Enn eykst skefjalaus útaustur úr ríkissjóði vegna EES-báknsins

Fram­lög Íslands til upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um verða 566 millj. kr. 2019, eru 276,5 millj. 2018, verða 899 millj. 2020 og einn millj­arður og 26 millj­ón­ir árið 2021.

Þvílík aukning, hátt í fjór­földun á þremur árum! En hvað kemur okkur við einhver upp­bygg­ing í Búlgaríu eða Rúmeníu, Lettlandi eða Slóveníu? Jú, millj­arður skal það verða! En Fjölskyldu­hjálp Íslands og hennar fátæku skjólstæðingar fá engar þrjár milljónir, hvorki úr ríkissjóði né borgar­sjóði, þá skal frekar kastað milljarði austur fyrir gamla járntjaldið, handa fátækum sem Brussel-liðið getur ekki annazt, og lokað fleiri götum í Reykjavík, svo að hver bílstjóri fari að átta sig á því að hann er persona non grata, enda beri borgin meiri ábyrgð á útlendum en innlendum borgarbúum.

Þá stendur til "að veita 162 millj­.kr. auka­lega til sendi­ráðs Íslands í Brus­sel á næsta ári til þess að styrkja starf­semi þess og fjölga full­trú­um fagráðuneyta þar vegna aðild­ar Íslands að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES)" (mbl.is).

Já, þetta verður Gósentíð hvítflibbanna í ráðuneytunum, ESB-þotuliðsins:

Enn­frem­ur seg­ir í fjár­laga­frum­varp­inu að und­ir­bún­ing­ur sé þegar haf­inn að því að efla sendi­ráðið í Brus­sel og fjölga full­trú­um fagráðuneyta inn­an þess.

Þetta fer að minna á ljóð Steins Steinarr:

... Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hundruðum milljóna meira vegna EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er þarfur gjörningur að vekja máls á þessari stjórnlausu útgjaldaaukningu til ESB vegna EES-samningsins.  Kostnaðurinn innanlands er margfalt hærri og talið, að innleiðing persónuverndarbálksins muni kosta atvinnulíf og hið opinbera um miaISK 20 og að rekstrarkostnaður kerfisins verði 10 miaISK/ár.  Hver er ávinningurinn ?  Sennilega enginn, mælanlegur í peningum.  Óbeini kostnaður samfélagsins af öllu reglugerðarfargani landsins vegna minni framleiðniaukningar í atvinnulífinu gæti numið 200 miaISK/ári, og ofvaxið reglusetningakerfi EES á drjúgan þátt í þessum óhemjulega kostnaði.

Með góðri kveðju / 

Bjarni Jónsson, 12.9.2018 kl. 10:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er helvíti vel í lagt að borga 200 milljarða króna til að fá "tollfrjáls" viðskipti.

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2018 kl. 20:53

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þakkir til ykkar beggja fyrir mjög athyglisverð, en þó uggvænleg innlegg hér. 

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.9.2018 kl. 23:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Talandi um upphæðirnar sem leiða af innleiðingu persónuverndarbálksins,skyldi ég í dag hversu mikil vinna liggur í að skrá þau inn og kynna í fjölmönnum vinnustað.
   Með bestu kveðju Jón Valur og gesta þinna.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2018 kl. 23:54

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll aftur Jón Valur,ætlaði að skýrskota til hrikalegra viðurlaga ef þau eru brotin.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2018 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband