2.10.2018 | 12:37
Ekki er björgulegt fram undan í Evrópusambandinu, djúp evrukreppa jafnvel yfirvofandi á komandi tíð
Hagkerfi evruríkja eru berskjölduð vegna skuldasöfnunar, sem og einkafyrirtæki.
"Hugsanlegt er að næsta niðursveifla á evrusvæðinu verði verri en sú síðasta þar sem ríkisstjórnir og seðlabankar innan svæðisins hafa ekki lengur nauðsynleg tæki til þess að takast á við nýja efnahagskrísu að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody´s.
Fyrir vikið verði lítið svigrúm til þess að grípa inn í með fjárhagslegum stuðningi komi til nýrrar niðursveiflu. Enn fremur segir Moody's að evruríki með veikburða hagkerfi og mikið atvinnuleysi hafi gert of lítið til þess að koma á nauðsynlegum umbótum,"
eins og hermt er á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph og frá er sagt á Mbl.is í dag. Og ekki er útlitið gott:
Á sama tíma og Evrópski seðlabankinn er enn að prenta peninga vegna síðustu krísu hefur ríkisstjórnum Ítalíu, Spánar og Frakklands ekki tekizt að lækka skuldir sínar sem neinu nemi. Ennfremur hafa mörg fyrirtæki safnað skuldum þrátt fyrir minnkandi lánstraust. Það hafi verið hægt vegna mikils framboðs á ódýru lánsfé. Þau stæðu því illa að vígi.
Margrómaðir yfirburðir ESB-ríkja í vaxta- og lánamálum, sem og vegna "öflugs" Evrópsks seðlabanka, virðast þarna hæpnari en á var litið og jafnvel orðnir að snöru fyrir þessi lönd sjálf, því að endalaust varir þetta ástand ekki, og skellurinn getur orðið mikill. Vill einhver kasta efnahag Íslands inn í slíkan rúllettu?
Svigrúmið til þess að grípa til aðgerða heldur jafnvel áfram að minnka,
Meðal annars vegna þess að áhrifaþættir til lengri tíma gera stöðuna sífellt verri. Þar á meðal sífellt eldri íbúafjöldi evruríkjanna.
Ekki er staðan mikið betri hjá heimilum á evrusvæðinu að mati Moody´s. Þau
hefðu átt erfitt með að draga úr skuldsetningu sinni á sama tíma og sparnaður væri af skornum skammti. Fyrir vikið gætu þau átt erfitt með að greiða skuldir til baka ef vextir færu hækkandi.
Ennfremur: flest bendi til "lítils hagvaxtar á evrusvæðinu næstu árin, jafnvel þó ekki kæmi til niðursveiflu vegna lítillar framleiðniaukningar og hækkandi meðalaldurs."
Þetta bendir sízt til glæsilegs ástands fram undan. Náttúrleg fólksfjölgun á evrusvæðinu hefur stöðvazt og fer nú niður á við, enda fæðast þar víða einungis 1,3 til 1,5 börn á hverja fjölskyldu og því einboðið, að miklu minna framboð verði á nýjum vinnuafls-kynslóðum þar á næstu tveimur áratugum en fyrir aldarfjórðungi. "Lausn" að hluta til gæti fólgizt í síauknum innflutningi fólks frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Indlandi, en því fylgir bæði mikill upphafskostnaður, aukið álag á menntunarkerfi til að efla starfs- og raunar grunnmenntun fyrir allt það fólk, fyrir utan aðlögunarvanda á báða bóga, innfæddra og aðfluttra.
Jón Valur Jensson.
Næsta evrukrísa hugsanlega verri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2018 | 16:23
"Evrópusambandið verður að sýna Bretlandi virðingu
Ég ætla hvorki að umbylta niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar né að láta landið mitt liðast í sundur, sagði May í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Í Brexit-viðræðum hafi hún alltaf sýnt ESB virðingu og búist við því sama. Eigi niðurstaðan að verða sú að samband Bretlands og ESB verði gott að lokinni útgöngu, verði að ríkja gagnkvæm virðing.
Forsætisráðherrann gagnrýndi leiðtogana fyrir að útskýra ekki betur á hverju neitun þeirra byggði, svo að hægt verði að ræða málin. Án útskýringa verði ekki hægt að ná árangri í viðræðunum. Enn er langt í land í Brexit-viðræðum, að mati May. Bretum hafi verið boðið að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og tollabandalagi eða að gera fríverslunarsamning en að það séu ekki ásættanlegir kostir fyrir Breta. Með því að ganga að fyrri kostinum myndu bresk stjórnvöld gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Síðari kosturinn myndi þýða að Norður-Írland yrði endanlega aðskilið frá Bretlandi. Slíkt myndi ekki nokkur breskur forsætisráðherra samþykkja. Ef ESB heldur að ég geri það, þá skjátlast þeim hrapallega. Að mati May eru báðir kostirnir slæmir. Betra sé að gera engan samning en slæman."
Allur er þessi pistill tekinn herskildi af þjóðareigninni Rúv-vefnum síðdegis í dag. -jvj.
Segir tillögur Breta ekki ganga upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2018 | 07:47
Enn eykst skefjalaus útaustur úr ríkissjóði vegna EES-báknsins
Framlög Íslands til uppbyggingarsjóðs EES vegna aðildar Íslands að EES-samningnum verða 566 millj. kr. 2019, eru 276,5 millj. 2018, verða 899 millj. 2020 og einn milljarður og 26 milljónir árið 2021.
Þvílík aukning, hátt í fjórföldun á þremur árum! En hvað kemur okkur við einhver uppbygging í Búlgaríu eða Rúmeníu, Lettlandi eða Slóveníu? Jú, milljarður skal það verða! En Fjölskylduhjálp Íslands og hennar fátæku skjólstæðingar fá engar þrjár milljónir, hvorki úr ríkissjóði né borgarsjóði, þá skal frekar kastað milljarði austur fyrir gamla járntjaldið, handa fátækum sem Brussel-liðið getur ekki annazt, og lokað fleiri götum í Reykjavík, svo að hver bílstjóri fari að átta sig á því að hann er persona non grata, enda beri borgin meiri ábyrgð á útlendum en innlendum borgarbúum.
Þá stendur til "að veita 162 millj.kr. aukalega til sendiráðs Íslands í Brussel á næsta ári til þess að styrkja starfsemi þess og fjölga fulltrúum fagráðuneyta þar vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)" (mbl.is).
Já, þetta verður Gósentíð hvítflibbanna í ráðuneytunum, ESB-þotuliðsins:
Ennfremur segir í fjárlagafrumvarpinu að undirbúningur sé þegar hafinn að því að efla sendiráðið í Brussel og fjölga fulltrúum fagráðuneyta innan þess.
Þetta fer að minna á ljóð Steins Steinarr:
... Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir!
Jón Valur Jensson.
Hundruðum milljóna meira vegna EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2018 | 07:28
Bragð er að þá barnið finnur: jafnvel Baldur Þórhallsson sér þetta!
Á sama tíma og æ fleiri sjá annmarkana á því að halda áfram í EES vegna yfirgangs ESB sem þvingar upp á okkur þungbærum lagaklöfum,* kemur í ljós, að jafnvel það að neyða okkur til refsiaðgerða gegn Rússum er enn einn anginn af EES-"samstarfinu"! En Baldur þessi er einn mesti ESB-maður á norðurhveli jarðar, hefur lengi mælt með innlimun landsins í Evrópusambandið, enda árum saman verið margmilljóna-styrkþegi þess.
En í áðurnefndum refsiaðgerðum hefur þjóðin verið neydd til að taka þátt, sér til skaðræðis, af meðvirkri stjórnmálaelítu, sem gæti nú farið að syngja sitt síðasta, ef hún áttar sig ekki á því, að hún er alveg að klofna frá þjóðinni.
* Persónuverndarlögunum, sem koma sér afar illa fyrir sveitarfélög og fyrirtæki, og Þriðja ESB-orkumálapakkanum.
Jón Valur Jensson.
Tökum þátt vegna EES-samningsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2018 | 23:32
Þrumugóður fundur sjálfstæðismanna gegn Acer-orkumálapakka ESB
Um 90-100 manns munu hafa sótt fundinn í Valhöll kl.17.30 til um kl. 20 í kvöld. Tillaga til fundarályktunar var samþykkt samhljóða, mótatkvæðalaust. Miklar umræður voru eftir erindi framsögumanna, sem voru Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri, dr. Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við HÍ, Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur og Elías B. Elíasson verkfræðingur, sem starfað hefur áratugum saman hjá Landsvirkjun. Fundarstjóri var Jón Magnússon hrl., fyrrv. varaþingmaður, og fór það vel úr hendi.
Vafi hafði leikið á afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins til ACER-málsins, en einungis einn ráðherra hans, varaformaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðherra, mun hafa sótt fundinn, auk a.m.k. eins þingmanns, Birgis Ármannssonar. Hvorugt þeirra tók til máls á fundinum. Meðal annarra fundarmanna, sem sátu allan fundinn, var Davíð Oddsson, fyrrv. forsætisráðherra, nú ritstjóri Morgunblaðsins.
Þetta er fundarályktun þessa sögulega fundar í Valhöll:
Fundurinn skorar eindregið á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins á þeim grunni að hann stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar, opnar Evrópusambandinu leið til yfirráða yfir einni helstu auðlind Íslands og hækkar verð á raforku og afleiðingar til langs tíma eru óvissar.
Allur fundurinn var tekinn upp á myndband og verður væntanlega aðgengilegur hvað úr hverju.
Jón Valur Jensson.
Auðlindir og orkumál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2018 | 01:20
Fullveldisframsal að vild evrókrata? Nei takk!
Með hjásetu við stjórnlagaþingskosningar 27.11. 2010 færðu margir [hægri og miðju-] stjórnarandstæðingar Samfylkingu og fimmtu herdeild ESB þann áfangasigur á leið þeirra í Evrópustórveldið að gefa þeim færi á lúmskum stjórnarskrárbreytingum. Afleiðingin: [aðeins] 37% kjörsókn og áberandi stór hlutur ESB-sinna.
A.m.k. 10-11 af 25 efstu í kosningunni, sem reyndist ógild og að engu hafandi, eru eindregnir fylgismenn inntöku Íslands í Evrópusambandið, þ. á m. klókur fyrrv. starfsmaður ESB, Eiríkur Bergmann Einarsson. Er hann nú á launum hjá Evrópufræðasetri á Bifröst, sem þiggur mikla styrki frá framkvæmdastjórn ESB! Svo tvöföldum í roðinu var falið að véla um stjórnarskrá og beita áhrifum sínum meðal græskulítilla ráðsmanna.
Aðrir helztu ESB-harðlínumenn í hópi hinna 25 eru Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP, Gísli Tryggvason í Neytendastofu, sem leggst lágt við að afla frumvarpinu (!) stuðningsmanna (sjá: lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1255535/), Guðmundur Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu, Illugi Jökulsson, Pavel Bartozek og Þorvaldur Gylfason, iðinn áróðursmeistari sem heldur uppi blekkingum af alvarlegasta toga (sjá: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263309/). Með fylgdu ESB-sinnar eins og Silja Bára Ómarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Freyja Haraldsdóttir.
Að hvöt Illuga Jökulssonar sniðgengu 30 þingmenn úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. Í trássi við stjórnlagaþingslögin, sem enn voru í gildi, var kosningin ekki endurtekin, en 25 manna hópnum boðið að setjast í nefnd í umboði 30 þingmanna, þ.e. stjórnlagaráð. Þá var þeim gert óvænt tilboð, eins og til að liðka til fyrir þátttökunni: að sitja í 4 mánuði á fullum alþingismannslaunum í stað tveggja, eins og verða átti um stjórnlagaþingið (sjá um það stóralvarlega mál og ólögmæta ferli: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263312/).
Í takt við evrókratíska ofhleðslu ráðsins rættust verstu hrakspárnar: laumað inn grófri fullveldisframsalsgrein, nr. 111. Jafnvel gamlir íhaldsmenn í ráðinu, Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu (jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263311/) og Ari Teitsson, féllu sem skotnir fyrir ódýrum áróðursbrellum Þorvaldar og Eiríks til að réttlæta þá lúsléttu heimild til fullveldisframsals. Er Pétur sízt linari en þeir í áróðri með 111. greininni, segir hana gera fullveldisframsal erfiðara en núverandi stjórnarskrá og fullyrðir að stjórnarskráin skipti engu máli, ef ákveðið verði að ganga í ESB, því að þá víki hún fyrir lögum ESB.
Þetta er fleipur, meðan við erum utan ESB. Margar greinar stjórnarskrárinnar fela í sér, að allt löggjafarvald yfir okkur sé í höndum Alþingis og forsetans (og í vissum tilfellum: þjóðarinnar). Ef stjórnvöld reyna að brjóta 2. gr. hennar, 16., 26. gr. o.fl. með því að undirrita aðildarsamning sem gefur ESB formlega beint og æðsta löggjafarvald yfir landinu, sem og, að landslög hér verði víkjandi fyrir ESB-löggjöf sem rekst á þau, þá verður sú gjörð yfirvalda samstundis kærð til Hæstaréttar af sjálfvöktum fjöldasamtökum sem augljóst stjórnarskrárbrot.
Að segja að þjóðin fái þá vörn í 111. gr. að geta kosið gegn fullveldisframsali lýsir blindni, því að 30-35% kosningabærra manna gætu þá verið að taka afdrifaríka ákvörðun um framsal ríkisvalds, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, til erlends stórríkis, sennilega fyrir fullt og allt, þ.e.a.s. ef atkvæði féllu nokkuð jafnt í 60-70% kjörsókn um málið. Geta 30% kallast þjóðin?
Útvarp Saga er í áróðursferð fyrir stjórnlagapakkann. Enginn lagaprófessor eða stjórnskipunarfræðingur kemst þar að hljóðnemanum, en ráðsmönnum boðið nær daglega á rauða dregilinn, jafnvel ESB-innlimunarsinnum eins og Þorvaldi, Eiríki Bergmann og Vilhjálmi Þorst. En þrír þáttagerðarmenn, sem dirfðust að gagnrýna stjórnlagaráð, voru látnir taka pokann sinn, ég, Baldur Ágústsson fv. forsetaframbj. og Jón Magnússon hrl. Ríkisstjórnarútvarpið stendur svo undir því nafni með hlutdrægu, ójöfnu vali manna í Silfur Egils o.fl. þætti í þágu stjórnlagaráðs ítrekuð hlutleysisbrot, en stjórnarskrá lýðveldisins liggur óbætt hjá garði og ekki minnzt á hana á atkvæðaseðlinum!
Í 82. tillögugr. er í raun búið til embætti varaforseta Íslands, í höndum eins manns, flokkspólitísks forseta Alþingis, fulltrúa stjórnarmeirihluta! Á að treysta honum fyrir málskotsvaldinu? Hví var forseta Hæstaréttar ekki fremur falið það valdahlutverk á hendur?
Í 113. gr. ráðsins er 5/6 alþingismanna gefið vald til að breyta stjórnarskrá án þess að spyrja þjóðina! Fjórflokkurinn hefur yfirleitt haft fleiri en 5/6 þingsins. Þetta hentar honum vel.
Úr 74. gr. stjskr. vill ráðið fella niður heimild til að láta banna viss félög. Gæti t.d. átt við kynþáttahatursfélög, eins og Björg Thorarensen lagapróf. bendir á, alþjóðleg glæpasamtök, mafíur, hrottagengi.
Ráðið vill fella niður 2. tl. 72. gr. stjskr., en það ákvæði leyfir stjórnvöldum að takmarka eign útlendinga í fasteignum og er helzta vörn innanríkisráðherra gegn jarðeigna-ásælni Kínverja hér á landi.
Sama stjskr.ákvæði er traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegsfyrirtækjum hér. Hefur Jón Bjarnason alþm. bent á, að ráðið vill þessa takmörkun á fasteignakaupum útlendinga feiga. Slík niðurfelling virðist þjónkun við óskir ESB-innlimunarsinna sem laumuðust inn í hið ólögmæta ráð.
Mestu varðar að menn afstýri því stórslysi að liðkað verði fyrir innlimun Íslands í ESB. Það er þeim mun mikilvægara sem við eigum þar við að etja afl 1570 sinnum fólksfleira veldis en íslenzku þjóðarinnar, afl sem notar sína fjárhagsyfirburði til að dæla hingað áróðursfé og hyggst gera það í vaxandi mæli.
Grein þessi birtist upphaflega í Morgunblaðinu 20. október 2012, höfundur er guðfræðingur, prófarkalesari og form. Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2018 | 01:16
Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Raunalegt er að sjá Björn Bjarnason ljá stefnunni á Acer-orkumálapakkann, með framsali ríkisvalds héðan, stuðning sinn í grein í gær. Væri honum sæmst að kafa djúpt og af allri sinni skarpskyggni í greinaskrif Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í málið og losa sig við sínar blekkingarhugmyndir, enda þekkir Bjarni allan þennan málaflokk eins og handarbakið á sér, verkfræðilærður í Noregi, hefur fylgzt með allri EES-umræðunni þar og hefur langtíma reynslu sem rafmagnsverkfræðingur að störfum í okkar eigin virkjana- og raforkudreifingar-geira.
Nafn Rögnu Árnaóttur, fyrrv. utanþingsráðherra, sem Björn Bjarnason treystir á, er engin trygging fyrir því, að hún sé hér góður vegvísir, eða eru þeir margir sem trúa leiðsögn hennar og Dags B. Eggertssonar um Hvassahraunsflugvöll sem lausn á okkar flugsamgöngum?!
Undirritaður (upptekinn mjög í dag) frétti af þessari grein Björns á snjáldurskinnu sinni (facebók) eftir miðnættið, þar sem flugmaðurinn eldklári Þorkell Ásgeir Jóhannsson lagði inn þessa athugasemd:
Björn Bjarnason rekur nú mikinn áróður með 3. orkupakkanum með vísan í greinargerð Rögnu Árnadóttur um efnið. En greinin sú afhjúpar eitt lykilatriði málsins í kafla 4.4, neðst í fyrstu mgr, þar sem segir að ESA muni taka þátt í starfi ACER án atkvæðisréttar! Aðkoma ESA sem eftirlitsaðila (sem átti að róa EES-ríkin gagnvart valdaafsalinu til ACER) er því einungis til málamynda. (Feitletr. JVJ)
Vonandi er ekki að bresta flótti í þinglið Sjálfstæðisflokksins um málið, þ.e.a.s. frá einarðri varðstöðu um fullveldið, en landsfundur hefur þegar tekið afstöðu GEGN þessu yfirvofandi þingmáli ESB-vinanna.
Falli Sjálfstæðisflokkurinn (e.t.v. undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og leiðsögn Björns Bjarnasonar) fyrir fagurgala ESB-manna um málið, þá er hann að fella gildan part af fullveldisréttindum okkar og verðskuldar ekkert minna en sitt eigið gengisfall í augum eigin óbreyttra flokksmanna.
Jón Valur Jensson.
Auðlindir og orkumál | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2018 | 14:57
ESB-trúboð Fréttablaðsins
Fréttablaðið birtir í dag 2 greinar í þágu Evrópusambandsins, leiðarann og pistil Þorsteins Víglundssonar í "Viðreisn".
Dæmigerður er leiðari evrókratans Kolbrúnar Bergþórsdóttur -- fjallar gersamlega einhliða um Brexit-málið. Hún sér ENGIN rök sem Brexit-menn hafi haft fyrir sínum málflutningi (og þar skrökvar hún í leiðinni) og velur svo að tala einungis þá fáu Brexit-málsvara, sem misst hafa stjórn á sér í bræði í andstöðunni við ESB, sem nánast einu skýru dæmin um Brexit-afstöðuna! Uppteiknar sem sé fuglahræðu til að auðvelda sér leikinn!
Skammsýni virðist að fækka um 100 þúsund fjár, eins og nú stefnir í. Hér þarf að fara fram duglegt markaðsátak til að auglýsa nýjar framleiðslueiningar af lambakjöti handa erlendum ferðamönnum. Það er ekki landinu til ábata, að sveitir fari í eyði.
Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2018 | 15:15
Ófært að þvinga þjóðir til að búa saman, sbr. Júgóslavíu!
Söngvarinn frægi Chris Rea gagnrýnir ráðamenn í Bretlandi og ESB, fjarlæga alþýðu, og dregur í efa sameiningu Evrópu: "you cannot force different people to live together [when] they simply do not want to", og minnir á hrun Júgóslavíu.[60]
Allir eiga að vita, hvernig fór í Júgóslavíu. Eftir að sex þjóðum og þjóðabrotum líka hafði verið haldið saman undir einni stjórn Josips Bros Tito frá stríðslokum, hlutaðist ríkið sundur í mikilli borgarastyrjöld eftir 1990, þar sem áætlað er, að 130-140.000 manns hafi farizt. Svo stutt er síðan Balkanlöndin voru stríðsvöllur, og ekki stóð Evrópusambandið sig vel við að hefta framgang stríðsins; friðargæzluliðar á vegum Hollendinga brugðust þar yfir 5.000 múslimum, sem myrtir voru án þess að þeir hollenzku hreyfðu legg né lið.
Á tenglinum syngur Chris Rea lag til eldri dóttur sinnar, Josephine, og varð frægt. Um yngri dóttur sína, sem þá var fjögurra ára, samdi hann lagið Julia. Þarna eru falleg myndbönd, sem sýna ávexti friðar í stað sundrungar og stríðs vegna stefnu misviturra stjórnvalda, sem þvinga þjóðir sínar gegn þeirra vilja.
JVJ.
Evrópumál | Breytt 28.7.2018 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2018 | 09:53
Sigmundur Davíð minnir á gildi þess að vera utan Evrópusambandsins
Ísland hefði orðið gjaldþrota ef það hefði verið aðili að ESB þegar bankahrunið varð árið 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrv. forsætisráðherra í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær, en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur bendir á að með verkfærum fullveldisins hafi verið komið veg fyrir að illa færi hér á landi, þjóðin hafi fengið eitthvað um málin að segja. Hann segir að ekki þurfi annað en að horfa til Grikklands til að sjá hvernig hefði getað farið fyrir Íslandi hefði það verið hluti af ESB. Hlusta má á þáttinn í spilaranum fyrir neðan fréttina á vef Útvarps Sögu.
(Frétt þessi er endurbirt hér af vef ÚS, http://utvarpsaga.is/island-hefdi-ordid-gjaldthrota-hefdi-thad-hefdi-verid-i-esb-thegar-hrunid-vard/)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)