ESB-Guðmundi Steingrímssyni verður ekki að ósk sinni

Guðmundur Steingrímsson er glaðhlakkalegur yfir því, að Samfylkingu, 365 fjölmiðlum, ESB-hlynntu peningavaldi, hræsnandi VG-mönnum og vinnusvikurum á RÚV tókst að teppa tillögu utanríkisráðherrans, og sýnir þar sitt ESB-andlit.

"Þá eru viðræðurn­ar ekki eyðilagðar og þá er sá ávinn­ing­ur sem hef­ur hlot­ist af viðræðunum og allt þetta starf sem hef­ur farið fram í viðræðunum, ekki unnið fyr­ir gýg. Það er mjög mik­il­vægt. Þá er þess­um dyr­um haldið opn­um og það held ég að sé eitt­hvað sem menn geta þá sætt sig við, á meðan póli­tíska lands­lagið er svona, að það er rík­is­stjórn í land­inu sem vill ekki fara í viðræður við ESB,“ seg­ir Guðmund­ur.

En þetta er ekki spurning um það, hvort dyr geti verið opnar eftir mörg ár, því að vitaskuld geta Samfylkingarmenn og ESB-fylkingin öll reynt að opna þær dyr á ný og ganga inn í viðlíka viðræðugrunn, eða eru þeir kannski að lýsa yfir vangetu sinni til þess fyrir fram?!

En að Silfurskeiðar-Guðmundur þessi, sem stakk af frá stefnu föður síns eftir kynnin af ennþá flottara lífi í Brussel, skuli í alvöru hafa trú á því, að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi eftir að gera ESB-áhangendum það til geðs að halda lífi í Össurar-umsókninni (sem jafnvel fól í sér stjórnarskrárbrot), það má virðast lygilegt, því að áframhaldandi seta Bjarna á formannsstóli er undir því komin, að hann verði hættur að vinna á móti vilja og stefnu landsfundar í ESB-málum, næst þegar sú æðsta valdasamkunda flokksins kemur saman, og ekki er ESB-andstaðan linari í Framsóknarflokknum.

Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær þingflokkar þessara flokka nota valdið, sem þeim hefur verið falið, til að þurrka þetta óhreinindamál af höndum sínum, mál sem þeir tóku engan þátt í að búa til og hafa enga lyst á að flekka hendur sínar á.

Já, nú er að fylgja eftir sannfæringu sinni, Bjarni og Sigmundur!

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB-dyrunum haldið opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband