ESB, Ísland og Færeyjar

Hér er önnur athyglisverð grein eftir Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing: Evrópusambandið og norðrið og hefst þannig:

  • Það þótti vera saga til næsta bæjar, þegar Danir ákváðu að meina skipum frá sambandsríkinu Færeyjum að landa makríl og síld í dönskum höfnum og að kaupa veiðarfæri í Danmörku til þessara veiða. Allir vita, að til slíks óyndisúrræðis grípa Danir ekki ótilneyddir ...

Það er margt gott í þessari grein, hér er t.d. gripið niður í einu atriði:

  • Makríllinn er talinn éta 3 milljónir tonna í íslenzkri lögsögu og a.m.k tvöfalda lífmassa sinn og verða 2 milljónir tonna. Miðað við góða reynslu af íslenzkri aflamarksreglu ættu veiðar upp á 300 þús tonn af makríl á Íslandsmiðum ekki að vera goðgá, en ESB ætlar okkur 5 % - 10 % af því.

Farið inn á vefslóðina hjá Bjarna og Evrópuvaktinni! Þótt greinin sé frá 6. ágúst, heldur hún alveg gildi sínu. Þar er einnig upplýsingar að finna um Bjarna sjálfan. -- Sjá einnig HÉR um fyrri grein hans, sem fekk hér mikið og verðskuldað lof.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband