Arn­ar Þór Jóns­son dóm­ari hrekur málflutning í Mbl.grein Bjarna Más Magnússonar þar sem fullyrt var að hafréttar­samningur SÞ gefi okkur einhliða rétt til að hafna sæstreng

Verið að samþykkja óheft flæði raforku  Arnar Þór svarar: "Sem sér­samn­ing­ur geng­ur EES-samn­ing­ur­inn fram­ar al­menn­um þjóðarrétt­ar­samn­ing­um. Því er mik­il­vægt að hafa í huga að Haf­rétt­ar­dóm­stóll­inn eða aðrar alþjóðastofn­an­ir munu ekki leysa úr ágrein­ings­mál­um vegna skuld­bind­inga Íslands tengd­ra EES-samn­ingn­um, held­ur stofn­an­ir ESB." Þetta seg­ir hann í færslu sem hann birt­ir á Face­book í dag.

Arn­ar svar­ar þar grein sem dr. Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or í lög­um, rit­ar í Frétta­blaðið í morg­un, en í þeirri grein árétt­ar Bjarni að ekk­ert sé í þriðja orkupakk­an­um fjallað beint um skyldu aðild­ar­ríkja EES „til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu um flutn­ing orku sín á milli“.

Seg­ir Bjarni að öll aðild­ar­ríki EES-samn­ings­ins, sem og Evr­ópu­sam­bandið sjálft, séu aðilar að haf­rétt­ar­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna frá 1982 og bend­ir á að 311. grein þess samn­ings kveði á um að ákvæði annarra samn­inga, sem aðild­ar­ríki haf­rétt­ar­samn­ings­ins eiga aðild að, skuli vera í sam­ræmi við haf­rétt­ar­samn­ing­inn. „Með öðrum orðum, haf­rétt­ar­samn­ing­ur­inn trón­ir á toppn­um í alþjóðakerf­inu,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að samn­ing­ur­inn sé stund­um kallaður stjórn­ar­skrá hafs­ins.

Á móti seg­ir Arn­ar að lög­lærðum megi vera ljóst að EFTA-dóm­stóll­inn túlki mál jafn­an „í sam­hengi við og í ljósi mark­miðs og til­gangs“ samn­inga og gerða sem um ræðir á því rétt­ar­sviði, þ.e. að EFTA-dóm­stóll­inn láti anda orkupakk­ans ráða frem­ur en haf­rétt­ar­samn­ing­inn.

Arn­ar Þór er dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur. Hann hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um verið virk­ur í umræðum um orkupakk­ann og meðal ann­ars viðrað það mat sitt, ít­rekað, að orku­pakk­inn grafi und­an full­veldi Íslands. (Mbl.is)

Sjá nánar fleiri fréttir mbl.is af skrifum Arnars Þórs, hér: 

Og ennfremur, um enn eina innkomu hins sama Arnars Þórs inn í umræðuna um orkupakkann:


mbl.is EES framar almennum þjóðréttarsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband