Fréttarbóla frá Brussel

Evrópusambandið reynir nú að slá því upp, að mikil aukning verði á framlagi þar til menningarmála, 1,46 milljörðum evra verði varið til þeirra 2014–2020, en í raun er þetta ekki nema 9% aukning og 34 milljarðar kr. árlega, samanlagt, til allra Evrópusambandslandanna 28 og EES-landanna þriggja. Sá litli hlutur Íslands, sem þarna yrði um að ræða, yrði líka fyrst og fremst fjármagnaður af okkur sjálfum.

Vissulega munar um 9% aukningu slíkra framlaga, og yfir því gleðjast eflaust margir listamenn og rithöfundar, á sama tíma og samdráttur er hjá ESB í flestum öðrum fjárveitingum. Þetta er samt alls ekki mál, sem vegið getur þungt í áróðrinum hjá fylgjendum innlimunar Íslands í evrópska stórveldið, það veldi sem nú stefnir hraðbyri í enn meiri valdsöfnun og miðstýringu, ef vilji ráðamanna bæði þar og í Þýzkalandi (nú síðast Gerhards Schröder, fyrrv. kanzlara) nær fram að ganga, eins og miklar líkur eru til.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Auknu fé varið til menningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband