Andstaða við innlimun í ESB er ekki andúð á Evrópu sem slíkri

Gamall ESB-sinni, Gunnar Hólmsteinn Ársæls­son, segir "maka­laust Evr­ópu­hat­ur í gangi á Ís­landi um þess­ar mund­ir." En það er ekki "Evrópu­hatur" að menn hafni inn­limun Íslands í Evrópu­sam­band gömlu nýlendu­veld­anna,* sem fengi allt æðsta og ráðandi lög­gjaf­ar­vald yfir Íslandi, sem og allt æðsta dómsvald (ESB-dómstóllinn í Lúxemborg) -- ennfremur stjórn­vald að auki, s.s. yfir fiskimiðum okkar.

Undirrituðum þykir vænt um gömlu Evrópu, það kemur þessu ESB-apparati ekkert við, og þar að auki er hlutfall ESB af stærð Evrópu ekki nema 43% (eftir inntöku Króatíu) --- og fer mjög minnk­andi með brott­hvarfi Bretlands úr ESB í haust !

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Algerlega sammála. Andstaða við ESB hefur ekkert með evrópskar þjóðir að gera heldur hið grófa, miskunnarlausa og gjörspillta stjórnkerfi sem Evrópusambandið er.

Með inngöngu í ESB værum við að leggja stjórnkerfi okkar undir erlenda búrókrata sem enginn hefur kosið til þess arna, fólk sem þekkir ekkert til íslenskra aðstæðna og hafa engan áhuga á íslenskum gildum.

Mér sýnist blinda íslenskra ráðamanna stafa af þeirra eigin hagsmunum fremur en nokkuð annað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.8.2019 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband