Að slá hlutum á frest er ekki að hætta við þá!!!

Ljóst er að hafa verður stöðugt aðhald við nýja ríkisstjórn um ESB-ógæfumálið. Réttast væri að mótmæla við þingsetninguna, en flestir þá reyndar í vinnu.

Óvænt fréttaviðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Mbl.is 29. maí styður það, að árvekni er þörf, enda hafa leiðtogar framsóknar- og sjálfstæðismanna áður reynzt ótraustir í þessum málum, Gunnar Bragi þó verið með þeim farsælli. Samt er undarlega hluti að finna í þessu viðtali, þar sem þó segir, að hann hafi ákveðið föstudaginn 24. maí, "að ekki yrði lögð meiri vinna innan ráðuneytisins í aðildarumsóknina að Evrópusambandinu fyrr en hann hefði hitt fulltrúa þess í júní næstkomandi."

Spyrja má: Til hvers ætti þá (eftir nefndan fund) að "leggja meiri vinnu í aðildarumsóknina" hans Össurar og þess nauma meirihluta á Alþingi, sem gegn atkvæði Gunnars Braga og gegn vilja þjóðarinnar tók þessa marg-gagnrýndu ákvörðun, sem jafnvel varðaði við landráðabálk almennra hegningarlaga og var andstæður andanum í stjórnarskrá lýðveldisins (t.d. 2. gr., auk þess sem brotið var gegn 16. og 19. grein hennar við framkvæmdina)?

  • „Ég taldi eðlilegt í ljósi þess að ríkisstjórnin ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum að beina því til starfsfólks ráðuneytisins að frekari vinnu við aðildarferlið yrði slegið á frest þar til ég er búinn að fara út og hitta fulltrúa Evrópusambandsins,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvaðst eiga von á að fara til Brussel fljótlega í júnímánuði. (Sama frétt Mbl.is.)

Að slá vinnu við eitthvað á frest þýðir í flestra munni, að þeirri vinnu verði síðar haldið áfram. Er sá vilji þessa ráðherra eða þeirra, sem standa kunna á bak við afstöðu hans í málinu? Er Evrópustórveldis-sinninn Halldór Ásgrímsson, sem mætti á fund framsóknarmanna í Rúgbrauðsgerðinni 21. maí sl., kannski á ný kominn með puttana í pólitíkina hjá þeim? Eða er okkur bara ætlað að treysta þessum flokkum út í loftið? Hefur það gefizt nógu vel hingað til? – Nei, almenningur þarf að halda vöku sinni, rétt eins og grasrótin gerði í Icesave-málinu, þvert gegn stórum hluta stjórnmálastéttarinnar.

Hvernig stendur á því, að fréttamenn ganga ekki harðar að þessum ráðherra og öðrum með spurningar í ætt við það, sem HÉR* og HÉR** voru ítrekaðar og fela meðal annars í sér, hvort ESB-"samninga"nefndamennirnir verði ekki teknir af launalista ríkisins (það er mælikvarði á það, hvort þetta "ferli" verður stöðvað í raun og ekki bara í plati) og hvort Evrópusambands-áróðursstofunum tveimur ("Evrópustofu") verði ekki lokað? Þjóðin á fullan rétt á svörum ráðamanna.

* Knýjandi spurningar vegna "hlés" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið

** Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hlé á viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir Jón Valur. Það á ekki að flækja þetta mál lengur í vefum pólítíkusa. Það vilja allir hætta þessum viðræðum og e stjórnvöld geta þð ekki sjálf þá verðum við að fara fram á Þjóðarkosninga strax og jafnvel um EES samningin en við viljum ekki óhindrað flæði innflytjenda lengur. 

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 09:01

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einfaldasta leiðin til að losna við ESB-óværuna, er að Alþingi samþykki ályktun um tafarlaus slit viðræðna. Enda er það stjórnskipulega rétt leið að sama valdastofnun slíti viðræðum og hóf þær.

 

Þessi leið mun vafalaust verða farin, því að fljótlega eftir setningu Alþingis mun koma þar fram tillaga til ályktunar um að viðræðunum við ESB verði STRAX slitið. Varla munu þeir fjölmörgu þingmenn, sem kosnir voru beinlínis til að binda enda á aðlögunarferlið, skorast undan að samþykkja tafarlaus slit.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 4.6.2013 kl. 09:44

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já ég styrki svona tillögu og eins og þú segir Loftur þá verður þetta bara að ske. Við viljum ekki vera lengur með þennan væflagang og það verður líka að taka á innflytjenda málunum. Við þurfum ekki annað en að horfa til bretlands í þeim efnum. Könnun fyrir ári eða meir þá vilu flestir ungir spánverjar flytja þanga en ekki nema 2 milljónir til Íslands. :-) 

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 10:45

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverð er hún og fullkomlega tímabær þessi væntanlega tillaga á Alþingi, sem þú segir þarna frá, Loftur. Það verður sannarlega fylgzt með atkvæðagreiðslu um hana!

Valdimar, þau samtök, sem standa að þessari vefsíðu, hafa ekki talið það í sínum verkahring að taka afstöðu til innflytjendamála. En fróðlegt væri að frétta nánar af þessari könnun sem gerð var á Spáni, sérstaklega með tilliti til Íslands.

Jón Valur Jensson, 4.6.2013 kl. 11:23

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er þöggunin og fjörmiðla-kúgunin, sem er mesta ógnin við réttlætið. Ekki bara á Íslandi, heldur um víða vestræna veröldina.

Þegar opinberir fjölmiðlar hafa það sem aðalmarkmið að blekkja og svíkja almenning, í boði svikulla banka/fjármálastofnana/mafíu, þá er ekki á góðu von. Almenningur verður að hlusta með gagnrýna eyranu, á opinbera og hertekna fjölmiðla. Almenningur verður að veita rökstutt og réttlátt aðhald, ef vel á að ganga.

Það er einungis samtakamáttur almennings í Evrópu og víðar, sem getur barist gegn þessum svikaöflum í efstu hæðum heimsmafíu-píramídans.

Þeir sem reyna að skapa sundrungu og stríð, eru ekki hlynntir friðsamlegum og bætandi aðgerðum/umræðum til lausna.

Þegar mér finnst ég algjörlega vanmáttug til að gera eitthvað í málunum, þá bið ég almættið algóða að leiðbeina/hjálpa mér og öðrum, til að bæta heiminn. Það hefur reynst mér best á neyðarstundum.

Ég bið almættið algóða að verja heiðarlega hermanninn í Bandaríkjunum (Manning), sem ekki hefur gert annað af sér en að vera heiðarlegur og segja frá hryllilegum mannréttindabrotum í boði "siðmenntaðra" ráðamanna.

ESB-fílabeinsturninn er er svo langt frá því að vera almættið algóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband