Færsluflokkur: Evrópumál
25.9.2012 | 07:09
Árni Páll Árnason telur sambandsríki vera merkimiða andstæðinga til að gera ESB fráhrindandi
Í silfri Egils s.l. sunnudag reyndi Árni Páll Árnason að gera lítið úr Illuga Gunnarssyni formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem benti réttilega á, að hann vissi ekki hvort íslenska þjóðin hefði áhuga á því að ganga í hið nýja sambandsríki ESB.
Svar Árna Páls var: "Það er enginn vandi að hengja einhvern merkimiða á Evrópusambandið til þess að gera þá fráhrindandi, kalla það sambandsríki eða eitthvað."
Froða Samfylkingarmanna er mikil og áhættan, sem þeir stöðugt taka er, að áheyrendur þekki ekki neitt til um, hvað sé að gerast úti í Evrópu.
Árni Páll er með þessum orðum sínum í sömu afneitun og flokksbróðir hans Össur Skarphéðinsson, sem telur, að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdarstjórnar ESB ætli sér "ekki að leysa upp þjóðríkin!" Um það skrifar leiðarahöfundur MBL. í dag.
Það er með ólíkindum að vera vitni að, hvernig Evrópusambandsumræður eru á Íslandi í dag. Samfylkingin keyrir áfram með lygar um, hvert ESB stefnir og virðast að hluta til komast upp með það, vegna upplýsingaskorts hjá stórnarandstöðu og venjulegu fólki. Illugi Gunnarsson virðist hins vegar hafa tekið við sér eftir fundinn með Árna Pál hjá SUS í síðustu viku, þegar hann taldi það rétt af ESB að stofna sambandsríki til að bjarga evrunni. Núna gefur hann þjóðinni möguleikann á aðkomu málsins en ríkisstjórnin gerir allt til að keyra yfir þjóðina að henni forspurðri.
Það var að sjálfsögðu Barroso sjálfur sem talaði um sambandsríki í ræðu sinni fyrr í mánuðinum, þegar hann útskýrði nauðsyn þess að koma á sameiginlegri stjórn þjóðríkja ESB með flutningi fullveldis fjárlaga ríkjanna til Brussel. En hann vildi fyrir engan mun kalla það "stórveldi" og útskýrði þá, að sambandsríki væri "ríki ríkjanna" í sambandinu.
Þannig ef taka á Árna Pál á orðinu þá er Árni Páll á móti skilningi forseta framkvæmdastjórnar ESB á hvað sambandsríki er.
Ekki fer Barroso sjálfur að hengja merkimiða á ESB til að gera sambandið fráhrindandi?
Finnast meiri lýðskrumarar í þessum heimi en talsmenn Samfylkingarinnar á Íslandi?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2012 | 10:46
ESB vill leggja 1% á allan virðisaukaskatt í beinar tekjur til sín ásamt nýjum gjöldum á eldsneyti og ferðalög
Í dag reyna Bretar að stöðva áætlanir ESB að leggja á 1% ofan á allan virðisaukaskatt aðildarríkjanna og nýja skatta á ferðaiðnað og eldsneyti.
Framkvæmdastjórnin fer fram á eigin beina skattheimtu á neytendum og fyrirtækjum innan bandalagsins og lofar að lækka a.m.k. hluta af áskriftagjaldi aðildarríkjanna á móti.
Bretar hafa reiknað út að einungis virðisaukaskatturinn þýði 235 punda nýjan skatt á meðalfjölskyldu árlega. Við þá upphæð bættist svo hækkun eldneytis og ferðalaga vegna nýrra skatta ESB.
David Lidington Evrópuráðherra Breta segir, að Bretar muni ekki samþykkja neina nýja skatta. Lidington berst einnig gegn 11% aukningu í fjárlögum ESB sem áætlað er að verði um 1,09 trilljónir evra tímbilið 2014-2020.
Lesið meira á ensku hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2012 | 09:54
Eyðilegging lýðræðis í Evrópu á lokastigi
Tvískinnungur stjórnmálamanna hefur opnað hliðið að alríki ESB með því að gefast upp á lýðræðinu.

Orðin eru Václav Klaus, forseta Tékkóslóvakíu í viðtali sunnudagsblaðs The Telegraph. Hann varar við þróuninni, sem hann telur að stjórnmálamenn á flótta frá ábyrgð gagnvart kjósendum, geri mögulega með tvískinningi sínum. Þar talar hann einnig um stjórnmálamenn hægri flokka.
Nýji þrýstingurinn um stofnun Sambandsríkis í Evrópu með eigið stjórnarfar og eigin her er "lokastig" eyðileggingar lýðræðis og þjóðlegra ríkja, segir Václav Klaus.
"Við verðum að hugsa um að endurreisa þjóðríki okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Það er ómögulegt í sambandsríki. ESB ætti að fara í þveröfuga átt."
Í síðustu viku lögðu Þýzkaland, Frakkland og níu önnur ríki í Evrópu tillögur um að leggja niður neitunarvald þjóða í öryggismálum. Utanríkisráðherra Þýzkalands Guido Westerwelle lagði til að forseti ESB yrði persónulega kosinn með vald að skipa ráðherra "ríkisstjórnar Evrópu."
Westerwelle vísaði til andstöðu Breta og sagði að leggja yrði niður neitunarvald ríkja í öryggismálum "til að koma í veg fyrir að einstök ríki gætu stöðvað framgang tillagna" sem "gætu meðal annars fjallað um sameiginlegan evrópskan her."
José Manuel Barroso tilkynnti hugmyndir sínar um fullbúiið sambandsríki þegar ár 2014. Í ræðu í Hradcany kastalanum í Prag, sem er þjóðartákn Tékka, sagði Václav Klaus að ræða Barroso væri mikilvægur vendipunktur.
"Þetta er í fyrsta skipti, sem Barroso hefur tilkynnt raunveruleg markmið aðalsöguhetja dagsins um áframhaldandi og enn frekari samruna í Evrópu. Fram að þessu hafa menn eins og Barosso haldið þessum markmiðum leyndum fyrir almenning. Ég er hræddur um, að Barroso telji tímann réttan til að tilkynna um slíka algjörlega, ranga þróun."
"Þeir halda, að þeir séu að ljúka við hugmyndina um Evrópu en í mínum huga, þá eru þeir að eyðileggja hana."
Viðtalið er mun lengra og hægt að nálgast það hér.
Evrópumál | Breytt 24.9.2012 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af fregnum af fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrr í dag komu fram góðar tillögur Bjarna Benediktssonar um höfnun hugmynda stjórnlagaráðs og útskýring á eðli aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Sú uppljóstrun fyllir mælinn, að ríkisstjórnin hafi reynt að hætta við guðsþjónustu við þingsetningu. Skulu allir þeir þingmenn, sem komu í veg fyrir þá aðför að þingi og þjóð, heiður hafa fyrir að stöðva gjörninginn. Vonandi verður þetta athæfi ríkisstjórnarinnar geymt en ekki gleymt í þjóðarsálinni.
Það er góð tillaga að kjósendur greiði atkvæði gegn því, "að vinna stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 20. okt. n.k." Það er forkastanlegt af ríkisstjórninni að fyrirmuna löglega kjörnum fulltrúum landsmanna á Alþingi, sjálfum þingmönnunum, að taka málið efnislega fyrir á Alþingi, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, að marktækar tillögur um breytingar á stjórnarskránni verða að vera frá Alþingi komnar!!!
Megi þingmenn stjórnarflokkanna fjúka út í veður og vind í næstu kosningum.
Gott mál og löngu tímabært er að útskýra inngöngu í ESB sem stærra mál en upptöku evru. "Afsal valds Íslendinga yfir stjórnun fiskveiða og færsla valds til miðstýringarinnar í Brussel" eyðileggja framtíðarmöguleika þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Kannski vill formaðurinn útskýra fyrir þjóðinni, að hann sé á móti frekari samþjöppun valds í Brussel í sambandsríki svo flokksbróðir hans Illugi Gunnarsson viti, hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þeim málum? Hér dugir ekkert hálfkák - einungis skýr skilaboð.
Ísland hefur ekkert í Evrópusambandið að gera sem stefnir í stór- og hernaðarveldi. Formaður Sjálfstæðisflokksins nær eyrum þjóðarinnar á þessum nótum og veitir ekki af eftir mistök sín sem meðflutningsmanns Icesave-tillögu verstu ríkisstjórnar lýðveldisins. Margir kjósendur hafa enn ekki fyrirgefið Bjarna Benediktssyni né þingmönnum sjálfstæðismanna þau mistök.
Það er til ein regla í viðskiptum: Ef þú svíkur loforð þitt þarftu að bæta viðskiptavininum það 12 sinnum til að endurheimta fyrra traust.
Fundur dagsins vekur þær væntingar, að ef formaður flokksins heldur sig við að kynna niðurstöður sjálfstæðrar hugsunar, gæti svo farið að bæði hann og Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrri virðingu og traust hjá kjósendum. Til að ná því markmiði þarf flokksforystan þó að eyða mun fleiri hitaeiningum og verða stærri megafónn svo hugmyndir sjálfstæðismanna heyrist á landsvísu.
Gústaf Adolf Skúlason
![]() |
Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2012 | 07:38
Evran orðin stærsta hættan við ESB-samstarfið
Þau orð notar Per Gahrton, fyrrum Evrópuþingmaður og formaður grænu hugveitunnar Cogito.
Í Svíþjóð á sér stað umfangsmikil umræða um, hvert ESB stefnir. Sífellt fleiri koma fram og vara við þróun ESB í alræðisríki, þar sem fullveldi einstakra þjóðfélaga hverfur en öllu saman verður stjórnað af miðstjórn i Brussel.
T.d. ritar Evrópuþingmaðurinn Gunnar Hökmark (Moderaterna), að "Það sé ekki með sífellt nýjum tillögum um sambönd innan sambandsins" sem ESB geti þróast og vegur þar að fyrirhuguðu bankasambandi ESB. Gunnar Hökmark telur, "að bankareglugerðin verður að endurreisa þá efnahagslegu grundvallarreglu markaðshyggjunnar, að eigendurnir taki ekki bara út gróðann heldur beri alfarið ábyrgð á þeirri áhættu og tapi sem gerist, án þess að verða bjargað af opinberum aðgerðum til verndar bankakerfinu sem slíku."
Græninginn Per Gahrton telur, að "Evran sé orðin ógn ekki aðeins gegn lýðræðinu í aðildarríkjunum heldur gegn öllu samstarfi innan ESB. Gjáin milli ESB-kerfisins og íbúanna er að verða svo óyfirstíganlega djúp, að hið nauðsynlega og jákvæða samstarf stendur frammi fyrir hruni - allt frá sameiginlegum vinnumarkaði til sameiginlegs starfs við að leysa umhverfisvandamál."
"Með evrunni er ákvörðunarferli ESB orðið svo umfangsmikið að það setur allt evrópska samstarfið á hliðina."
Svo mörg voru þau orð. Að þessu sinni.
Og hvorgi "evrumikilmenni" á borð við Yves-Thibault de Silguy né upplásnir íslenskir "evrusnillingar" á borð við Össur Skarphéðinsson og Árna Pál Árnason fá neinu breytt með með fínum ræðuhöldum sínum. /gs
![]() |
Framtíð Evrópu sögð í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2012 | 17:45
Af hverju eru allir, sem nota evruna svona slæmir?
Afsakanir Yves-Thibault de Silguy, eins af hugmyndasmiðum evrunnar, um að skuldakreppan sé ekki evrunni að kenna, heldur "væru það aðildarþjóðir ESB sem bæru ábyrgð á stöðu mála í dag, því þær hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar og ekki virt ákvæði Maastricht-sáttmálans um skuldasöfnun og jafnvægi í ríkisfjármálum" eru allt annað en sannfærandi.
Ef að nú ekkert er að evrunni en allt að hjá þeim, sem nota hana, hvers vegna ættu Íslendingar ein þjóða í Evrópu að vera svo miklu betri en allir aðrir, sem lofað hafa að fylgja Maastricht en svikið? Ef enginn, sem tekur upp evru getur staðið sig í efnahagsmálum, hvaða kraftaverkaformúlu hefur litla landið í norðri, sem bjargar landinu frá efnahagskreppu, ef evran verður tekin upp sem gjaldmiðill?
Þessi röksemdafærsla minnir allþyrmilega á sönginn um nýju föt keisarans, þegar sannleikurinn er sá að hann er nakinn. Þannig er evran orðin: berstrípuð misheppnuð pólitísk gjaldmiðlatilraun, sem ekki getur gengið hjá svo ólíkum þjóðfélögum sem ekki deila sama efnahagskerfi, tungumáli, framleiðslustigi né samkeppnishæfni.
Margir bentu á við byrjun tilraunarinnar, að þetta gæti ekki gengið. Þess vegna er það bara hjákátlegt að horfa á "mikilmenni" evrunnar berja hausnum í steininn í afneitun staðreynda um útkomu tilraunarinnar. Till þess þarf vissa hæfileika umfram venjulegan ellihrumleika og því miður er fréttin hryggileg, þegar Yves-Thibault de Silguy blaðrar og dreifir áróðri um ágæti evrunnar eins og hann og Össur Skarphéðinsson lifðu báðir í Undralandi, þar sem ekkert af því sem þeir gera hafa nein áhrif á líf venjulegs fólks.
Ágæti evrunnar hefur náttúrulega sannast á áberandi hátt í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal. Ef að evrukratarnir segja það, þá hljóta vextirnir að hafa lækkað, löndin fengið aðgang að stærri fjármagnsmarkaði, aukinn langþráðan efnahagslegan stöðuleika, lægra verð og verðbólgu. Eða hvað?
Verst hvað venjulegt fólk í Evrópu er farið að æsa sig með svona góða evru.
Næsta skref hjá ESB verður sjálfsagt að byggja Kleppsspítala út um alla álfuna fyrir allan þennan vitlausa lýð. /gs
![]() |
Evran notuð sem blóraböggull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illugi var ræðumaður á fundi SUS í Valhöll þetta fimmtudagskvöld ásamt Árna Páli Árnasyni. Vart gekk hnífurinn milli þeirra í evrumálum. Ennþá FRÉTTNÆMARA er, að aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur).
Illugi er nýskipaður þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er gamall samherji Bjarna Benediktssonar. Bjarni hlýtur að vera á sama máli og Illugi í þessu mikla máli; ella hefði Illugi ekki fengið stöðuna. Þeir eru þá hrokknir í gamla gírinn, Illugi og Bjarni, a.m.k. virðist blasa við, að með slíkan (og slíka) forystumenn er Sjálfstæðisflokknum (ef þessi tíðindi af fundinum eru rétt) í engu treystandi í Evrópusambandsmálum.
Fundurinn var í beinni útsendingu á vefnum xd.is þetta kvöld, en þar er engin upptaka til að sjá og heyra ræðumenn aftur. Og engar fréttir eru af þessu á Mbl.is, Visir.is, Eyjan.is, Ruv.is -- ætli þeir sitji ekkert um ræðuhöld nýskipaðs þingflokksformanns? Eða ætla þeir að geyma sér stóru fréttirnar til morguns? -- eða hylma yfir með þessu, sem virðist fráhvarf frá ESB-andstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins?
Ef þetta síðastnefnda er rétt, gefur það fullveldissinnuðum hægri- og miðju-mönnum enga ástæðu til að exa við D í kosningunum í vor! Miklu fremur gefur það gefur Hægri grænum SÓKNARFÆRI, en fyrir utan þá virðist enginn flokkur standa fullkomlega einarður gegn Evrópusambandsinnlimun, en það gera þó Kristin stjórnmálasamtök og fullveldissinnar fyrir norðan.
Vel er hugsanlegt, að ríkisstjórnarsamstarfið sé að rekjast upp, eins og sumir telja nú, en hitt er ekki góðs viti, ef þreifingar eru strax byrjaðar um nýja stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eins og í loftinu lá þetta kvöld, af díalóg þeirra Illuga og Árna Páls að dæma.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.9.2012 | 15:22
Ruslabréfakaup á kostnað fólksins. Ekki íslenska leiðin, þótt Má sé borgað fyrir að segja það.
Formaður Framsóknarflokksins er mætur maður með auga fyrir sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. Spurning hans um markaðsmisnotkun vegna umræðna um doðrant Seðlabankans uppá einar 600 síður (sic!) hittir beint í mark.
Nákvæmlega sami leikur er leikinn av evrubönkum og var gerður af íslenskum bönkum á dögunum fyrir hrun. Núna leikur Seðlabanki Evrópu ljóta leikinn og dælir inn góðum peningum á eftir ónýtum og þykist ætla að "bjarga" vaxtakjörum evrunnar. Peningar Seðlabankans styðjast við skattstofn evrulandanna og þótt það virðist stórt er útkoman afskaplega lítilmennskuleg: sífellt fleiri evruríki þurfa að fara á hnjánum til Brussel og biðja um "neyðaraðstoð". Að endingu mun ekki einu sinni Seðlabankinn geta staðið á móti lækkun evrunnar og hærri vöxtum og heila evrukerfið hrynur.
Eina leiðin til að stöðva þessa vitleysu er að fylgja ráðum fyrri Seðlabankastjóra á Íslandi, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins Davíðs Oddssonar. Han markaði í frægu kastljósarviðtali, þá stefnu, sem sýnt hefur í verki að vera eina alvöru peningastefnan fyrir almannahag: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Það er síðan umhugsunarefni út af fyrir sig, að sósíalistaklíka samfylkingarinnar og vinstri grænna, er alblind af fagnaðarerindi Barosso og hans sósíalistaklíku í alræðisríki ESB, um að evran sé töfralausn alls efnahagslífsins.
Þrátt fyrir alla neyðarfundina. Þrátt fyrir allar árásirnar á lífskjör almennings. Þrátt fyrir allar skattahækkanir. Þrátt fyrir allt atvinnuleysið. Þrátt fyrir vöxt nýnazista. Þrátt fyrir......
En hvaða máli skiptir það? Fólkið?
Akkúrat engu máli á meðan krataklíkan getur sogið út sín laun og lifað fínu lífi sjálf.
gs
![]() |
Er þetta ekki markaðsmisnotkun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2012 | 21:57
"Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB!
Merkileg frétt barst landsmönnum í kvöld:
1) Íslendingar VERÐA að samþykkja og virða löggjöf ESB í sjávarútvegsmálum, segir form. sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsþingsins, Gabriel Mato.
2) Óviss er hann um að við séum reiðubúnir að gera það "enn sem komið er", og þarna er átt við, að í s.k. sjávarútvegskafla verði Ísland að meðtaka alla löggjöf ESB í þeim málaflokki, en meðal þeirra grundvallarreglna, sem þar gilda, er jafn aðgangur ESB-þjóða fiskimiðum ESB-ríkja.* Óvissa Matos um afstöðu okkar "enn sem komið er" kann annaðhvort að benda til, að hann telji tímann vinna með Evrópusambandinu með áróðurs-fjáraustri sínum, bellibrögðum og e.t.v. þeim hótunum, sem hann sjálfur aðhyllist, til að narra íslenzku þjóðina í Evrópustórveldið, ellegar að hann geri sér grein fyrir, að meðal þjóðar okkar sé svo útbreidd andstaða gegn því, sem "býðst" hjá þessu stórveldi, að vonlaust sé fyrir þá Brusselmenn að gera sér nokkrar vonir um innlimun okkar, og þá kann að vera, að hann sé að leita að auðveldu færi til að slíta "viðræðunum" með því að ögra okkur sem mest og hóta, sbr. framhaldið hér:
3) Hann viðhefur afar ljót orð um Íslendinga vegna makrílmálsins, talar um "ósanngjarna og gerræðislega framkomu" af hálfu Íslendinga og Færeyinga með því að "halda áfram að krefjast meiri aflaheimilda en sem nemur sögulegum veiðum þeirra og þvert á vísindalega ráðgjöf," sem hann ætti þó að vita, að er lítils virði og hefur verið skákað með betri upplýsingum en þeir höfðu þarna úti í Brussel. Þar að auki er fánýtt og fráleitt fyrir hann að tala þarna um "sögulegar veiðar", jafn-vitlaust eins og ef Íslendingar um 1980 hefðu ætlazt til þess af síldinni að hún gæfi sig jafn-ríkulega og hún gerði á árunum 1940-1960, til dæmis. Maðurinn er eitthvað í meira lagi ruglaður, ef hann heldur að hann geti stungið upp í okkur dúsu með orðum um "sögulegar veiðar" á makríl, sem nánast engar hafi verið, til að sætta okkur við, að þessi ránfisktegund fái að vaða hér um alla firði og flóa í okkar eigin fiskveiðilögsögu án þess að gefa okkur bæði veiðivon og fullan veiðirétt, eins og sjálfstæðum mönnum sæmir í fullvalda ríki. En hann er víst vanur ýmsum kerfislausnunum, þessi Mato, og talar til okkar í þeim dúr - umgengst okkur sem alger peð, sem eigi bara að lúta forræði Evrópusambandsins! Telji hann makrílinn ofveiddan, blasir raunar við, að ESB-ríkin sem sjálf sem þurfa að draga úr sókn sinni, ekki við því að við veiðum miklu minna en það, sem makríllinn innbyrðir hér við land af æti, og hann er í lögsögu okkar hlutfallslega mun lengra tímaskeið af líftíma sínum heldur en það hlutfall (16-17%) sem við veiðum úr NA-Atlantshafsstofninum.
Væri nú ekki ráð fyrir hann að byrja á réttum enda með því að leitast við að draga úr hrikalegri rányrkju Evrópusambandsins sjálfs á sínum fiskimiðum?
4) Ljótum orðum sínum um"framkomu" Íslendinga og Færeyinga fylgir Mato eftir með því að segjast "ánægður með að Evrópuþingið skuli hafa samþykkt 12. september síðastliðinn lagasetningu" um refsiaðgerðir gagnvart okkur, segir beinlínis "fullkomlega sammála írska Evrópuþingmanninum Pat Gallagher í skýrslu hans um málið," en Gallagher þessi var einn helzti haukurinn í málinu á þessu Endemis-Evrópusambandsþingi, sem samþykkti nær samhljóða að hvetja til þessara hótunaraðgerða og viðskiptabanns hins ofríkisfulla stórveldabandalags. Með þessu, segir Mato, "hafi Evrópusambandið viðeigandi tæki í höndunum til þess að taka á málum eins og makríldeilunni" -- þ.e.a.s. "viðeigandi" ofríkis-, kúgunar- og valdbeitingartæki (heyrast nokkur húrrahróp?).
Svo erum við með fólk hér við stjórnvölinn á Íslandi, sem ætlast til þess, að þjóðin gangi inn í þetta bákn, þar sem hagsmunir mörghundruð sinnum fjölmennari ríkja myndu bitna beint og viðstöðulaust á arfgengum rétti okkar til fiskimiðanna!
Össur og Jóhanna þurfa ekki að segja okkur, hverjir vinir þeirra eru, við vitum það nú þegar, og það eru ekki vinir íslenzku þjóðarinnar, heldur óvinir, því að ef þetta er þeirra réttlæti, hvernig er þá þeirra ranglæti? Þarf að fara langt í sögunni til að rifja það upp?
* Sjá hér: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Verða að samþykkja löggjöf ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2012 | 17:37
ESB splundrar Evrópu - Fjórða ríkið á dagskrá.
Sú framtíðarsýn, sem 11-menningarnir frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Póllandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemburg, Danmörk, Portúgal og Austurríki leggja upp í nýrri lokaskýrslu hópsins "Framtíð Evrópu" er lokahnykkurinn á áætlun um að stofna ríki ríkjanna, 4:a ríkið undir stjórn Þýzkalands.
Með tali um aukið lýðræði innan ESB eins og t.d. að leyfa Evrópuþinginu að leggja fram lagatillögur, stjórnmálafylkingum Evrópuþingsins að setja fram forsetaframbjóðendur, sem kosnir verða í almennum kosningum, ætla ríkin 11 að afnema síðustu þjóðlegu einkennin og mótstöðuna fyrir myndun 4.a ríkisins.
Með "Framtíð Evrópu" bindur Þýzkaland nánustu bandamenn til sín, sem tryggir meirihluta við atkvæðagreiðslur og endanlega yfirtöku á ESB. Rætist þá gamall draumur Þjóðverja um að halda Bretum utanvið allar mikilvægar ákvarðanir og ekki síst öll VIÐSKIPTI.
Með lokaskýrslunni er teningunum kastað og ekki aftur snúið með ríkishugmynd, sem gefur Þýzkalandi á ný möguleikann á að byggja upp her og herveldi í áður óþekktum stíl. Þessi skýrsla mun splundra ríkjum ESB í fylgifiska Germaníu og þá, sem enn reyna að halda í þverrandi en raunverulegt lýðræði.
Spor sögunnar hræða og full ástæða að óttast, hvað framtíðin beri í skauti sér með endurvakningu og endurvæðingu þýzkrar vopnaframleiðslu og herafla.
Kannski er það núna, sem árangurinn af ráðstefnu nazista á stríðsárunum með iðjöfrum Þýzkalands er að koma í ljós?
Yfirskrift ráðstefnunnar var:
"Hvernig tryggjum við sigurinn, ef við töpum stríðinu?"
gs
![]() |
Kjörinn forseti skipi evrópska ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |