Lýðræðið bíður ósigur í evrukreppunni, segir Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar

Í grein í Dagens Nyheter í Svíþjóð 16. júlí skrifar Carl Tham fv. menntamálaráðherra Svíþjóðar, að lýðræðið verði undir í evrukreppunni. 

"Myntbandalagið er orðið að "gegnumstreymisbandalagi" þar sem geysilegar fjáhæðir tryggðar af sterku löndunum streyma til þeirra veikari til að koma í veg fyrir hrun þeirra. Aðalatriðið er minni umhygga fyrir íbúum þessarra landa en með eigin bönkum og evrunni sem pólitísku verkefni. Innbyrðis átök aukast milli ESB ríkjanna og Þýzkaland, sem átti að halda í skefjum, er nú orðið allsráðandi.

Nú á að bjarga verkefninu með enn stærra verkefni, sem kallað er "fjármálabandalag" en er í reynd nokkurs konar efnahagslegt einræði undir þýzkri leiðsögn í höndum starfsmanna og sérfræðinga í Brussel."

"Hvert skref fæðir annað eins og venjan er hjá ESB, lýðræðislegt vald þjóðanna leysist smám saman upp í þoku efnahagslegra, nauðsynlegra aðgerða, - einræði búrókratanna tekur við og þá mun alríkið verða markaðssett til þess að ljá kerfinu "lýðræðislegt andlit", sem er mjög svo afhjúpandi orðalag. Hið sjálfbyggða gjaldmiðlaskrímsli á að temja með enn þá stærra skrímsli!"

Carl Tham meinar að lýðræðið víki fyrir tundurskeyti myntbandalagsins og að þvinga alríki upp á fólk með mismunandi menningu, mál og hefðir muni óhjákvæmilega leiða til þjóðfélagsátaka.

"Ef þær tillögur ná fram að ganga, sem nú eru lagðar fram, mun áfram haldið við niðurrif á lýðræði í Evrópu. Gjaldmiðillinn er æðri lýðræðislegum stjórnarháttum. Verið er að taka ákvörðunarréttinn af fólki á færibandi.."

Carl Tham hóf stjórnmálaferil sinn hjá Folkpartiet en gekk í lið með Sósíaldemókrötum síðar, þegar hann varð menntamálaráðherra. Sífellt fleiri sósíaldemókratar í Svíþjóð viðurkenna nú, að evran eru mistök og vara við sífellt stærri lýðræðisskerðingu, sem einkennir ESB. Þeir sjá mótsögnina við fólkið í Evrópu, kjósendur aðildarríkja ESB og skilja, að þessi þróun leiðir till enn meiri hörmunga en þegar hafa gerst.

Íslenskir kratar hafa grafið sig svo langt niður í umsóknarferli ESB, að augu þeirra ná ekki út yfir brún skotgrafarinnar og eiga þeir því enn langt í land með að viðurkenna staðreyndir um evruna, sem blasa við öllum öðrum.

gs 


mbl.is Evran á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mjög athyglisverð grein hér á ferðinni.

Uggvænleg greining Sósíal demókratans Carls Tham f.v. menntamálaráðherra Svíþjóðar á ástandinu á Evru svæðinu og hvernig það er að þróast, ættti að fá hörðustu aðildarsinna til þess að hinkra nú við og endurskoða alvarlega afstöðu sína.

Hér talar ekki bara einhver venjulegur svíi sem heitir herra Svenson, heldur einn af forystumönnum sænskra jafnaðarmanna til marga ára, maður sem studdi einlæglega ESB og EVRU væðinguna, en hefur nú greinilega heldur betur skipt um skoðun.

Hann minnir óneitanlega talsvert á enska rithöfundin George Orwell sem var einlægur aðdándi sósíalismans á sínum tíma, en fór svo að efast og snérist endanlega þegar hann sá hve hörmuleg þróun mála varð undir sífellt staækkandi óskapnaðar kerfisins og sífellt meira einræði Stalíns í Sovétríkjunum sálugu.

Þá skrifaði hann ádeilu bækur eins og Animal Farm og fleiri, sem voru beinar og snarpar ádeilur á sósíalismann og það kerfi allt saman.

Það er greinilega enn von fyrir mannkynið og lýðræðið þegar það á enn til menn eins og George Orwell sem þora að hugsa skeptiskt og gegn pólitískri rétthugsun og þora að láta skoðanir sínar í ljós og skipta líka um skoðun eins og Carl Tham.

Mikið óskaplega þyrftu íslenskir Kratar að eignast svona sjálfsstæðan og þroskaðan gagrýnanda á þau ESB trúarbrögð sem sá flokkur hefur hengt sig í ! Það gæti orðið hrein frelsun fyrir þann einlita trúarsöfnuð !

Gunnlaugur I., 17.7.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband