Evran orðin stærsta hættan við ESB-samstarfið

Þau orð notar Per Gahrton, fyrrum Evrópuþingmaður og formaður grænu hugveitunnar Cogito.

Í Svíþjóð á sér stað umfangsmikil umræða um, hvert ESB stefnir. Sífellt fleiri koma fram og vara við þróun ESB í alræðisríki, þar sem fullveldi einstakra þjóðfélaga hverfur en öllu saman verður stjórnað af miðstjórn i Brussel.

T.d. ritar Evrópuþingmaðurinn Gunnar Hökmark (Moderaterna), að "Það sé ekki með sífellt nýjum tillögum um sambönd innan sambandsins" sem ESB geti þróast og vegur þar að fyrirhuguðu bankasambandi ESB. Gunnar Hökmark telur, "að bankareglugerðin verður að endurreisa þá efnahagslegu grundvallarreglu markaðshyggjunnar, að eigendurnir taki ekki bara út gróðann heldur beri alfarið ábyrgð á þeirri áhættu og tapi sem gerist, án þess að verða bjargað af opinberum aðgerðum til verndar bankakerfinu sem slíku."

Græninginn Per Gahrton telur, að "Evran sé orðin ógn ekki aðeins gegn lýðræðinu í aðildarríkjunum heldur gegn öllu samstarfi innan ESB. Gjáin milli ESB-kerfisins og íbúanna er að verða svo óyfirstíganlega djúp, að hið nauðsynlega og jákvæða samstarf stendur frammi fyrir hruni - allt frá sameiginlegum vinnumarkaði til sameiginlegs starfs við að leysa umhverfisvandamál."

"Með evrunni er ákvörðunarferli ESB orðið svo umfangsmikið að það setur allt evrópska samstarfið á hliðina."

Svo mörg voru þau orð. Að þessu sinni.

Og hvorgi "evrumikilmenni" á borð við Yves-Thibault de Silguy né upplásnir íslenskir "evrusnillingar" á borð við Össur Skarphéðinsson og Árna Pál Árnason fá neinu breytt með með fínum ræðuhöldum sínum. /gs

 


mbl.is Framtíð Evrópu sögð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband