Meiri­hluti Breta hlynnt­ur stefnu rík­is­stjórnar Th­eresu May um Brexit

Í skoðanakönnun (2.058 manna úr­tak) 3.-5. þ.m. eru 53% brezkra kjós­enda sátt við áherzl­ur rík­is­stjórn­ar Theresu May um Brexit, en 47% ósátt. Þá telja 47%, "að May tak­ist að landa hag­stæð­um samn­ingi við Evr­ópu­sam­bandið í tengsl­um við út­göng­una, en 29% eru því ósam­mála. Í janú­ar voru 35% á hvorri skoðun" (Mbl.is).

  • Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins ORB sam­kvæmt frétt Reu­ters. ... May kynnti á dög­un­um með hvaða hætti hún hyggst segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið en í því felst að yf­ir­gefa um leið innri markað þess.

Útgangan úr Evrópu­samband­inu var samþykkt með óvænt yfir­gnæf­andi meiri­hluta í neðri deild brezka þingsins 8. þ.m., þ.e.a.s. samþykkt með 494 at­kvæð­um gegn 122 að heim­ila rík­is­stjórn­inni að hrinda af stað úr­sögn Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (sjá hér: Neðri deild­in samþykk­ir Brex­it).

Hinn 20. þ.m. verður málið tekið fyrir í lávarða­deildinni. Við óskum Bretum allra heilla á þessari vegferð sinni. Eins og fyrir Íslend­inga, þannig einnig fyrir Breta, mun það reynast sjálfstæði þessara þjóða affara­sælast að standa utan þessa vald­freka bandalags og Bretum að endur­heimta sín skertu fullveldis­réttindi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihlutinn hlynntur Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband