ESB-málið getur ekki farið "óleyst inn í kosningar"

Góðir eru Staksteinar Mbl. í dag og tilefnið gott. Formaður og varaform. Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir í liðinni viku að rétt væri að draga umsókn um aðild að ESB til baka. Gunnar Bragi utanríkisráðherra fær hins vegar góða athugasemd í pistlinum.

  • Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir að tillagan um að draga umsóknina til baka verði lögð fram í vetur. „Það er á þingmálaskránni. Það hefur ekkert breyst síðan það mál var stutt í ríkisstjórn og þingflokkum síðasta vor,“ segir Bjarni við Ríkisútvarpið og sagðist aðspurður „að sjálfsögðu“ myndi styðja málið.

Og blaðið ályktar réttilega: 

  • Þetta er hvort tveggja nokkuð skýrt og nú vantar fátt upp á annað en að hrinda þessum skýra vilja í framkvæmd.

En þegar kemur að sjálfum flutningsmanni tillögunnar, virðist hann undarlega óákveðinn:

  • Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra talaði að vísu heldur þokukenndar um málið við Ríkisútvarpið og sagði koma „vel til greina“ að slíta viðræðunum, sem er það sem Ríkisútvarpið spurði um, en átti væntanlega við afturköllun umsóknarinnar. (Staksteinar.)

En blaðið minnir hann á hans eigin tillögu ...

  • og hvort sem umsóknin verður afturkölluð með þeim hætti eða öðrum verður utanríkisráðherra jafnt sem aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn að tryggja að málið nái fram að ganga.

Og hver eru rökin fyrir því? Til dæmis þessi augljósu rök, með orðum Staksteinahöfundar:

  • Þeir geta ekki farið með það óleyst inn í kosningar.
Og það verður haldin hátíð á Íslandi, þegar umsóknin verður formlega afturkölluð.
 
JVJ. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband