Ruslabréfakaup á kostnað fólksins. Ekki íslenska leiðin, þótt Má sé borgað fyrir að segja það.

Formaður Framsóknarflokksins er mætur maður með auga fyrir sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. Spurning hans um markaðsmisnotkun vegna umræðna um doðrant Seðlabankans uppá einar 600 síður (sic!) hittir beint í mark.

Nákvæmlega sami leikur er leikinn av evrubönkum og var gerður af íslenskum bönkum á dögunum fyrir hrun. Núna leikur Seðlabanki Evrópu ljóta leikinn og dælir inn góðum peningum á eftir ónýtum og þykist ætla að "bjarga" vaxtakjörum evrunnar. Peningar Seðlabankans styðjast við skattstofn evrulandanna og þótt það virðist stórt er útkoman afskaplega lítilmennskuleg: sífellt fleiri evruríki þurfa að fara á hnjánum til Brussel og biðja um "neyðaraðstoð". Að endingu mun ekki einu sinni Seðlabankinn geta staðið á móti lækkun evrunnar og hærri vöxtum og heila evrukerfið hrynur. 

Eina leiðin til að stöðva þessa vitleysu er að fylgja ráðum fyrri Seðlabankastjóra á Íslandi, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins Davíðs Oddssonar. Han markaði í frægu kastljósarviðtali, þá stefnu, sem sýnt hefur í verki að vera eina alvöru peningastefnan fyrir almannahag: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. 

Það er síðan umhugsunarefni út af fyrir sig, að sósíalistaklíka samfylkingarinnar og vinstri grænna, er alblind af fagnaðarerindi Barosso og hans sósíalistaklíku í alræðisríki ESB, um að evran sé töfralausn alls efnahagslífsins.

Þrátt fyrir alla neyðarfundina. Þrátt fyrir allar árásirnar á lífskjör almennings. Þrátt fyrir allar skattahækkanir. Þrátt fyrir allt atvinnuleysið. Þrátt fyrir vöxt nýnazista. Þrátt fyrir......

En hvaða máli skiptir það? Fólkið?

Akkúrat engu máli á meðan krataklíkan getur sogið út sín laun og lifað fínu lífi sjálf.

gs 


mbl.is „Er þetta ekki markaðsmisnotkun?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

(-: Þá voru góð ráð dýr,því krataklíkan sleppti sér í niðurrifsáróðri, nú sjá allir að það var bara foða.

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband