Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.9.2012 | 09:54
Eyðilegging lýðræðis í Evrópu á lokastigi
Tvískinnungur stjórnmálamanna hefur opnað hliðið að alríki ESB með því að gefast upp á lýðræðinu.

Orðin eru Václav Klaus, forseta Tékkóslóvakíu í viðtali sunnudagsblaðs The Telegraph. Hann varar við þróuninni, sem hann telur að stjórnmálamenn á flótta frá ábyrgð gagnvart kjósendum, geri mögulega með tvískinningi sínum. Þar talar hann einnig um stjórnmálamenn hægri flokka.
Nýji þrýstingurinn um stofnun Sambandsríkis í Evrópu með eigið stjórnarfar og eigin her er "lokastig" eyðileggingar lýðræðis og þjóðlegra ríkja, segir Václav Klaus.
"Við verðum að hugsa um að endurreisa þjóðríki okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Það er ómögulegt í sambandsríki. ESB ætti að fara í þveröfuga átt."
Í síðustu viku lögðu Þýzkaland, Frakkland og níu önnur ríki í Evrópu tillögur um að leggja niður neitunarvald þjóða í öryggismálum. Utanríkisráðherra Þýzkalands Guido Westerwelle lagði til að forseti ESB yrði persónulega kosinn með vald að skipa ráðherra "ríkisstjórnar Evrópu."
Westerwelle vísaði til andstöðu Breta og sagði að leggja yrði niður neitunarvald ríkja í öryggismálum "til að koma í veg fyrir að einstök ríki gætu stöðvað framgang tillagna" sem "gætu meðal annars fjallað um sameiginlegan evrópskan her."
José Manuel Barroso tilkynnti hugmyndir sínar um fullbúiið sambandsríki þegar ár 2014. Í ræðu í Hradcany kastalanum í Prag, sem er þjóðartákn Tékka, sagði Václav Klaus að ræða Barroso væri mikilvægur vendipunktur.
"Þetta er í fyrsta skipti, sem Barroso hefur tilkynnt raunveruleg markmið aðalsöguhetja dagsins um áframhaldandi og enn frekari samruna í Evrópu. Fram að þessu hafa menn eins og Barosso haldið þessum markmiðum leyndum fyrir almenning. Ég er hræddur um, að Barroso telji tímann réttan til að tilkynna um slíka algjörlega, ranga þróun."
"Þeir halda, að þeir séu að ljúka við hugmyndina um Evrópu en í mínum huga, þá eru þeir að eyðileggja hana."
Viðtalið er mun lengra og hægt að nálgast það hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2012 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af fregnum af fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrr í dag komu fram góðar tillögur Bjarna Benediktssonar um höfnun hugmynda stjórnlagaráðs og útskýring á eðli aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Sú uppljóstrun fyllir mælinn, að ríkisstjórnin hafi reynt að hætta við guðsþjónustu við þingsetningu. Skulu allir þeir þingmenn, sem komu í veg fyrir þá aðför að þingi og þjóð, heiður hafa fyrir að stöðva gjörninginn. Vonandi verður þetta athæfi ríkisstjórnarinnar geymt en ekki gleymt í þjóðarsálinni.
Það er góð tillaga að kjósendur greiði atkvæði gegn því, "að vinna stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 20. okt. n.k." Það er forkastanlegt af ríkisstjórninni að fyrirmuna löglega kjörnum fulltrúum landsmanna á Alþingi, sjálfum þingmönnunum, að taka málið efnislega fyrir á Alþingi, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, að marktækar tillögur um breytingar á stjórnarskránni verða að vera frá Alþingi komnar!!!
Megi þingmenn stjórnarflokkanna fjúka út í veður og vind í næstu kosningum.
Gott mál og löngu tímabært er að útskýra inngöngu í ESB sem stærra mál en upptöku evru. "Afsal valds Íslendinga yfir stjórnun fiskveiða og færsla valds til miðstýringarinnar í Brussel" eyðileggja framtíðarmöguleika þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Kannski vill formaðurinn útskýra fyrir þjóðinni, að hann sé á móti frekari samþjöppun valds í Brussel í sambandsríki svo flokksbróðir hans Illugi Gunnarsson viti, hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þeim málum? Hér dugir ekkert hálfkák - einungis skýr skilaboð.
Ísland hefur ekkert í Evrópusambandið að gera sem stefnir í stór- og hernaðarveldi. Formaður Sjálfstæðisflokksins nær eyrum þjóðarinnar á þessum nótum og veitir ekki af eftir mistök sín sem meðflutningsmanns Icesave-tillögu verstu ríkisstjórnar lýðveldisins. Margir kjósendur hafa enn ekki fyrirgefið Bjarna Benediktssyni né þingmönnum sjálfstæðismanna þau mistök.
Það er til ein regla í viðskiptum: Ef þú svíkur loforð þitt þarftu að bæta viðskiptavininum það 12 sinnum til að endurheimta fyrra traust.
Fundur dagsins vekur þær væntingar, að ef formaður flokksins heldur sig við að kynna niðurstöður sjálfstæðrar hugsunar, gæti svo farið að bæði hann og Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrri virðingu og traust hjá kjósendum. Til að ná því markmiði þarf flokksforystan þó að eyða mun fleiri hitaeiningum og verða stærri megafónn svo hugmyndir sjálfstæðismanna heyrist á landsvísu.
Gústaf Adolf Skúlason
![]() |
Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illugi var ræðumaður á fundi SUS í Valhöll þetta fimmtudagskvöld ásamt Árna Páli Árnasyni. Vart gekk hnífurinn milli þeirra í evrumálum. Ennþá FRÉTTNÆMARA er, að aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur).
Illugi er nýskipaður þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er gamall samherji Bjarna Benediktssonar. Bjarni hlýtur að vera á sama máli og Illugi í þessu mikla máli; ella hefði Illugi ekki fengið stöðuna. Þeir eru þá hrokknir í gamla gírinn, Illugi og Bjarni, a.m.k. virðist blasa við, að með slíkan (og slíka) forystumenn er Sjálfstæðisflokknum (ef þessi tíðindi af fundinum eru rétt) í engu treystandi í Evrópusambandsmálum.
Fundurinn var í beinni útsendingu á vefnum xd.is þetta kvöld, en þar er engin upptaka til að sjá og heyra ræðumenn aftur. Og engar fréttir eru af þessu á Mbl.is, Visir.is, Eyjan.is, Ruv.is -- ætli þeir sitji ekkert um ræðuhöld nýskipaðs þingflokksformanns? Eða ætla þeir að geyma sér stóru fréttirnar til morguns? -- eða hylma yfir með þessu, sem virðist fráhvarf frá ESB-andstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins?
Ef þetta síðastnefnda er rétt, gefur það fullveldissinnuðum hægri- og miðju-mönnum enga ástæðu til að exa við D í kosningunum í vor! Miklu fremur gefur það gefur Hægri grænum SÓKNARFÆRI, en fyrir utan þá virðist enginn flokkur standa fullkomlega einarður gegn Evrópusambandsinnlimun, en það gera þó Kristin stjórnmálasamtök og fullveldissinnar fyrir norðan.
Vel er hugsanlegt, að ríkisstjórnarsamstarfið sé að rekjast upp, eins og sumir telja nú, en hitt er ekki góðs viti, ef þreifingar eru strax byrjaðar um nýja stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eins og í loftinu lá þetta kvöld, af díalóg þeirra Illuga og Árna Páls að dæma.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.9.2012 | 15:22
Ruslabréfakaup á kostnað fólksins. Ekki íslenska leiðin, þótt Má sé borgað fyrir að segja það.
Formaður Framsóknarflokksins er mætur maður með auga fyrir sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. Spurning hans um markaðsmisnotkun vegna umræðna um doðrant Seðlabankans uppá einar 600 síður (sic!) hittir beint í mark.
Nákvæmlega sami leikur er leikinn av evrubönkum og var gerður af íslenskum bönkum á dögunum fyrir hrun. Núna leikur Seðlabanki Evrópu ljóta leikinn og dælir inn góðum peningum á eftir ónýtum og þykist ætla að "bjarga" vaxtakjörum evrunnar. Peningar Seðlabankans styðjast við skattstofn evrulandanna og þótt það virðist stórt er útkoman afskaplega lítilmennskuleg: sífellt fleiri evruríki þurfa að fara á hnjánum til Brussel og biðja um "neyðaraðstoð". Að endingu mun ekki einu sinni Seðlabankinn geta staðið á móti lækkun evrunnar og hærri vöxtum og heila evrukerfið hrynur.
Eina leiðin til að stöðva þessa vitleysu er að fylgja ráðum fyrri Seðlabankastjóra á Íslandi, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins Davíðs Oddssonar. Han markaði í frægu kastljósarviðtali, þá stefnu, sem sýnt hefur í verki að vera eina alvöru peningastefnan fyrir almannahag: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Það er síðan umhugsunarefni út af fyrir sig, að sósíalistaklíka samfylkingarinnar og vinstri grænna, er alblind af fagnaðarerindi Barosso og hans sósíalistaklíku í alræðisríki ESB, um að evran sé töfralausn alls efnahagslífsins.
Þrátt fyrir alla neyðarfundina. Þrátt fyrir allar árásirnar á lífskjör almennings. Þrátt fyrir allar skattahækkanir. Þrátt fyrir allt atvinnuleysið. Þrátt fyrir vöxt nýnazista. Þrátt fyrir......
En hvaða máli skiptir það? Fólkið?
Akkúrat engu máli á meðan krataklíkan getur sogið út sín laun og lifað fínu lífi sjálf.
gs
![]() |
Er þetta ekki markaðsmisnotkun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2012 | 21:57
"Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB!
Merkileg frétt barst landsmönnum í kvöld:
1) Íslendingar VERÐA að samþykkja og virða löggjöf ESB í sjávarútvegsmálum, segir form. sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsþingsins, Gabriel Mato.
2) Óviss er hann um að við séum reiðubúnir að gera það "enn sem komið er", og þarna er átt við, að í s.k. sjávarútvegskafla verði Ísland að meðtaka alla löggjöf ESB í þeim málaflokki, en meðal þeirra grundvallarreglna, sem þar gilda, er jafn aðgangur ESB-þjóða fiskimiðum ESB-ríkja.* Óvissa Matos um afstöðu okkar "enn sem komið er" kann annaðhvort að benda til, að hann telji tímann vinna með Evrópusambandinu með áróðurs-fjáraustri sínum, bellibrögðum og e.t.v. þeim hótunum, sem hann sjálfur aðhyllist, til að narra íslenzku þjóðina í Evrópustórveldið, ellegar að hann geri sér grein fyrir, að meðal þjóðar okkar sé svo útbreidd andstaða gegn því, sem "býðst" hjá þessu stórveldi, að vonlaust sé fyrir þá Brusselmenn að gera sér nokkrar vonir um innlimun okkar, og þá kann að vera, að hann sé að leita að auðveldu færi til að slíta "viðræðunum" með því að ögra okkur sem mest og hóta, sbr. framhaldið hér:
3) Hann viðhefur afar ljót orð um Íslendinga vegna makrílmálsins, talar um "ósanngjarna og gerræðislega framkomu" af hálfu Íslendinga og Færeyinga með því að "halda áfram að krefjast meiri aflaheimilda en sem nemur sögulegum veiðum þeirra og þvert á vísindalega ráðgjöf," sem hann ætti þó að vita, að er lítils virði og hefur verið skákað með betri upplýsingum en þeir höfðu þarna úti í Brussel. Þar að auki er fánýtt og fráleitt fyrir hann að tala þarna um "sögulegar veiðar", jafn-vitlaust eins og ef Íslendingar um 1980 hefðu ætlazt til þess af síldinni að hún gæfi sig jafn-ríkulega og hún gerði á árunum 1940-1960, til dæmis. Maðurinn er eitthvað í meira lagi ruglaður, ef hann heldur að hann geti stungið upp í okkur dúsu með orðum um "sögulegar veiðar" á makríl, sem nánast engar hafi verið, til að sætta okkur við, að þessi ránfisktegund fái að vaða hér um alla firði og flóa í okkar eigin fiskveiðilögsögu án þess að gefa okkur bæði veiðivon og fullan veiðirétt, eins og sjálfstæðum mönnum sæmir í fullvalda ríki. En hann er víst vanur ýmsum kerfislausnunum, þessi Mato, og talar til okkar í þeim dúr - umgengst okkur sem alger peð, sem eigi bara að lúta forræði Evrópusambandsins! Telji hann makrílinn ofveiddan, blasir raunar við, að ESB-ríkin sem sjálf sem þurfa að draga úr sókn sinni, ekki við því að við veiðum miklu minna en það, sem makríllinn innbyrðir hér við land af æti, og hann er í lögsögu okkar hlutfallslega mun lengra tímaskeið af líftíma sínum heldur en það hlutfall (16-17%) sem við veiðum úr NA-Atlantshafsstofninum.
Væri nú ekki ráð fyrir hann að byrja á réttum enda með því að leitast við að draga úr hrikalegri rányrkju Evrópusambandsins sjálfs á sínum fiskimiðum?
4) Ljótum orðum sínum um"framkomu" Íslendinga og Færeyinga fylgir Mato eftir með því að segjast "ánægður með að Evrópuþingið skuli hafa samþykkt 12. september síðastliðinn lagasetningu" um refsiaðgerðir gagnvart okkur, segir beinlínis "fullkomlega sammála írska Evrópuþingmanninum Pat Gallagher í skýrslu hans um málið," en Gallagher þessi var einn helzti haukurinn í málinu á þessu Endemis-Evrópusambandsþingi, sem samþykkti nær samhljóða að hvetja til þessara hótunaraðgerða og viðskiptabanns hins ofríkisfulla stórveldabandalags. Með þessu, segir Mato, "hafi Evrópusambandið viðeigandi tæki í höndunum til þess að taka á málum eins og makríldeilunni" -- þ.e.a.s. "viðeigandi" ofríkis-, kúgunar- og valdbeitingartæki (heyrast nokkur húrrahróp?).
Svo erum við með fólk hér við stjórnvölinn á Íslandi, sem ætlast til þess, að þjóðin gangi inn í þetta bákn, þar sem hagsmunir mörghundruð sinnum fjölmennari ríkja myndu bitna beint og viðstöðulaust á arfgengum rétti okkar til fiskimiðanna!
Össur og Jóhanna þurfa ekki að segja okkur, hverjir vinir þeirra eru, við vitum það nú þegar, og það eru ekki vinir íslenzku þjóðarinnar, heldur óvinir, því að ef þetta er þeirra réttlæti, hvernig er þá þeirra ranglæti? Þarf að fara langt í sögunni til að rifja það upp?
* Sjá hér: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Verða að samþykkja löggjöf ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2012 | 17:37
ESB splundrar Evrópu - Fjórða ríkið á dagskrá.
Sú framtíðarsýn, sem 11-menningarnir frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Póllandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemburg, Danmörk, Portúgal og Austurríki leggja upp í nýrri lokaskýrslu hópsins "Framtíð Evrópu" er lokahnykkurinn á áætlun um að stofna ríki ríkjanna, 4:a ríkið undir stjórn Þýzkalands.
Með tali um aukið lýðræði innan ESB eins og t.d. að leyfa Evrópuþinginu að leggja fram lagatillögur, stjórnmálafylkingum Evrópuþingsins að setja fram forsetaframbjóðendur, sem kosnir verða í almennum kosningum, ætla ríkin 11 að afnema síðustu þjóðlegu einkennin og mótstöðuna fyrir myndun 4.a ríkisins.
Með "Framtíð Evrópu" bindur Þýzkaland nánustu bandamenn til sín, sem tryggir meirihluta við atkvæðagreiðslur og endanlega yfirtöku á ESB. Rætist þá gamall draumur Þjóðverja um að halda Bretum utanvið allar mikilvægar ákvarðanir og ekki síst öll VIÐSKIPTI.
Með lokaskýrslunni er teningunum kastað og ekki aftur snúið með ríkishugmynd, sem gefur Þýzkalandi á ný möguleikann á að byggja upp her og herveldi í áður óþekktum stíl. Þessi skýrsla mun splundra ríkjum ESB í fylgifiska Germaníu og þá, sem enn reyna að halda í þverrandi en raunverulegt lýðræði.
Spor sögunnar hræða og full ástæða að óttast, hvað framtíðin beri í skauti sér með endurvakningu og endurvæðingu þýzkrar vopnaframleiðslu og herafla.
Kannski er það núna, sem árangurinn af ráðstefnu nazista á stríðsárunum með iðjöfrum Þýzkalands er að koma í ljós?
Yfirskrift ráðstefnunnar var:
"Hvernig tryggjum við sigurinn, ef við töpum stríðinu?"
gs
![]() |
Kjörinn forseti skipi evrópska ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýlega fengu utanríkisráðherrarnir Erato Kozakou-Marcoullis og Össur Skarphéðinsson að vera saman á mynd fyrir fjölmiðla á Íslandi og ef til vill á Kýpur, sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB.
Það drýpur gleðin af ráðamönnum Kýpur yfir að fara fyrir ráðherraráði ESB. Þetta er sú staða, sem Össur og margan íslenskan kratann dreymir um komist í. Þá er hægt að halda alls konar fundi og segja alls konar hluti á launum, sem fær sjálfan Má Seðlabankastjóra að líta út sem lágtekjumann til samanburðar.
Erato Kozakou-Marcoullis, hefur alla ástæðu til að vera glöð. Kýpverjar leita nefnilega eftir neyðaraðstoð frá björgunarsjóði evrunnar og seðlabankastjóri Kýpur telur að fjármálakerfi landsins fari á hausinn ef neyðaraðstoðin berist ekki fljótlega.
Ekki tók það mörg ár hjá Kýpur í ESB-dýrðinni að ná þessu markmiði.
Þetta er tízkan hjá ESB að betla peninga hjá neyðarsjóði evrunnar eða fara á hausinn.
Núna vill Kýpurráðherrann, að litlu löndin myndi bandalagið á kúpunni.
Íslenskir kratar geta ekki vatni haldið af hrifningu og flýtir það för þeirra að gráttunnunum í Brussel.
Eins og nýja slagorð ESB-sinna segir:
"Betra að betla í Brussel en gera handtak sjálfur."
gs
![]() |
Utanríkisráðherra Kýpur í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2012 | 15:47
Fólk í Evrópu að vakna upp við martröð evrunnar
Alls staðar að í Evrópu berast niðurstöður skoðana- og álitskannana, sem allar sýna vaxandi óánægju með evruna, ESB og efnahagsástandið. Skiptir engu máli, hvort þær koma frá Svíþjóð, Þýzkalandi, Spáni eða Grikklandi, allar benda þær í sömu átt: fólk er að vakna upp við martröð evrunnar. Að Þjóðverjar í svo ríkum mæli, sem nú mælist, eða um 65% telja, að þeir hefðu haft það betra án evrunnar er nýtt met. Þar með er Þýzkaland komið á hæla Póllands, Svíþjóðar og Bretlands en tæp 90% Breta, 84% Svía og rúm 70% Pólverja telja sig betur komin að vera án draumfara á borð við evruna. Það, sem gæti breytt myndinni, er ef Spánverjum og Portúgölum hafi magnast svo reiðin að þeir nái að fella hið nýja met Þjóðverja.
Evran var tekin upp með lúðrablæstri og fögrum ræðum ár 2000 og er rúmum áratug síðar orðinn harmleikur fátæktar og atvinnuleysis í Evrópu. Reiði almennings á eftir að vaxa enn, þegar hann skilur að ólýðræðisleg vinnubrögð ESB eru meðvituð hönnun á teikniborði arkitekta ESB. Nú ætlar framkvæmdastjórnin að stjórna fjárlögum ríkjanna í nýju ríki og byrjað er á að komast yfir peninga skattgreiðenda með hinu nýja bankasambandi evrunnar.
Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, hefur stappað niður fæti og sagt hingað og ekki lengra. Í viðtölum í Svíþjóð og Finnlandi hefur hann lýst þessu markmiði ESB sem "óraunhæfu og óhæfu." Hann ásakar ESB um að vilja koma bankavandamálum yfir á skattgreiðendur landa, sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil og það án þess, að viðkomandi ríki geti greitt atkvæði um þær ákvarðanir, sem teknar eru.
Á sama tíma og fólk vaknar upp og sú mynd verður sífellt skýrari, að íbúar ESB eru búnir að fá sig fullsadda af gjörsamlega misheppnuðu ævintýri, þá lemur framkvæmdastjórn ESB hausnum við steininn og heldur áfram á brautinni að stórveldinu. José Manuel Barosso heldur ræðu um að mynda Sambandsríki, sem ekki á að vera neitt stórveldi heldur bara eitt sameiginlegt ríki ríkjanna í Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn ESB vinnur fullum fetum að því að útrýma því, sem eftir er af lýðræðinu í Evrópu.
Skoðanakannanir sem þessi, sem þýzka Bertelsmann-stofnunin hefur gert staðfesta allar þennan bitra sannleika fyrir íbúa Evrópulandanna./gs
![]() |
Telja sig betur setta án evrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2012 | 16:01
Fullveldisframsal til Evrópusambandsins er tilgangurinn með 111. grein tillagna "stjórnlagaráðs"
ESB-innlimunarsinnar í s.k. stjórnlagaráði, sem störfuðu þar í umboði 30 lögbrota-þingmanna, voru nægilega öflugir til að koma þar í gegn fisléttu, áróðurshljómandi ákvæði um fullveldisframsal til Evrópusambandsins (það er það eina, sem þeir meina með 111. grein sinni*), ákvæði sem fer fram hjá flóknum, margvíslegum fyrirstöðum núverandi stjórnarskrár gegn fullveldisframsali. Tókst þeim að narra þar með sér alla aðra í "ráðinu"! Er það makalaus vísbending um vanhæfi þessa illa undirbúna hóps til stjórnarskrárgerðar.
Þetta eru lokaorðin í grein, sem nýbirt er hér og ástæða er til að minna á: Sannleikann segja Nigel Farage og félagar um fráleitt ofríki Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
Hér má ennfemur minna á, að stjórnlagaráð var bæði umboðslaust frá þjóðinni og ólögmætt; skipan þess gekk jafnvel í berhögg við ákvæði stjórnarskrárinnar um aðgreiningu hinna þriggja sviða ríkisvaldsins, en þar fyrir utan braut hún í bága við almenn kosningalög og lögin um stjórnlagaþing, sem í fullu gildi voru, þegar alþingismennirnir 30 tóku sína ólöglegu ákvörðun.
* Tilgangurinn var ekki að ganga í neitt annað yfirríkjabandalag en ESB.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2012 | 03:40
Sannleikann segja Nigel Farage og félagar um fráleitt ofríki Evrópusambandsins gagnvart Íslandi
Þingmenn Brezka sjálfstæðisflokksins harma tilraunir Evrópusambandsins til að tryggja sér ítök á Íslandi í gegnum samblöndu af fjármunum, diplómatísku ráðabruggi og blygðunarlausum hótunum, að sögn hins einarða Nigels Farage, leiðtoga flokksins. Flokkurinn (UK Independence Party) "hafnar lögmæti valds Evrópusambandsins til þess að setja hvers kyns lagasetningu og þar af leiðandi greiðum við atkvæði gegn öllum tillögum framkvæmdastjórnar sambandsins að lagasetningu," segir hinn sami Nigel Farage í samtali við blaðamann Mbl.is.
Sl. miðvikudag voru greidd atkvæði um refsiaðgerðir ESB gegn ríkjum sem sambandið telur stunda ósjálfbærar fiskveiðar. 659 greiddu atkvæði með þessari árás á íslenzkt fullveldi í eigin efnahagslögsögu, 8 sátu hjá, og aðeins 11 greiddu atkvæði gegn þessu. Af þeim ellefu voru níu þingmenn Brezka sjálfstæðisflokksins. Við eigum því hauk í horni í Nigel Farage og félögum hans í þeim flokki. Svo sannarlega er kominn tími fyrir Íslendinga að ljá eyra hinum bráðsnjöllu, leifturhvössu og unaðslega áheyrilegu ræðum þessa merkilega manns á Evrópusambandsþinginu. Hann telur ekki eftir sér að segja æðstu ráðamönnum þar til syndanna fyrir þeirra margvíslegustu óknytti og yfirgang.
Sjáið hér sannleikann sagðan hreinan og tæran í orðum vinar okkar, Nigels:
- Í þessu tilviki var ennfremur ánægjulegt fyrir okkur að lýsa yfir stuðningi okkar við Íslendinga sem sjálfstæða og fullvalda þjóð og við sjálfsagðan og óafsalanlegan rétt íslensku þjóðarinnar til þess að stunda fiskveiðar í eigin efnahagslögsögu."
Óafsalanlegur er sá réttur, eins og hann segir, en svikarar okkar á meðal vilja afsala honum til stórveldis.
Við svikurum er oft hægt að sjá, en það fer í verra, þegar skilningslausir eða óupplýstir sakleysingar gerast nytsamir málstað svikara, jafnvel sumir hverjir þvert gegn eigin vilja. Eru það mikil og þung örlög þjóða, ef og þegar atkvæði eða atfylgi slíkra ríður baggamun til að hnekkja réttarstöðu þeirra eigin landa.
Evrópusambandsinnlimunarsinnar í s.k. stjórnlagaráði, sem störfuðu þar í umboði 30 lögbrota-þingmanna, voru nægilega öflugir til að koma þar í gegn fisléttu, áróðurshljómandi ákvæði um fullveldisframsal til Evrópusambandsins (það er það eina, sem þeir meina með 111. grein sinni), ákvæði sem fer fram hjá flóknum, margvíslegum fyrirstöðum núverandi stjórnarskrár gegn fullveldisframsali. Tókst þeim að narra þar með sér alla aðra í "ráðinu"! Er það makalaus vísbending um vanhæfi þessa illa undirbúna hóps til stjórnarskrárgerðar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ánægjulegt að styðja Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)