Er Lidington, brezkur Evrópumálaráðherra, að heimsækja rétt land?

Hvers vegna allar þessar heimsóknir ESB-ráðamanna hingað? Hver bauð hingað brezka Evrópumálaráðherranum, fyrri eða núverandi ríkisstjórn? Er hann að reyna að hafa hér áhrif til ESB-inntöku Íslands í þágu Bretlands og ESB? Hvert er erindi hans við ný stjórnvöld á Íslandi, sem segja ESB-málið í "hléi" (í stað þess að vera ærleg við landsfundi flokka sinna og kjósendur og afturkalla Össurarumsóknina)? Er hann að reyna að snúa þeim Bjarna og Sigmundi?

Svo mun hann flytja hér erindi um Bretland og Evrópusambandið. (Það er undarlegt, að í frétt Mbl.is stendur: "... og halda erindi á fundi í Háskóla Íslands um Bretland, Ísland og Evrópusambandið að því er segir á heimasíðu breska sendiráðsins," en þegar sú heimasíða er skoðuð, stendur þar: "Minister for Europe, David Lidington MP, will be speaking at a symposium at the University of Iceland at midday on 20 June. The theme will be “The UK and Europe - our road ahead”". -- Þar er sem sagt ekkert minnzt á, að Ísland verði partur af því þema eða efni fyrirlestrarins. Hvort er nú rétt?! Brezka heimasíðan hlýtur sjálf að fara með rétt mál, eða var þemanu kannski breytt þar af einhverjum ástæðum?)

Bretar hefðu gríðarlegan hag að því að ná Íslandi inn í ESB-veldið. Það á fyrst og fremst við um fiskveiðiréttindin sem þeir fengju hér, en einnig um áhrif þeirra á orkumál hér í gegnum ESB-stofnanir (ærnar heimildir eru nú þegar í Lissabon-sáttmálanum til afgerandi áhrifa á orkumál ríkjanna, afhendingu orku og jafnrétti í verðlagsmálum, og það yrði Íslendingum þungur kross í raforkumálum; svo bætast olíumálin við!).

Í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar, í Lundúnaferð hennar, voru brezk stjórnvöld þegar farin að leita hér hófanna í fiskveiðimálum og vilja örugglega ekki verða eftirbátar Spánverja í þeim efnum á Íslandsmiðum og í íslenzkum höfnum. 

Hvað á öll þessi gestakoma að fyrirstilla, ef ekki að reyna að hafa hér áhrif á ráða- og áhrifamenn? Hver ráðherrann á fætur öðrum, utanríkis- og Evrópumála, allt upp í forseta (Finnlands), mætir hér til að skrafa bak við tjöldin við ráðamenn, og svo fá þeir jafnan að reyna að hafa sín áhrif líka gagnvart almenningi með því að koma fram í fjölmiðlum, gjarnan í drottningarviðtölum hjá hinum ESB-áhugasama Silfur-Agli.

"Aðildarferlið" á að vera yfirstaðið, búið, punktur og basta! Því var í upphafi komið á með bolabrögðum gegn þjóðarvilja og þess gætt að bera ekki hina naumlega samþykktu þingsályktunartillögu fyrir tæpum fjórum árum undir þjóðina. Jafnframt var sú gróflega framknúna samþykkt Alþingis ólögmæt til úrvinnslu, af því að hún var ekki afgreidd með þeim hætti, sem 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um. Undirskrift forsetans vantaði! Samt rauk þáv. utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tvívegis með hana út í lönd til að tvístarta sinni umsókn til ESB!

Núverandi stjórnvöld verða ekki fullsæmd af því, ef þau ætla að halda þessu áfram gangandi.

Eða hvað eru þau farin að gera í stöðvun á starfi "samninga"-nefndanna? Hafa Þorsteinn Pálsson og félagar fengið sín uppsagnarbréf? Eiga þeir að verða áfram á launum og nú fyrir alls ekkert? Getur ríkisstjórnin tekið ákvörðun, eða er það henni um megn? Ef þetta síðarnefnda á hér við, hver er þá skýringin?

Og hvernig stendur á því, að "Evrópustofu" er áfram leyft að halda hér uppi sinni áróðursstarfsemi? Nú hefur hún auglýst fund um Evrópusambandið og sjávarútvegsmálin í Vestmannaeyjum! "Stofan" sú arna virðist telja áfram nauðsyn að nota af sinni 230 milljóna Brussel-fjárveitingu til að liðka fyrir ESB hér á landi, eins og áfram sé grænt ljós á ESB-umsókn og innlimun.

Og hvers vegna er Evrópusambandsstofunum báðum ekki lokað, Bjarni og Sigmundur?

Sjá einnig þessa nýju grein: Blaðurfundur í Brussel - tækifæri til hreinskilni látið ónotað.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Evrópuráðherra Breta til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta og það er undarlegt að ráðherra hafi farið með stjórnarerindi án undirskriftar frá Forseta. Ég sé hana ekki á Umsókninni sem ég hér í tölvu minni. Ég hef ekki heyrt að það hafi verið ríkisráðsfundur vegna Þingsályktunartillögu að veita þá verandi ríkisstjórn umboð til að sækja um aðild. Umboðið var háð skilyrðum laga og stjórnarskrá sem ekki var farið eftir. Ég spurði lögfræðinga Alþingis  og einhverja ráðuneytisstjóra hvort Umsóknin væri stjórnarerindi og svar við því já. Því bar þeim að fá undirskrift forseta sem hefði ekki geta það útaf stjórnarskránni en Össur gat það.???

Valdimar Samúelsson, 14.6.2013 kl. 11:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn Pálsson og co, (MP-banki), eru að undirbúa annað Landsbanka-bakdyrarán.

Eða hver var annars tilgangurinn með stofnun MP-banka?

Forsætisráðherra þarf að vera vel á varðbergi, og passa uppá verðmætin. 

Bankaleynd og pukur þessara hvítflibbuðu og blanks-skóuðu banka-götustráka, er orsök hruns heimsfjármála-kerfisins. AGS/ESB-veldið ætti að halda sig við staðreyndir, til að halda trúverðugleika. 

Þetta er bara smá hugleiðing hjá mér, eða réttarasagt risastór hugleiðing, sem vert er að varpa fram, í heimsfjölmiðlastýrðu bankabrellu-umræðuna.

Það er ekki mikið vit í, að haga sér hvernig sem er (siðblint), bara ef maður er dómara-kerfis-samþykktur hvítflibba-bankaræningi í felulitum. En blind græðgin er víst aldrei í sama liði og siðferðisvitið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband