Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Tvennt ólíkt: "aðildarsamningur" við ESB, alfarið á járnhörðum forsendum þess, og fríverzlunarsamningur við Kína, mótaður frá upphafi á okkar forsendum

„Stundum liggur mikið á og hafa þarf hraðar hendur. Kosturinn við íslenskt stjórnkerfi getur stundum verið smæð þess,“ segir Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í grein á nýjum, athyglisverðum bloggvef utanríkisráðuneytisins. Þar ræðir hún á fróðlegan hátt um fríverzlunarviðræðurnar við Kína sem lauk með undirritun fríverzlunarsamnings í apríl 2013, en það liggur nú fyrir á Alþingi að samþykkja þann samning.

Ljóst er, að ekki er 95 ára fullveldi Íslands neinn dragbítur fyrir samskipti við önnur lönd, heldur þvert á móti grundvöllur mikils reynslusjóðs sem kemur okkur vel í nýjum samningum. Við höfum, svo að vitnað sé í Bergdísi, "meira en fjörutíu ára reynslu í viðræðum um fríverslun, og að verja hagsmuni okkar út á við kom sér vel, og þar höfðu við töluvert forskot á Kínverja sem tóku sín fyrstu skref út í hið alþjóðlega viðskiptakerfi með aðild að alþjóðaviðskiptastofnuninni 2002 og gerðu fyrsta fríverslunarsamninginn árið 2004 og þá við sjálfsstjórnarsvæði Hong Kong og Makáa.“ (Leturbr. jvj.)

Þetta eru ekki innantóm orð, því að þrátt fyrir ofurstærð Kína (meira en 4000 sinnum fjölmennara) miðað við Ísland var fyrirkomulag samninganna EKKI að geðþótta stórveldisins, m.a.s. langt frá því, eins og hér sést ljóslega: 

  • Bergdís ræðir í pistlinum þá mynd sem margir kunni að hafa ímyndað sér að íslensku samningamennirnir væru að eiga við ofjarla sína í ljósi þess hversu mikill stærðarmunur sé á Íslandi og Kína einkum hvað fólksfjölda varðar. Það hafi hins vegar alls ekki verið raunin. „Í viðræðunum við Kína kom það í hlut Íslands að leggja til texta að samningi og var þá stuðst við þá samninga sem við höfðum þegar gert í samfloti við önnur EFTA-ríki, og því voru það við sem þekktum betur orðalag, ástæður og bakgrunn þeirra texta sem unnið var með, sem var svo sannarlega kostur.“ (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Þetta er þveröfugt við s.k. "aðildarsamninga" við Evrópusambandið. Þar er allt eftir höfði Brusselvaldsins, nýja meðlimaríkinu einfaldlega ætlað að gleypa allt 100.000 blaðsíðna laga- og regluverk stórveldisins.

  • Samningurinn [við Kína] var ræddur á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, en gert er ráð fyrir að greidd verði atkvæði um hann í þinginu í næstu viku og að hann taki formlega gildi í sumar, verði hann samþykktur, sem allar líkur verða að teljast á að verði niðurstaðan. (Mbl.is)

Ættu Íslendingar ekki að leita áfram eftir enn fleiri fríverzlunarsamningum eftir eigin höfði eða a.m.k. með sanngjarnri samningsaðstöðu og eðlilegri gagnkvæmni í stað þess að láta sig dreyma um að lúta forsjá annarra ríkja eða ríkjabandalaga um inntakið, eins og gert er í ESB-ferlinu, og jafnvel afsala þangað æðstu löggjafarrréttindum okkar, auk dóms- og framkvæmdavalds?!

Með EFTA-aðildinni fáum við betri viðskiptasamninga við hvert ríkið á eftir öðru, m.a. við Kanada, og leita ber eftir fríverzlun eða hagstæðum tollasamningum við Bandaríkin, sem gera engar þær kröfur til afsals valds af okkar hálfur, sem ráðríkt Evrópusambandið gerir.

Hér er áðurnefndur bloggvefur utanríkisráðuneytisins, merkileg nýjung sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur komið í framkvæmd. Og honum skulu hér þökkuð þau einörðu orð sem hann lét falla á Alþingi um daginn, þegar hann lýsti algerri andstöðu sinni við, að Ísland fari inn í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ræddu ekki við „kenjótta ofjarla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta árás ESB á Færeyinga fer fram úr öðrum hingað til

Stórmerk er grein HÉR! eftir Jón Bjarnason sem ESB-liðléttingar í síðustu ríkisstjórn ráku þaðan. Horfið á aðalatriðið hér: Afhjúpun Jóns á nýjasta ofríki ESB gagnvart Færeyingum. Hann segir þar m.a.:

  • Evrópusambandið hefur í dag beitt neitunarvaldi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO við  því að tekin sé  til efnislegrar meðferðar kæra Færeyinga um lögmæti viðskiptaþvingana sem ESB hefur lagt á  vegna síldar og makrílveiða þeirra.   Kom í veg fyrir kæru Færeyja
  • Evrópusambandið hefur einhliða beitt Færeyinga refsiaðgerðum og  viðskiptaþvingunum vegna síldar og makrílveiða. ESB tekur sér þar lögregluvald yfir litlum strandríkjum á norðurslóð sem eru að nýta auðlindir innan sinnar eigin lögsögu.
  • Í krafti stærðar setur ESB afarkosti sem eru í raun brot á alþjóðalögum. Myndu þeir hafa gert þetta t.d. gegn Rússlandi?  Gamla nýlendustefnan heldur velli. *

Lesið áfram í greininni sjálfri.

Hið sama Evrópusamband skipaði nokkra fulltrúa í gerðardóm haustið 2008 sem DÆMDI okkur Íslendinga seka og gjaldskylda í Icesavemálinu!!!!!!!!!!!! (þvert gegn ESB-lögum auðvitað!).

Svo eru til "Íslendingar" sem vilja draga þjóðina inn í þetta stórveldabandalag, sjálfir slefandi af hrifningu! Þeir ættu að lesa upplýsandi leiðara um ESB og evrumálin** í þeim Mogga sem fór í aldreifingu í gær. En lesið fyrst þetta eftir Jón Bjarnason!

* Kannski ekki að undra, þar sem tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu og fara frá 1. nóv. á þessu ári, 2014, með rúmlega 73% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 18 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar innan við 27% atkvæðavægi!

** Þessi leiðari Mbl. í gær er með yfirskriftina Svæfandi sjálfsblekking ("Hreinskilin umræða í Davos um evrukreppuna er sláandi ...").

Jón Valur Jensson. 


Vitræn svör gegn illa rökstuddum málatilbúnaði um þjóðaratkvæðagreiðslu

Snilldarlegir eru ýmsir leiðarar Mbl. um ESB-málið, m.a. yfirstandandi þjóðaratkvæðugreiðslu-umræðu, t.d. leiðarinn í gær og annar nýlega. Glæsilegt er líka andsvar Hjartar J. Guðmundssonar gegn skrifum Þorsteins Pálssonar um málið, m.m., en sá pistill Hjartar er á leiðarasíðu Mbl. í dag.

Menn eru hvattir til að skrifa þessi afar vitrænu skrif í blaðinu, mörgum veitir ekki af.

JVJ. 


Ósannfærandi vælugangur

Jafnvel innan Samfylkingar reyndist við skoðanakönnun hlutfallslega meiri andstaða við ESB-umsókn heldur en stærðin á hópnum í Sjálfstæðisflokki sem vildi ESB-umsókn. Samt er alltaf verið að tala um einhverja ESB-sinna í Sjálfstæðisflokki og að taka eigi tillit til þeirra, en aldrei voru ESB-málpípurnar að ætlast til hliðstæðrar tillitssemi Samfylkingar við sína eigin ESB-andstæðinga! -- nei nei, heldur bara keyrt á málið og umsóknin send, kolólöglega og tvífellt (í nefnd og þingsölum) að spyrja þjóðina áður! Svo vælir þetta lið nú um þjóðaratkvæði!

Jón Valur Jensson.


Þorsteinn Pálsson vill ekki fara rétt með um viðræður við Evrópusambandið

Aldreifing Fréttablaðsins er á ábyrgð auglýsenda og eigenda þess blaðs. Þeir bera þannig ábyrgð á stöðugum áróðri Þorsteins Pálssonar og Ólafs Stephensen fyrir samruna Íslands við ESB.

Í dag skrökvar Þorsteinn enn að alþjóð. Hann viðheldur í pistli sínum goðsögn eða öllu heldur þeim áróðurstilbúningi að viðræðurnar hafi falið í sér "samningsgerð" (!) við stórveldið, þrátt fyrir að sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (sem kemst næst því að vera ríkisstjórn þess) hafi lýst því yfir 27.7. 2011, að inntökuviðræður við umsóknarlönd (accession negotiations) fjalli um skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur í ESB, en hugtakið "viðræður" (negotiations) geti beinlínis verið "misvísandi", því að það regluverk ESB (um 100.000 blaðsíður), sem viðræðurnar snúist um að umsóknarríkið tileinki sér, sé "ekki umsemjanlegt" (not negotiable), eins og framkvæmdastjórnin tekur fram í yfirlýsingunni. Lagaverkið þarf m.ö.o. að gleypa eins og það kemur fyrir af kúnni.

   Gervi"samninga"maðurinn Þorsteinn Pálsson.

Það er á grundvelli þeirra útbreiddu áróðurslyga, að einstök eða ný ESB-ríki geti samið um, hvaða varanlegu kjörum og regluramma það muni sæta innan stórveldisins, sem ófyrirleitnir áróðursmenn eins og Þorsteinn og Ólafur geta gengið að því vísu, að margir leggi trúnað á það lyganet. Síðan eru búnar til blekkjandi skoðanakannanir sem halda að hinum aðspurðu þeirri upplognu forsendu, að um "samningsgerð" hafi verið að ræða, og þeir spurðir hvort þeir vilji (eins og Þorsteinn orðar það í ESB-Fréttablaðinu í dag) "ljúka samningsgerðinni"!

Á grundvelli lyganetsins, sem RÚV og 365 fjölmiðlar og alls konar málpípur ESB-stefnu hafa haldið að alþjóð, byggjast síðan ómarktækar niðurstöður nefndra skoðanakannana þess efnis að nokkur meirihluti svarenda "vilji ljúka samningsgerðinni" -- niðurstaða sem í sjálfri sér er þeim mun kyndugri sem vitað er að í viðurkenndum skoðanakönnunum hafa hartnær og stundum yfir 2/3 svarenda lýst beinni andstöðu sinni við að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Það er ömurlegt hlutskipti fyrrverandi forsætisráðherra Íslands að halda uppi blekkingum um þetta mál, jafnvel þótt hann eigi að vita miklu betur sem fyrrverandi formaður viðræðunefnda Íslands og ESB. Hvað skyldi honum vera borgað fyrir að halda uppi sínum blekkingarskrifum í Fréttablaðinu? Og hangir fleira á spýtunni? Hefur honum verið lofað embætti í Brussel, takist honum að stuðla að því að Ísland verði svikið inn í þetta evrópska stórveldi, sem voldugir ráðamenn þar vilja nú gera að Bandaríkjum Evrópu ?

Jón Valur Jensson.


Straight from the horse's mouth, II : stefnt að Bandaríkjum Evrópu

Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og dómsmálastjóri þess, Viviane Reding, segir ESB þurfa "raunverulega pólitíska sameiningu ... að sett verði á laggirnar Bandaríki Evrópu með framkvæmdastjórnina sem ríkisstjórn og tvær þingdeildir".

Hér er ekki einhver ómerkingur eða undirtylla að tala, heldur ein hinna allra æðstu í Brussel. Munum einnig, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er voldugri en ESB-þingið lýðkjörna í Strassborg og Brussel, enda fá þingmenn á því þingi ekki að leggja þar fram nein frumvörp, en framkvæmdastjórnin hefur hins vegar bessaleyfi til þess! (já, undarlegur lýðræðishalli það –– rétt eins og ef ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs mætti ein leggja fram lagafrumvörp á Alþingi, en stjórnarandstaðan og almennir þingmenn engin!).

Margt er mjög athyglisvert við þá ræðu fr. Reding, varaforseta framkvæmdarstjórnar ESB (við hlið Barrosos, forseta hennar), sem hér varð fréttarefni (sjá tengil neðar), en ræðan var flutt við nýársmóttöku í fyrradag í Brussel á vegum hollenzks fjarskiptafyrirtækis. Sjáið t.d. þetta:

  • Sífellt fleiri ákvarðanir teknar af ESB
  • Reding benti á að efnahagskrísan innan Evrópusambandsins hefði haft í för með sér stóraukinn samruna innan sambandsins sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Meðal annars hefði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fengið heimild til þess að fjalla um fjárlög ríkjanna áður en þau kæmu til kasta þjóðþinganna. Þá væri unnið að því að koma á bankabandalagi innan sambandsins. Þessi samruni væri nauðsynlegur liður í því að koma í veg fyrir slíka erfiðleika í framtíðinni. 

Ekki vantar að reynt sé að réttlæta meiri samruna:

  • Krísan hefði  fært heim sannindi um að ekkert ríki væri eyland [kunnuglegt viðkvæði ESB-sinna] og að það sem gerðist í einu aðildarríki Evrópusambandsins hefði áhrif á önnur ...

En þessi gagnkvæmu áhrif vilja ESB-menn einmitt auka, ekki draga úr líkunum á því, að viðkvæm innri gerð hvers þjóðarsamfélags verði fyrir óvæntu áreiti og jafnvel hastarlegum holskeflum, sem þjóðarleiðtogar geta naumast séð fyrir og eiga erfitt með að vinna bug á eða leysa vandann, mikið til vegna þess að hann kemur utan að og er t.d. í tilfelli evrusvæðisins beintengdur því, að efnahagslíf landanna er orðið svo háð sveiflum og ástandi þess myntsvæðis.

  • Þá væru sífellt fleiri ákvarðanir sem vörðuðu daglegt líf íbúa sambandsins teknar af stofnunum þess. Fyrir vikið væri nauðsynlegt að gera stofnanir Evrópusambandsins og ákvarðanatökur á vettvangi þess lýðræðislegri og gegnsærri. En þörf væri á mun meiri samruna en aðeins á sviði efnahags- og fjármála. Markmiðið ætti að vera Bandaríki Evrópu. (Mbl.is eins og fyrri tilvitnanir.)

Þetta er sagt núna: "aðeins á sviði efnahags- og fjármála," en við vitum, að Evrópusambandið hefur nú þegar búið í haginn fyrir sig með víðtækum valdheimildum í Lissabon-sáttmálanum sem gefa því grænt ljós, hvenær sem tilefni og réttlæting gefst (eins og á fyrrgreindum sviðum), til að beita þeim heimildum, t.d. á sviði orkumála og hermála.

Margt fleira kemur fram í ræðunni, m.a. um áhuga- og þátttökuleysið hjá almenningi í kosningum á vegum Evrópusambandsins:

  • Þannig bendir hún [Reding] á að aðeins þriðjungur kjósenda í ríkjum Evrópusambandsins telji að rödd þeirra heyrist á vettvangi sambandsins. Margir telji að um tapaðan málstað sé að ræða. Kjósendur fari ekki á kjörstað og þeir sem það geri styðji stjórnmálaflokka sem hafi efasemdir um Evrópusamrunann.

Hún vill samt ekki gefast upp, fleiri þurfi að koma við sögu en aðeins framkvæmdastjórn ESB (!) ...

  • „Við þurfum öll að koma skilaboðunum á framfæri: Kosningar til Evrópuþingsins eru mikilvægari en kosningar til þjóðþinganna, vegna þess að þær ákveða hvaða stefnu heilt meginland tekur.

Eigum við ekki að halda okkur utan þessa sambræðings, þessa samruna í nýtt stórveldi? Eða er það kannski keppikefli einhverra að fá 0,06% (og minnkandi) atkvæðavægi um löggjafar- og önnur ákvörðunarmál í ráðherraráðinu í Brussel?

PS. Fyrirsögnin 'Straight from the horse's mouth, II : stefnt að Bandaríkjum Evrópu' vísar á sinn hátt til baka til eldri greinar hér á vefsetrinu: "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB), en þar er upplýst um yfirlýsingu sjálfrar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 27.7. 2011 um að inntökuviðræður við umsóknarlönd (e. accession negotiations) fjalli um skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur í ESB, en hugtakið "viðræður" geti beinlínis verið "misvísandi", því að það regluverk ESB (um 100.000 blaðsíður), sem viðræðurnar fjalli um að umsóknarríkið tileinki sér, sé ekki umsemjanlegt (not negotiable) -- lagaverkið þarf m.ö.o. bara að gleypa eins og það kemur fyrir af kúnni -- eða öllu heldur: nýja ESB-ríkið þarf að taka á sig ok þess í einu og öllu (og reyndar ekki nóg með það, því að æðsta löggjafarvaldið í beinu framhaldi af þessu, til framtíðar, verður einnig falið Evrópusambandinu á hendur með inntökusáttmála hins nýja ESB-ríkis; en þetta þarf undirritaður víst að taka fram, því að ESB-málpípur "gleyma" gjarnan að nefna svo smávægilegt atriði!).

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Byggð verði upp Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran verður gjaldmiðill Letta þrátt fyrir beina andstöðu þjóðarinnar - Fréttaflutningur Rúv ámælisverður

Fréttamaður Rúv leyndi þjóðina því nú í hádeginu, að 60% Letta eru beinlínis andvíg upptöku evrunnar í nýrri skoðanakönnun skv. frétt AFP, en hafa engin völd til að koma í veg fyrir, að í dag verður evran formlega gjaldmiðill Lettlands. Fréttamaðurinn, Kristján Róbert Kristjánsson, sagði frá því, að Lettar hefðu nú tekið upp evruna, en steinþagði um andstöðu lettnesku þjóðarinnar! Er þetta eitt margra dæma um ESB-auðsveipni Fréttastofu Ríkisútvarpsins, og er mál að linni.

Með inngöngu í Evrópusambandið fyrir tæpum áratug urðu Lettar skuldbundnir til að taka upp evru þegar efnahagsleg skilyrði þess hefðu verið uppfyllt.

  • Stjórnvöld í Lettlandi hafa lagt mikla áherslu á að uppfylla skilyrðin sem meðal annars hafa falið í sér að tryggja að gengi latsins, gjaldmiðli landsins, væri haldið innan ákveðinna vikmarka frá gengi evrunnar. Það hefur meðal annars haft í för með sér miklar launalækkanir, þar sem ekki hefur verið hægt að fella gengi gjaldmiðilsins. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Og nú fá Lettar að þola áframhaldandi tilraunastarfsemi með þennan nýja, varhugaverða gjaldmiðil sem er rétt kominn á fermingaraldur, en hefur þegar haft stórskaðleg áhrif á fjárhag ýmissa ESB-þjóða.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Letta vill ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambands-baráttujálkar snúa staðreyndum um stefnu ríkisstjórnarinnar á haus í nýrri sagnaritun!

Merkilegt er það, sem vakin er athygli á í leiðara Morgunblaðsins, hvernig Samfylkingin, m.a. Össur Skarphéðinsson, mistúlka stefnu Sjálfstæðisflokksins um aðildarviðræður við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu. Gróf fölsun blasir við í nýrri sagnaritun leiðandi evrókrata og tilgangurinn bersýnilega sá að setja pressu á stjórnvöld. Ófyrirleitið er það, þegar meðulin eru þau að snúa stefnu stjórnarflokkanna á haus.

Leiðari Mbl. í dag er undir fyrirsögninni Enn hefur ekki verið rétt lesið í kosningarnar og er mjög áhugaverður. Meðal helztu punkta þar eru verðug svör við ótrúverðugum málflutningi fyrrverandi ráðherrans Össurar í útvarpsviðtali í gær. Þar hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði "lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna," en rétta svarið við því er, að flokkurinn gaf út þá landsfundarályktun sína, að :

  • "Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu" (feitletrun hér, jvj).

Augljóst er þarna, hver vilji og stefna flokksins er, eins og hún var samþykkt þarna með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða landsfundarmanna 21.-24. febrúar sl. (sjá HÉR).

Með orðum leiðarahöfunda(r) Morgunblaðsins:

Þetta er auðvitað ekki loforð um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum kosningum, heldur þvert á móti loforð um að hætta viðræðunum. Um leið er því lofað að viðræður yrðu aldrei hafnar á ný nema þá að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvelt er að sjá hvers vegna slík setning er höfð með enda knúði vinstristjórnin í gegn aðildarumsókn án þess að spyrja þjóðina álits.

Það er alls ekki á dagskrá núverandi stjórnarflokka að stefna að inngöngu í Evrópusambandið, þvert á móti boðuðu þeir fyrir kosningar, að viðræðunum (sem eru þó ekki "samningaviðræður", eins og oft heyrist haldið fram, heldur þáttur í aðlögunarferli) skyldi HÆTT, enda væri hagsmunum þjóðarinnar betur borgið með því að standa utan Evrópusambandsins.

Þjóðaratkvæðagreiðsla kom í þessu sambandi einungis til greina, ef ákvörðun flokkanna og fyrst og fremst Alþingis myndi snúast í þessu máli, í það að vilja "taka upp" slíka umsókn um að ganga í Evrópusambandið. Gegn þeim hugsanlega möguleika settu flokkarnir samt það skilyrði, að það yrði þá einungis eftir að þjóðin yrði spurð álits á því í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er EKKI loforð um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu, enda er ekkert sem neyðir núverandi stjórnarflokka til að endurskoða andstöðu sína við Evrópusambands-inngöngu.

Hér var aðeins drepið á eitt stórt atriði í þessum athyglisverða leiðara Morgunblaðsins, og ættu áhugamenn um málið að lesa hann sjálfan, en þar kemur m.a. fram, hvernig Össur Skarphéðinsson reyndi með orðagjálfri að véla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að samsinna sér í umræðuþættinum, en hún lét ekki blekkjast og minnti m.a. á afhroð ESB-stefnu Samfylkingarinnar í kosningunum í vor.

Lokaorð leiðarans eru svo verðug áminning til leiðtoga stjórnarflokkanna. 

Jón Valur Jensson. 


Refjar ESB með IPA-"styrkjunum"

Lúmsk var aðferð Evrópusambandsins, eins og raunar vita mátti fyrir fram: IPA-styrkirnir voru ekki aðeins ætlaðir til að liðka fyrir aðlögun lagaverks og stjórnkerfis Íslands að stórveldabandalaginu, heldur var þetta gert í gegnum íslenzk stjórnvöld (að vísu hækjustjórnvöld 2009-13, en Sigmundar- og Bjarnastjórnin situr í sömu súpu), þannig að þau þyrftu fyrst að ábyrgjast IPA-greiðslur fyrir þau samþykktu verk, sem unnin væru, en síðan fengi íslenzka ríkið þetta endurgreitt frá Evrópusambandinu. Nú er búið að vinna ýmis verkin og ætlazt til, að ríkissjóður borgi (þótt illa standi), unz ESB endurgreiði, en þá hefur Evrópusambandið þá skrúfu á stjórnvöld hér, að það vill ekki endurgreiða! Samt þjónuðu þessir styrkir fyrst og fremst Evrópusambandinu!

Allt er þetta eitt refjalið í Brussel. Það getur ekki beitt okkur hervaldi, en þar með er ekki sagt, að Brusselmenn beiti okkur ekki valdi, refjum og svikum. Þeir veittust gegn okkur í Icesave-málinu ítrekað; þeir gera það í makrílmálinu með smánartilboði, sem fæli í sér 13% minnkun veiða okkar, og reyna að sveigja Gunnar Braga til, af öllum mönnum, og þeir gera það einnig í IPA-málunum og kunna því einkar vel, ef núverandi ráðherrar komast í klandur.

Þetta Evrópusamband hefur ekki gefið okkur neitt. Athyglisverð er grein Vigdísar Hauksdóttur í Mbl. 5. nóv. 2010: 'Rúmir átta milljarðar ESB-ríkjanna'. Þar sést hvernig Jóhönnustjórnin vildi leggja átta milljarða kr. álögur á Íslendinga, til hagsbóta fyrir 15 ESB-ríki, til næstu fimm ára, þótt okkur bæri engin skylda til þess að lögum. Þannig vinna ESB-hækjur og Evrópusambandið sjálft gegn hagsmunum Íslands.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB sjálft slitið viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varlega, Gunnar Bragi Sveinsson, semdu ekki af þér við óvini okkar!

Ærin ástæða er til að veita stjórnvöldum hér -- og utanríkisráðherranum sérstaklega -- aðhald í makrílmálinu. Hættulegar tillögur gætu legið í loftinu og falið í sér, ef Evrópusambandið aðhyllist þær, undanhald af okkar hálfu og stórtjón landsins, m.a. ef svo færi, að makrílstofninn skryppi saman eftir nokkur ár og að við, þrátt fyrir áframhaldandi miklar göngur hans hingað, værum þá með allt of lítinn hlut úr honum miðað við þá viðveru hans hér og ágengni á fæðustofna hans hér.

Sjá einnig hér: Full ástæða er til að AUKA makrílhlut okkar, alls ekki að skerða hann!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill leysa deiluna fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband