Áfram-hópurinn hélt uppi rándýrri áróðursherferð gegn ótvíræðum rétti Íslands í Icesave-málinu

Lið absúrdista, Áfram-hópurinn (mynd!), vildi láta Ísland borga Icesave! m.a. Benedikt Jóhannesson, aðalspíra í Já Ísland! (ESB-innlimunarfélagi), Heiða Kristín Helgadóttir, "Bjartri framtíð", Guðm. Gunnarsson fv. form. rafiðnaðarmanna o.fl. ESB-sinnar. Guðmundur taldi já við Icesave-samningnum "forsendu þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!!! Einnig var þarna Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og frammákona í Samtökum verslunar og þjónustu, sem bætti við að "farsæl lausn á Icesave snérist um lífskjör þjóðarinnar á komandi árum," nauðsynlegt væri "að huga að komandi kynslóðum þegar tekin verður ákvörðun um Icesave"!!!

Þá voru þarna Árni Finnsson, formaður "Náttúruverndarsamtaka Íslands", Sveinn Hannesson í Samtökum iðnaðarins og Hörður Torfason söngvari og mótmælandi og leiðandi nýs Austurvallarhóps (pínulítils) sem á að bakka upp stjórnarskrárdrög "stjórnlagaráðs", en Hörður var þó nógu bíræfinn að láta sjá sig á sigurhátíð InDefence-hópsins í Slipphúsinu að kvöldi þess dags þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Ísland með öllu saklaust af Icesave-kröfum Breta og Hollendinga! Hann hefur kannski talið sér það óhætt í ljósi þess, að vefsíða Áfram-hópsins hafði verið látin hverfa! (Frh. neðar.)

Áfram hópurinn 24.03.2011

Þetta rammskeikula lið og margir fleiri í hópnum, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP (einn af mörgum ESB-innlimunarsinnum í stjórnlagaráðinu sáluga) sóttu að sannfæringu Íslendinga, m.a. með frægri heilsíðumynd að endemum: af risahákarli ógnandi því að gleypa hnípna íslenzka fjölskyldu á bátskektu, ef við greiddum ekki Icesave skv. Buchheit-samningnum!!!

Icesave hákarlinn 

Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Það á ekki að þegja um hneisu og óþurftarverk þessa hóps. Samstaða þjóðar á þakkir skildar fyrir að koma upplýsingum sínum á framfæri.

PS. Hugsum aðeins út í þetta: Var það ekki fífldjarft af þessu Áfram-fólki að skrifa upp á eftirfarandi orð í auglýsingu sinni (sjá HÉR!): "Athugið að möguleikinn "EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ" -- þ.e.a.s. "já" við Icesave-samningi Buchheits!!!

Málinu var einmitt þveröfugt farið. Með því að segja NEI þurftum við EKKERT að borga, það staðfesti EFTA-dómstóllinn!

Endurbirt hér af vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, thjodarheidur.blog.is

Fyrirsögnin hér er hins vegar breytt auk smábreytinga og aukið við endinn. 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband