Gylfi Arnbjörnsson misnotar verkalýðshreyfinguna gegn hagsmunum Íslendinga!

Í Vinnunni, blaði ASÍ í dag, er hann með áróður fyrir ESB, sami refurinn og tók þátt í áróðri gegn okkur í Icesave-málinu!*

Verkalýðshreyfingin tók afgerandi þátt í stuðningi við útfærslu landhelginnar í 12, 50 og 200 mílur, skipulagði fjölmennar mótmælaaðgerðir í miðbænum og við brezka sendiráðið, en Gylfi leggst á sveif með því stórveldi sem myndi svipta okkur einkarétti til veiða nema innan við 12 mílur!

Mótmæli verða gegn ESB-stefnunni í göngunni frá Hlemmi kl. 13.30 niður á Ingólfstorg. Þeir, sem vilja fá mótmælaspjöld, létt og góð í hendi, með afgerandi boðskap, geta fengið þau hjá Heimssýnarfólki á Hlemmi og e.t.v., ef eitthvað verður eftir, á leið niður Laugaveginn. Bezt er að mæta upp úr kl. 13 eða 13.15 til að finna sína samherja og kynnast öðrum á þessum degi íslenzks verkalýðs.

Hörmulegt er, þegar verkalýðsleiðtogar misnota aðstöðu sína, eins og uppvíst er um formann Bandalags háskólamanna, sem í nafni 10.000 félagsmanna, en án umboðs þeirra eða samráðs, sendi inn umsögn til Alþingis þar sem formaðurinn mælti gegn hinni þörfu tillögu utanríkisráðherrans um viðræðusit við ESB. 

Um þetta mál hefur Jón Bjarnason fjallað á Moggabloggi sínu nýlega. En Gylfi Arnbjörns hefur líka ljótan feril í slíkum málum, og er mál að linni! En seint verða evrókratar eins og hann fengnir ofan af því að sleikja sig upp við stórveldið, jafnvel þótt það stórveldi hafi nú þegar gert allt þetta gegn okkar þjóðarhagsmunum:

  1. Beitt okkur (sem Efnahagsbandalag Evrópu) löndunarbanni vegna útfærslu landhelginnar í 50 mílur 1972. 
  2. Dæmt okkur sekt og greiðsluskyld í Icesave-málinu! -- í gerðardómi síðla hausts 2008, þ.e.a.s. með meirihlutaatvæðum fulltrúa Evrópska seðlabankans (ESB-stofnunar sem Gylfi í auglýstri evru-ásókn sinni í Vinnunni í dag vill setja yfir okkur!), fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg -- sem Gylfi & Co. vilja setja setja sem æðsta dómstól yfir Íslandi!).
  3. Beitt sér harkalega gegn okkur með uppspuna og áróðri og hótunum um löndunarbann vegna réttmætra makrílveiða okkar.

Það eru undirgefnir menn, en alls ekki fulltrúar skeleggra, íslenzkra launamanna í þessum málum, sem leggjast flatir fyrir stórveldinu og beita sér gegn þjóðarhagsmunum. Fari íslenzkur sjávarútvegur undir stjórn ESB og löggjöf stórveldisins --- eins og vitað er fyrir víst og staðfest af öllum æðstu mönnum þar, þ.e.a.s. ef Ísland yrði meðlimaríki í stórveldinu (með 0,06% atkvæðavægi í lagasetningu um sjávarútveg og fiskveiðar í hinu volduga ráðherraráði í Brussel) --- þá yrðu sjávarbyggðirnar að sjá eftir skipum sínum og heilu útgerðunum í hendurnar á spænskum, brezkum, frönskum og þýzkum stórútgerðum. Engin laun fengju starfssviptir íslenzkir sjómenn þar, myndu engu skila í sveitarsjóði í útsvari og engu til ríkisins í tekjuskatt af sínum sjómannstekjum, fyrirtækin myndu engu skila í sköttum, engum veiðigjöldum né tekjuskatti, og þjóðin færi á mis við allar gjaldeyristekjurnar, sem glatast myndu við þetta. 

En þessi raunsæja mynd stöðvar ekki Gylfa Arnbjörnsson og hans samherja. Slíkum mönnum þarf að koma frá völdum og það sem fyrst, áður en þeir halda áfram sínum skemmdarverkum eins og þeim sem þeir stóðu fyrir í Icesave-málinu, þeim til ævarandi skammar.* 

Sjá einnig þetta:

1. maí er til margra hluta nýtur. Þá ætla félögin Heimssýn, Ísafold og Herjann að efna til átaks gegn ESB-umsókninni, með mótmælaspjöldin á lofti; við viljum enga undirgefni Íslands, valdalauss, í Evrópusambandinu! Svo er kaffi hjá Heimssýn á eftir, í nýju vistarverunum við Lækjartorg; góð stemming jafnan! Skoðið þetta nánar hér á Facebók (og þá geta sumir skráð sig til þátttöku um leið): https://www.facebook.com/events/557612554357038/ ––
 
 
Jafnvel þótt sumir taki ekki þátt, geta þeir lækað síðuna og þannig látið fleiri vita! –Til hamingju með daginn!

Lækjartorg 5 (2. hæð) 

* Sjá hér:  Sbr. einnig: ESB vann beinlínis gegn íslenzkri þjóð frá upphafi til enda í Icesave-atganginum - viðurkennt af áhrifamönnum hér!Áfram-hópurinn hélt uppi rándýrri áróðursherferð gegn ótvíræðum rétti Íslands í Icesave-málinu ; .... Nánar verður fjallað um þetta og hlut Gylfa í Icesave-málinu síðar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hátíðarhöld í 31 sveitarfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

MAYDAY - SOS - MAYDAY

Enn eru björgunarsveitir, þyrlur landhelgisgæslunnar og löggæslumenn auk tugþúsunda sjálfboðaliða að leita skjaldborgarinnar sem átti að koma í upphafi þessa quadrennium horribilis, en því miður verð ég að hryggja lesendur hér að hún hefur eigi fundist.

Nú er búið að óska eftir aðstoð NATÓ - að það sjái til þess að allir kafbátar aðildarríkjanna verði sendir landið um kring til að vita hvort hún hafi hafnað á hafsbotninum einhvers staðar - því menn trúa nú ekki öðru en að einhvers staðar sé hún niður komin blessunin. Skjaldborginni var lofað með hátíðlegum og margítrekuðum hætti, eftir ákveðna helgi, ákveðna stórhátíð og mánuð. Menn gleymdu kannski að hlusta eftir því hvaða ár var átt við ?

En kafbátafloti NATÓ hlýtur að finna hana. Ef það gerist ekki þá er búið að senda fyrirspurn til NASA til að vita hvort eitthvert geimfar frá Canaveralhöfða hafi óvart krækt í skjaldborgina með einhverjum hætti. Hafi það ekki verið raunin þá verður óskað eftir því að öll geimför sem eftir eiga að fara á rúntinn verði beðin um að svipast um í geimnum eftir skjaldborginni og sömuleiðis að öllum stjórnendum geimsjónauka vítt og breitt verða beðnir að svipast um eftir henni sem og jeppakrílið sem ekur um á yfirborði Mars.

Hafi einhver upplýsingar um ferðir skjaldborgarinnar eða staðsetningu hennar er sá hinn sami beðinn um að láta vita hjá löggæslunni í 112 eða hjá NATÓ í shapepao@shape.nato.int eða NASA í 001 202 358-0000. Helst að gefa upp GPS hnit ef þess er nokkur kostur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2014 kl. 17:28

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Með sönnu.: Gylfi Arnbjörnsson misnotar verkalýðshreyfinguna gegn hagsmunum Íslendinga! Hann var umboðslaus þegar hann lofaði Jóhönnu stuðning vegna ESB. Ég skrifaði öllum ASI aðildarfélögunum og engin að formönnunum höfæu lofað stuðning og sögðu félagar yrðu að svara því sjálfir.

Valdimar Samúelsson, 2.5.2014 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband