Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson á leið í faðminn á ESB-tröllinu?

Illugi var ræðumaður á fundi SUS í Valhöll þetta fimmtudagskvöld ásamt Árna Páli Árnasyni. Vart gekk hnífurinn milli þeirra í evrumálum. Ennþá FRÉTTNÆMARA er, að aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur).

Illugi er nýskipaður þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er gamall samherji Bjarna Benediktssonar. Bjarni hlýtur að vera á sama máli og Illugi í þessu mikla máli; ella hefði Illugi ekki fengið stöðuna. Þeir eru þá hrokknir í gamla gírinn, Illugi og Bjarni, a.m.k. virðist blasa við, að með slíkan (og slíka) forystumenn er Sjálfstæðisflokknum (ef þessi tíðindi af fundinum eru rétt) í engu treystandi í Evrópusambandsmálum.

Fundurinn var í beinni útsendingu á vefnum xd.is þetta kvöld, en þar er engin upptaka til að sjá og heyra ræðumenn aftur. Og engar fréttir eru af þessu á Mbl.is, Visir.is, Eyjan.is, Ruv.is -- ætli þeir sitji ekkert um ræðuhöld nýskipaðs þingflokksformanns? Eða ætla þeir að geyma sér stóru fréttirnar til morguns? -- eða hylma yfir með þessu, sem virðist fráhvarf frá ESB-andstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins?

Ef þetta síðastnefnda er rétt, gefur það fullveldissinnuðum hægri- og miðju-mönnum enga ástæðu til að exa við D í kosningunum í vor! Miklu fremur gefur það gefur Hægri grænum SÓKNARFÆRI, en fyrir utan þá virðist enginn flokkur standa fullkomlega einarður gegn Evrópusambandsinnlimun, en það gera þó Kristin stjórnmálasamtök og fullveldissinnar fyrir norðan.

Vel er hugsanlegt, að ríkisstjórnarsamstarfið sé að rekjast upp, eins og sumir telja nú, en hitt er ekki góðs viti, ef þreifingar eru strax byrjaðar um nýja stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eins og í loftinu lá þetta kvöld, af díalóg þeirra Illuga og Árna Páls að dæma.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn flokkur er í mínum huga kærari en sá sem einarðlega stefnir frá Esb.aðildinni. Spurningin er svo hvort Hægri gr. ná nægjanlegu atkvæðamagni til að gera sig gildandi. Ég hef heyrt marga segja fullum fetum að Hægri græna muni þeir kjósa. Mér hefur fundist Framsóknarþingmenn standa sig með eindæmum í Icesave. Það skýrist allt þegar nær dregur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2012 kl. 01:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér umræðuna, Helga. Að mínu mati þarf Framsóknarflokkurinn að losa sig við augljósa Esb-innlimunarsinna eins og Siv og e.t.v. Eygló Harðardóttur, sem kaus með IPA-styrkjunum. Kristbjörg Þórisdóttir fór hins vegar úr Framsókn yfir á Lilju Mósesdóttur í Samstöðu, sem þar með er orðin enn einn vafagemlingaflokkurinn, rétt eins og Dögun.

Hér er e.t.v. bezt að stefna á regnhlífarframboð fullveldissinnaðra afla, með Hægri græna sem eina af fleiri kjölfestum í slíku kosningabandalagi. Þetta væri framboð gegn Fjórflokknum og hans ofríki (sbr. að þeir hirða 1,3 milljarða króna í flokkssjóði sína úr ríkissjóði á hverju kjörtímabili), með sjálfstæði og fullu forræði þjóðarinnar yfir sinni fiskveiðilögsögu og gegn Evrópusambands-innlimunarstefnunni.

Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 01:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hinu má ekki gleyma, að tugþúsundir kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru samherjar okkar í þessari einörðu fullveldisstefnu -- og raunar 2/3 þjóðarinnar að lágmarki.

Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 01:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Afar áhugavert Jón Valur.  Þetta þarf að grafa upp svart á´hvítu, svo hægt sé að reka þetta mál. Takk fyrir að vera á vaktinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 07:51

5 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Það tilheyrir einfaldlega, Ásthildur!

En engar fréttir sé ég né heyri enn í fjölmiðlum um þetta. Mín heimild var frá áreiðanlegum manni sem fylgdist með útsendingunni. --B.kv. - JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 21.9.2012 kl. 09:06

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er fullkomlega eðlilegt að vantreysta mönnum í ESB málinu. Þetta getur allt verið blekkingaleikur.Sá flokkur sem kemst fyrst á evrópuþing kemur til með að sitja æði lengi þar vegna styrkjakerfis ofl.

Valdimar Samúelsson, 21.9.2012 kl. 11:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Menn sem hafa verið uppvísir af því að minota vald sitt (sjóður9) eru nú frekar auðveld bráð fyrir peningaöfl utan úr heimi, þá eru prinsippin ekki mjög sterk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 11:43

8 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir þetta Jón Valur.

Benedikta E, 21.9.2012 kl. 11:50

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kíki hér aftur,það er ekki gott að hlaupa svona í athugasemdir eins og ég geri stundum,með þá einhvern hálfvegis yfir mér. Nóg um það. Nú látum við ekki plata okkur,gerum hvert einasta atkvæði ,,gilt,, það má ekki falla í grýttan veg. Ég vil fá áráðanlegar heimildir fyrst um afstöðu þeirra,sem þú nefndir Jón. Já spurning með mega-öflugt regnhlífarframboð,ég er á leið austur erum boðin með 3 í stórfjölskyldunni í hafaþaðkósý party,þar verður þessu skotið að,ef fæ 4 min. í pólitík sem er hámark.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2012 kl. 15:45

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

"að aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur)."

Hafi spurningin verið svona og svarið einnig, þá segir það í rauninni ekkert um afstöðu Illuga eða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að ESB. Hins vegar lýsir svarið þeirri skoðun Illuga, að til þess að evrusamstarfið á evrusvæðinu haldi, þurfi svokallað sambandsríki að koma til.

Það hljóta flestir að átta sig á því, óháð því hvort þeir séu fylgjandi aðild að ESB eða ekki, að hrun evrusvæðisins kæmi sér illa fyrir Ísland með útflutningsgreinarnar í huga.

Reyndar hefur krísan á evrusvæðinu nú þegar, skapað vandræði hjá saltfisks og skreiðarframleiðendur, sem selja afurðir sínar til Suður Evrópu, þar sem evrukrísan kemur hvað harðast niður á evrusvæðinu.

Hins vegar þarf fjörugt ímyndunarafl eða skáldagáfu til þess að túlka svarið við spurningunni hér að ofan sem einhverja kúvendingu í afstöðu til aðildar að ESB.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.9.2012 kl. 21:04

11 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Er það ekki eftirtektarvert, að formaður þingflokks Sjálfstæðismanna skuli telja aukna miðstýringu í Brussel og afnám fullveldis aðildarríkjanna vera lausnina til að bjarga evrunni? Þetta er sú leið sem Framkvæmdastjórnin vill, vegna þess að hún vill koma á Bandaríkjum Evrópu.

Hversu langt eru "leiðtogar" Sjálfstæðisflokksins reiðubúnir að ganga til að "bjarga" evrunni úr því að tilurð evrunnar er svo þýðingarmikil fyrir Ísland að þeirra mati?

Gústaf Adolf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 22.9.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband