ESB-topphúfa: Köllum ekki spillingu spillingu!

Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB.

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, segir að endurskoðendur ESB hafi "þá skyldu að bæta ímynd þess og miðla kostum þess til almennings" og vill að þeir "dragi úr gagnrýni sinni á bókhald þess til þess að komast megi hjá neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um það" (Mbl.is.)

Þannig vill Rompuy greinilega svara því, þegar stöðugt er á það minnt, að

  • "endurskoðendur ESB haf(a), frá því að þeim var gert skylt að senda frá sér árlega skýrslu um fjármál sambandsins árið 1994, ekki getað staðfest reikninga þess vegna víðtækrar óreglu í bókhaldinu og þar á meðal fjársvika." (Sama Mbl.is-frétt.)  

Talsmaður Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir

  • "að eina leiðin til þess að minnka gagnrýni á bókhald ESB sé að varpa frekara ljósi á það en ekki minna. „Vitleysa af þessu tagi er nákvæmlega ástæðan fyrir því að forsætisráðherrann vill koma á umbótum innan ESB og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðildina að sambandinu.“" (Mbl.is.) 

Hér er ennfremur ástæða til að minna á orð Mörtu Andreasen, Evrópuþingmanns fyrir brezka Íhaldsflokkinn, sem var hér á ferð í lok síðasta mánaðar. Árið 2001 var hún ráðin sem aðalendurskoðandi fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en var látin fara eftir að hún vildi ekki skrifa undir reikninga sambandsins. Hún sagði hér í viðtali við Morgunblaðið 31. ágúst sl.:

„En þegar ég var búin að vera þar í fjórar til fimm vikur var mér ljóst að lágmarksstjórnun á útgjöldum sambandsins var ekki til staðar,“ segir Marta og nefnir að útgjöld Evrópusambandsins séu í dag um 140 milljónir evra. „Það sem ég hafði þó meiri áhyggjur af var að peningar voru látnir renna í verkefni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera,“ segir hún og bætir við að hún hafi viljað koma fram ýmsum breytingum, sem hefði verið auðvelt að hrinda í framkvæmd. „En hugmyndum mínum var stöðugt hafnað.“

Á sama tíma segir hún að hún hafi verið beitt þrýstingi til þess að skrifa upp á reikninga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á endanum var henni tilkynnt um ári síðar að framkvæmdastjórnin hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.

„Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl framkvæmdastjórninni,“ segir Marta. „Ég leit hins vegar svo á að hollusta mín ætti heima hjá skattgreiðendunum sem borguðu launin mín. Ég varð því að tryggja það að peningum þeirra væri vel varið.“ 

Svo eru sumir svo grænir að telja okkur geta komizt hjá pólitískri spillingu með því að gerast meðlimir í þessu stórveldabandalagi! 

Viðtalið allt við Andreasen er hér:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/31/telur_ad_esb_muni_hrynja/

JVJ tók saman. 


mbl.is Gefi betri mynd af Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband