Svo bregđast krosstré sem önnur tré

Raunalegt er ađ sjá Björn Bjarnason ljá stefnunni á Acer-orku­mála­pakk­ann, međ fram­sali ríkis­valds héđan, stuđning sinn í grein í gćr. Vćri honum sćmst ađ kafa djúpt og af allri sinni skarp­skyggni í greina­skrif Bjarna Jóns­sonar raf­magns­verk­frćđings í máliđ og losa sig viđ sínar blekk­ingar­hugmyndir, enda ţekkir Bjarni allan ţennan málaflokk eins og handar­bakiđ á sér, verkfrćđi­lćrđur í Noregi, hefur fylgzt međ allri EES-umrćđunni ţar og hefur langtíma reynslu sem rafmagns­verkfrćđ­ingur ađ störfum í okkar eigin virkjana- og raforkudreifingar-geira.

Nafn Rögnu Árnaóttur, fyrrv. utanţings­ráđherra, sem Björn Bjarnason treystir á, er engin trygging fyrir ţví, ađ hún sé hér góđur vegvísir, eđa eru ţeir margir sem trúa leiđsögn hennar og Dags B. Eggerts­sonar um Hvassahrauns­flugvöll sem lausn á okkar flug­samgöngum?!

Undirritađur (upptekinn mjög í dag) frétti af ţessari grein Björns á snjáldur­skinnu sinni (facebók) eftir miđnćttiđ, ţar sem flugmađurinn eldklári Ţorkell Ásgeir Jóhannsson lagđi inn ţessa athugasemd: 

Björn Bjarnason rekur nú mikinn áróđur međ 3. orkupakkanum međ vísan í greinargerđ Rögnu Árnadóttur um efniđ. En greinin sú afhjúpar eitt lykil­atriđi málsins í kafla 4.4, neđst í fyrstu mgr, ţar sem segir ađ ESA muni taka ţátt í starfi ACER án atkvćđisréttar! Ađkoma ESA sem eftirlits­ađila (sem átti ađ róa EES-ríkin gagnvart valdaafsalinu til ACER) er ţví einungis til málamynda. (Feitletr. JVJ)

Vonandi er ekki ađ bresta flótti í ţingliđ Sjálfstćđisflokksins um máliđ, ţ.e.a.s. frá einarđri varđstöđu um fullveldiđ, en landsfundur hefur ţegar tekiđ afstöđu GEGN ţessu yfirvofandi ţingmáli ESB-vinanna.

Falli Sjálfstćđisflokkurinn (e.t.v. undir forystu Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar og leiđsögn Björns Bjarnasonar) fyrir fagurgala ESB-manna um máliđ, ţá er hann ađ fella gildan part af full­veld­is­réttindum okkar og verđ­skuldar ekkert minna en sitt eigiđ gengisfall í augum eigin óbreyttra flokksmanna.

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Viđ höfum nú kynnst ađferđum ESB og blekkingum og erum svo lánsöm ađ eiga  velmenntađa holla Íslendinga sem fylgjast međ hverskonar samskiptum íslenkra ráđamanna viđ Ţá(esb). -Ţakka ţér Jón Valur.    

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2018 kl. 06:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans ţakkir fyrir samstöđu ţína í ţessu máli og öđrum áđur, Helga!

Bjarni Jónsson verkfrćđingur var í viđtali viđ Pétur Gunnlaugsson í síđegisţćtti Útvarps Sögu í gćr, ég missti af honum, en var svo heppinn ađ heyra hann nánast allan nú á níunda tímanum, gríđarlega upplýsandi eins og hann var, nánast eins og hugljómun ađ hlusta á manninn rćđa ţessi mál.

Ég held ađ Björn Bjarnason verđi sannarlega ađ hugsa sín mál betur, og ţađ sama á viđ um ţennan varaformann Sjálfstćđisflokksins, Ţórdísi Kolbrúnu Reykfjörđ Gylfadóttur!

Jón Valur Jensson, 16.8.2018 kl. 10:02

3 Smámynd: Hrossabrestur

Missti úlfurinn óvart af sér sauđagćruna? 

Hrossabrestur, 17.8.2018 kl. 17:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband