Ísafold með yfirlýsingu gegn áróðursherferð ESB

Sannarlega er það rétt hjá unga fólkinu í Ísafold að gagnrýna áróðursbrellur Evrópusambandsins hér á landi. Þarf ekki að víkja burt þessum Timo Summa sendiherra, sem brýtur hér lög? Burt skal ESB með sínar 230 milljónir til að blekkja íslenzkan almenning, eins og við höfum ekki þurft að búa við ærinn "Evrópuhraðlestar"-áróður hingað til og um langt árabil !

Brynja Halldórsdóttir, talskona Ísafold.

Brynja Halldórsdóttir og félagar hennar í Ísafold hafa nú tekið á þessu hneykslismáli. Þeim "þykir skjóta skökku við að Evrópustofa sé með virkum hætti að hafa áhrif á umræðuna á Íslandi." (Mbl.is.) Hér er yfirlýsing Ísafoldar:

  • "Margra daga opin hátíðarhöld í tilefni Evrópudagsins svokallaða sem Evrópustofa stendur fyrir gefa upp ýkta glansmynd af aðlögunarferlinu og Evrópusambandinu sem slíku. Þessi hátíðarhöld sem fjármögnuð eru af ESB eru til þess fallin að draga úr þeirri neikvæðu ímynd sem Íslendingar réttilega hafa vegna framgöngu ESB og aðildarríkja þess. 
  • Á sama tíma og blásið er til hátíðar er Evrópusambandið í málaferlum við Íslendinga fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave kröfu Breta og Hollendinga. Þá eru ekki öll kurl komin til grafar í deilunni um makrílinn vegna samþykktar sjávarútvegsnefndar ESB–þingsins frá 24. apríl sl. að tillögu Framkvæmdarstjórnarinnar um reglur til þess að refsa ríkjum utan sambandsins sem að mati þess stunda ósjálfbærar fiskveiðar. 
  • Verði Evrópustofa áfram starfrækt hér á landi á meðan aðlögunarferlið er í gangi, er það von Ísafoldar að þeir sem að stofnuninni standa sjái sóma sinn í því að vera eingöngu til staðar innan veggja skrifstofunnar. Þá getur hver sá er vill, aflað sér "hlutlægra" upplýsinga um ESB frá Evrópusambandinu sjálfu án þess að Evrópustofa, með sendiherra ESB sér við hlið, blandi sér markvisst í íslensk innanríkismál og skekki lýðræðislega umræðu Íslendinga." 

mbl.is Gagnrýna Evrópuviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sælinú.

Ég mætti reyndar á kolólöglega borgarafundin með sendiherranum í Iðnó, ásamt alls fimmtán manns að starfsmönnum fundarins meðtöldum og það var svo pínlega þunnur þrettándi að ég held að fullveldisbaráttunni hafi verið gert meira gagn en ógagn með uppátækinu.

Svona svipað og hákarlsauglýsingin vegna Icesave, sem hafði þveröfug áhrif við það sem var tilætlun auglýsandans.

Áfram Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2012 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband