Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Tilraunin með evruna á nýtt stig

Varla var afgreiðslu nýjasta "neyðar"lánsins til Spánar lokið, þegar markaðir tóku nýja dýfu niðurávið og sendu vaxtakröfur á Spán yfir 7,5%. Nú er búist við, að fjórða stærsta efnahagskerfi ESB, Spánn, þurfi að biðja um neyðaraðstoð frá AGS, SE og ESB eins og Grikkland til að geta greitt afborganir og vextir af lánum, sem þarf að greiða seinna í ár.

Þetta kemur fram í sömu andrá og fleiri landssvæði á Spáni snúa sér að yfirvöldum vegna þess að þau eru í raun gjaldþrota. Valencia hefur tilkynnt um beiðni til ríkisstjórnar Spánar upp á 200 til 300 miljónir evra. El País lagði til á laugardaginn, að fimm önnur svæði á Spáni veltu fyrir sér beiðni um fjárhagsaðstoð, þar á meðal tvö fjölmennustu svæði Spánar Andalúsía og Katalónía. Samkvæmt El País skulda 17 svæði Spánar um 140 miljarða evra og þar af þarf að fjármagna greiðslur 36 miljarða evra í ár. 

Fjármálaráðherra Spánar Luis de Guindos afneitaði þörf á fullum "björgunarpakka" til Spánar í morgun en hittir samt þýzka fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble í Berlín til að ræða Spánarkreppuna. Utanríkisráðherra Spánar, José Garcá Margallo beinir því til Seðlabanka Evrópu, "að einhver verður að veðja á evruna - og hver getur gert það betur en SE?" Mario Draghi bankastjóri SE bendir hins vegar á, "að hlutverk SE er ekki að leysa fjárhagsvandræði einstakra ríkja."

Á sama tíma berast fréttir um, að þolinmæði AGS er á þrotum gagnvart Grikklandi og AGS íhugi að halda aftur af umsömdum peningagreiðslum til Grikklands í framtíðinni vegna þess, að Grikklandi takist ekki að halda ríkisskuldum undir 120% af þjóðarframleiðslu ár 2020. Grikkland gæti þurft allt að 50 miljarða evra aukaaðstoð bráðlega, sem hvorki AGS né ýmis evrulönd eru reiðubúin að fallast á. T.d. segir Süddeutsche eftir heimildum ríkisstjórnar Þýzkalands, að það sé "óhugsandi" fyrir Angelu Merkel að biðja þingið um að afgreiða þriðja "björgunarpakkann" fyrir Grikkland á sama tíma og ýmisir aðrir stjórnmálamenn viðra opinskátt, að það verði allt í lagi, þótt Grikkland yfirgefi evrusvæðið.

Það, sem einkennir allt "lausnar"ferlið á skuldavanda evruríkjanna er, að það virðist annars vegar ekkert að marka "aðstoð", sem veitt er till viðkomandi ríkja, vegna þess að tölurnar hækka alltaf eftirá og þörfin á meiri og hærri peningagjöfum fylgja í kjölfarið. Hins vegar er komið að endamörkum þolmarka í stjórnmálum og efnahagsmálum "aðstoðar"ríkjanna, sem ógnar áframhaldandi evrusamstarfi og stjórnmálasamstarfi. Stjórnmálaspenna í löndum, sem eru að baki "neyðarpakkanna" hefur aukist og einnig á þjóðfélagslega spennan eftir að aukast mjög í þeim löndum, sem taka þurfa á sig neyðarskilmála, þegar niðurskurðaraðgerðir gera vart við sig að fullu t.d. á Spáni. Andstaða margra stjórnmálamanna við að ganga lengra á þessarri braut t.d. með hótun Finna að draga sig úr evrusamstarfinu skilur raunar ekkert eftir nema brotlendingu evrunnar, evrusamstarfsins og hrun á mörkuðum.

Þjóðverjar m.fl. ætla að notfæra sér ástandið til að þvinga stofnun alríkisins í gegn og kemur væntanlega í ljós á haustmánuðum, hversu mörg lönd þeir fá með sér í þann leiðangur.

gs


mbl.is Sækir Spánn næst um aðstoð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15% í netkönnun mjög hlynnt inngöngu Íslands i ESB, en 67% mjög andvíg!

Þetta kom í ljós í könnun Vísis.is, Bylgjunnar (Reykjavík síðdegis) og Stöðvar 2, birtri 4. júlí sl. 3% voru hlutlaus, en "nokkuð hlynnt" voru 8% og "nokkuð andvíg" 7%. Það sem stendur upp úr er afstaða hinna eindregnu: meira en fjórfalt fleiri eru þar í andstöðu við ESB-stefnuna í stjórnarráðinu heldur en hinir, sem hlynntir eru Össurarstefnunni. 74% vilja enga "inngöngu" í ESB.

Áberandi grafið segir sína sögu:

 

Þetta eru ánægjuleg tíðindi af fjölmiðlavettvangi Baugsmiðla. Jafnvel þar er höfnun stefnu Össurar og Jóhönnu nánast eins skýr og verða má. Og ekki var þátttakan lítil: 2.072.

Jón Valur Jensson. 


Engin þörf á að semja um neinn makrílkvóta Íslands nema þá helzt til aukningar

Steingrímur J. Sigfússon hefur ekkert þjóðarumboð til að semja við Evrópusambandið um makrílkvóta, hvorki 7, 10 né 15%.

Við höfum veitt úr honum um 16% af þeim kvóta, sem Alþjóða-hafrannsóknaráðið hefur lagt til, en það er í raun of lítið miðað við 1) dvalartíma hans hér við land (um 40% líftíma hans), 2) gríðarlegt magn átu sem hann innbyrðir hér við land, um fimmfalda eiginþyngd hans, og þetta tekur fæðu frá öðrum fiski hér.

Í þriðja lagi er ætlun ESB-þjóðanna um eigin veiðar í stórfelldu ósamræmi við það, hvar makríllinn heldur sig og í raun margföld rányrkja, ef eitthvað er "sjórán" á þessari fisktegund, enda ætla þær sér áfram að veiða margfaldlega á við okkur!

En í 4. lagi er svo ráðgjöf Alþjóða-hafrannsóknaráðsins byggð á sandi fremur en vísindum, gersamlega ótækum rannsóknaraðferðum, eins og vel kemur fram í afar skýrum skrifum Jóns Kristjánssonar fiskifræðings um þau mál, hér 6. þ.m. á Moggabloggi: Ekki semja um makrílinn!

Það er því ankannalegt í hæsta máta að lesa þessar fréttir frá Evrópusambandinu:

Evrópusambandið hefur í hyggju að bjóða Íslendingum 10% af ráðlögðum makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi og Færeyingum sama hlutfall samkvæmt því sem fram kemur á írsku fréttasíðunni Donegal Democrats í dag.

Þar segir ennfremur að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái fram á að geta stöðvað „stjórnlausa rányrkju“ Íslendinga og Færeyinga á makrílstofninum með slíku tilboði og að um sé að ræða ásættanlega lendingu til þess að binda endi á makríldeiluna.

"Ásættanleg lending" -- þannig talar þetta kerfisfólk, ásamt óverjanlegum upphrópunum sínum, í stað þess að virða efnahagslögsögu hvers ríkis. Hún yrði að sjálfsögðu ekki virt hér, ef við færum inn í þetta Evrópusamband, þar er gefinn jafn aðgangur allra ESB-þjóða að fiskimiðunum. En jafnvel án "inngöngu" í þetta stórveldabandalag ætlast það til þess að fá að vaða hér yfir okkur á skítugum skónum með þrýstingi á þá ráðamenn hér, sem reyndust, þrátt fyrir það sem mönnum sýndist, ekki hafa bein í nefinu til að standa gegn yfirgangi þjóða úr þessari sömu átt.

Það er dæmigert, að bæði Belgar og Hollendingar taka undir hortugheit og frekju Skota, Íra og Breta á móti okkur á sínum ESB-vettvangi, en Danir og Svíar hafa hins vegar óskað eftir "málamiðlun".

Það er í 1. lagi spurning, hvort Íslandsmið og ástand annarra fiskistofna þyldi slíka málamiðlun -- réttast væri líklega að auka veiðarnar hér langt upp fyrir 20% heildarveiði makrílsins á NA-Atlantshafi. En í 2. lagi á það ekki að vera hlutverk annarra Norðurlandaþjóða að vera með íhlutun í okkar innanríkismál og stuðla að þvingun gagnvart okkar eigin efnahagslögsögu, um leið og með því væri verið að svipta okkur útflutningstekjum svo næmi mörgum tugum milljarða króna á t.d. einu kjörtímabili.

Steingrímur J., sem er að renna út skeið síns kjörtíma, hefur ekkert umboð þjóðarinnar til að gera hrossakaup við Evrópusambandið með lúpulegum svip. Sitthvað bendir jafnvel til, að hann ætli sér að eiga það spil í bakhendinni fyrir næstu kosningar að hafa loksins reynzt standa gegn offorsi stórveldisins í þessu máli. Þó er eins víst og að sólin kemur upp í fyrramálið, að fólk er hætt að treysta honum fyrir áframhaldi makrílveiða okkar, sbr. að fyrir örfáum dögum kom í ljós í könnun Útvarps Sögu, að innan við 20. hver maður treystir honum til samninga við ESB um þetta mál (Algert vantraust á Steingrími J. Sigfússyni til að semja við ESB um makrílkvóta).

Slíkir samningar eru hvort eð er óþarfir, meðan valdamenn Evrópusambandsins halda sig uppi í skýjunum og tala af hroka og yfirlæti niður til Íslendinga og Færeyinga.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Verða Íslendingum boðin 10%?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntbandalagið sem kosið var um 2003 er horfið, segir Assar Lindbeck, Svíþjóð

Í grein í Dagens Nyheter 17. júlí skrifar Assar Lindbeck, hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi, að "Myntbandalagið, sem við kusum om 2003, fyrirfinnst ekki lengur og það er ómögulegt að sjá fyrir, hvers konar myntbandalag verður til eftir fimm eða tíu ár. Ég tilheyri þess vegna þeim, sem finnst að Svíþjóð eigi að bíða og sjá, hver þróunin verður á EMU í framtíðinni áður en við tökum aftur upp spurninguna um sænska aðild."

"Það er varhugavert þegar evruríkin, að því er virðist, eru að breyta tímabundnum kreppuaðgerðum í endanlegt aðstoðarkerfi fyrir lönd með veikan ríkisfjárhag. Stjórnmálamenn evrulandanna og leiðtogar ESB eru á fleygiferð að byggja upp nokkurs konar tryggingakerfi fyrir þessi ríki. Þróunin tekur ekki bara á sig mynd sameiginlegra hjálparsjóða heldur einnig tillagna um sameiginlega tryggð ríkisskuldabréf (evruskuldabréf) og mögulega yfirríkjavald til skattlagningar innan ESB og evrulandanna. Á hagfræðingamáli mætti segja, að evrulöndin séu að byggja upp kerfi fyrir endanlegt "moral hazard", þ.e.a.s. kerfi stöðugra freistinga fyrir ríkisttjórnir til að stunda óabyrga fjármálastefnu til langtíma á annarra kostnað."

Assar Lindbeck telur, að eina leiðin til að viðhalda fjármálasjálfstæði þjóðríkja í gjaldmiðilssamstarfinu, er að bann Maastrichtssáttmálans við fjármögnun einstakra ríkja ("non-bail out") verði einnig látið gilda fyrir Seðlabanka Evrópu. Gangi það ekki eftir verði sameiginlegt "fjármálabandalag" eftir á borðinu.

"En ég dreg í efa, að íbúar landa í vandræðum með ríkisfjármálin samþykki yfirstjórn eða niðurskurði, sem stjórnmálamenn annarra landa ákveða. Ég er heldur ekki sannfærður um, að íbúar landa sem ekki eru í vandræðum með ríkisfjármálin vilji íklæðast hlutverki hins gjafmilda stórabróðurs. Ég á þess vegna erfitt með að trúa á hugmyndina um langt gengna miðstýringu fjármálastjórnunar yfir þjóðunum.

Ég kaus sjálfur "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2003, þegar kosið var um, hvort Svíþjóð ætti að ganga með í myntbandalagið.  Þá datt mér engan veginn í hug, að bann Maastrichtssáttmálans um að "leysa út" lönd með slæman efnahag yrði yfirgefið fyrir skyndistuðning til einstakra ríkja. Þaðan af síður gat ég ímyndað mér að endanlegu tryggingarkerfi yrði komið á með yfirríkjastjórn fjárlaga einstakra ríkja."

Assar Lindbeck er hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi. 1992-1993 var hann í forsvari fyrir Lindbecknefndinni, sem aðstoðaði ríkisstjórn Svíþjóðar að leysa efnahagskreppu á þeim tíma.  

gs


mbl.is Spánn og Grikkland fá betri vaxtakjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið bíður ósigur í evrukreppunni, segir Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar

Í grein í Dagens Nyheter í Svíþjóð 16. júlí skrifar Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar, að lýðræðið verði undir í evrukreppunni. 

"Myntbandalagið er orðið að "gegnumstreymisbandalagi" þar sem geysilegar fjáhæðir tryggðar af sterku löndunum streyma til þeirra veikari til að koma í veg fyrir hrun þeirra. Aðalatriðið er minni umhygga fyrir íbúum þessarra landa en með eigin bönkum og evrunni sem pólitísku verkefni. Innbyrðis átök aukast milli ESB ríkjanna og Þýzkaland, sem átti að halda í skefjum, er nú orðið allsráðandi.

Nú á að bjarga verkefninu með enn stærra verkefni, sem kallað er "fjármálabandalag" en er í reynd nokkurs konar efnahagslegt einræði undir þýzkri leiðsögn í höndum starfsmanna og sérfræðinga í Brussel."

"Hvert skref fæðir annað eins og venjan er hjá ESB, lýðræðislegt vald þjóðanna leysist smám saman upp í þoku efnahagslegra, nauðsynlegra aðgerða, - einræði búrókratanna tekur við og þá mun alríkið verða markaðssett til þess að ljá kerfinu "lýðræðislegt andlit", sem er mjög svo afhjúpandi orðalag. Hið sjálfbyggða gjaldmiðlaskrímsli á að temja með enn þá stærra skrímsli!"

Carl Tham meinar að lýðræðið víki fyrir tundurskeyti myntbandalagsins og að þvinga alríki upp á fólk með mismunandi menningu, mál og hefðir muni óhjákvæmilega leiða til þjóðfélagsátaka.

"Ef þær tillögur ná fram að ganga, sem nú eru lagðar fram, mun áfram haldið við niðurrif á lýðræði í Evrópu. Gjaldmiðillinn er æðri lýðræðislegum stjórnarháttum. Verið er að taka ákvörðunarréttinn af fólki á færibandi.."

Carl Tham hóf stjórnmálaferil sinn hjá Folkpartiet en gekk í lið með Sósíaldemókrötum síðar, þegar hann varð menntamálaráðherra. Sífellt fleiri sósíaldemókratar í Svíþjóð viðurkenna nú, að evran eru mistök og vara við sífellt stærri lýðræðisskerðingu, sem einkennir ESB. Þeir sjá mótsögnina við fólkið í Evrópu, kjósendur aðildarríkja ESB og skilja, að þessi þróun leiðir till enn meiri hörmunga en þegar hafa gerst.

Íslenskir kratar hafa grafið sig svo langt niður í umsóknarferli ESB, að augu þeirra ná ekki út yfir brún skotgrafarinnar og eiga þeir því enn langt í land með að viðurkenna staðreyndir um evruna, sem blasa við öllum öðrum.

gs 


mbl.is Evran á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestur á ESB-fréttablaðinu minnkar

Það er einkar ánægjulegt, að lestur á ESB-Fréttablaðinu minnkar skv. fjölmiðlakönnun Capacent. Blaðið er óverðugur málsvari undirgefni við erlent stórveldi, ritstjórinn skrifar sífelldan ESB-áróður og blaðamenn notaðir sem skæruliðar gegn sjálfstæðum þingmönnum eins og Jóni Bjarnasyni, Atla Gíslasyni, Vigdísi Hauksdóttur o.fl.

Eða hefur kannski enginn tekið eftir þessu nema undirritaður?

Eitt sem víst er: Ekki er útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og kona hans (eigandi blaðsins) andvíg því, að Ísland verði innbyrt í Evrópusambandið.

Skammarleg var umfjöllun ESB-Fréttablaðsins um valdahlutföll innan Evrópusambandsins. Þar var mikið lagt á sig til að fela það í opnugrein, hve hverfandi lítið atkvæðavægi Íslands yrði þar eftir 1. nóvember 2014 og hve yfirgnæfandi vægi gömlu nýlenduveldanna í Evrópu (10 þeirra, öll nema Rúsland, eru í ESB).

Þetta er ein af fleiri sönnunum fyrir hlutdrægni ESB-Fréttablaðsins, gegn íslenzkri fullveldisbaráttu. Svo þurfum við á sama tíma að kljást við það, að Evrópusambandið brýtur hér Vínarsamþykktina um skyldur sendiráðs síns, sem dælir hér 230 milljónum króna í beinan áróður Evrópus[sambands]stofu, og sendiherrans Timos Summa, sem staðið hefur í löglausum áróðursferðum um landið. Reyndar hitnaði svo undir honum, vegna einarðrar gagnrýni Tómasar Inga Olrich, fyrrum sendiherra í París, að það var trúlega ástæðan til þess, að hann var látinn hverfa heim til Brussel.

Já, það gerist fleira á Íslandi en blasir við í fyrirsögnum blaðanna. Ef einhver skyldi ekki vita af því, fer nú fram barátta fyrir íslenzku sjálfstæði, gegn 1580 sinnum fólksfleira stórveldi, sem svífst hér einskis, og gegn 5. herdeild þess hér á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lestur á Fréttablaðinu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

On the Organization for Research on the European Union and its Relations to Iceland, and its blogsite: Fullveldisvaktin, or Fullveldi.blog.is - with additional information on Iceland

This organization was set up by 15 people in the summer of 2011, and became a registered society on 12th of August, 2011. 'Fullveldi' (meaning sovereignty) is our blogsite's name (fullveldi.blog.is), or Fullveldisvaktin (the Sovereignty Watch).

In the Board of the Organization are the following: Jón Valur Jensson, chairman, Gústaf Skúlason, vice-chairman, Guðmundur Jónas Kristjánsson, cashier, and Halldór Björgvin Jóhannsson, secretary. Our social registration number (Icelandic: kennitala), in the "Fyrirtækjaskrá" (Register of firms and organizations) is 520811-1090. Our full (IBAN) bank account number, open for contributions from any Icelandic citizen, is IBAN IS95 0331 1330 1183 5208 1110 90. Our email no. is: fullveldiislands@yahoo.com and the chairman's telephone no. from abroad: -354 [for Iceland] 616 9070.

Samtök um rannsóknir á ESB ...  Our emblem, or logo, on this website represents Iceland with its EEZ (Exclusive Economic Zone) as it has been from the first half of the 20th Cent.: 3 miles, then 4 miles from 1950/52, then 12 miles from 1958, 50 miles from 1972, and 200 miles (dark blue) from 1975, and finally secured after our victory in the 'Cod wars' with Great Britain. The 200 miles only apply where there is no medium line between Iceland and other countries, that is: Greenland (top left, in light-grey), and the Faroe Islands, some 280 nautical miles SE off Iceland.

Fisheries constitute the main source of income of Iceland's export. In 2005, Iceland was at the top of the sovereign states having the most income per capita in the world from fisheries. Denmark was third, with 240 US dollars per capita, and Norway second, with 835 US$ (and other states by far lower), whereas Iceland was leading all others with 3,642 US dollars income from fisheries per capita of the whole population in that year.

With an annual catch of around 1.3 million tons, and in some past years up to two million tons, Iceland's fisheries are the envy of the fishing industries of Europe. Spanish ministers of state, for example, have already deliberated about acquiring fishery rights for their fishing industry here in consequence of what they hope and expect: Iceland's accession to the European Union. Yet precisely the prospect of that accession is directly opposed by the vast majority of Icelanders themselves, according to all opinion polls since 2009.

This, however, is what the European Union is intent on turning 180° to its own advantage. For many years now leading individuals in the administration, politicians, representatives in the communes, bureaucrats, employers and trade unionists alike, as well as academicians, and people from the cultural sectors, have been invited on free luxury trips to Brusselles and Strasbourg, to become "better" informed on the EU; moreover, the embassy of the EU in Reykjavik is already in breach of Icelandic law and the Vienna diplomatic agreement by assigning 230 million Icelandic krónur (almost 2 million US$) for direct propaganda projects in Iceland, starting with last year; and on top of this there are the more than 20 times larger so-called IPA contributions, unconstitutionally exempting the EU from taxes and customs in Iceland, and by many seen as bribery money to 'convince' Icelandic recipients of the excellence of that Brusselles utopian federal state; their direct purpose is yet to adapt Icelandic society into the overall EU framework, and those contributions will not continue after the possible accession of Iceland into the EU.

In the North-East EEZ of this country there are now clear signs of some oil and gas being under the seabed, possibly also in NE regions of the Icelandic mainland, as well as off the west coast. Iceland is also very rich in geothermal water which has been used for heating homes here since early 20th Cent., and by now also used for producing electric power to no small degree, although most of those underlying resources are unused as yet.

Aluminum plants, owned by foreign corporations, make for a considerable part of Iceland's exports (although there are some minuses, as their imported raw material, and profits paid to foreign shareholders); those factories are using low-price electricity from our hydro-power stations.

The British and the EU are already avidly making plans to receive electricity from this country in a sea-cable to the British Isles (cf. here) and even to the continental mainland. This would, however, owing to EU supervision and 'equality rules', which would apply here, if Iceland would be acquired by the Brusselles super-power as a 'member state', be detrimental to Icelandic homes which enjoy, as yet, much more advantageous energy prices than the British.

Iceland's wild and beautiful nature also attracts a great number of tourists every year. The up to 40% devaluation of our national currency, the króna, after the bank crash in 2008, makes it even more economic for tourists now to visit Iceland. Smile

Jón Valur Jensson.


Damanaki viðrar hótanir og augljósar blekkingar í örstuttu Rúv-viðtali

Sjávarútvegsstjóri (ráðherraígildi) Evrópusambandsins, Damanaki, virðist skrökva hér nánast í beinni útsendingu, með grófum áróðursklækjum gagnvart Íslendingum.

Hún tengir ESB-viðræðuferlið við makrílmálið, og er svo að sjá sem hún þykist þekkja sína íslenzku sérlegu ESB-vini (Samfylkinguna og viðhengi hennar) nægilega vel til að reiða megi sig á það, að þeir láti undan þrýstingnum og gefi eftir af rétti okkar til makrílveiða í okkar eigin efnahagslögsögu, þar sem öll rök ættu þvert á móti að gefa okkur meira en tvöföldun veiðanna, ekki fjórfalt til fimmfalt minni en við höfum stundað!

Hún lætur þó sem hér sé ekki um neinar hótanir að ræða til að þvinga okkur til uppgjafar í makrílmálinu, því að hún sé svo bjartsýn á, að samningum um málið verði lokið í september. Þegar á hana er svo gengið með bjartsýnina, kemur í ljós, að hún er einungis "slightly optimistic" í raun! Það merkir: svolítið bjartsýn, ekki bjartsýn í alvöru.

Hún segir "skiptar skoðanir um það í ráðherraráðinu, hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn". Þótt þetta hljómi vel í eyrum þeirra, sem vilja ekkert með þessa umsókn hafa, heldur eigi að senda hana án tafar í ruslafötuna, þá verður að hafa hér hugfast, að þessi orð hennar virka sem þumalskrúfa á þá í ríkisstjórninni og Alþingi sem vilja óðir og uppvægir láta innlima lýðveldið Ísland í stórríki, þar sem æðstu völd, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, yrði í höndum annarra en okkar sjálfra. Það á LÍKA við um sjávarútvegsmálin, enda kemur það alveg skýrt fram hjá Damanaki, að við yrðum þar að lúta forræði Evrópusambandsin, sbr. t.d. hér: "„Ráðherraráðið [ekki Ísland, aths. jvj.] ákveður hvenær [sjávaruútvegs]kaflinn verður opnaður“, segir Damanaki. Það muni horfa til þess hvort Ísland fer að reglum sambandsins." (Heimild frá í gær).

Damanaki vílar ekki fyrir sér að reyna að komast upp með að skrökva því að okkur, að "Evrópusambandið hafi teygt sig langt" (svo!!). Þessu heldur hún fram hér í annarri Rúv-frétt, en þetta er firra, því að "tilboð", sem hækkað er úr nánast engu (3% veiði fyrir okkur af heildarveiði makríls í NA-Atlantshafi) og um jafnvel 60%, er ekki orðið nema 4,8%! Á sama tíma er 40% af líftíma makrílsins HÉR við Ísland þar sem hann fitar sig á átu í íslenzkri efnahagslögsögu, svo að nemur á 2. milljón tonna af fæðu ofan í hann!

Það er illt í efni, ef Össur Skarphéðinsson er orðinn aðalsamningamaður okkar í stað Tómasar H. Heiðar, sérfræðings í hafréttarmálum, sem ráðherrann vék úr nefndinni. Tómas fekk þá ordru, að hann ætti að "ná samningum", en gerði það ekki, þ.e. sýndi ekki þá hlýðni að semja með þeirri dýrkeyptu málamiðlunar-eftirgjöf, sem Brusselvaldið ætlaðist til, og þá náðust engir samningar. Tómas þekkir rétt okkar inn og út, en Össur ætlast til annars af sínum mönnum, að því er séð verður. Lakari leik í þessu tafli gat hann ekki leikið en þann að fjarlægja Tómas, okkar öflugasta mann, úr samninganefndinni, en án efa hugnast þetta Brusselvaldinu, þ.m.t. frú Damanaki, ekki síður vel en brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni.

Hér er fréttin í 10-fréttum Sjónvarpsins þetta þriðjudagskvöld í heild:

  • Ingólfur Bjarni Sigfússon: Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir að skiptar skoðanir séu um það í ráðherraráðinu hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn. Íslendingar verði að ganga til samninga um makrílveiðar og megi ekki ákveða einhliða, hve mikið þeir veiða. – Evrópusambandið undirbýr löggjöf um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum sem gera slíkt. 
  • Fréttakona: Can you like assess [meta] how likely it is that Iceland will be sanctioned [beitt refsiaðgerðum]?
  • Damanaki: Zero procent. I think that we are going to reach an agreement. This is my assessment.
  • Fréttakona: So, how optimistic are you that there will be an agreement about the mackerell?
  • Damanaki: Well, I can say that the challenge is there. September is very near, it's after two months. So we have to work hard. I am slightly optimistic, this is what I have to do always; I'm slight(ly) optimistic, because this helps everybody to focus on the target. 

Hér er hnefinn í raun enn á lofti: þessir samningar VERÐI að nást og það með málamiðlun (= verulegri eftirgjöf) af ÍSLANDS hálfu*, ella geti Össurarflokkurinn ekki treyst á að komast inn í Evrópusambandið.

Í þessu málflutnings-hlutverki Damanaki er vitaskuld beitt blekkingum, því að ávinningurinn Ísland er Evrópusambandinu margfalt meira virði en allar samanlagðar makrílveiðar í NA-Atlantshafi út næstu aldir. Hér er á hinn bóginn verið að þókknast þrýstihópum í ESB, heilu ríkjunum eins og Stóra-Bretlandi, Írlandi og Frakklandi; framkvæmdastjórn ESB ætlar ekki að láta þau ríki hafa neitt á sig að klaga, að ekki hafi allt verið reynt til að þrýsta Íslendingum til uppgjafar fyrir frekjulegum kröfum þeirra til mestalls makrílsins.

Um leið og við þessu yrði brugðizt af fullri sannfæringu, einurð og ákveðni um að hér komi engin slík sviksamleg "málamiðlun" til greina, þá mun án efa koma í ljós, að Evrópusambandið er ekki síður pappírstígrisdýr til nokkurra stórræða hér heldur en Bretar til þess verkefnis að sigrast á okkur með herflota sínum í þorskastríðunum, gegn íslenzkum víraklippum! En það, sem við höfðum þá með okkur líka, var ekki aðeins réttlætið eins og nú, heldur EINURÐ ÞJÓÐARINNAR og SAMSTAÐA, sem náði líka til stjórnmálastéttarinnar.

Nú má enginn brestur verða á slíkri samstöðu, og verða allir góðir menn að gera stjórnmálamönnunum það ljóst, að undanhald og uppgjöf þjóðarhagsmuna kemur hér ekki til greina.

* "„Við höfum gert mikið“, segir Damanaki. „Við höfum boðið Íslendingum 60% meira af makrílkvótanum en við gerðum fyrir þremur árum. Svo mér finnst að íslenska ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við okkur, því um það snúast viðræður, að ná málamiðlun“. Hún náist ekki ef aðeins annar aðilinn gefur eftir." (Úr Rúv-fréttinni frá hádegi í gær.) – Þau hafa sem sé hækkað sig upp í um 4,8% vildartilboð (!!!), og nú sé það ÍSLANDS að koma til móts við gráðugu ríkin í ESB! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Einar: Bein tengsl makríldeilunnar og ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran á enga framtíð, segir Lars Wohlin fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar

Wohlin 655 947425c 1

Lars Wohlin, fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar og þingmaður Evrópuþingsins, segir í viðtali við Sænska Dagblaðið 1. júlí, að evran eigi enga framtíð. "Evran mun ekki lifa af sem sameiginleg mynt." Á sínum tíma stofnaði hann ESB-krítíska flokkinn Júnílistann með Nils Lundgren þjóðhagfræðingi. Flokkurinn fékk yfir 14% af atkvæðunum í kosningunum till Evrópuþingsins árið 2004.

Fyrir Lars Wohlin er stóra spurningin, hvernig hægt er að skapa virkt samstarf í Evrópu án evrunnar. Slíkt yrði að vaxa fram frá grasrótinni með stuðningi fólksins.

"Ég skil ekki, hvernig hægt er að trúa því, að Þýzkaland með sínu afkastamikla hagkerfi geti orðið sameiginlegur hluti efnahagskerfis með löndum eins og Grikklandi og Portúgal, það kemur ekki heim og saman. Þau lönd geta aldrei borgað skuldir sínar."

Lars Wohlin telur, að evran sé stærsti bófinn í gríska harmleiknum. "Land sem lifir á landbúnaði og ferðamönnum getur ekki keppt við t.d. þýzka iðnaðinn," segir hann.

"Enginn mun vilja setja fram spurninguna, hvort Svíar eigi að taka upp evruna í sænsku þingkosningunum 2014. Lokið verður lagt á og það verða engar umræður."

Eftir umræðurnar í vor um Grexit, þ.e. að Grikkland yfirgefi evruna, hefur nú hugtakið Fixit náð fótfestu, þ.e. að Finnar yfirgefi evruna. Lars Wohlin vill að Norðurlöndin vinni saman og taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. "Slíkt gæti gefið okkur sterka rödd bæði stjórnmálalega og efnahagslega."

"Að reyna að skapa Bandaríki Evrópu er dauðadæmt. Það er enginn stuðningur frá fólkinu fyrir því og þá gengur það ekki."

gs 


mbl.is Efasemdir um ESB-atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstaða við inntöku Íslands í Evrópusambandið átti sinn mikilvæga þátt í sigri forsetans

Forsetakosningarnar snerust ekki aðeins um þá lýðræðisbyltingu, sem Ólafur Ragnar talar réttilega um og fólgin var í virkjun málskotsréttarins og úrskurði þjóðarinnar í Icesave-málinu, heldur einnig um ESB-málin, eins og fram kom í viðtali forsetans við Lóu Pind Aldísardóttur á Bylgjunni nú í hádeginu.

Ólafur sagðist þar myndu tryggja, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði endanleg, en ekki bara ráðgefandi. Þá kvaðst hann áfram myndu halda við að hugsa og ræða um Evrópusambandsmál og deila þeim hugsunum sínum með þjóðinni, eins og hann gerði þegar hann benti á, að í nánast allri Norður-Evrópu og allt frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og austur um alla Skandinavíu fyrirfyndist engin evruþjóð, það væri ekki fyrr en komið væri til Finnlands, sem evran hefði verið tekin upp sem gjaldmiðill; hún væri fyrst og fremst í notkun á meginlandinu (sunnan Norðursjávar og Eystrasalts).

Hann sagði forsetann ekki eiga að verða foringi annarrar hreyfingarinnar, með og móti inngöngu í Evrópusambandið, en deila hlyti hann þekkingu sinni með þjóðinni.

  • Þá sagði Ólafur umræðu um bakland hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni. (Mbl.is.)

Þetta er algerlega rétt, en Rúv-Sjónvarpið reyndi mikið til þess í nótt að klína því á forsetann, að eina fagnaðarsamkoma stuðningsmanna hans hefði verið í Valhöll. Þar var þó aðeins um 20-30 ungmenni að ræða, sannarlega vökul og hress, en það voru menn líka á þúsundum heimila heitra stuðningsmanna Ólafs Ragnars nú í nótt og á þessum gleðinnar sunnudegi. Smile  Wizard

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Krafa um aukið lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband