Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ennþá (15 mánuðum eftir heitstrengingu landsfundar 2013) búinn að loka "Evrópustofu". Hvað veldur þínu seinlæti, Bjarni Benediktsson? Hefurðu bitið það í þig að óvirða vilja flokksmanna þinna? Skipta Samfylkingaratkvæðin meira máli? Dettur þér í alvöru í hug, að þau falli þér og þínum í skaut? Hve langt ætlarðu að ganga í meðvirkninni? Eða ertu að vinna fyrir einhverja allt aðra hagsmuni en þinna landsmanna og flokksmanna?
Hér skal vísað á fyrri, rökstudda grein um þetta grundvallarmál:
Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?
Jón Valur Jensson.
19.5.2014 | 11:52
Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?
Stendur kannski til að leyfa henni fyrst að eyða 433 milljónum í sinn áróður?!!!*
Takið eftir, að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, var hvergi með nein sviksamleg ummæli fyrir eða eftir kosningarnar 2013 um að EKKI ætti að loka "Evrópustofu".
Þetta er stefna flokksins, samþykkt á landsfundi 21.-24. febr. 2013 (leturbr. hér):
- Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
- Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.
Síðan eru liðnir nær 15 mánuðir. Hvað líður efndunum?
Loks skal minnt á þetta, sem birtist hér í grein fyrir tæpum 13 mánuðum:
- Að lokum skulum við minnast þess, að stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu virðist skýrt brot á 88. gr. landráðalaganna.
- Athafnasemi Evrópusambandsins í áróðursmálum á trúlega eftir að stóraukast : mest orkan sett í lokabaráttuna, þegar dregið gæti að hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. En jafnvel þegar á liðnu ári voru réttarbrot ESB-manna í þessu efni orðin svo augljós og ófyrirleitin, að íslenzkur fyrrverandi sendiherra, Tómas Ingi Olrich, sá sig knúinn til þess að rita um það blaðagreinar til að afhjúpa, hvernig bæði "Evrópustofa" og framferði ESB-sendiherrans Timos Summa braut í bága við alþjóðlegar skyldur sendiráða samkvæmt bæði íslenzkum lögum og Vínarsáttmálanum. Sjá hér greinar hans: Summa diplómatískra lasta (eitilsnjöll grein í Mbl. 2. apr. 2012), sbr. pistil á þessu vefsetri: Lögleysu-athæfi sendiherra.
* Sjá frétt hér: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1503834/ þar segir m.a.: "Evrópusambandið hefur styrkt Evrópustofu um 2,1 milljón evra, sem svarar 325 milljónum króna á núverandi gengi, á tímabilinu 2011 til 2014. Til skoðunar er að framlengja samninginn til 2015 og gæti viðbótarfjárhæð vegna þess numið um 108 milljónum." Samtals yrðu þetta 433 milljónir árin 20112015 !!! Það eru einungis hnjáliðaveiku flokkarnir, sem þora ekki að stöðva þessa ósvinnu flokkar sem eiga enga virðingu skilda fyrir hugleysi sitt. En sjálfstæðismenn hafa enn tíma til að ÞRÝSTA Á sína forystusveit að bregðast ekki flokksmönnum einu sinni enn með svikum við ofangreinda landsfundarsamþykkt.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt 22.5.2014 kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.5.2014 | 04:28
Rekið af ykkur slyðruorðið, stjórnarþingmenn!
Gunnar Bragi Sveinsson hljómar eins og hann sé ekki nógu sterkur á svellinu í ESB-málinu, þrátt fyrir á köflum augljósan vilja hans til að fá þingsályktunartillögu sína samþykkta um að draga Össurarumsóknina til baka.
Við eigum öll, fullveldis- og sjálfstæðissinnar, og einkum þeir, sem eru í samstarfsflokki Gunnars Braga, Sjálfstæðisflokknum, að styðja við bakið á sérhverri viðleitni til að efnd verði kosningaloforð stjórnarflokkanna um "að aðildarviðæðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," svo að vitnað sé til ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokks 24. febrúar 2013.
Gunnar Bragi á ekki að þurfa að upplifa sig sem einangraðan í þessu máli. Þetta er vilji stjórnarflokkanna beggja, og enn er meirihluti þjóðarinnar andvígur því að fara inn í Evrópusambandið þrátt fyrir sleitulausan og þjóðar-sundrandi áróður ESB-aflanna og það á sama tíma og æ meira hefur komið í ljós um viðamikla ágalla á stefnu og verkum þess stórveldabandalags.
Jón Valur Jensson.
Ný ESB-tillaga kemur til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2014 | 03:17
ESB-Guðmundi Steingrímssyni verður ekki að ósk sinni
Guðmundur Steingrímsson er glaðhlakkalegur yfir því, að Samfylkingu, 365 fjölmiðlum, ESB-hlynntu peningavaldi, hræsnandi VG-mönnum og vinnusvikurum á RÚV tókst að teppa tillögu utanríkisráðherrans, og sýnir þar sitt ESB-andlit.
"Þá eru viðræðurnar ekki eyðilagðar og þá er sá ávinningur sem hefur hlotist af viðræðunum og allt þetta starf sem hefur farið fram í viðræðunum, ekki unnið fyrir gýg. Það er mjög mikilvægt. Þá er þessum dyrum haldið opnum og það held ég að sé eitthvað sem menn geta þá sætt sig við, á meðan pólitíska landslagið er svona, að það er ríkisstjórn í landinu sem vill ekki fara í viðræður við ESB, segir Guðmundur.
En þetta er ekki spurning um það, hvort dyr geti verið opnar eftir mörg ár, því að vitaskuld geta Samfylkingarmenn og ESB-fylkingin öll reynt að opna þær dyr á ný og ganga inn í viðlíka viðræðugrunn, eða eru þeir kannski að lýsa yfir vangetu sinni til þess fyrir fram?!
En að Silfurskeiðar-Guðmundur þessi, sem stakk af frá stefnu föður síns eftir kynnin af ennþá flottara lífi í Brussel, skuli í alvöru hafa trú á því, að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi eftir að gera ESB-áhangendum það til geðs að halda lífi í Össurar-umsókninni (sem jafnvel fól í sér stjórnarskrárbrot), það má virðast lygilegt, því að áframhaldandi seta Bjarna á formannsstóli er undir því komin, að hann verði hættur að vinna á móti vilja og stefnu landsfundar í ESB-málum, næst þegar sú æðsta valdasamkunda flokksins kemur saman, og ekki er ESB-andstaðan linari í Framsóknarflokknum.
Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær þingflokkar þessara flokka nota valdið, sem þeim hefur verið falið, til að þurrka þetta óhreinindamál af höndum sínum, mál sem þeir tóku engan þátt í að búa til og hafa enga lyst á að flekka hendur sínar á.
Já, nú er að fylgja eftir sannfæringu sinni, Bjarni og Sigmundur!
Jón Valur Jensson.
ESB-dyrunum haldið opnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2014 | 00:49
Eitthvað fyrir ráðvillta að læra af
Norðmenn hafa tvívegis "kíkt í pakkann" með mikilli fyrirhöfn, þekkja hann betur en við, en 70% þeirra vilja ekki í ESB, aðeins 20% vilja inn! Og aðeins 32% íbúa ríkja Evrópusambandsins bera traust til sambandsins skv. nýrri skoðanakönnun sem gerð var á vegum þess sjálfs, en 59% treysta Evrópusambandinu ekki. Glæsilegt, ekki satt? Þetta er þó fólkið sem hefur beina reynslu af þessu stórveldabákni.
- Mest vantraust er í garð Evrópusambandsins á Kýpur (74%), í Portúgal (70%), á Ítalíu (69%) á Spáni (67%) og í Bretlandi (66%). Mest traust á sambandinu er í Eistlandi og Rúmeníu (58%), Finnlandi (50%) og Belgíu og Möltu (49%).
- Þegar hins vegar spurt var um afstöðu fólks til Evrópusambandsins sagðist rúmur þriðjungur, eða 34%, hafa annaðhvort mjög eða frekar jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins. Þar af 4% mjög jákvæða. (Mbl.is)
Allmargir (þó ekki eins margir, þ.e. 26%) hafa frekar eða mjög neikvæða afstöðu til sambandsins. Þar af 6% mjög neikvæða, en 38% sögðust hins hvorki hafa jákvæða né neikvæða afstöðu til þess. (Mbl.is.)
Væri nú ekki ráð fyrir ráðvillta hér á landi að læra eitthvað af þessu?
Jón Valur Jensson.
Meirihlutinn ber ekki traust til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um sama leyti og 70% Norðmanna eru andvíg inngöngu landsins í Evrópusambandið og aðeins 20% fylgjandi, segjast 49,5 aðspurðra hér í MMR-könnun andvíg ESB-inngöngu, en 37,3% hlynnt henni. Hvað veldur? Fáfræði manna hér? Stöðugur ESB-áróður í ríkisfjölmiðlum árum saman? Landsölustefnan á fullu í 365 fjölmiðlum og DV? Hundruð milljóna króna sem ESB hefur fyrir ótrúlega meðvirkni og aumingjaskap ráðamanna hér komizt upp með að ausa í Evrópustofu? IPA-styrkirnir? Mútukenndu boðsferðirnar til Brussel eða allt þetta í senn?
Það er furðulegt, að ráðamenn uni því hér árum saman, hvernig misskipt er aðstöðu manna og samtaka til áhrifa með því að skrúfa fyrir fé til sumra, en opna allt upp á gátt til annarra! Evrópustofa mun eyða yfir hálfum milljarði í sinn áróður, verði hún ekki stöðvuð.
Þetta minnir á Icesave-málið: Ófyrirleitnu lygasamtökin Áfram Ísland! voru fjármögnuð af Samtökum fjármálafyrirtækja, SA, SI og öðrum til viðleitni sinnar að fá Icesave-svikasamningana samþykkta ...
- Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.*
Hér er athyglisvert að sjá þróun ESB-skoðanakannana MMR á myndrænan hátt
* Sjá hér: samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1286301/ (endilega smellið á tengilinn og skoðið hvaða fólk þetta var m.a. úr "Bjartri framtíð"!).Jón Valur Jensson.
37,3% vilja ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2014 | 18:28
Svikaferli
Svikasátt er það við þá, sem enn reyna að fremja valdarán á Íslandi, að ríkisstjórnin hugsi sér að heykjast á því að hætta formlega við Össurarumsóknina um inntöku landsins í stórveldi. Ekkert mál er stærra né meira aðkallandi en að losa þjóðina undan þessu sundrungarvaldandi máli, sem keyrt var í gegn með stórfelldum kosningasvikum og stjórnarskrárbroti árið 2009.
Vitað er, að Samfylkingin þvingaði Vinstri græn til að fylgja sér í AGS-, Icesave- og ESB-málunum við stjórnarmyndun 2009, þvert gegn stefnu VG! Vinstri grænum hafði jafnvel stóraukizt fylgi í kosningunum 2009 út á það að formaðurinn uppteiknaði flokkinn sem skeleggastan allra flokka GEGN Evópusambandsumsókn. Svo var jafnvel það fylgi notað gegnum umboðs-svíkjandi kjörna þingmenn VG til að sækja um inntöku Íslands í stórveldið!
Samfylkingarforingjarnir láta sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafi verið að svíkja kosningaloforð sín frá í vor (þótt landsfundur og flokksþing flokkanna hafi skýlaust viljað viðræðuslit og enga ESB-aðild), en þessir bleiku blekkjendur voru samt sjálfir meðvirkir í því (Árni Páll og Katrín Júl. sem ráðherraefni Samfylkingar 2009) að þvinga Steingrím og VG-þingflokkinn til að svíkja sín kosningaloforð með því að taka þátt í ólögmætu atferli kratanna í ESB- og Icesave-málunum.
Framið var stjórnarskrárbrot með afgreiðslu ESB-málsins 2009 og margföld brot gegn rétti Íslands og þjóðarhagsmunum í Icesave-málinu, til þókknunar ESB, sem sjálft reyndi blákalt að kúga okkur í því máli, þvert gegn eigin tilskipun frá 1994!
En nú má ætla, að hugdeigir menn í Sjálfstæðisflokki hafi hugsað sér að gefast upp fyrir þessu hræsnisfulla liði og aðdáendum Evrópusambandsins! Til hvers er þá slíkur flokkur, ef leiðtogar hans SVÍKJA LANDSFUND ÍTREKAÐ? Hvenær kemur að því, að landsfundur neyðist til að víkja slíkum leiðtogum frá að fullreyndu?
Jón Valur Jensson.
Samkomulag um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 11.5.2014 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2014 | 14:34
Hálfnað er verk þá hafið er
Þar sem það er á hreinu, að "þessi ríkisstjórn er ekki að fara í viðræður við Evrópusambandið, eins og Bjarni Benediktsson sagði í morgun, enda búið að segja upp 70 starfsmönnum við þessa vitleysu í utanríkisráðuneytinu og báðir ráðandi stjórnmálaflokkar alfarið andvígir því að landið fari inn í Evrópusambandið, þá er augljóst mál, að þingmeirihlutinn hefur til þess fulla heimild að fylgja eftir flokkssamþykktum sínum í þessu efni.
Hálfnað er verk þá hafið er. Verkefnið er að slíta viðræðunum formlega og endanlega. Hugdeig er ríkisstjórnin, ef hún lætur smáfund á Austurvelli hræða sig frá þessu þarfasta máli þjóðarinnar, því sem getur loksins gefið mönnum nokkurn frið frá því að slást endalaust við það stórveldi sem vill komast yfir okkar 855.000 ferkílómetra í NV-Atlantshafi.
Þótt menn geti velt því fyrir sér eftir á, hvort það hefði ekki verið betur ráðið að bíða með tillögu utanríkisráðherrans í viku tíu daga, þá er alveg ljóst, að þingið hefur nú haft meira en nógan tíma til að afgreiða það mikilvægasta mál vorþingsins. Einurð í málinu á aðeins til lengdar að efla traust á þeim, sem að því standa.
Vilji Samfylkingin og einhverjir með henni fitja upp á vitleysunni á ný, yrðu þeir að gera það upp á eigin spýtur, ekki með óbeinni hjálp núverandi stjórnarflokka, heldur með því að sækja um á ný.
Jón Valur Jensson.
Evrópumálið of fyrirferðarmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Vinnunni, blaði ASÍ í dag, er hann með áróður fyrir ESB, sami refurinn og tók þátt í áróðri gegn okkur í Icesave-málinu!*
Verkalýðshreyfingin tók afgerandi þátt í stuðningi við útfærslu landhelginnar í 12, 50 og 200 mílur, skipulagði fjölmennar mótmælaaðgerðir í miðbænum og við brezka sendiráðið, en Gylfi leggst á sveif með því stórveldi sem myndi svipta okkur einkarétti til veiða nema innan við 12 mílur!
Mótmæli verða gegn ESB-stefnunni í göngunni frá Hlemmi kl. 13.30 niður á Ingólfstorg. Þeir, sem vilja fá mótmælaspjöld, létt og góð í hendi, með afgerandi boðskap, geta fengið þau hjá Heimssýnarfólki á Hlemmi og e.t.v., ef eitthvað verður eftir, á leið niður Laugaveginn. Bezt er að mæta upp úr kl. 13 eða 13.15 til að finna sína samherja og kynnast öðrum á þessum degi íslenzks verkalýðs.
Hörmulegt er, þegar verkalýðsleiðtogar misnota aðstöðu sína, eins og uppvíst er um formann Bandalags háskólamanna, sem í nafni 10.000 félagsmanna, en án umboðs þeirra eða samráðs, sendi inn umsögn til Alþingis þar sem formaðurinn mælti gegn hinni þörfu tillögu utanríkisráðherrans um viðræðusit við ESB.
Um þetta mál hefur Jón Bjarnason fjallað á Moggabloggi sínu nýlega. En Gylfi Arnbjörns hefur líka ljótan feril í slíkum málum, og er mál að linni! En seint verða evrókratar eins og hann fengnir ofan af því að sleikja sig upp við stórveldið, jafnvel þótt það stórveldi hafi nú þegar gert allt þetta gegn okkar þjóðarhagsmunum:
- Beitt okkur (sem Efnahagsbandalag Evrópu) löndunarbanni vegna útfærslu landhelginnar í 50 mílur 1972.
- Dæmt okkur sekt og greiðsluskyld í Icesave-málinu! -- í gerðardómi síðla hausts 2008, þ.e.a.s. með meirihlutaatvæðum fulltrúa Evrópska seðlabankans (ESB-stofnunar sem Gylfi í auglýstri evru-ásókn sinni í Vinnunni í dag vill setja yfir okkur!), fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg -- sem Gylfi & Co. vilja setja setja sem æðsta dómstól yfir Íslandi!).
- Beitt sér harkalega gegn okkur með uppspuna og áróðri og hótunum um löndunarbann vegna réttmætra makrílveiða okkar.
Það eru undirgefnir menn, en alls ekki fulltrúar skeleggra, íslenzkra launamanna í þessum málum, sem leggjast flatir fyrir stórveldinu og beita sér gegn þjóðarhagsmunum. Fari íslenzkur sjávarútvegur undir stjórn ESB og löggjöf stórveldisins --- eins og vitað er fyrir víst og staðfest af öllum æðstu mönnum þar, þ.e.a.s. ef Ísland yrði meðlimaríki í stórveldinu (með 0,06% atkvæðavægi í lagasetningu um sjávarútveg og fiskveiðar í hinu volduga ráðherraráði í Brussel) --- þá yrðu sjávarbyggðirnar að sjá eftir skipum sínum og heilu útgerðunum í hendurnar á spænskum, brezkum, frönskum og þýzkum stórútgerðum. Engin laun fengju starfssviptir íslenzkir sjómenn þar, myndu engu skila í sveitarsjóði í útsvari og engu til ríkisins í tekjuskatt af sínum sjómannstekjum, fyrirtækin myndu engu skila í sköttum, engum veiðigjöldum né tekjuskatti, og þjóðin færi á mis við allar gjaldeyristekjurnar, sem glatast myndu við þetta.
En þessi raunsæja mynd stöðvar ekki Gylfa Arnbjörnsson og hans samherja. Slíkum mönnum þarf að koma frá völdum og það sem fyrst, áður en þeir halda áfram sínum skemmdarverkum eins og þeim sem þeir stóðu fyrir í Icesave-málinu, þeim til ævarandi skammar.*
Sjá einnig þetta:
Lækjartorg 5 (2. hæð)
* Sjá hér: Sbr. einnig: ESB vann beinlínis gegn íslenzkri þjóð frá upphafi til enda í Icesave-atganginum - viðurkennt af áhrifamönnum hér!; Áfram-hópurinn hélt uppi rándýrri áróðursherferð gegn ótvíræðum rétti Íslands í Icesave-málinu ; .... Nánar verður fjallað um þetta og hlut Gylfa í Icesave-málinu síðar.
Jón Valur Jensson.
Hátíðarhöld í 31 sveitarfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 2.5.2014 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)