ESB notar Marókkó til ađ rćna sjávarauđlind Vestur-Sahara

 
 
Íbúar Vestur-Sahara berjast fyrir viđurkenningu á rétti sínum til ađ ráđa sér sjálfir. Ţann rétt viđurkenna SŢ en hvorki ESB né Marókkó, sem hefur međ yfirgangi og frekju tekiđ yfir auđlindir landsins eins og fiskimiđin vestur af ströndum Vestur Shahara.
 
28. september 2010 afhentu yfir 800 samtök og 20 ţús einstaklingar víđa um heim mótmćlabréf til Framkvćmdastjórnar ESB međ kröfu um ađ ESB hćtti fiskveiđum fyrir utan strendur Vestur-Sahara. Ađ undirskriftasöfnuninni stóđu m.a. samtökin: Segjum nei viđ fiskveiđum ESB í hernumdri Vestur-Sahara.
 
Í bréfinu segir: "Ekkert land í heiminum hefur viđurkennt yfirtöku Marókkó á Vestur-Sahara. Samt sem áđur borgar ESB miljónir evra til ríkisstjórnar Marókko fyrir ađ leyfa skipum ESB ađ veiđa í lögsögu Vestur-Sahara. ESB verđur tafarlaust ađ hćtta veiđum viđ Vestur-Sahara.
 
Marókkó heldur áfram ađ neita samstarfi um ađ hćtta nýlendustefnu í Vestur-Sahara og virđir ţar međ ađ engu yfir 100 samţykktir Sameinuđu Ţjóđanna um rétt íbúa Vestur-Sahara til sjálfsákvörđunarréttar."
 
"ESB hefur lagalega og siđferđilega skyldu ađ hćtta ađ grafa undan friđarumleitunum SŢ í Vestur-Sahara međ ţví ađ viđurkenna sjálfsákvörđunarrétt íbúa Vestur-Sahahara yfir landi og auđlindum sínum.
 
Viđ krefjumst ţess, ađ Framkvćmdastjórn ESB hćtti tafaralaust ađ úthluta fiskveiđiheimildum til skipa ESB viđ veiđar í sjávarlögsögu Vestur-Sahara. Engar meiri veiđar frá ríkjum ESB í sjávarlögsögu Vestur-Sahara."
 
Meira má lesa um málin á síđunni fishelsewhere.eu
 
Ţar kemur einnig fram, ađ útgerđarsamtök skoskra sjómanna hvetja ESB til ađ auka umsvifin og veiđa meira viđ strendur Vestur-Sahara, ţar sem yfir 100 spćnskir togarar "verđa ađ öđrum kosti ađ koma til baka á miđ ESB, ţar sem mestallir fiskistofnar eru ađ fullu nýttir."/gs
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband