Einurðarleysið reyndist harla veikur grunnur "endanlegra ákvarðana" sem allir tækju mark á

Tvær grímur eru farnar að renna á menn sem héldu ákvörðun stjórnar­flokk­anna í gær lýsa mikilli og tíma­bærri rögg­semi. En hefur í reynd nokkuð þokazt áfram fyrir þá sem vilja losa Ísland alger­lega undan þeirri Evrópu­sambands-inngöngu­umsókn sem Össur Skarphéðinsson verkstýrði með stjórnarskrárbroti í júní 2009? Er á hreinu í hugum allra, að sú umsókn er ekki gild lengur?

Nei, um það er enginn einhugur hér heima, meðal pólitíkusa og fræðimanna, og það er heldur ekki viðurkennt hjá fjandvinum okkar í Brussel.

Ekki mun það draga úr þeim þar í borg að fá stuðning við útþenslustefnu sína gagnvart okkur frá formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Íslandi. Allir þeir aðilar geta svo með hægðinni sett þetta mál í salt, látið hér heima sem þeim sé þessi ákvörðun Gunnars Braga og Bjarna Ben afar óljúf og tilefni til heitra yfirlýsinga og þykkjuþungra mótmælafunda við Alþingi, jafnvel hótana hinna róttækustu um nýja (búsáhalda- eða gerviraka-)byltingu.

En þessum foringjum og þingmönnum er í alvöru bara ljúft að látast, meðan þeim er eftir skilin vissan um, að ekki muni þessi ríkisstjórn gera út af við umsóknina formlega, hvað sem hún segir. Til þess skortir ráðherrana þá einurð og tryggð við fullveldið sem þó átti að móta gerðir þeirra og verða farsæl undirstaða virðingarverðra ákvarðana sem ekki yrði lengur um efazt.

Sú er að minnsta kosti ætlan þess, sem hér ritar og hefur sagt fleira um þetta annars staðar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bréfið var nógu afdráttalaust til að slit færu ekki milli mála. að hefur svo verið áréttað með öru bréfi til að koma í veg fyrir allan misskilning.

engin lög eða stjórnarskrá voru brotin hér enda er ekki um alþjóðasamning að ræða heldur viðræður, sem þegar voru runnar sitt skeið.

Við skulum heyra hvað Brusselmenn segja eftir nokkra daga og hvort þarf að árétta þetta frekar. 

Deila má um hvort hægt hefði verið að gera þetta á annan hátt, en sá háttur hefði þá verið þeirra sem ekki hafa meirihluta á þing né sitja í ríkistjórn.

Móðursýkin í kringum þetta er ótrúleg. Þetta lá alltaf fyrir og var stefna stjórnarsáttmálans. Að láta sem þetta komi mönnum i opna skjöldu er í besta falli hlægilegt lýðskrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2015 kl. 22:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi AÐFERÐ kom flestum í opna skjöldu -- skal ekki segja um þá, sem kannski vissu af einhverju baktjaldamakki, jafnvel við Brusselmenn sjálfa.

Hvergi var talað hér í pistlinum um stjórnarskrárbrot í þetta sinn (Helgi Hjörvar gerir það hins vegar); en hér var minnzt á stjórnarskrárbrot Össurar sem utanríkisráðherra 2009, sem lagði ekki þingsályktunartillöguna þá fyrir forseta íslands til staðfestingar. En þótt hún hafi þar með verið ógild, viðurkenna fæstir þá staðreynd (og ekki stórveldið), og menn munu bara að vild -- í gróteskum hefðaranda Steingríms og Jóhönnu -- halda áfram að keyra landið þangað sem þeim sýnist á því stjórnarskrárbroti eins og öðrum.

Jón Valur Jensson, 13.3.2015 kl. 22:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski hefði þetta ekki þurft að fara gegnum þingið, en ég er sammála um að það hefði verið þrifalegast. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru með 36 þingmenn sem ég held að með fáum undantekningum vilji ljúka þessu. Meðal vinstri grænna má vænta einhverra sem vega það upp. Það hefði verið gustukaverk að leggja þetta fyrir þingið og fá niðurstöðu. Hefði tillagan fallið, þá væri óbreytt ástand og við ekkert á leið þarna inn fyrr en kaflar um sjávarútveg og landbúnað yrðu opnaðir og rýmiskýrslur opinberaðar. Þá á eftir að breyta stjórnarskránni til að heimila valdaframsalið og raunar er það og hefur alltaf verið frumskilyrði aður en nokkur aðlögun hæfist. Ferlið fram að þessu sem aðlögunarferli er í raun brot á stjórnarskrá. 

Allt hófst þetta nú á því að menn töldu krónuna ónýta og vildu aðra mynt. Annað hefur komið í ljos og ekki nema handfylli vitskertra manna sem heldur opinni þeirri hugmynd. Aðallega á ystu jöðrum bloggheima. Krónan reyndist okkar traustasta land í þessu öllu þegar upp var staðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 00:58

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott þetta innlegg frá þér, Jón Steinar. Hér hefði ég nú viljað hafa 900 lesendur í stað 15, rúmu korteri eftir miðnætti. Okkur vantar að virkja menn meira. Verðum líka að nota hina vefina, og það veit ég þú gerir. smile

Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 01:18

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið framsjallar þorið ekki að slíta.

En þó þið þyrðuð, - þá efast eg um að þið kynnuð það!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2015 kl. 18:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enginn er ég "framsjalli".

Jón Valur Jensson, 15.3.2015 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband