Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.5.2012 | 23:31
Ég skammast mín fyrir að ég kaus evruna
ESB-búrókratarnir vissu mætavel að evran mundi lenda í krísu en reiknað var með að allir myndu festast og kreppan við það breytast í lyftistöng sem gæti þvingað fram stofnun Bandaríkja Evrópu þrátt fyrir andstöðu fólksins, skrifar Lars Bern, meðlimur í Konunglegu Verkfræðivísindaakademíunni um áramótin á vefsíðu Newsmill.se

Þeir eru margir Svíarnir sem algjörlega hefur snúist hugur eftir að raunverulegur tilgangur evrunnar og evrukrísunnar hefur afhjúpast og allar þær þjáningar sem einkum íbúar Suður-Evrópu þurfa að þola, vegna tilraunarinnar um Súperríki Evrópu.
Í dag eru næstum því 86% Svía andvígir því að taka upp evru. Einungis 11,4% vilja taka upp evru skv. skoðanakönnun SKOP um áramótin meðal 1000 Svía (sjá línurit).
Við Evrópubúar höfum lengi dáðst að og öfundað framgang og styrkleika Bandaríkjamanna. Sú tilfinning hefur örugglega verið mikilvæg ástæða fyrir vexti Evrópusambandsins. Fyrir yfirstétt stjórnmálanna í Evrópu hefur markmiðið allan tímann verið að mynda Bandaríki Evrópu. Í ákafanum hefur manni yfirsést, hversu gjörólíkar forsendurnar hafa verið, skrifar Lars.
Líti menn á ríki Evrópu og beri saman við USA ættu allir að skilja, að verkefnið, sem við reyndum að fá í gang hérna megin, hafði miklu verri möguleika á að heppnast. Sjálfur hef ég lengi tilheyrt þeim, sem fönguðu drauminn á gagnrýnislausan hátt. Í öllum kosningum hef ég kosið það sem var jákvætt fyrir sænskan aðgang og sambandshugmyndina. Ég kaus meira að segja evruna, sem ég sé eftir í dag og skammast mín fyrir. Ég hefði mátt vita betur.
Núna skil ég, að draumurinn er hægt en örugglega að breytast í martröð. Við höfum skapað búrókratiskan risa á leirfótum, sem lifir sínu eigin lífi án nokkurrar lýðræðislegrar stjórnunar.
Það sem auðkennir stóran búrókratisma er stöðug ásækni þeirra eftir meiri viðurkenningu til að auka vald sitt. Fyrir ESB-búrókratanna hefur þetta þýtt, að þeir hafa leitað eftir ógn, sem hægt væri að nota til réttlæta meiri yfirbyggingu. Í byrjun, á meðan ESB var fríverslunarsamband, þá voru viðskiptamálin aðalatriðið. En með aukinni valdagræðgi hefur verið ruðst inn á önnur svið eins og öryggismál, umhverfismál og innflytjendapólitík.
Lengra í greininni skrifar Lars Bern:
Hvernig gat fallegi draumurinn um sameinaða Evrópu mistekist svona herfilega? Það finnast sjálfsagt margar hlutaskýringar en ég held, að manneskjulegur veikleiki skipti hér miklu máli. Allt sjónarspilið með stórfundi ESB, ráðherraráðinu og hinu táknræna þingi hefur orðið að leikstofu yfirstéttar stjórnmálamanna í Evrópu. Það hefur í hæsta máta verið hvetjandi fyrir ráðherra okkar að geta farið til Bryssel og snætt kvöldverð með þekktum þjóðarleiðtogum og komast með á myndir í heimspressuna eða að minnsta kosti í sjónvarp í Evrópu. Þetta hefur verið mun skemmtilegra heldur en að puða á þinginu heimavið eða í fundarherbergjum sveitafélaganna.
Fyrir ESB-búrókratana var upptaka evrunnar að sjálfsögðu mikilvægt skref í að malbika völdin og þjappa þeim enn meira saman í Bryssel. Það hafði engin áhrif, að margir hagfræðingar vöruðu við því að taka upp einn og sama gjaldmiðilinn hjá öllum þessum ólíku löndum. Persónur í leiðandi stöðum vissu mætavel, að það yrði kreppa á leiðinni, en þá var gengið út frá því, að allir myndu festast og kreppan við það breytast í lyftistöng, sem gæti þvingað fram stofnun Bandaríkja Evrópu, þrátt fyrir andstöðu fólksins. Það er síðasti kaflinn í þessu ferli, sem við erum vitni að í dag.
Núna, þegar allt lítur út fyrir að ganga á verri veg, fáum við að heyra frá þessum stjórnmálamönnum, sem hafa málað sig út í ESB-hornið, að ESB sé upprunalega friðarverkefni. Með því að búa til sambandið sé hægt að forðast illdeilur í framtíðinni. Það er smámunasamt að komast að því, að staðan sem þeir hafa nú komið okkur í með óheyrilegum lýðræðisskorti og þýsk/frönskum einræðistilskipunum leiðir líklega til þess ástands, sem fullyrt er að ESB eigi að koma í veg fyrir. Mótsetningarnar aukast milli fólksins í Evrópu.
Ef stjórnmálamenn Evrópu gætu haft hemil á sér væri það skynsamlegasta, sem þeir gætu gert, að skrúfa sundur risann í Bryssel og hverfa aftur til þess, sem hefur verið jákvætt í ESB-verkefninu. Látum fríverslunarbandalag duga og sameiginlegan markað fyrir vörur og þjónustu, það sem fólkið vill hafa ... Látum fólkið í Evrópu fá að lifa í sjálfstæðum frjálsum ríkjum sínum og þróa sérstakar menningararfleifðir sínar í Evrópu, þar sem öllum blómunum verður leyft að vaxa.
Ég hef engu við þessi orð Lars Berns að bæta. Spurningin er, hvort þróunin hafi ekki þegar gengið svo langt, að ekki verði aftur snúið og friðarverkefnið breytist í andstöðu sína.
Stokkhólmi 15. maí 2012,
Gústaf Adolf Skúlason.
Greinarhöf. er fyrrv. ritari evrópskra samtaka smáfyrirtækjaeigenda,
hefur birt fjölmargar blaðagreinar um efnahags-, sjávarútvegs- og stjórnmál
og er varaform. Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland.
![]() |
Tóku út 700 milljónir evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2012 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Stórkostlegt valdaframsal til ESB" er fyrirsögn á forsíðu Fréttabl. í dag. Þar segir Bjarni sameiginlegt fjármálaeftirlit á EES-svæðinu krefjast þessa, verði kerfið innleitt í EES-samninginn, og að menn verði að gera sér grein fyrir að risahagsmunir séu þar undir. Bjarni virðist hafna því, að hið nýja kerfi megi að óbreyttu innleiða hér, og tekur sérstaklega fram, að hann er því algerlega mótfallinn að fara þá leið, sem Össur Skarphéðinsson hafði lagt til, því að BB segir orðrétt:
- "Ég tel fráleitt að við myndum hrökkva til og breyta stjórnarskránni út af þessari gerð ESB, það finnst mér alls ekki koma til greina."
Hefðu þessar reglur verið í gildi 2008, þá hefði Alþingi ekki getað sett neyðarlögin.
- "Ef þessar gerðir sem ESB er að fara fram á að verði innleiddar í EES-samninginn hefðu verið í gildi þegar bankakrísan skall á 2008, þá hefðum við að mestu tekið við fyrirskipunum frá Brussel," segir Bjarni.
Og takið eftir þessum lokaorðum í hinni ágætu forsíðufrétt:
- Með breytingunum er í fyrsta sinn farið fram hjá tveggja stoða kerfi sem byggt hefur verið inn í EES-svæðið. "Það eitt og sér er stórmál," [sagði Bjarni]. (Sbr. nánar HÉR.)
Af stöðu mála ætti að vera ljóst, að mikið er nú komið undir því, að stjórnmálamenn í Noregi og á Íslandi taki einhuga afstöðu, þvert á allar flokkalínur, gegn þeirri óbilgjörnu stefnu Evrópusambandsins nú um stundir að vilja engar málamiðlanir um eðli hugsanlegra breytinga á þessum málum í EES-löndum utan ESB, en þannig eru Brusselherrarnir að óvirða tveggja stoða kerfið með því að ákveða sjálfir allt einhliða í málinu.
Þessi ánægjulegi viðsnúningur Bjarna í málinu er gott skref í þá réttu átt að mynda þá norrænu samvinnu um staðfestu gegn einhliða boðvaldi ESB, sem hér var rætt um. Hann er einnig með orðum sínum að draga nokkuð úr líkunum á því, að Össur geti neytt hér færis til að láta umbreyta stjórnarskránni til þess í raun að búa þar til fráleita heimild til að ofurselja Evrópusambandinu æðstu fullveldisréttindi þessa lands.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2012 | 03:36
Ísafold með yfirlýsingu gegn áróðursherferð ESB
Sannarlega er það rétt hjá unga fólkinu í Ísafold að gagnrýna áróðursbrellur Evrópusambandsins hér á landi. Þarf ekki að víkja burt þessum Timo Summa sendiherra, sem brýtur hér lög? Burt skal ESB með sínar 230 milljónir til að blekkja íslenzkan almenning, eins og við höfum ekki þurft að búa við ærinn "Evrópuhraðlestar"-áróður hingað til og um langt árabil !

Brynja Halldórsdóttir og félagar hennar í Ísafold hafa nú tekið á þessu hneykslismáli. Þeim "þykir skjóta skökku við að Evrópustofa sé með virkum hætti að hafa áhrif á umræðuna á Íslandi." (Mbl.is.) Hér er yfirlýsing Ísafoldar:
- "Margra daga opin hátíðarhöld í tilefni Evrópudagsins svokallaða sem Evrópustofa stendur fyrir gefa upp ýkta glansmynd af aðlögunarferlinu og Evrópusambandinu sem slíku. Þessi hátíðarhöld sem fjármögnuð eru af ESB eru til þess fallin að draga úr þeirri neikvæðu ímynd sem Íslendingar réttilega hafa vegna framgöngu ESB og aðildarríkja þess.
- Á sama tíma og blásið er til hátíðar er Evrópusambandið í málaferlum við Íslendinga fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave kröfu Breta og Hollendinga. Þá eru ekki öll kurl komin til grafar í deilunni um makrílinn vegna samþykktar sjávarútvegsnefndar ESBþingsins frá 24. apríl sl. að tillögu Framkvæmdarstjórnarinnar um reglur til þess að refsa ríkjum utan sambandsins sem að mati þess stunda ósjálfbærar fiskveiðar.
- Verði Evrópustofa áfram starfrækt hér á landi á meðan aðlögunarferlið er í gangi, er það von Ísafoldar að þeir sem að stofnuninni standa sjái sóma sinn í því að vera eingöngu til staðar innan veggja skrifstofunnar. Þá getur hver sá er vill, aflað sér "hlutlægra" upplýsinga um ESB frá Evrópusambandinu sjálfu án þess að Evrópustofa, með sendiherra ESB sér við hlið, blandi sér markvisst í íslensk innanríkismál og skekki lýðræðislega umræðu Íslendinga."
![]() |
Gagnrýna Evrópuviku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2012 | 16:44
Guðni Ágústsson um furðuleiki Samfylkingar
"... Hvar fiskurinn liggur undir steini vita allir landsmenn. Samfylkingin ætlar inn í Evrópusambandið og leikur marga furðuleiki til þess að ná því fram. Nú er framundan nýtt inngrip, sérstök gleðivika ESB á Íslandi (auðvitað óháð allri aðildarumsókn) svona hátíð eins og ungmennafélögin stóðu fyrir hér áður fyrr. Öðruvísi mér áður brá þegar við vinstrimenn girtum Kanana af í Miðnesheiðinni og lokuðum Kanaútvarpinu. En í þá daga vildu menn ekki inngrip í sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Nú er öldin önnur og Össur "glaði" spyr Steingrím J. Sigfússon okkar gamla landvörslumann ekki leyfis í einu eða neinu þótt það sé nú blessaður Steingrímur einn sem ber ríkisstjórnina áfram."
Þannig ritar Guðni Ágústsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, í grein sinni í miðopnu Morgunblaðsins í gær, miðvikudag 9. maí: Útsmoginn er Össur Skarphéðinsson. Þið takið eftir sneiðinni í lok textans: þar er bent á, að Steingrímur ber í raun ábyrgð á, að þessi ríkisstjórn haldi áfram sinni ótæpilegu meðvirkni með Evrópusambandinu, jafnvel milljóna-áróðurspakka þess; Steingrímur virðist ekki hafa meiri sjálfsaga og stolt en svo, að hann leyfir utanríkisráðherranum komast upp með hvað sem er.
Guðni segir þarna meðal annars: "Nú er aðeins ein fyrirstaða í ríkisstjórninni eftir í ESB-ferlinu það er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra." -- Hvetja má menn til að lesa skrif Guðna um Evrópusambandsmál í Morgunblaðinu (sbr. yfirlit hér). Ofangreindar tilvitnanir eru birtar hér með góðfúslegu leyfi höfundar. JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 22:29
Gísli Holgersson ritar: ESB-feigðin
"Er það ekki móðgun við Íslendinga að ESB moki yfir landið mútufé í hundruðum milljóna sem fara í botnlausa vasa utanríkisþjónustunnar?"
Grein Gísla í Mbl. í dag, ESB-feigðin, er mjög athyglisverð.
- "Óróleiki Vestur-Evrópu
- Enn leiða Samfylkingin og VG ESB-feigðina yfir landið. Innan ESB eru rúmlega 500 milljónir íbúa sem eru úrvinda af skrifræði og reglufargani. Atvinnuleysi er sumstaðar fimmfalt meira en á Íslandi. Þarna tifar óróleiki Vestur-Evrópu. Samfélagsmál, evruvandi og atvinnumál eru áhyggjuefni á heimsvísu. Keppumst ekki um að gera Ísland að fjölþjóðasamfélagi, til þess erum við alltof fámenn. Fylgjast Íslendingar ekki með erlendum fréttastöðvum?
- Ætla Íslendingar að gefa rétt sinn um 200 mílna landhelgi til ESB og leita leyfa um hvaða fisk má draga úr sjó hér uppi í landsteinum? Á Brussel að svara fyrir olíulindir okkar á Drekasvæðinu? Á Brussel að svara fyrirspurnum um Norður-Íshafssiglingar? Vilja Íslendingar greiða ESB-skrifræðinu 15-20 miljarða á ári fyrir vistina? Þetta gjald fer hækkandi, ekki lækkandi."
Þannig ritar Gísli, sem er kaupmaður að starfi. Hann varð vel við ósk um að fá að vitna hér í grein hans alla. Hún endar þannig:
- "Flýjum stórveldið og ESB-vistina
- Sjá Íslendingar ekki vandræðagang samfylkingarmanna og VG með landsstjórn og stjórn utanríkismála? Milljörðum hefur verið eytt frá þjóðinni vegna mannaskipta meðal alþingismanna og ráðherra í ríkisstjórn. Hvað hefur umsókn stjórnarliðsins að ESB-vandamálum kostað íslenska þjóð? Er það ekki móðgun við Íslendinga að ESB moki yfir landið mútufé í hundruðum milljóna sem fara til auglýsingastofa, Evrópuspjallara og í botnlausa vasa utanríkisþjónustunnar? Óskum ekki eftir aðild "stórvelda" og nærveru ESB-landa. Kjósum tafarlaust á móti þessari meðferð á landinu okkar."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 18:54
"Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum"

Ragnhildur Kolka skrifar í dag í Mbl.: "Það sem hér er stefnt að er nokkurs konar Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum. Án aðstoðar ESB hefði Grikkjum ekki tekist að koma sér í þessa holu sem þeir nú eru í. Ódýr lán flæddu inn í landið frá ESB-ríkjunum með sérsniðnum vöxtum þýska hagkerfisins. Til að viðhalda innstreyminu var bókhaldið barið til hlýðni og endalaus Vaðlaheiðargöng fengu forgang utan fjárhagsáætlana."
Tilefni skrifa hennar var fréttin á Stöð 2 um möguleika kræklingabænda til að afla sér lífsviðurværis, sem "vakti ekki beinlínis með manni vonir um að hér færi að birta til í atvinnumálum," eins og hún ritar þar. -- Grein hennar nefnist ... þar sem lífsþrekið er barið niður og er viðbragð við kyndugu máli, þar sem kræklingabóndi varð fyrir ótrúlegri meðferð býrókratískrar stofnunar, sem sektaði hann jafnvel fyrir að "fyrir að móttaka bréf [frá stofnuninni] sem aldrei átti að senda".
Hún horfir þar upp á þægðarfulla viðleitni ríkisstjórnarinnar til að framfylgja ESB-stefnu í stjórnkerfinu. "Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður seint vænd um að rýra hlut stofnananna sem bólgnað hafa úr öllu hófi, enda hlýðin tilskipununum að ofan," segir hún. Öðru máli gegni um ýmsar aðrar stofnanir hér, eins og hún ritar:
- Tiltekt og aðhald nær helst til stofnana sem almenningur stólar á þegar á bjátar, s.s. heilbrigðisþjónustu og löggæslu, sem enn eru aflögufærar að mati ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir tuga prósenta niðurskurð. Þar má skera inn að beini og beri einhver skaða af má úrvinda starfsfólk taka skellinn.
- Í millitíðinni heldur stjórnin ótrauð áfram að sinna velferð stofnana sinna og starfsmanna þeirra. Og allt er það gert í nafni endurskipulags og sparnaðar.
Og takið eftir þessu (leturbr. hér):
- Breytingarnar á stjórnarráðinu sem nú eru til umræðu eru einmitt ein slík sparnaðaraðgerð. Þar er rösklega tekið til hendi og ráðuneytum sem við upphaf stjórnartíðar Jóhönnu voru 12 skal nú fækkað í 8. Og nú skyldi maður spyrja: er það ekki hið besta mál? Jú, vissulega, ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að um leið og nýju nafnplöturnar fara í slátt mun fjölföldunarvélin spýta út röð af nýjum ráðherrum. Tilkoma yfir- og undir- og undirundir-ráðherra munu kalla á sæg nýrra blýantsnagara svo friðþægja megi kröfum ESB um "enn öflugri" eftirlitsstofnanir. Ekki dugar að láta kræklingabændur eina lúta eftirliti. Nú þarf að sauma kerfið að kartöflubændum, berjabláum fjörulöllum og öllum þeim sem enn eru svo einfaldir að halda að auðlindir á eigin landi lúti einkaeignarrétti. Slík lausung skal ekki liðin.
- Það sem hér er stefnt að er nokkurs konar Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum.
Menn þurfa að fletta í blaðinu til að lesa lengra, mjög áhugaverðar upplýsingar þar um Grikklandsmálin (Mbl. í dag, bls. 23, eða HÉR).
Ragnhildur Kolka lífeindafræðingur er félagsmaður í Heimssýn og í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland og veitti góðfúslega leyfi til að vitna hér í grein sína.
![]() |
Ragnhildur Kolka: Stofnanavæðing stjórnarinnar er helstefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2012 | 00:03
Stefán Már Stefánsson prófessor telur endurnýjaða áherzlu á "tveggjastoðakerfið" vera úrlausnarleið í stað hinna tveggja úrslitakosta Össurar
- "Stefán bendir á að þegar samið hafi verið um EES-samninginn á sínum tíma hafi EFTA-ríkin lagt mikla áherslu á að um tveggja stoða kerfi yrði að ræða og að þau yrðu ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sett. Fyrir vikið hafi EFTA-dómstólnum og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið komið á fót til þess að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins gagnvart þeim EFTA-ríkjum sem gerðust aðilar að honum; Íslandi, Noregi og Liechtenstein."
Þannig segir Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður frá viðtali við próf. Stefán Má, sem er okkar færasti sérfræðingur í ESB- og EES-löggjafar og dómsmálum.
Ef hér yrði farin leið Össurar og Samfylkingarinnar, væri ótvírætt verið að framselja hluta ríkisvalds okkar til Evrópusambandsins, setja okkur undir "valdsvið nýrra eftirlitsstofnana þess með fjármálamörkuðum ... Ákvörðunum þessara stofnana yrði hægt að áfrýja til Evrópudómstólsins og eftir atvikum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins" (skv. sama fréttaviðtali á Mbl.is), en hér kemur þetta babb í bátinn:
- "Það gengur hins vegar gegn stjórnarskránni og yrði að breyta henni til þess að slíkt væri mögulegt eins og fram kemur í áliti sem Stefán vann fyrir ríkisstjórnina ásamt Björgu Thorarensen lagaprófessor."
Össur og ESB-sinnarnir sjá sér nú færi á því að draga Ísland enn lengra undir áhrifavald evrópska ríkjabandalagsins og undir miðstýringarafl þess, jafnvel þótt ekki væri komið svo langt að setja sjávarútvegsmál o.fl. málaflokka undir það vald, eins og gerast myndi með beinni inntöku Íslands í Evrópusambandið. Þennan tvíþætta ávinning sjá þessir ESB-meðvirku menn ugglaust í því:
- Að þeir geti haldið áfram að fullyrða, að stökkið yfir í sjálft ESB sé alltaf að verða minna og minna ... og svo lítið, að litlu máli skipti! (Það yrði þó í reynd risastökk og fæli í sér gagngera eðlisbreytingu á stjórnskipan okkar, með óbætanlegum skaða fyrir sjálfræði lýðveldisins.)
- Að þetta yrði látið gerast með upptöku ákvæðis í stjórnarskrá, að heimilt sé að framselja vald "til alþjóðlegra stofnana", en einmitt það ákvæði (sem þarna væri ætlað að hleypa í gegn valdsframsali vegna fjármálastofnana) yrði síðan notað til að reyna að fá því framgengt, að allsherjarvald okkar stjórnskipunar yrði sett undir Evrópusambandið, eins og gerast myndi með formlegum ákvæðum aðildarsamnings, þar sem ævinlega stendur skýrum stöfum, að nýja aðildarríkið taki sjálfkrafa við öllum sáttmálum, lögum og reglugerðum Evrópusambandsins, strax frá þeirri stundu, og allri framtíðarlöggjöf þaðan líka -- og að rekist þau ákvæði á við landslög, skuli lög ESB ráða -- og að ESB hafi stofnanir sem sjái um að úrskurða um vafa- eða deilumál um inntak laganna, sem sagt væri að rækjust á (þannig að jafnvel þau ágreiningsmál kæmu aldrei til kasta Hæstaréttar Íslands). -- Össurarliðið hyggst reyna að renna þessu í gegn, rétt eins og nýrri innistæðitilskipun ESB, sem gera mundi okkur að leiksoppi sambandsins við næstu bankakreppu, enda væru þær innistæður þá tryggðar beinlínis af ríkinu og með fimmfalt hærra tryggingarhámarki en því, sem tryggt var hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta á tíma Icesave-málsins.
Um þessi mál verður mikið fjallað á næstunni, nema menn kjósi værðina áfram.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Fæli í sér eðlisbreytingu á samningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 19:17
Lögleysu-athæfi sendiherra
Það ætti að banna sendiherra ESB að halda áróðursfundi, þar sem hvort sem er er engu svarað af ágengum fyrirspurnum nema þessu helzt: "Því miður er ekki unnt að svara þessu núna, fundartíminn er ekki nógu langur til þess!"
Það ætti að banna Timo Summa að stunda það að vera farandpredikari fyrir Evrópusambands-stórveldið, sem vill gleypa lýðveldið Ísland og taka hér æðstu völd og setja lög sín sem hin æðstu lög.
Þetta hefur hann þó gert, sbr. hina eitilsnjöllu grein Tómasar Inga Olrich, Summa diplómatískra lasta, í Mbl. 2. apríl sl. Þar segir okkar reyndi, fyrrverandi sendiherra í París meðal annars:
Með framferði sínu kemur sendiherra ESB fram við Íslendinga eins og þjóðin sé ekki sjálfstæð og fullvalda. Hann hefur að engu þær reglur sem ESB hefur undirgengist. Yfirmenn hans í Brussel virðast ekki hafa áhyggjur af því og eru því samábyrgir fyrir lögleysunni.
Tómas Ingi minnir á, að Evrópusambandið hafi "skuldbundið sig til að hlíta reglum Vínarsáttmálans" um diplómatísk tengsl ríkja (1961), þar með talið "að virða þá reglu, sem er að finna í 41. grein Vínarsáttmálans og kveður á um að sendinefndunum ber skylda til að blanda sér ekki í innri málefni þess ríkis, þar sem þær starfa og virða lög og reglur heimlandsins. Þessi regla hvílir þyngst á sendiherranum sjálfum, þar eð ábyrgð hans er mest," segir Tómas Ingi.
En hvernig eru efndirnar? Lesið hér, orð Tómasar Inga:
- Halda mætti að utanríkisráðherra Íslands væri ókunnugt um þessar reglur. Sendiherra ESB, Timo Summa, fer hér um sveitir, á vegum Evrópustofu, sem hefur það að markmiði samkvæmt yfirlýsingu forstöðumanns stofunnar "að hafa ekki áhrif á umræðuna". Sendiherrann segir á hinn bóginn, að hann ætli að "skapa" umræðuna. Það virðist ekki vefjast fyrir neinum innan Evrópustofu að þessar yfirlýsingar ganga í kross.
- Sendiherrann sjálfur hagar sér eins og þingmaður í aðdraganda kosninga: hann heimsækir fyrirtæki, ræðir við atvinnurekendur og rekur áróður fyrir ESB ... (Leturbr. hér.)
Grein Tómasar Inga er miklu lengri og afhjúpar ólögmæti aðgerða sendiherrans og ESB. Lesið greinina HÉR.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Borgarafundur með sendiherra ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2012 | 12:30
Mikil aukning á mansali innan ESB!
- Talið er að það hafi aukist verulega á undanförnum árum. Aðallega er um að ræða mansal á ungum stúlkum og konum sem seldar eru til vændis.
- Evópusambandið telur að megnið af þessum stúlkum og konum komi frá löndum innan sambandsins. Áður fyrr var þetta mansal hinsvegar að mestu bundið við fólk sem flutt var inn til Evrópusambandsins frá löndum utan þess. (Visir.is, 7. maí 2012.)
Evrópusambandið er sem sé að verða sjálfbært á þessu vafasama sviði!
En án skops er merkilegt, að sjálft eftirlitssamfélagið mikla, ESB, hefur ekki einu sinni taumhald á þrælahaldi. Mansal er ekkert annað en þrælasala og þrælahald og í þessu tilviki er það með mestu niðurlægingu kvenna, með sálrænum örum ævina á enda.
Ef lausn þessa þrælahalds er ekki á forgangslista, hvað er þá forgangsmál hjá ESB? Af hverju versnar ástandið í stað þess að batna í viðleitninni til að nálgast hina fullkomnu útópíu?
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2012 | 10:00
22,6% fólks undir 25 ára aldri á evrusvæðinu er atvinnulaust
Alls eru 25 milljónir manna án atvinnu í Evrópusambandinu. Hér er ekki verið að ljúga upp á ESB, enda er þetta samhljóða fyrirsögn í sjálfu Fréttablaðinu í gær (bls. 10). Þar af eru rúmar 17 milljónir á hinu rómaða evrusvæði (í marz á þessu ári, frá þeim tíma eru nýjustu tölur). Atvinnuleysið var 10,2% í marzmánuði, en 9,4% einu ári áður. Gæfulegt eða hitt þó heldur! -JVJ.
PS. 9/5: Hér á landi var 9,3% atvinnuleysi í febr. og marz 2010, 8,6% í febr. 2011 og 7,3% í febr. 2012.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2012 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)