum samt áfram á vaktinni í þessum efnum! Sjá fyrri greinar HÉR!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Makrílsamningar ólíklegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt svar Færeyinga við fráleitu "tilboði" Evrópusambandsins

ESB á ekkert í makrílnum í NA-Atlantshafi, getur ekki sett fiskveiðiþjóðum þar neinar reglur, hvað þá fengið að gína yfir mestum makrílafla. Nú er komið fram lymskulegt "tilboð" sem við ættum að hafna eins og Færeyingar.

Daman gríska Damanaki segist ekki vilja makrílstríð, en "heldur ekki samkomulag sama hvað það kostar," og kemur svo með slepjulegan, PR-hljómandi áróður: "Ef við vinnum saman er samkomulag mögulegt“ (!), segir sjávarútvegsstjórinn og blaðrar svo um bjartsýni sína á "samkomulag" á færeyskum vef, eftir að hafa veifað grimmilegum hótunarvendi sínum yfir smáþjóðinni og er komin mun lengra þar en gagnvart Íslendingum.

  • "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi hins vegar standa vörð um hagsmuni sambandsins í málinu," er þó haft eftir henni líka!
 
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Jacob Vestergaard, hinn réttsýni sjávarútvegsráðherra Færeyja.

En það er Jacob Vestergaard, sjávarútvegs-ráðherra Færeyja, sem á hér heiður skilinn. Hann tekur skýrt fram, "að Færeyingar ætli ekki að sætta sig við 12% hlutdeild í makrílkvótanum líkt og [ESB]-framkvæmdastjórnin hefur gert að tillögu sinni." Hugmynd hennar er að Íslendingum verði boðin 11,9% en til þessa hafa íslensk stjórnvöld gert kröfu um 16-17%. (Mbl.is.)

Og lesið þetta (leturbr. hér): Vestergaard segir að Færeyingar vilji sem fyrr 15% en vilji Evrópusambandið ekki fallast á gagnkvæmar veiðar í lögsögum strandríkjanna eins og gjarnan er samið um í samningum um deilistofna ætli þeir að gera kröfu um 23%. Fundað verður um makríldeiluna í London 23.-24. október næstkomandi. (Mbl.is.)

Sigurður Ingi Jóhannsson má verða góður, ef hann ætlar að jafnast á við þennan ráðherra. 

En það er meira í fréttum af þessu í dag, sem koma þarf hér fram og ræða. Eins og "tilboð" Evrópusambandsins var "kynnt" í hádegisútvarpi ESB-sinnaða Ríkisútvarpsins, átti það að heita svo, að stórveldabandalagið væri að "bjóða Ísendingum óbreyttan makrílafla eins og hann hafi verið síðasta ár."

En hér undir býr blekkingin ein. Samningamenn Íslands eiga vitaskuld að vita það, en von ESB-manna felst i því, að margir meðal almennings verði hér narraðir. Þarna er nefnilega miðað við stóraukningu heildar-makrílafla í NA-Atlantshafi, í nokkrum takt við leiðréttingu fiskifræðinga á kolvitlausu stofnmati ESB-manna hingað til. Þannig verða þessi 11,9% jafngild þeim 16-17% sem við höfum viljað taka okkur. En það fylgir ekki sögunni, að um leið og makrílstofninn drægist saman, niður í það sem hann var talinn í fyrra, þá myndi afli okkar út frá þessum ESB-ráðgerðu kvótaskipum, skerast stórlega niður og verða allt annað en jafngildi þess, sem var í fyrra, heldur um þriðjungi minni.

Höfnum refsskap Evrópusambandsmanna. Látum heldur ekki viðbrögð írska sjávarútvegsráðerrans blekkja okkur, eins og daman Damanaki sé að sækja að honum. Hún er í reynd að sækja gegn smáþjóðunum við Norður-Atlantshaf.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Færeyingar fallast ekki á tillögu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanstefna Árna Páls Árnasonar

Samfylkingin er handbendi ríkjasambands með höfuðstöðvar í Brussel, en á sér formann, Árna Pál Árnason. Hann hélt í gær til Strassborgar á fund "með ráðamönnum Evrópusambandsins í boði þingflokks jafnaðarmanna á Evrópu[sambands]þinginu. Í þingflokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu sitja 194 þingmenn frá öllum 28 aðildarríkjum ESB." (Mbl.is.)

Greinilega hyggst Árni Páll fara ýtarlega í saumana á því, hvað fór úrskeiðis í Össurar-umsókninni hjá evrókrötum á Íslandi, með samherjum sínum austan hafs. Stendur til að reyna að kokka upp nýja sóknarstrategíu stórveldisins með eftirgreindum fundahöldum?

  • Hann mun funda sérstaklega með Hannes Swoboda, formanni þingflokks jafnaðarmanna, og Christian Dan Preda, sem leitt hefur vinnu við aðildarumsókn Íslands. Þá mun hann eiga sérstakan fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Mariu Damanaki, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórninni. (Mbl.is.) 

Verður nú reynt að finna út einhver klækjabrögð til að leggja beitu fyrir Ísland, t.d. með því að "bjóða" eitthvað nýtt í makrílmálinu í ljósi þess, að fyrra veiðigetumat ESB-manna reyndist húmbúkk eitt og vitleysa, en mat íslenzkra og norskra fiskifræðinga fara nær sanni?

Engu er þó treystandi frá þessu Evrópusambandi um sjávarútvegssamninga og sízt ástæða til að hvika frá óskoruðum yfirráðum okkar sjálfra yfir fiskveiðum innan 200 mílnanna, auk þess sem samningar um veiðar úr síbreytilegum flökkustofni geta einfaldlega orðið okkur snara um háls.

  • Annað kvöld [þriðjudagskvöld] ávarpar formaður Samfylkingarinnar þingflokk jafnaðarmanna á sérstökum þingflokksfundi og fjallar um Evrópusamvinnuna frá sjónarhóli Samfylkingarinnar og stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. (Mbl.is.)

Hann mun þá væntanlega gera samherjum sínum grein fyrir því, hverjum íslenzkra evrókrata er helzt um að "kenna", að þeirra heittelskaða Össurarumsókn fór í handaskolum – hvort aðalsökudólgurinn er Jóhanna Sigurðardóttir eða Össur Skarphéðinsson eða kannski Árni Páll sjálfur, sem hefði viljað vera verkstjóri yfir verkinu, en fekk það ekki fyrir Jóhönnu (var bara formaður að nafninu til) – eða hvort Evrópusambandið verði sjálft að taka á sig sökina, því að þaðan hafi íslenzkir þjónar þess tekið við "línunni" um stefnu og strategíu, sem hér hafi verið fylgt. Svo má vel vera og að jafnan hafi Brusselmenn talið þvert NEI Íslendinga gegn ESB-inntöku svo augljóslega vofa yfir þeim, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að Evrópusambandið hafi vísvitandi stuðlað að því, að viðræðurnar stæðu yfir í meira en tvöfaldan þann tíma, sem látið var í veðri vaka í upphafi, og þó fjarri því að vera lokið, enda erfiðustu "kaflarnir" eftir!

En íslenzkir stjórnmálamenn eiga ekki að sækja sér línu austur um haf, það hefur ekki kunnað góðri lukku að stýra hingað til !

Jón Valur Jensson.

Hér skal ennfremur minnt á eftirfarandi grein hér á Fullveldisvaktinni: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!


mbl.is Fundar með ráðamönnum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, Ísland og Færeyjar

Hér er önnur athyglisverð grein eftir Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing: Evrópusambandið og norðrið og hefst þannig:

  • Það þótti vera saga til næsta bæjar, þegar Danir ákváðu að meina skipum frá sambandsríkinu Færeyjum að landa makríl og síld í dönskum höfnum og að kaupa veiðarfæri í Danmörku til þessara veiða. Allir vita, að til slíks óyndisúrræðis grípa Danir ekki ótilneyddir ...

Það er margt gott í þessari grein, hér er t.d. gripið niður í einu atriði:

  • Makríllinn er talinn éta 3 milljónir tonna í íslenzkri lögsögu og a.m.k tvöfalda lífmassa sinn og verða 2 milljónir tonna. Miðað við góða reynslu af íslenzkri aflamarksreglu ættu veiðar upp á 300 þús tonn af makríl á Íslandsmiðum ekki að vera goðgá, en ESB ætlar okkur 5 % - 10 % af því.

Farið inn á vefslóðina hjá Bjarna og Evrópuvaktinni! Þótt greinin sé frá 6. ágúst, heldur hún alveg gildi sínu. Þar er einnig upplýsingar að finna um Bjarna sjálfan. -- Sjá einnig HÉR um fyrri grein hans, sem fekk hér mikið og verðskuldað lof.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Bloomberg frá áhugaleysi Íslendinga um Evrópusambandið

Spyrjandi: Let's talk about the EU. You've abandoned EU entry talks. Has appetite completely diminished within Iceland for the European project?

Svar Sigmundar: "Well, we, of course, have some people interested in the European Union but, in general, the Icelandic public has never been very keen on the European Union or European integration. During the hight of the crisis, the government of the time applied for membership, even though only one of the two coalition parties was in favour of joining. Usually, only one Icelandic political party has been in favour of joining. And the general public hasn't been too excited about Europe, then we see things developing as they are in the Eurozone, with unemployment reaching new highs of, I think, 12% or something, no GDP growth, and at the same time Iceland is getting back on track, unemployment down to 4.5%, GDP growth increasing, government finances doing better, hopefully, with the new government. So, it's difficult for those that favour EU membership to explain to Icelanders what they would get out of it."

Þetta voru lokaorð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í viðtali á Boomberg-fréttaþjónustunni á nýliðnum degi (þessi hluti var á 5:45-ca.7:00 mín. á myndbandinu). Viðmælandi hans var Mark Barton í þættinum "On the Move" í Bloomberg-sjónvarpinu.

Sigmundur Davíð er augljóslega mjög fær að ræða efnahagsmál Íslands við brezka fréttamenn.

J.V.J.


mbl.is Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband