Sjávarútvegsráðherra: makríl-samningalota skilar líklega engum samningi

Ráðherrann Sigurður Ingi segir á aðalfundi LÍÚ í dag þær ágætu fréttir, að ólíklegt sé að samningar náist í makríldeilunni í Lundúnaviðræðum strandríkja við NA-Atlantshaf í London. 

  • SigurðurIngi„Við höfum sætt því að vera hótað alls kyns viðskiptahindrunum ef við ekki göngum í takt við risaveldið Evrópusambandið. Við höfum staðist allar þær sóknir. Við höfum hins vegar verið tilbúin til þess að setjast niður til viðræðna og haft frumkvæði að viðræðum á síðustu mánuðum og vikum en sagt að það gerum við þrátt fyrir hótanir. Ekki vegna þeirra. Og sú samningalota sem er í gangi núna í London og lýkur á morgun mun væntanlega ekki skila þeim árangri sem menn höfðu vænst. Við munum áfram berjast fyrir okkar hagsmunum. Við gefum ekkert eftir þar,“ sagði Sigurður.

 

Þetta eru góð tíðindi, því að þau virðast ber festu stjórnvalda hér vitni. Hafi þau í raun látið sig dreyma um, að á einhvern hátt mætti samþýðast Evrópusambandið, sem vildi minnkun makrílhlutar okkar úr 16–17% niður í 11,9% – eða samþykkja einhverja málamiðlun sem gengi í þá átt – þá hafa viðbrögðin meðal þjóðhollra Íslendinga (Fréttastofa Rúv ekki meðtalin) sennilega dregið úr þeim móðinn.

Verðum samt áfram á vaktinni í þessum efnum! Sjá fyrri greinar HÉR!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Makrílsamningar ólíklegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband