Gísli Holgersson ritar: ESB-feigðin

mynd 2012/05/09/GGLP1U8F.jpg  "Er það ekki móðgun við Íslendinga að ESB moki yfir landið mútufé í hundruðum milljóna sem fara í botnlausa vasa utanríkisþjónustunnar?"

Grein Gísla í Mbl. í dag, ESB-feigðin, er mjög athyglisverð.

  • "Óróleiki Vestur-Evrópu
  • Enn leiða Samfylkingin og VG ESB-„feigðina“ yfir landið. Innan ESB eru rúmlega 500 milljónir íbúa sem eru úrvinda af skrifræði og reglufargani. Atvinnuleysi er sumstaðar fimmfalt meira en á Íslandi. Þarna tifar óróleiki Vestur-Evrópu. Samfélagsmál, evruvandi og atvinnumál eru áhyggjuefni á heimsvísu. Keppumst ekki um að gera Ísland að fjölþjóðasamfélagi, til þess erum við alltof fámenn. Fylgjast Íslendingar ekki með erlendum fréttastöðvum?
  • Ætla Íslendingar að gefa rétt sinn um 200 mílna landhelgi til ESB og leita leyfa um hvaða fisk má draga úr sjó hér uppi í landsteinum? Á Brussel að svara fyrir olíulindir okkar á Drekasvæðinu? Á Brussel að svara fyrirspurnum um Norður-Íshafssiglingar? Vilja Íslendingar greiða ESB-skrifræðinu 15-20 miljarða á ári fyrir „vistina“? Þetta gjald fer hækkandi, ekki lækkandi."

Þannig ritar Gísli, sem er kaupmaður að starfi. Hann varð vel við ósk um að fá að vitna hér í grein hans alla. Hún endar þannig:

  • "Flýjum stórveldið og ESB-vistina
  • Sjá Íslendingar ekki vandræðagang samfylkingarmanna og VG með landsstjórn og stjórn utanríkismála? Milljörðum hefur verið eytt frá þjóðinni vegna mannaskipta meðal alþingismanna og ráðherra í ríkisstjórn. Hvað hefur umsókn stjórnarliðsins að ESB-vandamálum kostað íslenska þjóð? Er það ekki móðgun við Íslendinga að ESB moki yfir landið mútufé í hundruðum milljóna sem fara til auglýsingastofa, Evrópuspjallara og í botnlausa vasa utanríkisþjónustunnar? Óskum ekki eftir aðild "stórvelda" og nærveru ESB-landa. Kjósum tafarlaust á móti þessari meðferð á landinu okkar."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband