Færsluflokkur: Evrópumál
15.6.2013 | 12:35
Afar ólík hlutföll áhuga og áhugaleysis
Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var sumarið 2012 var "áhuginn" meinti á ESB þvílíkur, að á móti hverjum einum, sem var mjög áhugasamur um að Ísland gangi í ESB voru nálega fjórir og hálfur mjög andvígir því. Einungis 18% aðspurðra höfðu veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annaðhvort nokkuð hlynnt, nokkuð andvíg eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna mjög andvíg inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% mjög hlynnt. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% voru nokkuð hlynnt" og 7% nokkuð andvíg" (heimild).
Þarna voru sem sagt 74% andvíg því, að Ísland gangi í Evrópusambandið, en 22% hlynnt því, en greinilega gerólík samsetning þessara tveggja hópa, því að innan þess síðarnefnda er mikli áhuginn á "jáinu" nær tvöfalt minni en linari áhuginn, þveröfugt við samsetningu hins hópsins, þar sem mikli áhuginn á NEIINU var í margföldum meirihluta!
Það eru slíkar skoðanakannanir, sem einnig verður að athuga vel, þegar menn vilja ráða í styrk andstöðunnar í þssu máli. Greinilega slær hjarta íslenzku þjóðarinnar með fullveldi lands síns.
En nú um stundir, skv. nýjustu skoðanakönnun, eru 70% almennings andvíg því, að Lýðveldið Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Er þá til of mikils ætlazt af núverandi stjórnvöldum, sem fengu umboð til að staðfesta einmitt þá afstöðu, að þau geri það í verki, fremur en að halda enn við lýði hinni alræmdu Össurarumsókn, sem átti sér ekki einu sinni stoð í stjórnarskrá?
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2013 | 00:43
Er Lidington, brezkur Evrópumálaráðherra, að heimsækja rétt land?
Hvers vegna allar þessar heimsóknir ESB-ráðamanna hingað? Hver bauð hingað brezka Evrópumálaráðherranum, fyrri eða núverandi ríkisstjórn? Er hann að reyna að hafa hér áhrif til ESB-inntöku Íslands í þágu Bretlands og ESB? Hvert er erindi hans við ný stjórnvöld á Íslandi, sem segja ESB-málið í "hléi" (í stað þess að vera ærleg við landsfundi flokka sinna og kjósendur og afturkalla Össurarumsóknina)? Er hann að reyna að snúa þeim Bjarna og Sigmundi?
Svo mun hann flytja hér erindi um Bretland og Evrópusambandið. (Það er undarlegt, að í frétt Mbl.is stendur: "... og halda erindi á fundi í Háskóla Íslands um Bretland, Ísland og Evrópusambandið að því er segir á heimasíðu breska sendiráðsins," en þegar sú heimasíða er skoðuð, stendur þar: "Minister for Europe, David Lidington MP, will be speaking at a symposium at the University of Iceland at midday on 20 June. The theme will be The UK and Europe - our road ahead". -- Þar er sem sagt ekkert minnzt á, að Ísland verði partur af því þema eða efni fyrirlestrarins. Hvort er nú rétt?! Brezka heimasíðan hlýtur sjálf að fara með rétt mál, eða var þemanu kannski breytt þar af einhverjum ástæðum?)
Bretar hefðu gríðarlegan hag að því að ná Íslandi inn í ESB-veldið. Það á fyrst og fremst við um fiskveiðiréttindin sem þeir fengju hér, en einnig um áhrif þeirra á orkumál hér í gegnum ESB-stofnanir (ærnar heimildir eru nú þegar í Lissabon-sáttmálanum til afgerandi áhrifa á orkumál ríkjanna, afhendingu orku og jafnrétti í verðlagsmálum, og það yrði Íslendingum þungur kross í raforkumálum; svo bætast olíumálin við!).
Í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar, í Lundúnaferð hennar, voru brezk stjórnvöld þegar farin að leita hér hófanna í fiskveiðimálum og vilja örugglega ekki verða eftirbátar Spánverja í þeim efnum á Íslandsmiðum og í íslenzkum höfnum.
Hvað á öll þessi gestakoma að fyrirstilla, ef ekki að reyna að hafa hér áhrif á ráða- og áhrifamenn? Hver ráðherrann á fætur öðrum, utanríkis- og Evrópumála, allt upp í forseta (Finnlands), mætir hér til að skrafa bak við tjöldin við ráðamenn, og svo fá þeir jafnan að reyna að hafa sín áhrif líka gagnvart almenningi með því að koma fram í fjölmiðlum, gjarnan í drottningarviðtölum hjá hinum ESB-áhugasama Silfur-Agli.
"Aðildarferlið" á að vera yfirstaðið, búið, punktur og basta! Því var í upphafi komið á með bolabrögðum gegn þjóðarvilja og þess gætt að bera ekki hina naumlega samþykktu þingsályktunartillögu fyrir tæpum fjórum árum undir þjóðina. Jafnframt var sú gróflega framknúna samþykkt Alþingis ólögmæt til úrvinnslu, af því að hún var ekki afgreidd með þeim hætti, sem 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um. Undirskrift forsetans vantaði! Samt rauk þáv. utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tvívegis með hana út í lönd til að tvístarta sinni umsókn til ESB!
Núverandi stjórnvöld verða ekki fullsæmd af því, ef þau ætla að halda þessu áfram gangandi.
Eða hvað eru þau farin að gera í stöðvun á starfi "samninga"-nefndanna? Hafa Þorsteinn Pálsson og félagar fengið sín uppsagnarbréf? Eiga þeir að verða áfram á launum og nú fyrir alls ekkert? Getur ríkisstjórnin tekið ákvörðun, eða er það henni um megn? Ef þetta síðarnefnda á hér við, hver er þá skýringin?
Og hvernig stendur á því, að "Evrópustofu" er áfram leyft að halda hér uppi sinni áróðursstarfsemi? Nú hefur hún auglýst fund um Evrópusambandið og sjávarútvegsmálin í Vestmannaeyjum! "Stofan" sú arna virðist telja áfram nauðsyn að nota af sinni 230 milljóna Brussel-fjárveitingu til að liðka fyrir ESB hér á landi, eins og áfram sé grænt ljós á ESB-umsókn og innlimun.
Og hvers vegna er Evrópusambandsstofunum báðum ekki lokað, Bjarni og Sigmundur?
Sjá einnig þessa nýju grein: Blaðurfundur í Brussel - tækifæri til hreinskilni látið ónotað.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Evrópuráðherra Breta til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2013 | 17:41
Kvótahopp - arðurinn úr landi
Kæmi til aðildar að Evrópusambandinu yrðum við að laga lög okkar og reglur að lögum sambandsins, ekki öfugt. Þetta hafa Bretar t.d. fengið að reyna í baráttu sinni við svokallað kvótahopp, en það er eitt þeirra vandamála sem glímt er við innan sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Með kvótahoppi nýta útgerðir glufur í reglum til að skrá skip sín í öðrum löndum sambandsins en eigin heimalandi til þess að komast yfir aflaheimildir annars aðildarríkis.
Hér er verið að birta þriðja og síðasta skammtinn úr yfirlýstri afstöðu LÍÚ frá 2009 til Evrópusambandsins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Beint framhald af textanum hér ofar:
Mikilvægt er að tryggja að arður af nýtingu auðlinda verði eftir í íslensku samfélagi. Til að verja þá samfélagslegu hagsmuni eru lög sem heimila ekki að erlendir aðilar eignast meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Kæmi til aðildar að Evrópusambandinu héldu þessi lagaákvæði ekki. Þar með væri engin trygging fyrir því að arður af sjávarútvegi héldist í íslensku efnahagskerfi.
Neikvæður greiðslujöfnuður við ESB
Beinn fjárhagslegur ávinningur Íslands af aðild að Evrópusambandinu yrði enginn. Samkvæmt skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneytisins frá 2007 myndu beinar greiðslur Íslands til ESB umfram tekjur nema 2,5 - 5 milljörðum króna. Aðildarríki ESB hafa að jafnaði greitt 1,07% af vergum þjóðartekjum árlega til sambandsins. Að hámarki getur þetta hlutfall orðið 1,24%. Sé horft til ársins 2005 hefði Ísland greitt 10,5 milljarða króna til sambandsins.
Tollasamningar féllu úr gildi
LÍÚ aðhyllist viðskiptafrelsi og leggur áherslu á nauðsyn góðra samskipta við ríki Evrópusambandsins jafnt sem önnur, nú sem fyrr. Ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi féllu niður núgildandi tollar á útfluttar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB en samtímis féllu úr gildi allir tvíhliða tollasamningar Íslands við ríki utan sambandsins.
Hér lýkur þessu LÍÚ-plaggi, fyrsti skammurinn var birtur HÉR og sá annar hér: Reglan um hlutfallslegan stöðugleika - Engar varanlegar undanþágur frá CFP.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2013 | 11:16
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með þetta á hreinu - eða hvað?!
Allgóð tíðindi berast nú frá nýjum ráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann segir, að lykillinn að því að sækja um í Evrópusambandinu sé þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Íslendingar vilji það, en "persónulega sé ég ekki á næstu árum að ástand í Evrópu og heiminum verði með þeim hætti að íslensk þjóð muni óska eftir inngöngu í Evrópusambandið," segir hann í Bændablaðinu (Segir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna ekki á dagskrá að óbreyttu, bls. 28-29; blaðið fæst ókeypis víða, m.a. í Nóatúnsverzlunum og á sundstöðum).
"Það er mat begggja stjórnarflokka og meirihluta landsmanna að okkar hag sé betur borgið utan sambandsins. Ef það breytist þá er það okkar stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til," segir hann. Hins vegar bendir hann þarna á það, hvaða leið Malta annars vegar og Sviss hins vegar hafi farið í þessum efnum, og verður það atriði gert hér að umræðuefni síðar.
- Spurður hvort hann sé með þessu að segja að eins og staðan sé í dag miðað við skoðanakannanir og úrslit þingkosninganna sé mjög ólíklegt að slík þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin á kjörtímabilinu svarar Sigurður: Eins og ég segi þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í heiminum til þess að íslenska þjóðin vilji sækja um aðild, já. (Mbl.is, Bbl.)
Laukrétt hjá ráðherranum, og fyrst og fremst ber stjórnarflokkunum að efna kosningafyrirheit landsfunda sinna nú á þessu ári, þar sem báðir hétu því að vinna að því, að hætt yrði við Össurarumsóknina.
Varðstaða eða fullveldisstaða mun vera boðuð fyrir utan Alþingi í dag við þingsetningu, sem hefst eftir guðsþjónustu (13.30) í Dómkirkjunni. Þingmenn ganga þangað kl. 13.25 og úr kirkju til þings kannski innan við hálftíma seinna. Varðstaðan, með ESB-andstöðuspjöldum uppi við, snýst um að minna stjórnarflokkana á loforð sín og á andstöðu 70% þjóðarinnar við það að fara inn í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2013 | 08:40
Að slá hlutum á frest er ekki að hætta við þá!!!
Ljóst er að hafa verður stöðugt aðhald við nýja ríkisstjórn um ESB-ógæfumálið. Réttast væri að mótmæla við þingsetninguna, en flestir þá reyndar í vinnu.
Óvænt fréttaviðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Mbl.is 29. maí styður það, að árvekni er þörf, enda hafa leiðtogar framsóknar- og sjálfstæðismanna áður reynzt ótraustir í þessum málum, Gunnar Bragi þó verið með þeim farsælli. Samt er undarlega hluti að finna í þessu viðtali, þar sem þó segir, að hann hafi ákveðið föstudaginn 24. maí, "að ekki yrði lögð meiri vinna innan ráðuneytisins í aðildarumsóknina að Evrópusambandinu fyrr en hann hefði hitt fulltrúa þess í júní næstkomandi."
Spyrja má: Til hvers ætti þá (eftir nefndan fund) að "leggja meiri vinnu í aðildarumsóknina" hans Össurar og þess nauma meirihluta á Alþingi, sem gegn atkvæði Gunnars Braga og gegn vilja þjóðarinnar tók þessa marg-gagnrýndu ákvörðun, sem jafnvel varðaði við landráðabálk almennra hegningarlaga og var andstæður andanum í stjórnarskrá lýðveldisins (t.d. 2. gr., auk þess sem brotið var gegn 16. og 19. grein hennar við framkvæmdina)?
- Ég taldi eðlilegt í ljósi þess að ríkisstjórnin ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum að beina því til starfsfólks ráðuneytisins að frekari vinnu við aðildarferlið yrði slegið á frest þar til ég er búinn að fara út og hitta fulltrúa Evrópusambandsins, sagði Gunnar Bragi. Hann kvaðst eiga von á að fara til Brussel fljótlega í júnímánuði. (Sama frétt Mbl.is.)
Að slá vinnu við eitthvað á frest þýðir í flestra munni, að þeirri vinnu verði síðar haldið áfram. Er sá vilji þessa ráðherra eða þeirra, sem standa kunna á bak við afstöðu hans í málinu? Er Evrópustórveldis-sinninn Halldór Ásgrímsson, sem mætti á fund framsóknarmanna í Rúgbrauðsgerðinni 21. maí sl., kannski á ný kominn með puttana í pólitíkina hjá þeim? Eða er okkur bara ætlað að treysta þessum flokkum út í loftið? Hefur það gefizt nógu vel hingað til? Nei, almenningur þarf að halda vöku sinni, rétt eins og grasrótin gerði í Icesave-málinu, þvert gegn stórum hluta stjórnmálastéttarinnar.
Hvernig stendur á því, að fréttamenn ganga ekki harðar að þessum ráðherra og öðrum með spurningar í ætt við það, sem HÉR* og HÉR** voru ítrekaðar og fela meðal annars í sér, hvort ESB-"samninga"nefndamennirnir verði ekki teknir af launalista ríkisins (það er mælikvarði á það, hvort þetta "ferli" verður stöðvað í raun og ekki bara í plati) og hvort Evrópusambands-áróðursstofunum tveimur ("Evrópustofu") verði ekki lokað? Þjóðin á fullan rétt á svörum ráðamanna.
* Knýjandi spurningar vegna "hlés" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið
** Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Hlé á viðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2013 | 03:18
William Hague: sýna megi ESB rauða spjaldið!
Þessi utanríkisráðherra Breta segir yfirþjóðlegt vald innan Evrópusambandsins ekki hafa gefið nógu góða raun og traust á stofnunum þess sé "í sögulegu lágmarki". Hann vill að ESB-lönd fái að "hafna þeirri löggjöf sem þær telja koma illa við sig," og meðal Breta er þetta kallað "rauða spjaldið", sem margir þar vilja, að sýna megi Evrópusambandinu.
Íhaldsflokkurinn er í erfiðri aðstöðu vegna útbreiddrar, vaxandi andstöðu við ESB í landinu, andstöðu sem m.a. sýnir sig í beinu vantrausti 69% Breta á Brusselvaldinu og í stórauknu fylgi UKIP (brezka sjálfstæðisflokksins) sem einkum tekur atkvæði frá íhaldsmönnum.
Frekar en að tapa næstu kosningum vilja leiðtogar Íhaldsflokksins láta undan kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í ESB. Hún verður ekki seinna en í árslok 2017, en með því fyrirheiti sínu er formaðurinn, forsætisráðherrann David Cameron, annaðhvort að lengja gálgafrestinn eða reyna að gefa sér tíma til að vinna úr málinu, því að sjálfur vill hann áframhald á ESB-aðild Breta. Það yrði hægara sagt en gert fyrir þá að losa sig frá Evrópusambandinu, svo mjög eru hagsmunir þar orðnir samantvinnaðir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðir ESB fái rauða spjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- "Ein grunnreglanna í sjávarútvegsstefnu ESB er reglan um hinn svokallaða hlutfallslega stöðugleika. Til hennar hefur mjög oft verið vísað af þeim sem telja Íslandi betur borgið í Evrópusambandinu en utan þess. Þessi mikilvæga regla felur í sér að tekið er tillit til veiðireynslu einstakra landa úr einstökum stofnum á ákveðnum miðum."
Hér er verið að birta 2. af þremur skömmtum úr yfirlýstri afstöðu LÍÚ frá 2009 til Evrópusambandsins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Beint framhald:
Engin trygging fyrir hendi
Engin tygging er hins vegar fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika, fremur en aðrar reglur, standi óbreytt. Þar nægir að vísa til vinnuskjals framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá því í september 2008 um endurskoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Þar er sérstaklega vikið að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og að hana þurfi að endurskoða eins og aðra þætti stefnunnar. Norðmenn freistuðu þess að fá tryggingu fyrir því í aðildarsamningi 1994 að reglunni yrði ekki breytt, en fengu ekki. Af þessu má ráða að varhugavert er að treysta því að þessi lykilregla haldist óbreytt.
Engar varanlegar undanþágur
Engar varanlegar undanþágur eru veittar frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, aðeins tímabundnar undanþágur og aðlögunartími. Þar er skemmst að minnast aftur reynslu Norðmanna frá árinu 1994. Þeir fengu þriggja ára undanþágu fyrir veiðar norðan 62. breiddargráðu og eins árs undanþágu fyrir veiðar sunnan hennar. Norðmenn fengu einvörðungu tímabundna undanþágu frá brottkasti á afla sem beinlínis er kveðið á um í hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB.
Óraunhæfur samanburður við Möltu
Þeir sem telja Íslandi betur borgið innan Evrópusambandsins og benda á fordæmi samnings Möltu við ESB um sjávarútvegsmál því til stuðnings, draga fram óraunhæfan samanburð. Heildarafli Möltu árið 2006 var um 0,1% af heildarafla íslenskra skipa sama ár eða 1348 tonn á móti 1,34 milljónum tonna. Það frávik sem Malta fékk byggist á verndarsjónarmiðum en felur á engan hátt í sér undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.Fiskveiðar pólitískt bitbein innan ESB
Fiskveiðar innan Evrópusambandsins hafa verið pólitískt bitbein í áratugi. Byggðasjónarmið og félagsleg sjónarmið ráða þar miklu. Íslenskur sjávarútvegur hefur hins vegar að leiðarljósi skynsamlega nýtingu auðlinda, sjálfbærni og arðsemi veiðanna. Það er vegna þess að Íslendingar hafa ekki tiltæka aðra tekjustofna til þess að styrkja íslenskan sjávarútveg eins og Evrópusambandið hefur gagnvart eigin sjávarútvegi.Hægvirk ákvarðanataka
Öll ákvarðanataka er varðar fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins er hægvirk. Ísland hefði lítil áhrif á ákvarðanir sem og þróun fiskveiðistjórnunar og veiðiréttar. Það er ráðherraráð Evrópusambandsins sem samkvæmt Rómarsamningnum fer með lagasetningarvaldið hvað sjávarútveg sambandsins varðar og þar dugir aukinn meirihluti til ákvarðanatöku. Aukinn meirihluti vísar til 73,9% atkvæða innan ráðherraráðsins, eða 255 atkvæða af 345.Gríðarlegir styrkir til sjávarútvegs
Sjávarútvegur innan Evrópusambandsins er rekinn með öðrum formerkjum en þekkist hér á landi. Atvinnugreinin sem heild er óarðbær og nýtur gríðarlegra styrkja. Í júlí 2008 var tilkynnt að styrkir ESB til sjávarútvegs næstu þrjú ár næmu 340 milljörðum króna (2 milljörðum evra). Íslenskur sjávarútvegur er arðbær atvinnugrein, án ríkisstyrkja þar sem menn standa ábyrgir gerða sinna.Brottkast uppálagt af ESB
Sjómönnum innan Evrópusambandsins er beinlínis uppálagt að stunda brottkast. Reglurnar banna að fiski sem ekki er kvóti fyrir sé landað. Það sama gildir um fisk sem ekki uppfyllir kröfur um lágmarksstærð. Talið er að Skotar einir henda árlega fiski að verðmæti sjö milljarða króna (40 millj. punda). Hér á landi er brottkast bannað með lögum.
Þessu síðastnefnda atriði hafa ESB-menn nú séð ástæðu til að breyta. Þriðji og loka-skammturinn af þessari áhugaverðu yfirlýsingu LÍÚ birtist hér bráðlega. Fyrsti skammurinn var birtur HÉR.
29.5.2013 | 19:06
Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?
Einn aðalforkólfur ESB-brigðastefnu VG, Árni Þór Sigurðsson:
- "Og það er ekki út frá stjórnarsáttmálanum hægt að segja að viðræðunum við Evrópusambandið sé beinlínis hætt og alls ekki hægt að draga þá ályktun að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki.
Hvernig lízt nýjum utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, á þessa athugasemd Árna Þórs í viðtali hans við Mbl.is? Hvert er svar ráðherrans og beggja flokksforingja nýju stjórnarinnar við þessari spurningu: Er Ísland ennþá ESB-"umsóknarríki" í þeirra augum? Ef svo er, hafa þeir þá ekki ýmislegt að útskýra fyrir kjósendum sínum?
Eins er eðilegt að endurtaka hér nokkrar spurningar frá í fyrradag:
- Verða "samninga"nefndamennirnir teknir af launalista ríkisins sem slíkir? ÞAÐ er mælikvarði á það, hvort þetta verður STÖÐVAÐ.
- Verða IPA-mútustyrkirnir stöðvaðir?
- Verður Evrópusambands-áróðursstofunum (báðum) lokað, að kröfu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, eða verður einhver sýndarmennska og hráskinnaleikur hér í gangi næstu fjögur árin og framtíð lýðveldisins látin vega léttara en áróðurs- og innlimunarstefnu-hagsmunir Brusselvaldsins?
- Brestur fréttamenn ímyndunarafl og frumkvæði til að spyrja núverandi ráðamenn þessara sjálfsögðu spurninga?
Nefndir ráðherrar munu ekki endalaust komast upp með að þegja við slíkum sjálfsögðum spurningum. Þeim ber að gera hreint fyrir sínum dyrum og ástunda í það minnsta engar brusselskar refjar hér gagnvart kjósendum sínum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Segir ESB-stefnuna óskýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afsal forræðis til Evrópusambandsins
Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur mótað afstöðu sína til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Sú afstaða byggir á þeim grundvallarsjónarmiðum að Íslendingar fari með forræði yfir fiskimiðunum, hafi samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana. Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið varanlega framselt frá Alþingi til ráðherraráðs Evrópusambandsins. Forræði og fyrirsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til framkvæmdastjórnar ESB Brussel. Værum við aðilar að Evrópusambandinu hefðum við óverulegt atkvæðavægi í ráðherraráðinu.
Þetta er úr nokkurra ára greinargerð LÍÚ, sem er þó nánast að öllu leyti í jafngóðu gildi þá sem nú. Hér er framhaldið:
Mikilvægi veiða úr deilistofnum
Með aðild myndi Ísland ennfremur afsala sér valdi til samninga um stjórn fiskveiða úr deilistofnum. Þessir stofnar, loðna, kolmunni, karfi, grálúða, norsk-íslensk síld, makríll o.fl. tegundir, eru okkur afar mikilvægir. Um 30% tekna af íslenskum sjávarafurðum er vegna veiða úr deilistofnum sem nú eru nýttir.
Evrópusambandið ætlaði okkur engar veiðiheimildir í kolmunna. Hlutdeild okkar í þeim stofni er 16%. Væri Ísland aðildarríki ESB hefðu íslenskir sjómenn orðið að henda yfir 100 þúsund tonnum af makríl sem veiddist á árinu 2008.
Ábyrgð hvíli hjá þeim er nýta auðlindina
Útvegsmenn fylgja þeirri grundvallarafstöðu að ábyrgð á stjórnun fiskveiða og ákvarðanataka við verndun vistkerfa hafsins og nýtingu lifandi auðlinda eigi að hvíla í höndum þeirra ríkja sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanirnar varða með beinum hætti.
Forræðishyggja sjávarútvegsstefnu ESB
Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland verða að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þess, Common Fisheries Policy. Mikil forræðishyggja einkennir þessa stefnu, þar sem ábyrgð og stjórnun á fiskveiðum er tekin frá einstökum ríkjum, sem eiga mestra hagsmuna að gæta og flutt til stjórnkerfisins í Brussel, þ.e. beint undir stjórn bandalagsins sjálfs.
Skelfilegur árangur af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB
Forræðishyggja hefur leitt til þess að stjórn fiskveiða í aðildarlöndum ESB er meira og minna í molum. Þrátt fyrir margar tilraunir hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki tekist að snúa þessari alvarlegu stöðu við. Árangurinn af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni er skelfilegur; viðstöðulaus ofveiði, allt of stór floti og óhagkvæmur rekstur, auk gríðarlega umfangsmikils og kostnaðarsams styrkjakerfis til þess að viðhalda starfsemi í greininni.
Sameiginlega sjávarútvegsstefnan hefur margoft verið harkalega gagnrýnd, jafnt á vettvangi innan sambandsins sem utan þess. Eftirlit með framkvæmd hennar er í höndum aðildarríkja. Viðurkennt er að eftirlitið er veikburða, brot á reglum eru mjög tíð og viðurlög væg. Lítill hvati er til þess að fara að lögum. Rúmlega 10.300 fiskveiðibrot voru skráð innan ESB árið 2006. Um áratuga skeið hefur ítrekað komið fram á vettvangi ESB að nauðsynlegt sé að endurskoða fiskveiðistefnuna í heild sinni.
Meira verður birt af þessari greinargerð LÍÚ í annarri færslu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2013 | 19:56
Fiskiskip ESB-ríkja fá jafnan rétt til veiða í landhelgi hvers ESB-ríkis og heimamenn
- ... Og ekki batnaði staða þeirra [brezkra trillukarla og bátasjómanna] árið 1973 þegar Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu og varð að fallast á sameiginlega sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Hún hafði í för með sér -- eftir stuttan aðlögunartíma -- að fiskiskip allra bandalagsríkja fengu jafnan rétt til veiða í breskri landhelgi og heimamenn.
Guðni Th. Jóhannesson: Þorskastríðin þrjú, Rv. 2006 (Hafréttarstofnun Íslands), bls. 109.
Merkilegt hvernig sumir berja höfði við stein og neita að trúa þessu. Þetta er þó viðurkennt af þessum ágæta fræðimanni, og allt er þetta í raun fyrir fram ákveðið í löggjöf Evrópusambandsins (beinum arftaka og framhaldi Efnahagsbandalags Evrópu), sbr. hér um jafnan aðgang að fiskimiðunum.
JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)