Stórmerk grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing um ESB-mál

Í viðskiptastríði við Evrópusambandið, eins og kann að vera í uppsiglingu, er ómetanlegt að geta leitað til austurs og vesturs ...

Þannig ritar hann m.a. í grein sinni Sér grefur gröf, þótt grafi, og er hún óvenju snjöll og skörp greining á margvíslegu varðandi Evrópusambandið, hvert það stefnir, á aðlögunarferlinu og lítt beysinni pólitík Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Eftirfarandi glefsur eru einnig úr þessari ýtarlegu grein Bjarna (en bezt er að lesa hana alla í heild):

"Er líklegt, að óbilgirni ESB í garð Íslendinga mundi verða minni eftir inngöngu en á skeiði, þegar ESB reynir að lokka landsmenn til fylgilags við sig með ýmsum ráðum, þ.á.m. með því að bera á þá fé?  Samstarfi við Færeyjar og Grænland með ríku innihaldi lyki daginn, sem Ísland gengi í ESB.  Af sögulegum og hagsmunalegum ástæðum er innganga Íslands í ESB í sinni núverandi mynd ríkjasambands útilokað, hvað þá verði þróunin áfram í átt að sambandsríki, en vendipunktur í þeirri þróun kann að vera í nánd.   

Það var svínslegur leikur til að þreyta fiskinn að bíða með sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann þar til í lokin, svo að þjóðin stæði frammi fyrir "fait accompli", fullnaðaraðlögun á öllum öðrum sviðum, fjöldi fólks kominn á spena ESB undir merkjum IPU eða öðrum, og þess vegna yrði ekki talið við hæfi að neita ESB um lokahnykkinn, aðlögun að "Common Fishery Policy, CFP, og CAP, Common Agriculture Policy".  Aðildarumsókn og aðildarferli  voru þannig mörkuð blekkingum og svikum hins fláráða Össurar Skarphéðinssonar frá upphafi til enda. 

Réttast væri, að Alþingi fæli ríkisstjórninni haustið 2013 að falla frá umsókninni, sem kreist var út úr Alþingi  16. júlí 2009 með meiri harmkvælum en sögur fara af í samskiptum við erlend ríki síðan á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662..." Lesið greinina í heild!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já ég les alltaf allt eftir Bjarna,en finnst ég þurfa að fara aftur yfir hana. Þú bendir réttilega á að hún er stórmerk.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2013 kl. 05:49

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þakka þér fyrir þetta, Helga.

Greinin er reyndar merk fyrir miklu meira en ég hef drepið á hér og birt úr greininni (hann á allt þetta blá- og rauðlitaða hér). Hann fjallar m.a. mjög skipulega og skarplega um kröfur stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn Össurar, þ.e. um "framhald viðræðna", með spurningu að ÞEIRRA skapi, sem þeir vilji láta leggja fyrir þjóðina, en við blasir, að ef á annað borð ætti að fara að kasta 200 milljónum króna í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði að orða spurninguna með réttum hætti, ekki þeim villandi og leiðandi hætti sem evrókratar kjósa.

Skoðið, hvað Bjarni segir um þetta málefni. Auðvitað gat ég ekki birt nema lítinn part úr greininni hér, en kannski fæst hún seinna endurbirt hér í heild. En smellið á tengil á hana!

Jón Valur Jensson, 19.9.2013 kl. 11:02

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já, Jón Valur, grein Bjarna er hreint út sagt frábær.  Hún er góð og skilmerkileg og hvet ég alla til að lesa hana alla. 

Ég fór fór á tengilinn hér að ofan til að nálgast hana og las á bloggi hans.  Grein hans þarf að birtast sem víðast.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband