Formađur Samfylkingar er reiđubúinn ađ gefa ESB megniđ af landhelginni og allt okkar ćđsta löggjafarvald

Í viđtali og pistli bođar hann sína ESB-trú, en felur ofan­greind­ar stađ­reynd­ir, gyllir samt orku­pakk­ann og evr­una* og "samvinnuna" sem felst í ađ vera fylgi­tungl Brussel-valds­ins, ţar sem viđ fengj­um 0,06% áhrifa­vald í ESB-ţinginu, en um 0,07% eftir útgöngu Breta -- sem hann minnist ekki á, ţví ađ sízt má nefna snöru í hengds manns húsi! -- vita­skuld kom Brexit ekki til af neinni al­mennri ánćgju Breta međ tilskipana- og reglu­gerđa­bákn vald­frekra ESB-ráđa­manna og emb­ćttis­manna­hers í Brussel.

Og ţrátt fyrir augljósa viđleitni Loga til ofurjákvćđni, ţegar hann lítur til Evrópu, ţá gleymir hann ađ nefna ţá gleđifregn ađ utan, ađ nú mun Stóra-Bretland endur­heimta sín fiskimiđ ađ fullu!

Fiskiskip frá Evrópu­sambands­ríkjum (Spáni, Portúgal, Frakklandi, Belgíu, Ţýzkalandi, Danmörku, Eystra­salts­ríkjum, jafnvel Ítalíu) fengju hins vegar ađ hefja veiđar allt upp ađ 12 mílna landhelgi okkar, en í samrćmi viđ reglur hér um svćđa­lokanir, möskva­stćrđ og veiđikvóta (ţeir myndu rjúka upp í verđi, en verđa ESB-útgerđum ađgengi­legir, m.a. gegnum uppkaup útgerđa). Ćđsta ákvörđunar­vald um nefndar reglur (jafnvel allt niđur í möskva­stćrđ) flyttist hins vegar frá íslenzkum stjórn­völdum til ESB-stjórnvalda.

Menn verđa ađ átta sig á ţví, ađ sameiginlega sjávar­útvegs­stefnan í ESB felur í sér jafnan ađgang allra ESB-borgara ađ fiski­miđ­un­um.** Ţađ er ekki hćgt ađ samrýma ţađ međ neinu móti varan­legum yfirráđum og einka-nytjarétti hinna einstöku ţjóđa ađ eigin fiskimiđum. Verjendur Evrópu­sambands­ins hafa hins vegar vísađ til "reglunnar um hlutfalls­legan stöđugleika fiskveiđa" hvers ESB-ríkis, byggđan á fiskisóknar- og afla­reynslu. En "reglan" sú er einungis tíma­bundiđ fyrirkomulag, breyti­legt og afleggj­an­legt í sjálfu sér, og ráđherraráđ ESB hefur allt vald í ţeim löggjaf­ar­efnum; viđ hefđum 0,07% atkvćđa­vćgi viđ slíka ákvörđun!

Er ţađ eđlilegt ađ formađur íslenzks stjórnmálaflokks gerist undirlćgja erlends valds og bođi sem sitt fagnađar­erindi innlimun okkar í valdfrekt stórveldi sem er á leiđinni međ ađ koma sér upp stórum her? Er ímynduđ hagnađ­arvon honum meira virđi en sjálfstćđi Íslands?

* Um trú Loga á "ađgang­ ađ öfl­ugri og stöđugri mynt" í formi evrunnar segir í Staksteinum Mbl. í dag:

"Ef til dćm­is Grikk­ir lćsu ţetta teldu ţeir vita­skuld ađ ţarna fćri formađur­inn međ gam­an­mál. Svo er ekki. Logi trú­ir ţessu."

Logi ímyndar sér, ađ upptaka evrunnar feli sjálfkrafa í sér lćgstu vexti og afnám verđtryggingar. Svo er ekki, eins og sýnt hefur veriđ fram á. Vandkvćđin viđ ađ vera međ gjaldmiđil sem hentar ekki sveiflukenndum ţjóđartekjum sleppir hann alveg ađ nefna.

** Dćmi úr upplýsingatexta sem finna má gegnum ţennan tengil (miklu meira ţar):

  • "Jafn ađgangur ađ hafsvćđum og auđlindum hafsins er meg­in­regla í fiskveiđi­stefnu Evrópu­sambandsins. Megin­reglan um jafnan ađgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 ţegar fyrsta reglugerđ ESB um sjávar­útvegsmál var samţykkt."
  • "Viđ ađild Íslands ađ ESB yrđu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtćkja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mćtti mismuna erlendum ađilum í óhag, enda ćttu allir ađ sitja viđ sama borđ."
  • "Rétturinn til ađ búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs ađildarríkjanna og ţví gefst lítiđ svigrúm til ađ banna einstaklingum og fyrirtćkjum ađ fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtćkjum annarra ađildarríkja."

Jón Valur Jensson. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband