Fullveldisframsal til Evrópusambandsins er tilgangurinn með 111. grein tillagna "stjórnlagaráðs"

ESB-innlimunarsinnar í s.k. stjórnlagaráði, sem störfuðu þar í umboði 30 lögbrota-þingmanna, voru nægilega öflugir til að koma þar í gegn fisléttu, áróðurshljómandi ákvæði um fullveldisframsal til Evrópusambandsins (það er það eina, sem þeir meina með 111. grein sinni*), ákvæði sem fer fram hjá flóknum, margvíslegum fyrirstöðum núverandi stjórnarskrár gegn fullveldisframsali. Tókst þeim að narra þar með sér alla aðra í "ráðinu"! Er það makalaus vísbending um vanhæfi þessa illa undirbúna hóps til stjórnarskrárgerðar.

Þetta eru lokaorðin í grein, sem nýbirt er hér og ástæða er til að minna á: Sannleikann segja Nigel Farage og félagar um fráleitt ofríki Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.

Hér má ennfemur minna á, að stjórnlagaráð var bæði umboðslaust frá þjóðinni og ólögmætt; skipan þess gekk jafnvel í berhögg við ákvæði stjórnarskrárinnar um aðgreiningu hinna þriggja sviða ríkisvaldsins, en þar fyrir utan braut hún í bága við almenn kosningalög og lögin um stjórnlagaþing, sem í fullu gildi voru, þegar alþingismennirnir 30 tóku sína ólöglegu ákvörðun.

* Tilgangurinn var ekki að ganga í neitt annað yfirríkjabandalag en ESB.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flettum við 111 greininni upp á þinni síðu,? Annars hlýtur stjórnin að fara að birta allt drallið.

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband