Færsluflokkur: Evrópumál
15.8.2019 | 13:16
Logi Már Einarsson kvartar yfir heimsókn Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en unir vel við heimsókn Angelu Merkel
Ekki leyfir "Kjarninn" fólki að komast betur að kjarna máls með því að opna á umræður um "frétt" sína af viðhorfum Loga. Hann mun áfram stefna í fáránlegum tilraunum að mæla með innlimum lands okkar í Evrópusambandið og að leggja áþján allra orkupakkanna á þjóðina, þrátt fyrir augljósa stöðnun sem ríkir í ESB, með 0,2% hagvöxt (10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum, en við með 6,9% hagvöxt á hverju einasta ári að meðaltali 2009-2017) og mikið atvinnuleysi í ESB-ríkjum (ungmenna allt upp í 40%).
Logi ætti að huga að því, eins og Angela Merkel, að víkja úr sessi í stað þess að þenja sig í utanríkismálum. En miðað við fordóma hans er ekki undarlegt að hann átti sig engan veginn á mikilvægi heimsóknar Pence varaforseta (þeirri sem undirritaður færði hér í tal; en þar tala ég í eigin nafni, ekki þeirra samtaka sem reka þessa vefsíðu, Fullveldisvaktina).
JVJ.
Pence til Íslands 3. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2019 | 16:54
Bretar með Brexit og Boris Johnson fram yfir þingið
Brezka þingið nýtur nú mun minna trausts almennings en forsætisráðherrann Boris Johnson.
Meirihluti Breta er hlynntur því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu (Brexit) 31. október sama hvað það þýðir. Jafnvel þó það fæli í sér að breska þingið verði leyst upp til þess að koma í veg fyrir að það geti komið í veg fyrir útgöngu án samnings.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ComRes gerði fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að til greina gæti komið að senda þingið heim til þess að greiða fyrir útgöngunni. (Mbl.is)
Og hér sjáið þið að stuðningurinn við Brexit hefur aukizt, ekki minnkað:
Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort Johnson þyrfti að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu sama hvað það kostaði, þar á meðal ef það þýddi að leysa upp þingið ef þess gerðist þörf, til þess að hindra þingmenn í að stöðva útgönguna. Drjúgur helmingur, eða 54%, sögðust sammála þessu en 46% lýstu sig hins vegar ósammála. (Mbl.is)
Og ekki er traustið á þinginu beysið hjá brezkum almenningi, eftir allar tilraunir Theresu May og fimbulfambið og hringlandaháttinn með úrsagnarmálið undir hennar leiðsögn:
Einnig var spurt um afstöðu fólks til þess hvort þingið væri í meiri takti við breskan almenning en Johnson og sögðust 62% vera því ósammála en 38% sammála. Þá sögðust 88% telja þingið vera úr takti við almenning og 89% sögðust telja flesta þingmenn hunsa vilja almennings varðandi útgönguna til þess að ganga eigin erinda. (Sama heimild.)
Jón Valur Jensson.
Vilja Brexit sama hvað það kostar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2019 | 16:49
Andstaða við innlimun í ESB er ekki andúð á Evrópu sem slíkri
Gamall ESB-sinni, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, segir "makalaust Evrópuhatur í gangi á Íslandi um þessar mundir." En það er ekki "Evrópuhatur" að menn hafni innlimun Íslands í Evrópusamband gömlu nýlenduveldanna,* sem fengi allt æðsta og ráðandi löggjafarvald yfir Íslandi, sem og allt æðsta dómsvald (ESB-dómstóllinn í Lúxemborg) -- ennfremur stjórnvald að auki, s.s. yfir fiskimiðum okkar.
Undirrituðum þykir vænt um gömlu Evrópu, það kemur þessu ESB-apparati ekkert við, og þar að auki er hlutfall ESB af stærð Evrópu ekki nema 43% (eftir inntöku Króatíu) --- og fer mjög minnkandi með brotthvarfi Bretlands úr ESB í haust !
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2019 | 18:08
Formaður Samfylkingar er reiðubúinn að gefa ESB megnið af landhelginni og allt okkar æðsta löggjafarvald
Í viðtali og pistli boðar hann sína ESB-trú, en felur ofangreindar staðreyndir, gyllir samt orkupakkann og evruna* og "samvinnuna" sem felst í að vera fylgitungl Brussel-valdsins, þar sem við fengjum 0,06% áhrifavald í ESB-þinginu, en um 0,07% eftir útgöngu Breta -- sem hann minnist ekki á, því að sízt má nefna snöru í hengds manns húsi! -- vitaskuld kom Brexit ekki til af neinni almennri ánægju Breta með tilskipana- og reglugerðabákn valdfrekra ESB-ráðamanna og embættismannahers í Brussel.
Og þrátt fyrir augljósa viðleitni Loga til ofurjákvæðni, þegar hann lítur til Evrópu, þá gleymir hann að nefna þá gleðifregn að utan, að nú mun Stóra-Bretland endurheimta sín fiskimið að fullu!
Fiskiskip frá Evrópusambandsríkjum (Spáni, Portúgal, Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi, Danmörku, Eystrasaltsríkjum, jafnvel Ítalíu) fengju hins vegar að hefja veiðar allt upp að 12 mílna landhelgi okkar, en í samræmi við reglur hér um svæðalokanir, möskvastærð og veiðikvóta (þeir myndu rjúka upp í verði, en verða ESB-útgerðum aðgengilegir, m.a. gegnum uppkaup útgerða). Æðsta ákvörðunarvald um nefndar reglur (jafnvel allt niður í möskvastærð) flyttist hins vegar frá íslenzkum stjórnvöldum til ESB-stjórnvalda.
Menn verða að átta sig á því, að sameiginlega sjávarútvegsstefnan í ESB felur í sér jafnan aðgang allra ESB-borgara að fiskimiðunum.** Það er ekki hægt að samrýma það með neinu móti varanlegum yfirráðum og einka-nytjarétti hinna einstöku þjóða að eigin fiskimiðum. Verjendur Evrópusambandsins hafa hins vegar vísað til "reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða" hvers ESB-ríkis, byggðan á fiskisóknar- og aflareynslu. En "reglan" sú er einungis tímabundið fyrirkomulag, breytilegt og afleggjanlegt í sjálfu sér, og ráðherraráð ESB hefur allt vald í þeim löggjafarefnum; við hefðum 0,07% atkvæðavægi við slíka ákvörðun!
Er það eðlilegt að formaður íslenzks stjórnmálaflokks gerist undirlægja erlends valds og boði sem sitt fagnaðarerindi innlimun okkar í valdfrekt stórveldi sem er á leiðinni með að koma sér upp stórum her? Er ímynduð hagnaðarvon honum meira virði en sjálfstæði Íslands?
* Um trú Loga á "aðgang að öflugri og stöðugri mynt" í formi evrunnar segir í Staksteinum Mbl. í dag:
"Ef til dæmis Grikkir læsu þetta teldu þeir vitaskuld að þarna færi formaðurinn með gamanmál. Svo er ekki. Logi trúir þessu."
Logi ímyndar sér, að upptaka evrunnar feli sjálfkrafa í sér lægstu vexti og afnám verðtryggingar. Svo er ekki, eins og sýnt hefur verið fram á. Vandkvæðin við að vera með gjaldmiðil sem hentar ekki sveiflukenndum þjóðartekjum sleppir hann alveg að nefna.
** Dæmi úr upplýsingatexta sem finna má gegnum þennan tengil (miklu meira þar):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt."
- "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð."
- "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja."
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2019 | 05:37
Sendiherra brýtur gegn skyldum sínum með áróðursgrein fyrir innlimun Íslands í stórveldi sitt!
Ófyrirleitið er af sendiherra Evrópusambandsins að endurtaka sinn fyrri leik að brjóta Vínarsamþykkt um skyldur sendiráða, með einhliða gyllingargrein um evrópska stórveldið, í raun með áróðri fyrir því, að Íslendingar láti innlimast í Evrópusambandið.
Þetta samrýmist ekki skyldum hans sem sendiherra, ekki frekar en að Evrópusambandið dæli styrkjum og mútufé í fyrirtæki, samtök og einstaklinga hér á landi.
Vísa ber manninum úr landi, eins og ætla má, að gert hafi verið við fyrirrennara hans Timo Summa 2012, ef hann var þá ekki beinlínis kallaður til baka af yfirmönnum sínum í Brussel, eftir að hitna tók undir honum eftir skelegga gagnrýni Tómasar Inga Olrich (fyrrv. ráðherra og sendiherra í París) á framferði hans, m.a. með áróðursferðum hans um landið. Sjá einnig hér (15.11. 2018): https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2225873/
Er ekki eitthvað brogað við fullyrðingar Michaels Mann um "frelsi og velmegun" í borgum eins og Ríga, Aþenu og Lissabon? -- eru það vel valin dæmi, eftir að þýzkir og franskir bankar fengu að leika þjóðarhag Grikkja grátt í boði ESB og Evrópubanka þess? Litlu skárra er ástandið í Portúgal, en fólksflótti hefur verið þaðan frá atvinnuleysi og þó um enn lengri tíð frá Lettlandi, og ekki er fæðingartíðnin þar í landi til að hrópa húrra yfir: 1,52 börn á hver hjón! -- örugg leið til útþurrkunar þjóðar á 6-7 kynslóðum!
Mann þessi geipar af því, að hinn verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hafi "sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára," en "gleymir" alveg að nefna, að þessi fráfarandi varnarmálaráðherra Þýzkalands hefur af elju og hörku hvatt til þess (rétt eins og herra Macron Frakklandsforseti), að uppfyllt verði fyrirheiti Lissabonsáttmálans um stofnun öflugs Evrópusambandshers, til að ESB verði síður háð Bandaríkjunum um liðveizlu. Af hverju sleppir hr. Mann að nefna það, en kemur svo með smjörklípuna um að "NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu"? Mátti sannleikurinn ekki koma skýrar í ljós, eða hentaði það ekki að upplýsa Íslendinga um, að ef þeir láta narrast inn í Evrópusambandið, þá bíður ungmenna landsins hugsanlega herskylda og ríkissjóðs okkar óefað það hlutverk að leggja um það bil 2% af landsframleiðslunni í herapparat og hergögn handa ESB-bossum og generálum að leika sér við, til dæmis til að fara út í áhættusamar ögranir við Rússa.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Arnar Þór svarar: "Sem sérsamningur gengur EES-samningurinn framar almennum þjóðarréttarsamningum. Því er mikilvægt að hafa í huga að Hafréttardómstóllinn eða aðrar alþjóðastofnanir munu ekki leysa úr ágreiningsmálum vegna skuldbindinga Íslands tengdra EES-samningnum, heldur stofnanir ESB." Þetta segir hann í færslu sem hann birtir á Facebook í dag.
Arnar svarar þar grein sem dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögum, ritar í Fréttablaðið í morgun, en í þeirri grein áréttar Bjarni að ekkert sé í þriðja orkupakkanum fjallað beint um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli.
Segir Bjarni að öll aðildarríki EES-samningsins, sem og Evrópusambandið sjálft, séu aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982 og bendir á að 311. grein þess samnings kveði á um að ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, skuli vera í samræmi við hafréttarsamninginn. Með öðrum orðum, hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu, segir Bjarni og bætir við að samningurinn sé stundum kallaður stjórnarskrá hafsins.
Á móti segir Arnar að löglærðum megi vera ljóst að EFTA-dómstóllinn túlki mál jafnan í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs samninga og gerða sem um ræðir á því réttarsviði, þ.e. að EFTA-dómstóllinn láti anda orkupakkans ráða fremur en hafréttarsamninginn.
Arnar Þór er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur á undanförnum misserum verið virkur í umræðum um orkupakkann og meðal annars viðrað það mat sitt, ítrekað, að orkupakkinn grafi undan fullveldi Íslands. (Mbl.is)
Sjá nánar fleiri fréttir mbl.is af skrifum Arnars Þórs, hér:
Og ennfremur, um enn eina innkomu hins sama Arnars Þórs inn í umræðuna um orkupakkann:
EES framar almennum þjóðréttarsamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 1.8.2019 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2019 | 19:05
Boris Johnson sýnir skýr dæmi um að "taking back control" nýtist þjóðinni ekki sízt utan höfuðborgarinnar, með stefnu nýrrar ríkisstjórnar hans
Í ræðu hans í Manchester í dag hét hann því að auka fjárfestingar á svæðum sem kusu með Brexit og lofaði að setja fullan kraft í viðræður um fríverslunarsamninga við ríki heimsins sem myndu nýtast við útgöngu úr Evrópusambandinu. (Mbl.is)
Ennfremur:
Að taka aftur völdin [taking back control] nær ekki bara til þess að þingið endurheimti fullveldi sitt frá Evrópusambandinu, sagði forsætisráðherrann og lofaði því að auka sjálfsákvörðunarrétt á lægra stjórnsýslustigi. Þá hét hann því einnig að auka fjárfestingu í innviði. (Mbl.is)
Ennfremur kom fram í ræðunni þung áherzla á það sem við gætum kallað "jafnvægi í byggð landsins", með auknu sjálfræði byggða utan Lundúna-svæðisins og fullri virðingu fyrir arfleifð þeirra og réttindum og tækifærum til framfara og aukinnar atvinnu, en Manchester er gott dæmi um að þetta getur gerzt.
Hér er þessi skýra og snarpa ræða hans.
Álitsgjafar hafa velt því fyrir sér hvort Johnson muni kalla til kosninga í þeim tilgangi að endurheimta meirihluta Íhaldsflokksins á breska þinginu. Forsætisráðherrann sagðist algjörlega útiloka kosningar áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið. (mbl.is)
Hlustið á hinn mælska mann og áform hans um tækniframfarir á svæðum sem of lengi voru vanrækt af ráðandi stjórnmálastétt.
Jón Valur Jensson.
Gríðarleg tækifæri felast í Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 28.7.2019 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sagði kona rétt í þessu á Útvarpi Sögu, innhringjandi. "Þetta er frábærlega saman sett hjá honum," bæjarstjóranum í Ölfusi, og vísar hún þarna til greinar hans í Fréttablaðinu í dag.
Froskar í suðupotti!
nefnist grein hans, stutt, en snörp og fer hér á eftir:
Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB.
Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir.
Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar.
Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki (Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states ). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur association agreement. Eðlileg þýðing á því orði væri sambandssamningur en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem samstarfssamning.
Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.
Elliði Vignisson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2019 | 09:53
Er Sjálfstæðisflokkurinn dæmdur til aðgerðarleysis þegar honum er rétt líflínan -- marar bara í kafi?
Ekki ætlar form. þingflokks Sjálfstæðisflokks að ganga 1 millimetra til móts við flokksmenn vegna andstöðu þeirra við OP3, Birgir segir "ekki tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess"!!!
Þó eru forsendur fyrir því, að þessi leið sé farin, í skipulagsreglum flokksins, þótt nýlegar séu. Samt segir hann "brýnt að ræða við flokksmenn", en verður það gert á fjöldafundi í Háskólabíói, eða ætlar hann að taka einn og einn á tal í einu, eða er þetta einbert orðagjálfur eða til þess eins að tefja málið fram yfir afgreiðslu málsins með jafnvel því, sem sumir kalla landráðasamþykkt, á Alþingi 2. eða 3. september nk.? (eftir 41 dag).
Birgir vísar til þess að þriðji orkupakkinn feli ekki með neinum hætti í sér þær stórfelldu breytingar sem stundum séu látnar í veðri vaka. (Mbl.is)
Heyr á endemi, hann ætlast til að við kokgleypum það! En það gera einmitt sízt allra hans eigin flokksmenn, hinn breiði fjöldi, bæði virk og óvirk grasrót. Og margir hafa tekið til fótanna, maður heyrir af æ fleiri tilkynningum um úrsögn úr flokknum, og í skoðanakönnunum er greinilegur straumur úr flokknum.
Ætlar Birgir að hjálpa með þessu blaðri sínu Bjarna formanni að halda áfram að stýra flokknum lóðbeint niður?
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Matthildur Skúladóttir, stjórnarmaður í Verði - fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, andstæðinga orkupakkans svekkta yfir því hvernig komið er og margir séu óánægðir með ríkisstjórnina. (Mbl.is)
En Birgir stendur vörð um sína fánýtu vegarhindrun:
Þingflokkurinn hefur rætt það, vegna þessara skiptu skoðana innan flokksins, að það sé brýnt að nota sumarið til að eiga samtöl við flokksmenn með einum eða öðrum hætti og ræða þetta mál, koma sjónarmiðum á framfæri og hlusta á athugasemdir, segir Birgir.
En sjálfur formaðurinn hefur virzt bæði mállaus og heyrnarlaus um orkupakkamálið; fær hann nú málið, og verður hann ein eyru?
Viðmælendur Morgunblaðsins úr hópi andstæðinga þriðja orkupakkans innan flokksins vilja sumir flýta flokksráðsfundi sem halda á í september nk. og halda hann áður en þing kemur saman og ræðir orkupakkann.
En þá kemur babb í bátinn:
Birgir segir það ekki raunhæfan kost. Flokksráðsfundur er haldinn af öðru tilefni og til þess að fjalla almennt um stefnumörkun flokksins, en ekki til að taka afstöðu til einstakra mála. [Þetta er reyndar risamál, hann nefnir það ekki!] Það er nokkuð umhendis að færa jafn stóran og viðamikinn fund til, segir hann og vísar til þess sem fyrr kom fram, að annar vettvangur verði notaður til þess að ræða málin.
Já, "nokkuð umhendis að færa fundinn til"! Þvílík vandræði! Eru þeir dæmdir til að geta engu breytt um örlög sín? Það er verið að rétta þeim líflínu til að koma þessum ákvörðunarmálum í lag með þeim hætti, sem getur leyst þetta farsællega, þannig að sem flestir kjósendur flokksins geti orðið sáttir og stoltir af sínum Sjálfstæðisflokki, en nei, þá vill flokksforystan alls ekki taka við þeirri líflínu, vill heldur síga í djúpið, að séð verður!
Jón Valur Jensson.
Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2019 | 08:36
Elliði Vignisson tekur af skarið með uppreisn í Sjálfstæðisflokknum gegn 3.orkupakkanum
Honum blæðir fylgistap flokksins vegna máls sem Samfylking og Viðreisn stefna að, en er í andstöðu við landsfund flokks hans og afstöðu grasrótarinnar, sem fremur en að elta Bjarna í þvílíku grundvallarmáli gegn sjálfstæði okkar fer þá heldur yfir á Miðflokkinn meðan þessir gerningar standa yfir í Valhöll.
Hann ber því vitni að átök hafa geisað innan Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakka Evrópusambandsins (þótt reynt hafi verið að þagga það niður), en þetta "þurfi ekki að vera ógnvekjandi," því að "í átökum geti falist tækifæri til þess að leiðrétta kúrsinn þar sem þess væri þörf." Og það er greinilegt að nú sér hann fulla þörf á að leiðrétta kúrsinn í Valhöll, eins og meiri hluti fylgismanna flokksins hefur einmitt talið! Yfirgnæfandi andstaða sjálfstæðismanna gegn orkupakkanum hefur blasað við í hverri skoðanakönnun eftir aðra um málið til þessa.
En fleira er í vopnabúri Elliða, bæjarstjóra Ölfuss og áður í Vestmannaeyjum:
Mér hefur enda fundist það vera nánast áskorun á sjálfstæðismenn að kjósa eitthvað annað þegar fullyrt hefur verið: Þetta mál (Orkupakki 3) hefur ekki haft áhrif á fylgið [!!]
Þá hefur Elliði einnig lýst áhyggjum af eðli EES-samningsins sem feli í sér aðlögun að Evrópusambandinu og velt því upp hvort ekki sé ástæða fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins að vera hugsi yfir því að stuðningur við þriðja orkupakkann komi aðallega úr röðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samkvæmt könnunum. (Mbl.is)
Með sínu hugrakka og skelegga frumkvæði er Elliði vís með að kalla fram fagnaðarbylgju meðal flokksmanna, sem knýi forystu flokksins til að endurskoða allt málið frá grunni, vonandi með farsælli niðurstöðu fyrir land og þjóð, og þá verður um leið flokki hans bjargað frá smánarlegu hruni.
Jón Valur Jensson.
Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)