Aðsent álit um val á forseta Íslands í næstu kosningum

Þarna er um fullveldismál að ræða: það verður að hafa mann á forsetastóli sem stendur vörð um fullveldi landins, sjálfstæði þings og þjóðar. Ólafur Ragnar Grímsson er sá eini af ráðamönnum okkar sem hefur tekið af skarið um að ofurselja ekki æðsta framkvæmda- og löggjafarvald okkar til Evrópusambandsins.

Fjölnismenn og Jón forseti mótuðu grunninn að sjálfstæði landsins, og við núverandi aðstæður, meðan Evrópusambandsmál eru ekki til lykta leidd, ber nauðsyn til að styðja Ólaf Ragnar Grímsson áfram til kjörs sem forseta þjóðarinnar.

Fengið frá og birt með leyfi Jóns Hagbarðs Knútssonar guðfræðings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband