Gæði EES-samningsins harla lítil í reynd

"EES-samningur­inn með öllum sínum ótelj­andi til­skip­unum núll - venju­legur frí­verzl­unar­samn­ingur einn. Það er að sjá, að flestir íslenzkir hag­fræð­ingar og stjórn­mála­menn hafi síðustu ára­tugi haft rangt fyrir sér," ritar Sig­urð­ur Ragnars­son, félagi í Samtökum um rann­sóknir á Evrópu­sambandinu og tengslum þess við Ísland, á Facebók sína um þá frétt, að Kanada nýtur betri kjara en Ísland í sínum nýja frí­verzl­unar­samningi við Evrópusambandið! Og Kanada sleppur þar, vel að merkja við þann annmarka EES-samningsins, að taka þurfi um heilu laga- og tilskip­ana­gerð­irnar frá Brussel­valdinu á ákveðnum sviðum.

Kanadískar sjávarafurðir fá nú mun betri aðgang að innri markaði Evrópu­sambandsins en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Orð Guðlaugs Þórs Þórðar­sonar ut­an­rík­is­ráðherra í tilefni af frétt þessari virðast stærilát og út í hött, í stað þess að hann hugi að ótvíræðum kostum þess að segja upp EES-samningnum.

Samanber ennfremur snjalla og afar íhugunar­verða grein Bjarna Jónssonar rafmagns­verkfræðings nýlega: EES-samningurinn verður sífellt stórtækari.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kanada nýtur betri kjara en Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur tek undir þetta og maður sá þetta hér um árið þegar ESB var að semja við Kanada og aðra. Þeir þurftu ekki að taka allan pakkann sem við tókum og í raun margt sem ráðamenn okkar völdu fyrir okkur.

Valdimar Samúelsson, 12.2.2018 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband