Makalausar upplýsingar, um ESB-viðræðustrand og upplýsingaleysi!

Hér er stórmerk grein Björns Bjarnasonar. Hans skarpa auga greinir orð Þorsteins Pálssonar í Frbl. í gær svo, að ESB-viðræðurnar virðist "strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar," einnig að Össur feli upplýsingar um stöðu mála, haldi þeim jafnvel frá þeim sem sitja í samninganefnd Íslands. Og hann stillir Þorsteini, formanni einnar ESB-viðræðunefndarinnar, upp við vegg:

  • "Ætlar hann að sitja þar áfram ef viðræðurnar eru strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar?“ spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vefsíðunni Evrópuvaktin.is. Þessu hljóti Þorsteinn að þurfa að svara og helst opinberlega.

"Ætlar Þorsteinn Pálsson að taka þátt í þessum leik?" spyr Björn og bætir við:

  • "Eða Björg Thorarensen, prófessor í stjórnlagafræði, sem telur ekki lengra unnt að ganga til samstarfs við ESB án þess að breyta stjórnarskránni? Ætlar hún auk þess að hylma yfir með þeim sem að mati Þorsteins Pálssonar brjóta þingræðisregluna?"

Endilega lesið í heild grein Björns Bjarnasonar á Evrópuvaktinni. --jvj.


mbl.is Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband