Eitthvað fyrir ráðvillta að læra af

Norðmenn hafa tvívegis "kíkt í pakkann" með mikilli fyrirhöfn, þekkja hann betur en við, en 70% þeirra vilja ekki í ESB, aðeins 20% vilja inn! Og aðeins 32% íbúa ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins bera traust til sam­bands­ins skv. nýrri skoðana­könn­un sem gerð var á veg­um þess sjálfs, en 59% treysta Evr­ópu­sam­band­inu ekki. Glæsilegt, ekki satt? Þetta er þó fólkið sem hefur beina reynslu af þessu stórveldabákni.

  • Mest van­traust er í garð Evr­ópu­sam­bands­ins á Kýp­ur (74%), í Portúgal (70%), á Ítal­íu (69%) á Spáni (67%) og í Bretlandi (66%). Mest traust á sam­band­inu er í Eistlandi og Rúm­en­íu (58%), Finn­landi (50%) og Belg­íu og Möltu (49%).
  • Þegar hins veg­ar spurt var um af­stöðu fólks til Evr­ópu­sam­bands­ins sagðist rúm­ur þriðjung­ur, eða 34%, hafa annaðhvort mjög eða frek­ar já­kvæða af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar af 4% mjög já­kvæða. (Mbl.is)

Allmargir (þó ekki eins margir, þ.e. 26%) hafa frek­ar eða mjög nei­kvæða af­stöðu til sam­bands­ins. Þar af 6% mjög nei­kvæða, en 38% sögðust hins hvorki hafa já­kvæða né nei­kvæða af­stöðu til þess. (Mbl.is.)

Væri nú ekki ráð fyrir ráðvillta hér á landi að læra eitthvað af þessu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband