Bragð er að þá barnið finnur: jafnvel Baldur Þórhallsson sér þetta!

Á sama tíma og æ fleiri sjá annmarkana á því að halda áfram í EES vegna yfirgangs ESB sem þvingar upp á okkur þungbærum lagaklöfum,* kemur í ljós, að jafnvel það að neyða okkur til refsiaðgerða gegn Rússum er enn einn anginn af EES-"samstarfinu"! En Baldur þessi er einn mesti ESB-maður á norðurhveli jarðar, hefur lengi mælt með innlimun landsins í Evrópusambandið, enda árum  saman verið margmilljóna-styrkþegi þess.

En í áðurnefndum refsiaðgerðum hefur þjóðin verið neydd til að taka þátt, sér til skaðræðis, af meðvirkri stjórnmálaelítu, sem gæti nú farið að syngja sitt síðasta, ef hún áttar sig ekki á því, að hún er alveg að klofna frá þjóðinni.

* Persónuverndarlögunum, sem koma sér afar illa fyrir sveitarfélög og fyrirtæki, og Þriðja ESB-orkumálapakkanum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tökum þátt vegna EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband