Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands
13.3.2015 | 20:23
Einurðarleysið reyndist harla veikur grunnur "endanlegra ákvarðana" sem allir tækju mark á
Tvær grímur eru farnar að renna á menn sem héldu ákvörðun stjórnarflokkanna í gær lýsa mikilli og tímabærri röggsemi. En hefur í reynd nokkuð þokazt áfram fyrir þá sem vilja losa Ísland algerlega undan þeirri Evrópusambands-inngönguumsókn sem Össur Skarphéðinsson verkstýrði með stjórnarskrárbroti í júní 2009? Er á hreinu í hugum allra, að sú umsókn er ekki gild lengur?
Nei, um það er enginn einhugur hér heima, meðal pólitíkusa og fræðimanna, og það er heldur ekki viðurkennt hjá fjandvinum okkar í Brussel.
Ekki mun það draga úr þeim þar í borg að fá stuðning við útþenslustefnu sína gagnvart okkur frá formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Íslandi. Allir þeir aðilar geta svo með hægðinni sett þetta mál í salt, látið hér heima sem þeim sé þessi ákvörðun Gunnars Braga og Bjarna Ben afar óljúf og tilefni til heitra yfirlýsinga og þykkjuþungra mótmælafunda við Alþingi, jafnvel hótana hinna róttækustu um nýja (búsáhalda- eða gerviraka-)byltingu.
En þessum foringjum og þingmönnum er í alvöru bara ljúft að látast, meðan þeim er eftir skilin vissan um, að ekki muni þessi ríkisstjórn gera út af við umsóknina formlega, hvað sem hún segir. Til þess skortir ráðherrana þá einurð og tryggð við fullveldið sem þó átti að móta gerðir þeirra og verða farsæl undirstaða virðingarverðra ákvarðana sem ekki yrði lengur um efazt.
Sú er að minnsta kosti ætlan þess, sem hér ritar og hefur sagt fleira um þetta annars staðar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2015 | 15:36
Aðsent álit um val á forseta Íslands í næstu kosningum
Þarna er um fullveldismál að ræða: það verður að hafa mann á forsetastóli sem stendur vörð um fullveldi landins, sjálfstæði þings og þjóðar. Ólafur Ragnar Grímsson er sá eini af ráðamönnum okkar sem hefur tekið af skarið um að ofurselja ekki æðsta framkvæmda- og löggjafarvald okkar til Evrópusambandsins.
Fjölnismenn og Jón forseti mótuðu grunninn að sjálfstæði landsins, og við núverandi aðstæður, meðan Evrópusambandsmál eru ekki til lykta leidd, ber nauðsyn til að styðja Ólaf Ragnar Grímsson áfram til kjörs sem forseta þjóðarinnar.
Fengið frá og birt með leyfi Jóns Hagbarðs Knútssonar guðfræðings.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2015 | 13:01
Full ástæða til að draga ólögmæta umsókn Össurar strax til baka - Gunnar Bragi gæti sóma síns!
Af þeim, sem afstöðu taka meðal aðspurðra í nýrri Capacent Gallup-könnun fyrir ESB-samtökin "Já Ísland" (sic!), vilja 68% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka, en 85% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka.
Þetta gefur því enga ástæðu til að efast um, að ríkisstjórnarflokkarnir gera rétt í því að fylgja eftir stefnu flokksþinga sinna, í fullu umboði flokksfulltrúa, og flytja sem fyrst frumvarp um slíka afturköllun Össurar-umsóknarinnar, sem var raunar gróft brot gegn 16.19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins.
Öll tregða og lufsuháttur af hálfu utanríkisráðherra í þessu máli mun vinna gegn honum meðal kjósenda í næstu kosningum. Flytjist hann til Brussel á hæstu ofurlaunum, verður það honum til ævarandi skammar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Málið hjá utanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2014 | 16:19
ESB-málið getur ekki farið "óleyst inn í kosningar"
Góðir eru Staksteinar Mbl. í dag og tilefnið gott. Formaður og varaform. Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir í liðinni viku að rétt væri að draga umsókn um aðild að ESB til baka. Gunnar Bragi utanríkisráðherra fær hins vegar góða athugasemd í pistlinum.
- Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir að tillagan um að draga umsóknina til baka verði lögð fram í vetur. Það er á þingmálaskránni. Það hefur ekkert breyst síðan það mál var stutt í ríkisstjórn og þingflokkum síðasta vor, segir Bjarni við Ríkisútvarpið og sagðist aðspurður að sjálfsögðu myndi styðja málið.
Og blaðið ályktar réttilega:
- Þetta er hvort tveggja nokkuð skýrt og nú vantar fátt upp á annað en að hrinda þessum skýra vilja í framkvæmd.
En þegar kemur að sjálfum flutningsmanni tillögunnar, virðist hann undarlega óákveðinn:
- Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra talaði að vísu heldur þokukenndar um málið við Ríkisútvarpið og sagði koma vel til greina að slíta viðræðunum, sem er það sem Ríkisútvarpið spurði um, en átti væntanlega við afturköllun umsóknarinnar. (Staksteinar.)
En blaðið minnir hann á hans eigin tillögu ...
- og hvort sem umsóknin verður afturkölluð með þeim hætti eða öðrum verður utanríkisráðherra jafnt sem aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn að tryggja að málið nái fram að ganga.
Og hver eru rökin fyrir því? Til dæmis þessi augljósu rök, með orðum Staksteinahöfundar:
- Þeir geta ekki farið með það óleyst inn í kosningar.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2014 | 17:28
Hanna Birna Kristjánsdóttir vill að ESB-umsóknin verði dregin til baka
Hanna Birna, sem hefur áður lýst því yfir, að hún teldi rétt að slíta viðræðum við Evrópusambandið,* hefur nú ítrekað það, að hún telji rétt að draga umsóknina til baka, á fundi hennar með Sambandi eldri sjálfstæðismanna, þar sem hún hélt ræðu.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi af innanríkisráðfrúnni og verða vonandi til að hreyfa málum í stjórnarflokkunum og ganga endanlega frá jarðarför Össurarumsóknarinar ólögmætu frá árinu 2009.
Ágætur maður, Karl Jónatansson, átti stutt, en gott bréf í Mbl. í gær:
- Efndir óskast
- Ég er einn þeirra sjálfstæðismanna sem gáfu flokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum gegn því að hann stæði við loforð sitt um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að ESB. Nú eru liðin rúm tvö ár og ennþá bólar ekki á neinu framtaki hjá þessari ríkisstjórn okkar til að gera hreint fyrir okkar dyrum gagnvart ESB. Ég hreinlega trúi ekki að þessir gömlu bandamenn (Sjálfstæðisflokkur og Framsókn), sem hafa frá stofnun barist fyrir sjálfstæði Íslands, ætli að horfa upp á baráttu forfeðra sinn, frelsi okkar og sjálfstæði kæft í klónum á ESB á vakt Bjarna Ben hins yngri.
- Heiðraða ríkisstjórn: Það er kominn tími til að standa við stóru orðin og að hætta að draga lappirnar af ótta við að missa atkvæði í framtíðarkosningum. Tilkynnið ESB ákvörðun Íslendinga um áframhaldandi sjálfstæði með því að draga til baka umsókn Íslands að ESB með formlegum hætti!
- Karl Jónatansson.
Undir þetta er okkur í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísand ljúft og skylt að taka.
JVJ.
* M.a. í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgunni í nóvember 2012, fyrir síðustu alþingiskosningar (eins og Fréttablaðið greinir frá í dag).
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 5.10.2014 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 02:34
Og þótt fyrr hefði verið!
Fagna ber því sem fram kemur í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur, að lögð verður fram þált. um að draga til baka Össurarumsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.
Umsóknin sjálf árið 2009 var hreint stjórnarskrárbrot (m.a. á 16.-19. gr. hennar) eins og ítrekað hefur verið gerð grein fyrir á þessu vefsetri Fullveldisvaktarinnar.
Þar fyrir utan var þá verið að þvinga samstarfsflokk í ríkisstjórn til að greiða atkvæði þvert gegn sannfæringu þingmanna (eins og kom fram þegar nokkrir þeirra gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þar á meðal Svandís Svavarsdóttir), og einnig það er stjórnarskrárbrot.
Ríkisstjórninni er ekki stætt á öðru en að draga þá umsókn formlega til baka. Ítök vesallar stjórnarandstöðunnar í vinstri sinnuðum fjölmiðlungum, m.a. vinnusvikara á Rúv, mun gagnslaus reynast henni, þegar tekið verður fast og hratt á málinu. Þá verður það undurskjótt og farsællega úr sögunni, rétt eins og taglhnýtingsstefna kommúnista við Sovétríkin koðnaði niður og varð að einberu hneyksli úr fortíðinni.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Stefnt að afturköllun umsóknarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2014 | 05:06
Þrátt fyrir barlóm og ósjálfstæði vinstri flokka er tryggur meirihluti gegn "ESB-aðild"
Aðildin sú er í raun hægfara innlimun í stórveldi (þ.m.t. sem herveldi). Merkilegt að vinstri menn séu hlynntir slíku, en það sýnir ný Capacent-könnun og hitt þó umfram allt, að meirihluti þjóðarinnar hafnar Evrópusambands-"aðild", þ.e. 54,7%, en 45,3% að þeir myndu styðja hana.
- Greint var frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar á aðalfundi Já Ísland sem fram fór í dag. Samkvæmt henni er meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins (92%) og Sjálfstæðisflokksins (83%) andvígur aðild að ESB en meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar (89%), Bjartrar framtíðar (81%), Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (55%) og Pírata (55%) hlynntir henni. (Mbl.is)
Þetta eru merkilega skýrar línur milli mið- og hægri flokka annars vegar og vinstri flokka hins vegar. Þó eru greinilegar vomur á VG-fólki og Pírötum, því að enn eru þar ýmsir sem óttast erlenda auðhringa. Hitt hefur samt fylgt vinstri flokkum lengi að (1) hafa aðhyllzt útópíur, og það á við um ýmsa gamla VG-harðjaxla, sem trúðu í lengstu lög á sovézka "óskalandið", "verkalýðsríkið" sem reyndist spillt og grimmt niður í rót og í flestum sínum útöngum, auk þess að stunda blóðuga útþenslustefnu, oft undir fölsku yfirvarpi stuðnings við þjóðfrelsishreyfingar (!), og (2) að hafa fælzt allt, sem amerískt er, á svo afgerandi hátt, að "Evrópa" (með sín gömlu og grimmu nýlenduveldi!) fór að líta út eins og himnasending í stjörfum augum þeirra í staðinn.
Forsjárhyggjan, sem löngum tröllríður vinstri flokkum, sbr. skatta- og eyðslustefnu þeirra, bætir hér ekki úr skák, og fylgir þessu pólitíska liði einnig hvað varðar umhugsun þeirra um stöðu Íslands meðal annarra landa, því að Samfylkingarmenn sérstaklega virðast hafa tröllatrú á því, að forsjá Evrópusambandsins með okkar efnahag og löggjöf, dóms- og framkvæmdavaldi sé önnur og betri "lausn" en sú leið sem Jón Sigurðsson og aðrir baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands mörkuðu á 19. og 20. öld. Engu virðist það skipta þessa draumhuga Samfylkingar og "Bjartrar framtíðar", að spilling hefur grafið svo um sig í þessu óska-stórveldi þeirra, sjálfri Stóru-Mömmu á meginlandinu, að ekki þolir lengur dagsins ljós, og endurskoðendur hafa því ekki treyst sér til að votta endurskoðun reikninga þessa Brussel-bandalags í 14 ár samfleytt.
Svo tala menn um að "ganga í" þetta valdfreka bákn, af því að HÉR ríki spilling! - og það jafnvel haft á orði um dómstóla okkar, eins og ýmsir barlóms- og niðrunarpennar eru sérstaklega farnir að tíðka upp á síðkastið. En hver var það annar en sjálfur ESB-dómstóllinn sem tók þátt í því, með sínum fulltrúa í ómarktækum "gerðardómi" um Icesave-málið haustið 2008, að dæma ríkissjóð Íslands greiðsluskyldan að fullu um allar Icesave-kröfur Bretlands og Hollands?! Og hverjar stofnanir ESB tóku einnig þátt í þessu dóms(m)orði gerðardómsins aðrar en sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e.k. yfirríkisstjórn þess) og Seðlabanki Evrópu?!
Og þessum stofnunum, eins og öðrum í Evrópusambandinu, eiga menn nú að treysta!
Þetta síðastnefnda hefur lengi verið leynd og ljós stefna Fréttablaðsins, en þakkarvert, að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur kallað eftir því, að það blað gefi út skýra yfirlýsingu um að það sé með inngöngu í Evrópusambandið sem grundvallarstefnu sína, með öðrum orðum að það sé ESB-málgagn. En brestur ekki útgefendur blaðsins þor til að játa það fullum fetum, að það vill inntöku landsins í stórveldi og þar með beita sér gegn vilja meirihluta þjóðariunnar og svíkja Lýðveldið Ísland?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Meirihluti andvígur aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ennþá (15 mánuðum eftir heitstrengingu landsfundar 2013) búinn að loka "Evrópustofu". Hvað veldur þínu seinlæti, Bjarni Benediktsson? Hefurðu bitið það í þig að óvirða vilja flokksmanna þinna? Skipta Samfylkingaratkvæðin meira máli? Dettur þér í alvöru í hug, að þau falli þér og þínum í skaut? Hve langt ætlarðu að ganga í meðvirkninni? Eða ertu að vinna fyrir einhverja allt aðra hagsmuni en þinna landsmanna og flokksmanna?
Hér skal vísað á fyrri, rökstudda grein um þetta grundvallarmál:
Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2014 | 11:24
Bezt utan ESB
Að sjálfsögðu þjónar ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið, eins og forsetinn segir réttilega í viðtali við St Petersburg Times. Við hefðum þar minnst allra að vinna (og alltaf í 6.000 millj.kr. nettó-mínus árlega vegna árgjaldsins til Brussel að frádregnum styrkjum frá Brussel, fyrir utan allan annan skaða af íverunni, sem engin þörf er á í þróttmiklu ríki sem hraðfara eykur þjóðartekjur sínar með ferðamannastraumi o.fl.) og mest að tapa: í fiskveiðiréttindum og almennt í mörgu öðru sem hljótast myndi af því að fá ESB í hendur æðsta löggjafarvald yfir Íslandi.
Þetta "mesta tap allra", sem félli okkur í hlut, tengist sérstaklega 1) okkar afar verðmætu fiskimiðum og jafnvel yfirráðum yfir olíuauðlindum undir Tjörnesi/Flatey á Skjálfanda og undir landgrunninu og 2) því, að allra ríkja hefðum við minnst atkvæðavægi í Evrópusambandinu. Frá 1. nóv. þ.á. kemst breytt atkvæðahlutfall í gildi í ESB skv. ákvæðum Lissabon-sáttmálans, og þá hrapar atkvæðavægi Möltu (með um 410.000 íbúa) um meira en 90% í hinu löggefandi (m..a. um sjávarútveg) ráðherraráði ESB og í leiðtogaráði þess og yrði 0,08%.
En okkar atkvæðavægi yrði ekki nema 0,06% !!! ---> Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði =http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/977585/
JVJ.
![]() |
Pútín vildi ekki ræða við Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 12.4.2014 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2014 | 01:44
Sumir eru svo viðkvæmir fyrir hrakningu ESB-meðvirkra skrifa sinna
Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur fer mikinn í baráttu fyrir ESB-málstaðinn þessa dagana og var þó a.m.k. um tíma sjálfstæðismaður. Vont er að sjá hann ritskoða síðu sína nú orðið, taka ítrekað út innlegg sem voru þó ekki á neinn hátt meiðandi persónulega. Tvívegis hefur undirritaður sett þar inn athugasemd, sem jafnóðum er tekin út. Hún er við grein hans Ríkisstjórnin er ekki réttkjörin og á að segja af sér, sem nú hefur verið lokuð fyrir öllum frekari athugasemdum, en hér er mín aths. (í seinni gerðinni, þ.e. með nýjum formáls- og eftirmálsorðum):
- Tókstu í alvöru út innlegg mitt hér, Friðrik?
- Hér er það, hafirðu glatað því í klaufaskap:
- http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1365538/#comment3503312
- Góð Helga! Einnig Kristján -- og svör Friðriks út í Hróa.
- Þú ert, Friðrik, sennilega einn í veröldinni um þessa fáheyrðu þverstæðuskoðun þína á stjórnarskrárbreytingu. Og sem betur fer var lögleysugjörðin stöðvuð, jafnvel Samfylkingin var með nógu slæma samvizku af henni til að voga sér ekki að keyra hana í framkvæmd.
- Svo eruð þið ESB-sinnarnir greinilega að reyna á alla mögulega vegu að fremja hér valdarán, þ.e. koma til leiðar fullkominni óvirðingu þingræðisins.
- Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 01:50
- En þú hefur einnig tekið út innlegg þeirrar mætu konu Helgu Kristjánsdóttur í Kópavogi og þar að auki a.m.k. eitt í viðbót, eins og ég fekk sjálfkrafa tilkynningu um inn í minn netpóst, það var athugasemd frá Ragnari Gunnlaugssyni. Ertu farinn að beita hér harðri ritskoðun, Friðrik minn, eða voru þetta mistök í stjórnborðinu? Þau er þá hægt að laga. Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 11:15
En ekki kaus hann að laga þetta; hann vildi einfaldlega ekki textann! Það sama átti við um innlegg frá Helgu Kristjánsdóttur, sem hann hefur þurrkað út, og annað hvassyrtara sem ég fekk afrit af í netpóst minn, þetta:
- Ragnar Gunnlaugsson: Eins gott að Friðrik náði ekki að smygla sér inn á þing í skjóli Sjálfstæðisflokksins í N.Vesturkjördæmi,eins og hann reyndi á sínum tíma,skömm okkar hefði verið mikil.
Til að textar glatist ekki, er tilvalið að menn taki afrit af þeim.
Mér er vel við Friðrik og get alls ekki kvartað undan honum persónulega. Vona að þetta verði honum til góðs lærdóms.
JVJ
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 23.3.2014 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)