"Upplýsta umræðan" II

"Gott og vel ... lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið," segir Vilhjálmur Kjartansson.

  • "Verð á matvöru er mismunandi innan ESB,
  • vaxtastig og lántökukostnaður er mismunandi milli svæða og landa,
  • Ísland og Noregur hafa ekki tekið upp nema rúm 6,5% af regluverki ESB samkvæmt athugun beggja ríkja,
  • í dómi Evrópudómstólsins sem nefnist Costa gegn Enel voru staðfest forgangsáhrif Evrópulaga yfir landslögum aðildarríkja ESB,
  • í 288. gr. TFEU-sáttmálans eða Lissabon-sáttmálans er kveðið á um bein lagaáhrif reglugerða ESB, þ.e. þær hafa samtímis gildi í öllum aðildarríkjum án aðkomu þjóðþinga sem hreinlega er meinað að taka upp gerðirnar af eigin frumkvæði.
  • Ísland er aðili að fleiri fríverslunarsamningum í gegnum aðild sína að EFTA en Evrópusambandið, innganga takmarkar því alþjóðlega verslun.
  • Áhrif og völd smáríkja fara minnkandi í sambandinu,
  • yfir 80% fiskistofna ESB eru ofveiddir samkvæmt eigin skýrslu sambandsins.
  • Lissabon 2000-markmið sambandsins áttu að færa ESB-ríkin nær Bandaríkjunum, en árið 2000 voru þjóðartekjur á mann 18 árum á eftir Bandaríkjunum, framleiðni 14 árum og rannsóknir og þróun 23 árum á eftir samkvæmt EuroChambres. 
  • Í dag eru þjóðartekjur [í Evrópusambandinu] á mann 22 árum á eftir, framleiðni 20 árum á eftir og rannsóknir og þróun 30 árum á eftir Bandaríkjunum.
  • Gallinn við þessa upptalningu er að hún flokkast ekki undir upplýsta umræðu. Hún er nefnilega ekki í glansbæklingum ESB."

Þannig ritaði Vilhjálmur Kjartansson í pistli í Mbl. 21. þ.m. (sbr. hér).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband