Hálfnað er verk þá hafið er

Þar sem það er á hreinu, að "þessi rík­is­stjórn er ekki að fara í viðræður við Evr­ópu­sam­bandið,“ eins og Bjarni Benediktsson sagði í morgun, enda búið að segja upp 70 starfsmönnum við þessa vitleysu í utanríkisráðuneytinu og báðir ráðandi stjórnmálaflokkar alfarið andvígir því að landið fari inn í Evrópusambandið, þá er augljóst mál, að þingmeirihlutinn hefur til þess fulla heimild að fylgja eftir flokkssamþykktum sínum í þessu efni.

Hálfnað er verk þá hafið er. Verkefnið er að slíta viðræðunum formlega og endanlega. Hugdeig er ríkisstjórnin, ef hún lætur smáfund á Austurvelli hræða sig frá þessu þarfasta máli þjóðarinnar, því sem getur loksins gefið mönnum nokkurn frið frá því að slást endalaust við það stórveldi sem vill komast yfir okkar 855.000 ferkílómetra í NV-Atlantshafi.

Þótt menn geti velt því fyrir sér eftir á, hvort það hefði ekki verið betur ráðið að bíða með tillögu utanríkisráðherrans í viku – tíu daga, þá er alveg ljóst, að þingið hefur nú haft meira en nógan tíma til að afgreiða það mikilvægasta mál vorþingsins. Einurð í málinu á aðeins til lengdar að efla traust á þeim, sem að því standa.

Vilji Samfylkingin og einhverjir með henni fitja upp á vitleysunni á ný, yrðu þeir að gera það upp á eigin spýtur, ekki með óbeinni hjálp núverandi stjórnarflokka, heldur með því að sækja um á ný.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Evrópumálið of fyrirferðarmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband