"Evrópusambandið verður að sýna Bretlandi virðingu

... í viðræðum um útgöngu úr sam­bandinu, segir Theresa May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í dag. Á leiðtoga­fundi ESB í Salz­burg í gær var tillögum hennar um útgöngu hafnað. Leiðtogar aðildar­ríkjanna voru sammála um að þær væru óásætt­an­legar og lögðu þeir áherslu á að þeir væru samtaka um heild innri markaðarins. Áætlunin sem hún kynnti í gær er kennd við Chequers, sveitasetur ráðherrans.
 

„Ég ætla hvorki að umbylta niðurstöðum þjóðar­atkvæða­greiðsl­unnar né að láta landið mitt liðast í sundur,“ sagði May í yfirlýsingunni. Breska ríkis­útvarpið, BBC, greinir frá. Í Brexit-viðræðum hafi hún alltaf sýnt ESB virð­ingu og búist við því sama. Eigi niður­staðan að verða sú að samband Bret­lands og ESB verði gott að lokinni útgöngu, verði að ríkja gagnkvæm virðing. 

Forsætisráðherrann gagnrýndi leiðtogana fyrir að útskýra ekki betur á hverju neitun þeirra byggði, svo að hægt verði að ræða málin. Án útskýr­inga verði ekki hægt að ná árangri í viðræðunum. Enn er langt í land í Brexit-viðræðum, að mati May. Bretum hafi verið boðið að vera hluti af Evrópska efnahags­svæðinu og tollabandalagi eða að gera fríversl­unar­samning en að það séu ekki ásættanlegir kostir fyrir Breta. Með því að ganga að fyrri kostinum myndu bresk stjórnvöld gera lítið úr þjóðar­atkvæða­greiðslu um Brexit. Síðari kosturinn myndi þýða að Norður-Írland yrði endanlega aðskilið frá Bretlandi. Slíkt myndi ekki nokkur breskur forsætisráðherra samþykkja. „Ef ESB heldur að ég geri það, þá skjátlast þeim hrapallega.“ Að mati May eru báðir kostirnir slæmir. Betra sé að gera engan samning en slæman."

Allur er þessi pistill tekinn herskildi af þjóðareigninni Rúv-vefnum síðdegis í dag. -jvj.


mbl.is Segir tillögur Breta ekki ganga upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SKIL EKKI HVERNIG HEIMSVELDI EINS OG BRETLAND KOM SER Í ÞESSA AÐSTÖÐU-AÐ LÁTA HUGSJÓN HITLERS UM SAMEININGU EVRÓPU/NASISTA FÁ AÐSTÖÐU TIL AÐ RÁÐSKAST MEÐ EFNAHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI SITT  ! NÆ ÞVI EKKI ----

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.9.2018 kl. 18:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var rétt í þessu að líkja þessari erfiðu útgöngu lýðræðisríkis úr yfirþjóðlegu sambandi,við skilnað sambýlisfólks og hjóna.-)

í grunninn já; en þarna sjáum við svart á hvítu hvað "óvitar" áhangenda Samfó létu blekkjast í ástríðunni um inngöngu í ESB, hafandi eftir að það mætti alltaf fara út ef okkur hugnaðist ekki sambúðin.
 



Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2018 kl. 02:49

3 Smámynd: Merry

Maí er ekki áreiðanlegt. Hún vildi eins og að vera í ESB en hún hefur fengið fyrirmæli um að fjarlægja Bretland frá ESB. Þessi áætlun hefur verið hafnað af flestum í Tory flokkurinn og einnig ESB. Eina aðra áætlunin er að fara án samnings. Ég og 17,4 milljónir aðrir vilja fá "engin samningur" lausn.

Nú hún er að reyna fá EU till að hugsa aðeins og skoða Chequers samning mjög vel. Tíminn er að renna út fyrir May.

Merry, 23.9.2018 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband