Færsluflokkur: Fjármál
Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi! er fyrirsögn þýzka Bild í dag.
Þessi skilaboð sýna, að þolinmæði Þjóðverja er á þrotum, vegna fyrirhugaðra stórkaupa Seðalabanka Evrópu á ríkisskuldabréfum gjaldþrota ríkja ESB á borð við Spán, Grikkland og næst Ítalíu. Seðlabankastjórinn lofaði stórt í fyrri viku og boðaði, að SE hefði möguleika á að fjármagna skuldabréfakaup í stórum stíl, sem nægði til að lækka lánavexti gjaldþrota ríkja.
Evrópuvaktin birtir frétt um málið í dag og vitnar í forsíðuleiðara Handelsblatt í dag, sem segir: Hlutverk SE hefur gjörbreyst undir forystu Marios Draghis [...] bankinn hefur orðið leynileg valdamiðstöð evru-svæðisins. [...] Stjórnmálamenn eru ekki lengur í forystu við að hemja kreppuna, forystan er hjá SE.
Carl Hammar, yfirmaður hjá fjármáladeild Skandinaviska Enskilda Banken segir í viðtali við Dagens Industri, Svíþjóð í morgun, að "Markaðurinn er mjög taugaóstyrkur núna. Yfirlýsingar Draghis í London í fyrri viku gaf of háar vonir. Áhættan á umtalsverðri óánægju er mikil."
Carl Hammar telur ekki, að það nægi fyrir Draghi að kaupa kreppuskuldabréf eða koma með ný lánatilboð. Carl Hammar varar við meiriháttar verðbréfafalli og stórhækkuðum vöxtum fyrir kreppulönd evrunnar, ef að Draghi tekst ekki að koma með nægjanlega kröftugar aðgerðir.
"Það þarf mun meiri og stærri aðgerðir en vaxtalækkunina í júlí. Vaxtavopnið er áhrifalítið núna. Það þarf allt önnur vopn," segir Hammer.
SE hefur áður í kreppunni keypt skuldabréf frá hrjáðum löndum evrusvæðisins fyrir 211 miljarði evra. Draghi, sem varð seðlabankastjóri haustið 2011, hefur þar fyrir utan dælt inn samanlagt um 1.000 miljörðum evra í ódýr þriggja ára lán í banka evrusvæðisins, til að auka fjármálagetu bankanna och áhættusækni þeirra.
Óhætt er að segja að taugatitringur fjármálamarkaða bregst við, hver svo sem útkoman á fundi dagsins með SE verður.
gs
Mikil spenna í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 23:00
"Upplýsta umræðan" II
"Gott og vel ... lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið," segir Vilhjálmur Kjartansson.
- "Verð á matvöru er mismunandi innan ESB,
- vaxtastig og lántökukostnaður er mismunandi milli svæða og landa,
- Ísland og Noregur hafa ekki tekið upp nema rúm 6,5% af regluverki ESB samkvæmt athugun beggja ríkja,
- í dómi Evrópudómstólsins sem nefnist Costa gegn Enel voru staðfest forgangsáhrif Evrópulaga yfir landslögum aðildarríkja ESB,
- í 288. gr. TFEU-sáttmálans eða Lissabon-sáttmálans er kveðið á um bein lagaáhrif reglugerða ESB, þ.e. þær hafa samtímis gildi í öllum aðildarríkjum án aðkomu þjóðþinga sem hreinlega er meinað að taka upp gerðirnar af eigin frumkvæði.
- Ísland er aðili að fleiri fríverslunarsamningum í gegnum aðild sína að EFTA en Evrópusambandið, innganga takmarkar því alþjóðlega verslun.
- Áhrif og völd smáríkja fara minnkandi í sambandinu,
- yfir 80% fiskistofna ESB eru ofveiddir samkvæmt eigin skýrslu sambandsins.
- Lissabon 2000-markmið sambandsins áttu að færa ESB-ríkin nær Bandaríkjunum, en árið 2000 voru þjóðartekjur á mann 18 árum á eftir Bandaríkjunum, framleiðni 14 árum og rannsóknir og þróun 23 árum á eftir samkvæmt EuroChambres.
- Í dag eru þjóðartekjur [í Evrópusambandinu] á mann 22 árum á eftir, framleiðni 20 árum á eftir og rannsóknir og þróun 30 árum á eftir Bandaríkjunum.
- Gallinn við þessa upptalningu er að hún flokkast ekki undir upplýsta umræðu. Hún er nefnilega ekki í glansbæklingum ESB."
Þannig ritaði Vilhjálmur Kjartansson í pistli í Mbl. 21. þ.m. (sbr. hér).
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 21:07
"Upplýsta umræðan"
- Ekki vantar fjármagnið og bæklingana frá ESB en upplýsta umræðan lætur samt standa á sér. Daglegur fréttaflutningur af mögulegu hruni evrunnar, auknu framsali fullveldis eða valds aðildarríkja til sambandsins og hruni nærri allra fiskistofna innan lögsögu sambandsins uppfyllir ekki skilyrði hinna malandi stétta um upplýsta umræðu. Kannski er það ástæðan fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir hafa látið kyrrt liggja og segja ekki frá ástandinu í ESB.*
- Evrópusambandssinnar kalla eftir upplýstri umræðu um sambandið og margir þeirra saka þá sem ekki vilja inn í skuldabandalagið um áróður og einangrunarstefnu. Gott og vel, látum þá af háðinu og lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið ...
Þetta eru glefsur úr frábærum pistli efir Vilhjálm Kjartansson í miðopnu Morgunblaðsins laugardaginn 21. júlí sl. Þið fáið brátt meira af þessu að heyra ..... já hér er framhald!
* Þetta hefur reyndar svolítið breytzt síðustu vikurnar, því að ekki er lengur unnt að þegja um ófarir evrunnar og evrusvæðisins og standandi vandræði í lausn þeirra mála í sundurþykku Evrópusambandinu. (Aths. JVJ.)
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 19:27
Evrusvæðisvandinn ESB að kenna
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, eins "aðildarríkis" ESB, er ekkert að skafa utan af sannleikanum: Hann "sagði í dag að það væri Evrópusambandinu að kenna að ekki hefði tekist að leysa efnahagsvandræði Evrusvæðisins."
- Það verður að segjast eins og er: þessi kreppa er í raun kreppa Brussel, sagði Orban í ræðu sinni í Rúmeníu ... ESB væri aðalhindrunin í vegi þess að finna leiðir til þess að leysa efnahagsvandann. (Mbl.is, nánar þar.)
Kennir ESB um áframhald kreppunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 29.7.2012 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2012 | 23:52
Ólafur forseti: Þjóðinni best borgið utan við Evrópusambandið
- Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlantshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki."
Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali á sjónvarpsstöðinni France 24 í dag.
"Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið, sagði Ólafur Ragnar.
Evran engin ávísun á árangur
Ég held að allir átti sig á því að einn mesti lærdómur sem Evrópuríkin geta dregið á undanförnum árum er sú staðreynd að evran sjálf er ekki ávísun á neinn árangur. Raunin er sú að evrusvæðið er það svæði sem hefur endurtekið þurft að horfast í augu við áhrif kreppunnar og hefur haldið fleiri neyðarfundi um gjaldmiðilinn en nokkurt annað svæði í heiminum, sagði Ólafur Ragnar þegar hann var inntur eftir því hvort evran væri ekki betri hér á landi í því ljósi að hér væri tíð verðbólga og háir vextir.
Krónan mikilvægur hluti af lausninni
Þegar bankarnir voru meðal stærstu fyrirtækja landsins var hægt að halda því fram að krónan hafi jafnvel verið hluti vandans. En það á ekki við lengur og við endurreisn landsins er það svo að krónan er mikilvægur hluti af lausninni. Sú staðreynd að með því að geta fellt gjaldmiðilinn gátum við gert útflutningsgreinarnar, orkugeirann, fiskinn, ferðageirann og tæknigeirann betur samkeppnishæfa og framsækna ..."
Sjá áfram þessa frétt á Mbl.is: "Sigur lýðræðislegrar byltingar".
Sigur lýðræðislegrar byltingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 27.7.2012 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lars Wohlin, fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar og þingmaður Evrópuþingsins, segir í viðtali við Sænska Dagblaðið 1. júlí, að evran eigi enga framtíð. "Evran mun ekki lifa af sem sameiginleg mynt." Á sínum tíma stofnaði hann ESB-krítíska flokkinn Júnílistann með Nils Lundgren þjóðhagfræðingi. Flokkurinn fékk yfir 14% af atkvæðunum í kosningunum till Evrópuþingsins árið 2004.
Fyrir Lars Wohlin er stóra spurningin, hvernig hægt er að skapa virkt samstarf í Evrópu án evrunnar. Slíkt yrði að vaxa fram frá grasrótinni með stuðningi fólksins.
"Ég skil ekki, hvernig hægt er að trúa því, að Þýzkaland með sínu afkastamikla hagkerfi geti orðið sameiginlegur hluti efnahagskerfis með löndum eins og Grikklandi og Portúgal, það kemur ekki heim og saman. Þau lönd geta aldrei borgað skuldir sínar."
Lars Wohlin telur, að evran sé stærsti bófinn í gríska harmleiknum. "Land sem lifir á landbúnaði og ferðamönnum getur ekki keppt við t.d. þýzka iðnaðinn," segir hann.
"Enginn mun vilja setja fram spurninguna, hvort Svíar eigi að taka upp evruna í sænsku þingkosningunum 2014. Lokið verður lagt á og það verða engar umræður."
Eftir umræðurnar í vor um Grexit, þ.e. að Grikkland yfirgefi evruna, hefur nú hugtakið Fixit náð fótfestu, þ.e. að Finnar yfirgefi evruna. Lars Wohlin vill að Norðurlöndin vinni saman og taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. "Slíkt gæti gefið okkur sterka rödd bæði stjórnmálalega og efnahagslega."
"Að reyna að skapa Bandaríki Evrópu er dauðadæmt. Það er enginn stuðningur frá fólkinu fyrir því og þá gengur það ekki."
gs
Efasemdir um ESB-atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 2.7.2012 kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Angela Merkel kanzlari virðist vilja "blackmaila" evruríkin: Evruskuldabréfin, sem hún hafði sagzt ALDREI myndu samþykkja, meðan hún lifði, er hún nú reiðubúin að opna á, EF Evrópusambandinu er látið í té fullnaðarvald yfir fjárlagagerð ESB-ríkjanna!!
Það var sjálfur Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýzkalands, einn voldugasti maður ESB, sem staðfesti þessa "stefnubreytingu" Merkel í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag.
Eins og varaformaður samtakanna, sem standa að þessari vefsíðu (fullveldi.blog.is), sagði í bréfi til mín, er þetta reyndar "samningataktík, sem Þjóðverjar og Frakkar hafa beitt lengi: þeir hittast fyrst og semja tillögur og þá hafa þeir alltaf eitthvað með til að semja um og "gefa eftir". Þegar þau hafa gert það ná þau þeim markmiðum, sem þau í upphafi vildu ná." (Gústaf Adolf Skúlason, sem margir þekkja að góðu vegna snarpra Morgunblaðsgreina hans um efnahags- og sjávarútvegsmál.)
Ekkert lát virðist á þeim upptekna hætti ráðamanna í Berlín og París að ráðskast með minni ríkin í Evrópusambandinu, eins og sést af framangreindum tíðindum. Ekki mun það lægja í þeim rostann, þegar atkvæðavægi þeirra eykst stórum hinn 1. nóvember 2014, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, þegar Frakkland fer úr 8,41% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði ESB í 12,88% og Þýzkaland úr 8,41% í 16,41%! Ef land okkar yrði þar eitt inntökulandið, fengjum við þar í mesta lagi 0,06% atkvæðavægi! Og þarna er um að ræða einhverjar voldugustu stofnanir Evrópusambandsins: ráðherraráðið er t.d. með æðsta löggjafarvald yfir sjávarútvegsmálunum!
Það er líklega yfir þessum dýrðarinnar ávinningi, 0,06% vægi, sem Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ranghvolfir augunum í himneskri sýn í leiðara þar í dag. En BARA AUKNINGIN 1.11. 2014 hjá hinum nú þegar valdfreku Frökkum og Þjóðverjum (aukningin samtals 12,47% alls atkvæðavægis í ráðunum tveimur) er næstum 208 sinnum meiri en það litla atkvæðavægi sem Litla-Ísland fengi. Já, þá væri sannarlega orðin ástæða til að tala aftur um Litla-Ísland, sem þá væri komið upp á náð og miskunn þessara gömlu stórvelda og annarra aflóga nýlenduvelda, Spánar, Bretlands og Ítalíu, svo að þau helztu séu hér nefnd. Öll auka þau vægi sitt 1. nóv. 2014, samtals þessi fimm ríki úr núverandi 41,47% í 62,81%.
Jón Valur Jensson.
Þýskaland tilbúið í evruskuldabréf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland hafa opnað bankareikning í Arion banka, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík. Hann er nr. 0331-26-5208. Kennitala: 520811-9010. Stuðningsframlög eru vel þegin, þau munu hjálpa samtökunum í nauðsynlegum útgáfuverkefnum, sem bíða okkar.
Upplýsingar um samtökin og stjórn þeirra, sem vinnur sitt starf 100% í sjálfboðavinnu, er m.a. að finna HÉR!
Vilji menn kynnast betur afstöðu okkar til mála og íhuga framlag samtakanna til lifandi ESB-umræðu, er auðvelt að skoða greinar og færslur hér á vefsetrinu, alls 70 talsins frá 22. apríl sl. Þegar vefsíðan hefur verið lesin alveg niður úr, þ.e. 10 nýjustu greinar, geta menn smellt á neðstu orðin þar: Næsta síða, litið svo yfir næstu tíu pistla og síðan koll af kolli, allt til 22. apríl.
Verið velkomin á vefsetrið og til umræðna hér!
Jón Valur Jensson, form. stjórnar.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2012 | 02:45
Ætli Samfylkingarmenn trúi yfirlýstum vilja leiðtoga Þjóðverja til að auka miðstýringu Evrópusambandsins og hraða samrunaferlinu?
Áhrifamikill fjármálaráðherrann í ríkisstjórn Þýzkalands, Wolfgang Schäuble, "vill að ríki Evrópusambandsins framselji aukið vald til sambandsins á "mikilvægum pólitískum sviðum án þess að ríkisstjórnir landanna geti stöðvað ákvarðanir"," skv. viðtali við hann í Der Spiegel í dag, AFP-fréttaveitunni og Mbl.is (tengill neðar).
"Til þessa hafa ríki ESB nær alltaf haft síðasta orðið. Það gengur ekki lengur," segir Schäuble og vill í staðinn "breyta framkvæmdastjórn ESB í raunverulega ríkisstjórn, styrkja Evrópuþingið í sessi og kjósa í almennri kosningu forseta sambandsins."
- Í frétt AFP segir að ummæli Schäuble komi í kjölfar ítrekaðra yfirlýsinga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að aukinn Evrópusamruna þurfi til þess að takast á við efnahagserfiðleikana innan ESB, en ekki minni."
Þetta ætti að vera deginum ljósara, hvert ráðamenn Þýzkalands vilja fara: í átt til sterkara ESB og veikari þjóðríkja innan þess, veikari hvað eigin fullveldisrétt og ákvörðunarvald þeirra varðar.
- Schäuble varaði einnig við því ef evrusvæðið liðaðist í sundur. Hann sagði að ef það gerðist myndu koma fram efasemdir um margt annað sem sett hafi verið á laggirnar undir merkjum Evrópusamrunans eins og innri markað ESB og frjálsa för fólks um Evrópu. "En að ESB liðist í sundur er út í hött. Heimurinn er að færast saman og að hvert ríki í Evrópu stæði á eigin fótum? Það getur ekki gerst, má ekki gerast og skal ekki gerast." (Leturbr. JVJ.)
Þetta eru harla ákveðin iorð, og hér skulu menn hafa í huga, að vægi Þýzkalands í leiðtogaráði ESB og í ráðherraráði þess er nú 8,41%, en eykst hinn 1. nóvember árið 2014 í 16,41%, þ.e. nær tvöfaldast. Heldur einhver í alvöru, að Þýzkaland muni ekki nota þessa yfirvofandi sterku aðstöðu sína til að reyna að gera Evrópusambandið að enn valdfrekari einingu, stórríki raunar? Það er einmitt það, sem Jacques Delors og Barroso, sem báðir hafa gegnt æðstu valdastöðu þar, sem og Gordon Brown, meðan hann enn var við völd, hafa tjáð hver um sig: þ.e. drauminn um hið volduga heimsveldi.
Ísland yrði í slíkri stórveldaeiningu nánast áhrifalaust með öllu og trampað á hagsmunum okkar, þegar voldugri þrýstiþjóðir innan ESB myndu telja sér henta. Þannig gerast kaupin á eyrinni í Brussel nú þegar, og sú þróun, sem frá greinir hér á undan, gerir ekki annað en að draga úr vonum flestra viti borinna manna um, að hægt yrði að viðhalda íslenzku sjálfstæði og fullveldi innan þessa stórveldabákns.
Jón Valur Jensson.
Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2012 | 17:39
Snilldarviðtal við Jón Bjarnason í ESB-þætti Útvarps Sögu - líkir IPA-styrkjum til aðlögunar við hermang á Miðnesheiði á kaldastríðsárunum
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)